1. september — Dagur Beljunnar

Það er komið að því.

Frá og með deginum í dag er Beljan loksins komin á meðal sinna líka, í hillur Vínbúðanna.

1. september er Dagur Beljunnar.

Líklegast hefur ekkert kassavín á Íslandi (og þótt víðar væri leitað) átt sér svo langan aðdraganda. Fyrir um ári síðan fengum við þá hugmynd að flytja inn kassavín með okkar eigin hönnun, okkar fyrsta kassavín. Ýmsir góðir aðilar komu að málinu en það var síðan í höndum hins skapgóða nágranna Beljunnar, hönnuðarins Einars Geirs Ingvarssonar, sem hún fékk á sig lokamynd auk þess sem góðvinur Beljunnar og fyrrum skólafélagi, sjálfur Ritstjórinn, kom með góð ráð. Rakel teiknaði sjálfa Beljuna.

Tja, amk. eins mikla lokamynd og okkur var unnt en ritdeilur við ítalska prentsmiði ullu því að við þurftum að gera nokkrar (reyndar ótrúlega margar) aðlagaðar útgáfur þar til allir voru sáttir.

Síðan var ÁTVR, hin ágæta stofnun, ekki par á því að við myndum skíra afurðina „Belju“, jafnvel þótt slíkt tungutak tíðkist gjarnan um kassavín hjá viðskiptavinum stofnunarinnar.

Jæja, við gátum sætt okkar við það líka enda nenntum við ekki að fara að puðrast lengur með málið – í prentun fór Beljan, jafnvel þótt hún kæmi nú fram undir dulnefni og héti einfaldlega (á yfirborðinu) hinu siðprúða nafni „Rauðvín – Toscana“ og „Hvítvín – Toscana“ eftir því í hvaða lit hún er.

Þannig að sagan sú hlaut loksins góðan endi, að því sem við teljum.

En vín snúast ekki bara um útlit, jafnvel ekki kassavín. Eftir að hafa smakkað okkur í gegnum ófá sýnishorn frá ófáum framleiðendum fundum við það sem við vorum að leita að á Ítalíu og þangað hélt Beljan snemmsumars. Á Ítalíu var henni vel tekið af hjónunum Alessandro og Antoniettu (sjá myndir) sem hugsuðu vel um hana í allt sumar og voru síðan svo elskuleg að fylla á spenana hennar með þeirra eigin góða víni (sjá myndir).

Beljan fæst núna í Heiðrúnu, Kringlunni og Skútuvogi. Sú hvíta kostar 5.998 kr. og sú rauða 6.298 kr..

Beljan er líka á Facebook — svo nú væri gaman að heyra hvað fólki finnst um sjálft vínið.

Auglýsingar

Ein athugasemd

Filed under beljan

One response to “1. september — Dagur Beljunnar

  1. Bakvísun: Tveir hljóta titilinn Winery of the Year «

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s