Hollar og mikilvægar ólífur í Frú Laugu

Ólífur eru mikilvægar.

Að horfa á þennan litla, bitra ávöxt er eins og hafa sögu mannkyns í hendi sér.

Egyptar, Grikkir, Rómverjar; Hómer, Biblían, Kóraninn; Aþena, Múhammeð, Tutankhamen; viður, lauf, ávöxtur, olía – fáar plöntur eiga eins langa og jákvæða sögu sem lækningarmáttur, næring eða boðberi dýrðar, visku og friðar.

Ólífur eru líka hollar.

Þær eru sjaldnast borðaðar beint af trénu heldur verkaðar í saltlausn eða olíum sem kemur af stað náttúrulegri gerjun sem breytir eiginleikum ólífunnar svo hún verður betri og hollari. Hollar ólífur eru m.a. taldar styrkja ónæmiskerfi, vernda DNA, minnka líkur á hjartasjúkdómum og svo mætti lengi telja.

Til þess að hámarka ferskleika, bragð og ekki síst hollustu er hins vegar mikilvægt að ólífurnar séu einmitt framleiddar á þennan náttúrulega hátt en ferlinu ekki flýtt eins og gjarnan er gert með vítissóda í iðnaðarframleiddum ólífum og ýmsum óþarfa aukefnum bætt þar samanvið.

Ólífurnar í Frú Laugu eru „markaðsferskar“ sem þýðir að þegar við höfum sett þær í dollur endast þær eingöngu í 2 vikur svo það þarf að nálgast þær og meðhöndla eins og hvert annað grænmeti.

En þær eru góðar og þær eru hollar.

Það skiptir öllu máli.

Fimm tegundir eru fáanlegar í Frú Laugu:

Dökkar Kalamata frá Grikklandi og dökkar Gaeta frá samnefnu svæði á S-Ítalíu, grænar Nocellara del Belice frá Sikiley, miðjarðarhafsblanda af nokkrum grænum og dökkum tegundum með smávegis rósmarín og loks stórar grænar með fyllingu (hvítlauk, papriku og sítrónu). Þær eru verkaðar í saltvatni þar sem ýmist er bætt við sólblómaolíu, vínediki eða náttúrulegum sýrum (mjólkursýru, sítrus, c-vítamíni).

100 grömm af ólífum kosta 290 krónur og höfum við sett þær í 200g dollur til að byrja sem greiðast eftir vigt.

Ólífur Ragnar Grímsson munu fást með haustinu

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under frú lauga, heilsa, matur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s