Eitt af þessum vonlausu vínum í Vínbúðunum

Við getum ekki hætt að flytja inn vín sem enginn kaupir.

Hverjum öðrum en okkur dytti í hug að flytja inn vín sem kemur frá óþekktum framleiðanda af óþekktu svæði eða með miða sem enginn tekur eftir, nú eða nafni sem enginn getur borið fram.

Og Chateau Mourgues de Gres Costieres de Nimes A.O.C. Les Galets Dóres 2007 uppfyllir allt þrennt!

Síðan 1. júlí 2009 hafa 16 flöskur af þessu víni verið keyptar í Vínbúðunum. Það gera tvær flöskur (rúmlega!) á mánuði.

Það flokkast því líklegast undir eitt af þessum vonlausu vínum í Vínbúðunum.

Bara ef einhver hefði getið sett mynd af kanínu á miðann og kallað það „Crazy Rabbit“ eða eitthvað svoleiðis, þá hefði það kannski mokast út.

En okkur þykir það gott, reyndar eiginlega frábært. T.d. með skelfisk-pasta eins og við fengum okkur um daginn. Suðrænt og seyðandi. 

Við höfum lent í þessu áður en lærum ekki af reynslunni. Við — aðallega þessi bloggari — verðum svo æst yfir einhverju svona góðu, getum ekki stillt okkur og er eiginlega sama þótt ekki mokist það út.

Ef við gætum selt 10.000 flöskur á einu ári myndum við frekar vilja selja lítið af mörgum en mikið af fáum.

Love before business.

Það er aðeins meiri vinna en mikið er það nú miklu skemmtilegra.

Eitt er því öruggt, við munum halda áfram að flytja inn svo „vonlaus“ vín.

Auglýsingar

8 athugasemdir

Filed under mourgues du gres, röfl, vínbúðirnar

8 responses to “Eitt af þessum vonlausu vínum í Vínbúðunum

 1. Brynjar

  Það er akkúrat vegna þessa hugarfars sem ég vel vínin frá ykkur fram yfir vín annarra – og að sjálfsögðu af því þau eru svo frábær!

 2. Takk Brynjar!!! Stuðningur er vel metinn.

 3. Ég ætla að kaupa mér svona flösku. Það er enginn bisness betri en nákvæmlega þessi bisness sem þú lýsir svo skemmtilega í þessari blogggrein.

 4. Þú verður hamingjusamur eigandi 17. flöskurnnar Ingi Rafn!

 5. Ingi Rafn

  Ég gef þessu víni mjög góða einkunn. Takk fyrir að benda á það.

 6. Þakka þér. Gott að það kom vel út.

 7. Erla

  Frábært hvítvín !
  Mæli eindregið með því í alla staði eitt og sér eða með mat .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s