Uppskrift: Sólþurrkaður saltfiskur með aioli-sósu

Við matreiddum sólþurrkaðan saltfiskinn frá Langanesi sem fæst í Frú Laugu á 1.980 kr/kg.

Hann var útvatnaður í 3 sólahringa og var vatni skipt á honum daglega. Þótt þrír dagar virtust passlegir fyrir þykkari bitana var það jafnvel of mikið fyrir þá þynnri svo væntanlega má stytta útvötnun í 2 sólahringa og þá kannski vega upp á móti með því að skipta oftar um vatn. Þetta hefur aðallega með söltun fisksins að gera og smekk viðkomandi fyrir miklu eða litlu saltbragði. Hann var síðan soðinn í svona 15 mínútur.

En afskaplega var hann bragðgóður, namm!

Við höfðum einfalt meðlæti með (þroskaða tómata og gullauga úr Frú laugu og ferskt avokado) sem varla er hægt að kalla uppskrift fyrir utan þessa góðu aioli sósu sem við gerðum í fyrsta skipti en hún er sérstaklega algeng á miðjarðarhafssvæðinu þar sem þessi tegund af fiski er talsvert borðuð.

Svona er uppskriftin af aioli sósunni sem mætti líka kalla hvítlauksmajónes:

6-8 hvítlauksrif (eftir stærð og smekk)
1 eggjarauða
1 bolli ólífuolía
salt
1 lítil sítróna (eða læm)

Eggjarauða og hvítlauksrifin sett í blöndunartæki og hakkað þar til vel maukað. Safi út sítrónu kreistur út í í litlu magni í einu á meðan blöndunartækið er í gangi. Saltað að smekk.

Að lokum er ólífuolíunni hellt í mjórri bunu hægt og rólega út í blönduna þar til hún tekur sig og verður gul-hvít.

Ef blöndun mistekst (er vökvakend og nær ekki að blandast saman) má hella blöndunni í skál og byrja upp á nýtt með annarri eggjarauðu og einu hvítlauksrifi sem er maukað eins og áður – og hella síðan misheppnuðu blöndunni út í hægt og rólega í mjórri bunu þar til nýja blandan tekur sig og verður að ljósgulri sósu.

Með þessu drukkum suður-franskt hvítvín sem okkur fannst viðeigandi og passaði það einkar vel með, Little James frá Saint Cosme.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under frú lauga, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s