Chablis á bónus verði

Í tilefni af því að ný sending er væntanleg frá Christian Moreau í Chablis fórum við yfir lagerstöðuna og fundum nokkur gler (6-18fl af hverri sort) af gömlum árgöngum frá þeim tíma sem Íslendingar voru ríkir og krónan sterk.

Reyndar finnst okkur þessi flottu hvítvín úr Chardonnay þrúgunni svo góð og við næstum tímum ekki að láta þau frá okkur en við getum nú ekki drukkið allt sjálf, jafnvel ekki með góðri hjálp – og við munum taka frá nokkrar flöskur handa okkur líka.

Vínin sem um ræðir eru þrjú og voru keypt þegar evran kostaði undir 100 krónum. Þau eru því frábær kaup í ljósi þess að ný sending verður leyst út á genginu 175 eða svo. Verðið er því mjög „2007“ og ættu unnendur ekta Chablis-vína að sperra eyrun.

Þetta eru vínin þrjú: Chablis 1er Cru Vaillon 2006Chablis Grand Cru Vaudesir 2004 og Chablis Grand Cru Les Clos „Hospices Les Clos“ 2004 – og mætti lýsa stílnum almennt svo að þau eru vel þurr, djúp fremur en breið, með dæmigerðum steinefnaeinkennum Chablis vína og þægilegum en ekki of sterkum eikarblæ, fáguð og í flottu jafnvægi.

Áhugasamir sendi okkur póst á vinogmatur@vinogmatur.is til að fá upplýsingar um lagerstöðu og hvernig maður ber sig við að sérpanta þau í Vínbúðunum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under christian moreau, tilboð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s