Hvernig gengur? Dagur í lífi sprúttsala.

Hvaða spurning brennur helst á vörum fólks þessa dagana þegar efasemdir, áhyggjur og óöryggi einkenna þjóðfélagið?

Líklegast sú klassíska „Hvernig gengur?“ — spurning.

Þýðingin er aðeins þrungnari en hér áður. Nú má búast við á að sá sem svarar sé í alvarlegum fjárhagskröggum, atvinnulaus eða jafnvel gjaldþrota.

Við fáum þessa spurningu oft þessa dagana, mun oftar en áður. Hvernig gengur? Er fólk ennþá að kaupa vín?

Svarið  — jú, líklegast gengur bara vel. Allavegana höldum við að víninnflutningur sé í betri málum en margur annar innflutningurinn. Fólk er ennþá að drekka vín. Kunnum ekki almennilega skýringu á því en kannski vegna þess að fólk eyðir meira í gæða heimavið frekar en erlend ferðalög og spreðerí. Neyslan virðist ekki minni en hefur færst niður á við í verðflokkum þótt millidýr vín séu að seljast ágætlega ennþá.

Svo er ekki til neitt sem heitir „notuð vín“ eða „íslensk vín“ !

Nauðsynlegasta fararteskið þessa dagana sem endranær — tvöfaldur espresso —  nei ég meina, bjartsýni, skynsemi og gott skap.

Hvernig við bregðumst við lægðinni á ennþá eftir að koma í ljós. Dýrari vín eru færri hjá okkur en áður þótt eitthvað slæðist með. Átak í ódýrari vínum (þ.e.a.s. undir 2.000 kr !!!) hefur verið í gangi en var næstum rústað af tollahækkunum stjórnarinnar. Þá má alveg eins búast við nánari naflaskoðun á ennþá ódýrari vínum en Vín og matur verður að viðurkenna — okkur finnast bara svo góð vínin sem kosta aðeins lítið meira en gefa okkur mikið meira.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s