Uppskrift: Græn leynisósa á grillsneiðarnar frá Miðey

Hvernig viltu steikina þína?

Á ferðalagi í Parísarborg árið 1996 fórum við á veitingastaðinn Entrecote sem bauð eingöngu upp á „entrecote“ steikur og eina sem maður þurfti að velta fyrir sér var hversu lengi átti að steikja hana. Með steikinni voru bornar franskar (og þessar voru ekta „franskar“) og grænleit sósa sem gerði útslagið.

Við rákum nefið í þessa gómsætu leynisósu staðarins og reyndum að greina hráefnið. Þegar heim var komið elduðum við samskonar sósu eins og best við gátum og vorum bara ansi hreint sátt við útkomuna. Hún var ekki svo ósvipuð leynisósunni.

Grillsteikurnar frá Miðey eru mjög líkar þunnum grillsteikum Entrecote staðarins svo það var viðeigandi að prófa þær með leynisósunni og rifja upp í leiðinni uppskriftina.

Hún er einhvern veginn svona:

Við notuðum einn poka af basiliku frá Heiðmörk (250 kr. í Frú Laugu) og settum í matvinnsluvél ásamt hálfum desilíter af ólífuolíu, einu hvítlauksrifi (má sleppa), handfylli af cashew hnetum (geta verið furuhnetur) og 5 matskeiðum af parmeggiano osti (eða grana padano). Maukað í vélinni og sett í pott þar sem sósan er hituð og út í hana settar tvær teskeiðar gæðasinnep, salt og svona 1/2 til heill desilíter af vatni.  Auðveld og afskaplega góð grænsósa sem í raun er byggð á því sem við köllum pestó.

Steikurnar voru settar á heitt grill og grillaðar í eina mínútu á hvorri hlið (max) því þær eru svo þunnar. Þær voru ferlega góðar og sósan smellpassaði með.

Rauðvínið var Clos de Causse Minervois frá Domaine Combe Blanche.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s