Category Archives: ástralía

Tveir hljóta titilinn Winery of the Year

Tveir af okkar vínbændum eru svo heppnir að hafa verið bestaðir af bandarísku vínpressunni Wine and Spirits. Tímaritið veitir 100 framleiðendum titilinn BEST WINERY OF THE YEAR sem þeim hefur þótt skara framúr árið 2010.

Bestunina hljóta Castello di Querceto í Toskana og hinn ástralski d’Arenberg.

Þetta er flott viðurkenning sem þessir góðu vínbændur eiga vel skilið og óskum við þeim innilega til hamingju!

Vel á minnst, Beljan vill koma því að að hún er fædd og uppalin hjá Castello di Querceto (sjá nánar).

Til upprifjunar birtum við í gamni mynd sem átti að prýða utanverðan botn Beljunnar.

beljan_botn

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, castello di querceto, d'arenberg, dómar, vín, wine and spirits

„Loksins, loksins“ — Terra Antiga Vinho Verde Bestu kaupin í Gestgjafanum

Terra_Antiga minniGestgjafinn hefur tekið til umfjöllunar nokkur af nýju vínunum okkar í síðustu tveimur tölublöðum og ekki annað að segja að útkoman sé góð.

Áströlsku stubbavínin The Stump Jump GSM og The Stump Jump Chardonnay fá bæði 4 glös og sömu sögu er að segja af Aglianico del Vulture frá Bisceglia. Hvítvínið Falanghina frá sama framleiðanda fær 3 1/2 glas.

Bestu dómana í þessum glaða hópi fær þó líklegast Vinho Verde Terra Antiga, 4 glös og nafnbótina „Bestu kaupin“.

Svona lítur þetta út:

Vinho Verde Terra Antiga 20084 glös BESTU KAUPIN
Loksins, loksins fáum við til okkar á smakkborðið Vinho Verde og það líka almennilegt eintak. Vinho Verde er merkilegt fyrirbæri sem væri hægt að gera góða grein um en í stuttu máli þá er þetta vín sem kemur frá norvesturhluta Portúgals og eru hvítvínin gerð úr þrúgunni albarino, eða alvarinho eins og hún kallast á portúgölsku. Vínið er brakandi ferskt og eru svo mikið sumar í því að liggur við að sólin fari að skína þegar maður opnar flöskuna. Ilmurinn er opinn og eins og áður sagði afar ferskur og er þar að finna græn epli peru, sítrus, vínber, greip og melónu. Einstaklega aðlaðandi ilmur svo ekki meira sé sagt. Í munni er það léttfreyðandi og ofboðslega ferskt. Létt fylling og sömu þættir og í nefi, jafnvægi er gott þó svo að ferskleikinn sé allsráðandi og einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Drekkið með sjávarréttasalati eða með íslenskum kræklingi.
Verð: 1.789 kr.
Okkar álit: Brakandi ferskt, einfalt og algjör gullmoli. Synd að sumarið sé að enda því hér er á ferðinni 100% sumarvín. 

D’Arenberg Stump Jump Chardonay 20084 glös
Vínin frá d’Arenberg hafa alltaf vakið hrifningu hjá okkur sökum góðra vína og frumlegheita í víngerð og hugunarhætti og er þetta vín engin undantekning þar. Það ber nafnið á gamalli uppfinningu sem var notuð til að ryðja landið í kringum McLaren-dalinn og gat vélin „stokkið“ yfir trjástubbana á eucalyptus-trjánum sem krökkt var af á svæðinu. Vínið er létteikað og með því er átt við að um fjórðungur af safanum er geymdur í notuðum eikartunnum í einhvern tíma. Opinn, óvenju ferskur og nett-ristaður ilmur af vanillu og kryddi en eftir stutta öndun ryðst suðrænn og ljúffengur ávöxtur fram og tekur völdin. Í munni er það skemmtilega frísklegt, miðað við Chardonnay frá Nýja heiminum, með þéttan ávöxt og góða fyllingu. Jafnvægið er til fyrirmyndar og endingin sömuleiðis. Pottþétt í alla staði enda frábær framleiðandi á ferð. Drekkið með grilluðum fiski ásamt blaðlauks- og sítrónurjómasósu.
Verð: 2.120 kr.
Okkar álit: Hér blandast saman örlæti ástralskra vína við fágun Chardonnay og er útkoman stórskemmtilegt vín, laust við dæmigerðar ástralskar ýkjur.

Bisceglia Falanghina 2008 3 1/2 glas
Hér er á ferðinni enn ein ítalska þrúgan sem fáir, ef einhverjir, hafa heyrt um – falanghina. Það er kannski ekki furða að hún sé lítið þekkt hér á landi þar sem hana er aðallega að finna á vínekrum Suður-Ítalíu og hafa vínumboðin ekki verið að sækja vín þangað í miklum mæli. En það virðist vera að breytast. Vínið er opið og tekur þétt ávaxtaveisla á móti manni í fyrstu með melónu, ferskju, apríkósu, banana og mangó. Unaðslegur kokteill og hægt er að staldra lengi við með nefið í glasinu. Í munni er vínið milt og ferskt með góða fyllingu og með allt annan karakter en í nefi. Ávpxturinn er miklu minni og er ákveðinn biturleiki sem fylgir víninu alla leið. Krefst matar og þá helst grillaðs fiskspjóts.
Verð: 2.120 kr.
Okkar álit: Ljúft í nefi og athyglisvert í munni. Afar vel gert en með klofinn „persónuleika“ og er vínið sér á báti.

