Verðhækkanir í Vínbúðunum

Það hefur ekki farið framhjá neinum að verð á víni og öðru áfengi hefur hækkað. Ástæðan er margumrædd hækkun áfengisgjalds.

Þetta gerðist hratt. Við fengum föstudaginn til að breyta verðum til Vínbúðanna í samræmi við hækkunina og í dag tóku nýju verðin þegar gildi í búðunum.

Það var ekki hjá því komist að hækka verðin því að lagerinn okkar eins og hjá öðrum sprúttsölum er hýstur á frísvæði þar sem við greiðum áfengisgjöld og virðisauka jafnóðum og vara er leyst út og hún afgreidd til Vínbúðanna.

M.ö.o. frá og með fyrsta degi sem ríkisstjórnin ákvað að hækka gjaldið þurftum við að greiða meira en áður fyrir að leysa út af frísvæðinu.

Hækkun okkar vína er á bilinu 100 til 150 krónur á hverja flösku. Einhver vín hækka aðeins meira þar sem gengislækkun krónunnar er ennþá að skila sér í einstaka víni.

Ekki beint gleðifréttir.

Nú er bara að bíða og sjá hvað krónan gerir á næstunni. Vonandi styrkist hún og við getum farið að lækka einhver verð í staðinn fyrir að hækka.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttir, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s