Vínin yfir páskana

Eins og kemur fram í nýjasta bréfi Frú Laugu þá mælum við sérstaklega með rauðvíninu Cotes du Rhone 2006 frá Chateau de Montfaucon með páskalambinu. Þetta hefur þægilegan ilm, þéttan ávöxt og flotta byggingu. Látlaust vín í besta skilningi þessa orðs sem er við hæfi á þessum tíma yfirvegunar og innri friðar.

Önnur vín sem sýna sínar bestu hliðar í nærveru lambakjöts eru rauðvín úr Sangiovese þrúgunni eins og Chianti Classico 2007 frá Castello di Querceto, Chianti Classico 2006 frá Fontodi eða Montefalco Rosso 2005 frá Arnaldo Caprai.

Klassísk rauðvín sem falla ekki í skuggann af lambinu eða öfugt.

Í hvítu deildinni mælum við með einhverju svolítið þykku og höfugu til að standa í hárinu og t.d. humri og laxi en með ferskleika engu að síður, eins og t.d hið skemmtilega Chardonnay hvítvín The Stump Jump Lightly Wooded Chardonnay 2008 frá d’Arenberg nú eða madamman sjálf Comtesse Madaleine 2007 frá Chateau de Montfaucon.

Síðan má líka draga fram Beljuna en það vill svo til að þær eru einmitt úr þessum þrúgum sem mælt er með hér fyrir ofan, sú rauða úr Sangiovese og sú hvíta úr Chardonnay. Okkur finnst rauðvínið vera að vaxa með tímanum sem það hefur haft í maga beljunnur og hvítvínið fer að verða meira grípandi með hækkandi sól og vori.

Gleðilega páska!

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, d'arenberg, montfaucon

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s