Litli Jón

Við erum spennt yfir nýjum framleiðanda sem kemur í Vínbúðirnar 1. júní.

Við viðurkennum að við erum reyndar alltaf spennt yfir nýjum vínum enda værum við einfaldlega ekki að flytja þau inn annars.

Svo einfalt er það.

Það er samt eitthvað við þessu nýju vín frá framleiðandanum Saint Cosme í Rónarhéraði Frakklands sem gerir þau einstaklega skemmtileg.

Fyrst er það miðinn.

Við veljum ekki vínin af miðanum en það er ekki verra ef hann er vel heppnaður. Þannig vöktu þessi vín áhuga okkar vegna miðans og orðsporsins hvort tveggja í einu. Gæðin voru svo staðfest þegar við fengum sýnishorn og hringnum var lokað. Miðinn skemmtilegi er bara plús.

Little James vínin munu fást í bæði hvítri og rauðri útgáfu í Vínbúðunum og leyfum við okkur að íslenska þau „Litli Jón“ þótt réttari þýðing væri „Jakob“ á nafninu James.

James litli er sonur víngerðarmannsins Louis Barruol. Louis er ungur og metnaðarfullur framleiðandi sem er orðin stjarna í Gigondas fyrir sín fögru vín sem vínspekúlantinn Tanzer lýsir svo: „almost Pinot-like aromatic finesse, with beautifully restrained oak influence“. Þeas. öflug vín með fínlega angan sem minnir á Búrgúnd og hóflega eik — lýsing sem höfðar mjög sterklega til okkar.

Miðar vínanna frá Saint Cosme eru í raun dæmigerðir, franskir miðar með mynd af hús — en í Little James vínunum fær Louis að leika sér og dregur þar upp skemmtilega, kómíska mynd af lífi víngerðarmannsins. Innihald Little James vínanna er líka óvenjulegt að því leyti að þau eru ekki árgangsvín heldur er nokkrum árgöngum blandað saman.

Vínin eru eins og miðarnir; lífleg og einstök.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s