Monthly Archives: mars 2009

Hubert Sandhofer kíkir í heimsókn

Austurríski vínframleiðandinn Hubert Sandhofer var á Íslandi í síðustu viku og kíkti í heimsókn til okkar í höfuðstöðvarnar til að smakka nýjustu vínin.

Flest vínanna voru ekki komin á flöskur ennþá og þurfti Hubert að tappa þeim beint úr tanki eða tunnu á litlar smakkflöskur sem hann tók með sér til landsins.

Við höfum smakkað flest vína Huberts síðustu ár. Hann er vaxandi vínframleiðandi. Hann viðurkennir að hann sé alltaf að læra og uppgötva eitthvað nýtt og það er gaman að rabba við hann og fá innsýn í þær ákvarðanir sem víngerðarmaðurinn þarf að taka. Hann er forvitinn og ástríðufullur, metnaðarfullur svo við höfum alltaf haft á tilfinningunni að hann ætti ennþá inni. Að áhuginn og rannsóknarstarfið ætti eftir að bæta vínin hans enn frekar þótt góð væru þegar.

Það koma á daginn. Smakkið í ár var töluvert jafnara og nokkuð betra en smakkið í fyrra viðstöddum til mikillar ánægju. Hvert vínið á fætur öðru var áhugavert, heilsteypt og „austurrískt“ – alveg eins og við viljum hafa það.

Nú er bara spurning hvað við gerum á næstunni til að auka framboð þessara vína á Íslandi en vín frá Austurríki hafa átt svolítið erfitt uppdráttar á meðal söluvænlegri markaðsafurða.

Hubert er lítill framleiðandi´og vínin hafa karakter. Þau eru líka góð matarvín, sérstaklega hvítvínið og rósavínin.

Athugið að verðin á þeim Sandhofer vínunum sem nú fást eru frá því síðasta sumar þegar við keyptum slatta inn. Þau eru því ekki bara samkeppnishæf heldur dúndurhagstæð.

Færðu inn athugasemd

Filed under sandhofer, vínsmökkun