Alikálfur frá Lágafelli

Hestar eru í aðalhlutverki á bænum Lágafelli frekar en ær og kýr. Þar ráða bændur og hjón, Sæunn og Halldór.

Við höfum fengið folaldakjöt frá þeim til að selja í Frú Laugu sem er afskaplega gott.

Eins og víða er búskapurinn blandaður og það má segja að hjónin séu sérfræðingar í ræktun alikálfa. Alikálfur er 100 daga gamall kálfur sem hefur nánast eingöngu drukkið mjólk á sinni stuttu ævi en einnig svolítið annað fóður eins og hey.

Alikálfarnir eru fáir, kannski er einum til tveimur slátrað að meðaltali á mánuði.

Kjötið af kálfunum er einstaklega mjúkt og bragðgott, milt en ekki bragðlítið.

Við elduðum nýlega file og rib-eye úr alikálf frá Lágafelli. Það er varla hægt að tala um uppskriftir.

Alikálfur – File:

File var skorið í bita (litlar steikur) eins og það kom fyrir (var ekki lamið í þunnar sneiðar eða slíkt). Velt upp úr blöndu af hveiti, fersku kryddi (blóðberg eða bergmynta hentar vel) og svolitlum parmaosti. Velt upp úr hrærðu eggi og síðan aftur upp úr hveitinu og sett á pönnu. Hitinn á pönnu má ekki vera of heitur svo húðin brenni ekki heldur verði létt ljósbrún (1 mínúta max á hvorri hlið). Sett í eldfast mót og eldað í ofni í um 10 mínútur við 170 gráður.
Alikálfur – Rib-eye

Rib-eye er alltaf mjjög skemmtilegur vöðvi, vel fitusprengdur og bragðmikill. Við krydduðum vöðvan í heilu lagi (800g stykki eða svo) með salti og pipar og brúnuðum vandlega á öllum hliðum á pönnu (tekur 2-3 mínútur). Létum hvíla sig góða stund. Nudduðum með fersku rósmarín (smátt söxuðu), settum í eldfast mót og helltum svolitlu rauðvíni yfir (eitt las eða svo) og notuðum til þess Beljuna okkar góðu. Sett í ofn við 170 gráður í 10 mínútur, tekið út og látið standa í sma´stund (korter nægir), og þá sett aftur inn í aðrar 10 mínútur eða svo. Látið standa aftur í korter og borið fram.

Alikálfurinn er án efa eitthvað allra besta kjöt sem við höfum eldað á heimilinu, svo mjúkt og bragðgott.

Vínið með alikálfinum má vera sæmilega kröftugt þótt ´kálfurinn sé mildur á bragðið. Við drukkum með Saint Joseph frá Saint Cosmé sem smellpassaði, svolítið eins og alikálfurinn, mjúkt, milt en lúmskt öflugt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under frú lauga, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s