Íslenska geitin leitar eftir stuðningi — Stofnfundur um Geitafjársetur Íslands á Háafelli

Í vetur fengum við fyrstu sendingu frá Jóhönnu á Háafelli, geitaís.Vonandi er það upphafið af frekara samstarfi því Frú lauga vill gjarnan bjóða upp á geitakjöt ofl. geitaafurðir frá Háafelli í framtíðinni.

Nú stendur til að blása til sóknar og stofna Geitafjársetur á Háafelli til að styðja við Jóhönnu og geiturnar hennar.

Fundurinn er á morgun, 19. apríl, kl. 17.30 í Friðarhúsinu á Njálsgötu 87.

Okkur barst þessi texti frá stuðningsaðila og birtum hann hér með leyfi:

„… Hið íslenska geitfjársetur. Það á að vera staðsett að Háafelli í Hvítársíðu og mun starfsemi þess einkum varða varðveislu og fjölbreyttni íslenska geitastofnsins. Hugmyndir eru uppi um að gera Háafell að búi þar sem fólk geti komið og skoðað íslensku geitina í mikilli nálægð sem og að koma þar fyrir aðstöðu til framleiðslu afurða. Þessi hugmynd hefur nú þegar fengið stuðning frá samtökunum Beint frá býli og munu þau samtök taka þátt í stofnun félagsins.

Í dag stendur vá fyrir dyrum þessa bús og ekki er langt í að Jóhanna missi það ef ekkert verður að gert. Áhugaleysi stjórnvalda í gegnum tíðina hefur gert það að verkum að samkeppni við aðrar afurðir sem njóta niðurgreiðslu eru nánast ómögulegar og því er illa fyrir stofninum komið.

Starfsemi félagsins mun ganga út á að ráðast í endurbætur á húsakostum og reisa við búið ferðamannaaðstöðu með eldhúsi til þess að möguleiki sé á því að það standi undir sér fjárhagslega og í leið að tryggja viðhald geitastofnsins til framtíðar.

Í dag eru um 600 geitur eftir á Íslandi og eru í kringum 150 staddar á Háafelli, þar af eru um 20 kollóttar en Jóhanna tók það upp á sitt einsdæmi fyrir nokkrum árum að bjarga þeirri grein stofnsins. Voru fjórar kollóttar geitur eftir þá. Jóhanna hefur einnig passað vel upp á ræktun stofnsins og notast hún við þónokkra hafra við sæðingu.

Aðferðir við fjáröflun og fleira: Geitfjársetur mun beita sér fyrir geitfjárrækt á nokkra vegu. Ein leiðin er þrýstingur á stjórnvöld, önnur er söfnun fjárs frá almenningi og fyrirtækjum og sú þriðja er rekstur geitfjárseturs.“

Allir áhugasamir geta tekið þátt.

Færðu inn athugasemd

Filed under vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s