Aftur til framtíðar — Rauðvínið sem þarf ekki að bíða eftir

Við erum alltaf að heyra leiðbeiningar um að þetta eða hitt rauðvínið eigi eftir að verða svo og svo mikið betra við rétta geymslu í svo og svo mörg ár en fæst höfum við þolinmæli til að bíða og bíða.

Hér er komið rauðvín sem þarf ekki að bíða eftir.

Minervois La Liviniere Clos de Causse 2001

Það er búið að geymast, búið að þroskast og komið á þann stað sem flest góð rauðvín dreymir um að ná en aðeins fáeinum tekst.

Rauðvínið sem okkur hefur verið fært úr fortíðinni hefur verið geymt samviskusamlega af vínframleiðandanum sjálfum en hans markmið meðal annars er að sýna einmitt hversu vel vínin hans af Minervois svæðinu geta geymst því Languedoc héraðið í S-Frakklandi hefur ekki beinlínis verið rómað fyrir geymslugóð vín sökum offramleislu m.a. (þetta hefur verið að breytast mikið síðustu ár). Hann bíður því pollrólegur frekar en að selja lagerinn og fá peninga í kassann strax eins og flestir gera.

Og rukkar hann vexti og verðbætur fyrir öll þessi ár sem hann geymir vínið?

Nei.

Þetta er ódýrt rauðvín miðað við gæði og þá erum ekki einu sinni byrjuð að taka inn í reikninginn renturnar fyrir árin 9 sem það hefur á herðunum.

Svona eiga rauðvín að bragðast eftir rétta geymslu í svo og svo mörg ár.

Svona.

Domaine Combe Blanche — Minervois La Liviniere Clos du Causse 2001 kostar aðeins 2.790 kr. í Vínbúðunum Heiðrúnu, Kringlunnig Skútuvogi.  Þetta er hreinasti þjófnaður og ekki spillir fyrir hvað flaskan er flott.

Nú skulum við þegja og látið vínið tala sínu máli.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under combe blanche, frakkland

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s