Lambrusco ÁSKORUN — frítt balsamik edik frá LINI í póstkassann

Ef við tökum saman öll ítölsku vínin (sjö talsins) sem byrjuðu í Vínbúðunum sumarið 2008 (lestu meira) og leggjum þau í mat sem byggist á praktískum viðmiðunum, eins og fágæti víns miðað við flóru Vínbúðanna, auk slatta af eigin væntumþykju — stendur eitt vín upp úr sem við viljum sérstaklega halda inni og koma í kjarna.

Lambrusco frá Lini.

Lambrusco frá Lini er nefnilega afar skemmtilegt vín sem má ekki dæma út frá slælegu orðspori „lambrusco“ vína. Það býr nefnilega yfir miklum karakter, er þurrt matarvín og freyðandi að hætti kampavína sem færir okkur birtu og gleði.

Því efnum við til áskorunar.

Keyptu 3 flöskur af Lambrusco frá Lini og sendu okkur myndskilaboð (6937165) eða fax (5347175) af kassakvittun. Hún þarf að vera læsileg og nafn og heimilisfang þarf að fylgja með.

Í staðinn sendum við þér flösku (250ml) af ekta, eðal Modena balsamik ediki frá sama framleiðanda, Lini, en eins og kannski sumir hafa áttað sig á þá koma Lambrusco vín og balsamik edik frá sama svæði Ítalíu.

Til að koma Lambrusco frá Lini í kjarna þurfum við að selja 30 flöskur á viku næstu þrjá mánuði. Það hljómar kannski ekki svo ýkja mikið en er reyndar slatti því það fóru bara 7 flöskur í síðustu viku.

Flaskan kostar 1.980 kr. og einhver gæti sagt „Bíddu nú við… á lambrusco ekki að vera ódýrt?“. Svarið er einfalt, þetta er bara gott VÍN! Það eru einmitt svona vín sem við föllum svo oft fyrir, vín sem eru ekki alltaf augljós eða í miðju massasölunnar, vín sem eru einstök út fyrir sig.

Svo minnum við á að vínið var valið Bestu Kaupin í Gestgjafanum (lestu meira) og fékk 91 stig af 100 í Morgunblaðinu (lestu meira) sem kallaði það „lítið djásn“.

Fæst í Vínbúðunum Heiðrúnu, Kringlunni og Skútuvogi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under áskorun, ítalía, lini

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s