Verðfréttir: New York — Reykjavík

Þetta er helst í verðfréttum.

Góð vínbúð í New York gefur út fréttabréf sem við erum áskrifendur að. Þetta er specíalistabúð með ítölsk vín og hefur eigandi þeirra, Sergio Esposito, gefið út fína bók um æsku sína og vínferðalög á Ítalíu.

Í nýjasta fréttabréfinu auglýsir hann vín frá Dal Forno Romano, kónginum í Valpolicella (eða amk. krónprinsinum). Þar var á ferðinni dýrara rauðvín framleiðandans, Amarone, og var verðið litlir 409 dollarar per flösku sem gerir 50.000 íslenskar krónur.

Við eigum fjórar flöskur eftir af þessu víni.

Flaskan kostar 21.000 kr. með húð og hári.

Ódýrara rauðvínið frá Dal Forno, Valpolicella 2003, kostar 149 dollara í vínbúðinni í New York sem gerir á gengi dagsins 18.000 kr. íslenskar eða svo.

Við eigum nokkra kassa af því, verð per flösku er 7.990 kr.

Við höfum ákveðið að sleppa nýjasta árgangi af þessum vínum, einfaldlega út af stöðu krónunnar í dag og lítillar eftirspurnar á dýrum vínum (sem eru nú fokdýr eftir gengishrunið) svo þetta eru kostakaup þrátt fyrir allt, keypt á eldgömlu gengi.

Færðu inn athugasemd

Filed under romano dal forno

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s