Uppskrift: Grillaðar Jöklableikjur

Fyrsti maturinn sem við elduðum úr hráefni úr matarkistu Frú Laugu var framreiddur í gærkvöldi.

Jöklableikjurnar frá Hala í Suðursveit eru eðal hráefni, mátulega stórar og þykkar og alls ekki eins feitar eins og eldisfiskur er gjarn á að verða því Fjölnir og Þorbjörg á Hala sjá til þess að bleikjurnar haldi línunum með kraftmiklu sundi á meðan á ræktun stendur.

Það er varla hægt að kalla matreiðsluna okkar þetta kvöldið sem formlega „uppskrift“ því hún var svo einföld en við tókum fjögur Jöklableikjuflök og grilluðum með roðhliðina niður þar til fiskurinn var orðinn ljósbleikur í gegn með smávegis maldon salti. Þegar hann var tilbúinn settum við hann á disk og helltum bræddu smjöri með hvítlauk og fersku rósmarín sem við sóttum út á svalir.

Þessi matreiðsla hentar bleikjunni vel, ekki of mikið smjör, ekki of mikill hvítlaukur og hóflegt rósmarín. Við viljum að bragðið af bleikjunni njóti sín.

Bárum fram með sítrónu sem hver og einn kreisti yfir að vild.

Tíndum salat og kartöflur í garðinum. Salatið var borið fram grænt með eingöngu balsamik ediki og virkaði ótrúlega vel svona ferskt. Kartöflurnar voru skornar í báta beint úr moldinni og inn í ofn með ólífuolíu hellt yfir og slatta af maldon salti. Pössuðum að hafa ekki kartöflurnar of lengi inni í ofni svo ferskleikinn myndi ekki glatast.

Mikið var þetta gott! Ekki spillti fyrir að nánast allt hráefni var sótt í forðabúr fjölskyldunnar.

Drukkum með nýtt hvítvín frá d’Arenberg sem gjörsamlega smellpassaði með, Stump Jump Chardonnay. Það verður kynnt síðar í Vínpóstinum en það hóf sölu 1. ágúst í Vínbúðunum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, frú lauga, Jöklableikjur, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s