Bráðum verður beljunni hleypt út á tún

Þessa dagana erum við með ermar uppbrettar að leggja lokahönd á fyrsta kassavínið sem við flytjum inn.

Vanalega leggjum við ekki okkar hendur eða lokahendur á hönnun eða útlit vöru sem við flytjum inn ef endanskilið er samvinnuverkefnið með austurríska vínframleiðandanum Hubert Sandhofer og myndlistarmanninum Kristínu Gunnlaugsdóttur sem lánaði myndefni á vínflöskurnar hans Huberts.

Kassavínshugmyndinni laust niður einhvern tímann á síðasta ári og með hjálp góðra vina var henni hrint í framkvæmd og hún fullmótuð. Vínið fundum við síðan hjá vinum okkar í Toscana, Alessandro og Antoniettu, eftir að hafa smakkað okkur í gegnum nokkra mögulega kandídata.

Ferlið var ekki alveg áfallalaust, fyrsta útgáfan hlaut ekki náð hjá yfirmönnum ÁTVR og var hafnað en það var kannski bara allt í lagi því við höldum að endurbætt útgáfa hafi jafnvel heppnast betur. Um ævintýri beljunnar verður fjallað meira síðar.

Á mánudaginn fer lokahönnun til vina okkar í Toskana sem prenta fyrir okkur og tappa víninu sínu á. Ef allt gengur upp verður beljan mætt í Vínbúðirnar 1. júlí.

Þær verða reyndar tvær þessar elskur, rauð og hvít.

Að sjálfsögðu komnar á Facebook eins og allar beljur sem vilja vera smart.

Hliðarnar á kassanum verða sýndar hér innan skamms þegar algjörlega, 100%, ekki nokkur vafi leikur á að hún sé fullkláruð og helst komin út úr prentsmiðjunni. 

En svona lítur toppurinn og botninn á rauðvínsbeljunni út:

 

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s