d’Arenberg minnir á sig

stump jump gsm minniÞegar kemur að upplýsingastreymi frá framleiðendum til okkar í höfuðstöðvum Víns og matar – þá má eiginlega skipta hópnum í tvennt; d’Arenberg og allir hinir.

Flestir framleiðendur senda okkur annað veifið póst með nýjum dómum og tilheyrandi fréttum en d’Arenberg er sér á báti. Í hverjum mánuði sendir d’Arenberg fréttabréf auk þess að dúndra ýmsum póstum þess á milli. Vefsíða d’Arenbergs er líka framúrskarandi.

Okkur leiðast ekki þessir tíðu skeytasendingar; d’Arenberg hússtíllinn sem nær frá vínum til mannlegra samskipta einkennist af húmor og hispursleysi.

Í önnum síðustu vikna höfum við ekki haft undan að segja frá sigrum framleiðandans á vínsviðinu, ekki síst á bandarískum vettvangi, en nú skulu lesendur og þá sérstaklega unnendur d’Arenberg vína uppfærðir.

Líklegast ber hæst viðurkenning sem d’Arenberg hlaut í bandaríska víntímaritinu Wine and Spirits sem ein af víngerðum ársins, Winery of the Year, en slíkur titill fellur til þeirra sem hafa jafna og breiða línu af fyrirmyndar vínum (sjá umfjöllun og dóma blaðsins um d’Arenberg).

Þá tók Gary nokkur Vaynerchuk The Footbolt 2006 til umfjöllunar (fæst í Vínbúðunum) í sjónvarpsbloggi sínu Wine Library TV en væntanlega er ekkert efni sem fjallar um vín með eins mikið áhorf sem stendur og hefur Gary vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar. The Footbolt fær góða umfjöllun í þættinum en d’Arenberg víngerðin sjálf fær mikið lof (sjá myndræmu).

Gary bætti um betur og birtist í sjónvarpsþættinum The Today Show með þrjú vín sem áttu að sýna fólki nýjar hliðar á vínupplifun og var eitt þeiirra Riesling hvítvín frá d’Arenberg (sjá myndræmu). Við flytjum það reyndar ekki inn en bjóðum upp á annað Riesling, The Stump Jump Riesling, sem er ekki síður spennandi.

En til Ástralíu – James Halliday gefur d’Arenberg fullt hús stiga í bók sinni Australian Wine Companion og velur sem „Outstanding Winery“ sjötta árið í röð. James þessi er sérfræðingur í áströlskum vínum. (sjá dóma og umfjöllun hér).

d’Arenberg hefur líka tekið höndum saman með nokkrum þekktum víngerðum í Ástralíu og stofnað verkefnið First Families. Að baki þess standa víngerðir sem framleiða framúrskarandi vín og eiga það sameiginlegt að hafa verið í eigu sömu fjölskyldu í marga ættliði – verkefni sem er ætlað að auka meðvitund almennings um sögu, menningu og gæði ástralskrar vínframleiðslu.

Þá ber að nefna sérstaklega vín sem fæst hér í Vínbúðunum á góðu verði sem hefur fengið fína pressu um víða veröld, rauðvínið The Stump Jump GSM (sjá dómana) sem einn kallar svo viðeigandi „Just a damn good drink“.

Að ógleymdri framkomu The Laughing Magpie í japönsku manga teiknimyndaseríunni Dreggjar Guðanna sem var fjallað um hér á blogginu ekki fyrir löngu.

Þetta er aðeins brot.

Við höfum ítrekað ósk okkar að fá hingað til lands Chester Osborn, eiganda og víngerðarmann d’Arenberg, og eru ágætar líkur að það gerist næsta vor.

Þangað til heldur d’Arenberg áfram að minna á sig með reglulegum skeytasendingum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s