Bisceglia Aglianico del Vulture 20064 glös
Aglianico er lítt þekkt þrúga hérlendis og er svo víðar. Þessi þrúga hefur það sem þarf til að framleiða gæðavín og koma bestu dæmin frá ekrum sem liggja í kringum fjallið Vulture, þ.e.a.s. DOC Aglianico del Vulture. Vínið er pínu feimið í byrjun en mildur piparilmur er það fyrsta sem tekur á móti manni. Fljótlega koma blómlegir tónar í ljós ásamt mildum ávexti. Við þyrlun sprettur upp margslunginn blómailmur og ávöxturinn fer að njóta sín betur með kirsuber í aðalhlutverki. Skemmtilega öðruvísi ilmur. Vínið er ávataríkt í munni með kryddaða áferð, fínleg tannín og góðan ferskleika. Pipar, kirsuber, blóm, kryddjurtir og eiginlega allt sem var að finna í nefi. Flott fylling. Langt eftirbragð sem hangir á þessum milda og kryddaða karakter. Matarvín sem væri skemmtilegt með réttum í anda osso bucco.
Verð: 2.189 kr.
Okkar álit: Sérstaklega vandað vín sem dregur fram það besta hjá þrúgunni, margslungið og matarvænt.

d’Arenberg Stump Jump GSM 20074 glös
The Stump Jump GSM (Rhone-blandan) er okkur ekki ókunnugt og höfum við smakkað nokkra árganga í gegnum tíðina. Hér erum við með nýjan árgang og er blandan 50% grenache, 29% shiraz og 21% mourvedre og kemur ávöxturinn frá McLaren-dalnum í Suður-Ástralíu. Vínið er opið og gjafmilt með þéttan en ferskan ávöxt, blóm, eucalyptus og piparinn er á sínum stað en þó fínlegri en vill oft gerast í svipuðum vínum. Við öndum verður ávöxturinn þykkari og bakaðri. Einfaldur en aðlaðandi ilmur. Mild og ávaxtarík áferð með nægan ferskleika til að viðhalda jafnvægi. Flott fylling og virkilega djúsí ávöxtur í bland við blómlega tóna og nettan pipar sem heldur sig í bakgrunninum. Nokkuð langt eftirbragð sem hangir á ávextinum. Drekkið með léttri villibráð og þá helst fuglakjöti.
Verð: 2.189 kr.
Okkar álit: Skemmtilegt vín í alla staði. Vel gert með flotta byggingu og skemmtilegan karakter.“

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, bisceglia, d'arenberg, dómar, terra antiga

The Laughing Magpie í japanskri teiknimyndaseríu

Guðirnar hafa talað.

„Dreggjar guðanna“ er japönsk manga teiknimyndasería um ungan mann sem missir föður sinn, mikinn vínspekúlant og gagnrýnanda. Í erfðaskrá föðursins er sett af stað keppni milli mannsins og fósturbróðir hans um að finna 12 „guðdómleg“ vín veraldar.

Ég hef ekki séð þessa seríu og veit ekki hvort hún hefur verið þýdd á ensku (hefur verið þýdd á amk frönsku) en bíð spenntur eftir að komast yfir hana einhvern tímann.

Nú er ennþá meiri ástæða til því að í nýjasta heftinu ferðast ungi vínsmakkarinn til Ástralíu og smakkar The Laughing Magpie frá d’Arenberg við mikla ánægju.

Þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt vín birtist á síðum teiknimyndahetjunnar því gamlir standardar úr evrópskri víngerð hafa ráðir þar ríkjum.

Sala á The Laughing Magpie rauk upp í kjölfarið, 2006 árgangur er uppseldur en við búum svo vel að eiga slatta af 2006 á lagernum okkar.

Smelltu til að lesa forsíðufrétt um birtinguna sem vakti mikla athygli í Ástralíu

Svona lítur þetta út á síðum „Dreggja guðanna“:

—————-

Plantað fyrir 210 árum, áströlsk vín eru afurð vinnu fólksins. Shizuk hefur fundið kandídat undir áströlskum himni.

SHIZUKU: Þetta Shiraz er virkilega gott. Ég bjóst ekki við miklu frá víni með skrúftappa.

ST’ÚLKA: Þetta vín hefur unnið mörg verðlaun, þetta er vín fyrir fólk með puttan á púlsinum. Það kemur frá svæði ekki langt frá sem heiti McLaren Vale. Þetta er d’Arenberg Laughing Magpie Shiraz Viognier 2006 árgangur.

SHIZUKU: Við skulum flytja þetta vín inn.

STÚLKA: Góð hugmynd. Það myndi kosta á milli 2000 og 3000 yen í Japan. Fyrir utan að leita að kandídötum þurfum við að finna vín til innflutnings líka.

SHIZUKU: Það er kryddað og barmafullt af orku og lífi. Bæði framandi en líka fyrir venjulegt fólk á sama tíma.

Ein athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, dómar, fréttir

Chester Osborne d’Arenberg í úrslitum hjá Gourmet Traveler Wine Magazine

.

Hæ, hó, jibbí og jei. Það rignir yfir d’Arenberg.

Ekki blessaðri rigningunni heldur verðlaunum og viðurkenningum.

Annað hvort er það víngerðin sem er að fá viðurkenningu, Chester sjálfur, veitingastaðurinn þeirra eða jú það sem mestu máli skiptir (held ég), vínin.

Við fáum mánaðarlega skeyti frá víngerðinni með lista yfir nýjustu afrek og stundum fljóta brandarar með. Það er gott að eiga samskipti við d’Arenberg, það er létt fyrir starfsfólki og vingjarnlegt, „Aussie style“, sem kristallast í Chester sjálfur.

Nú er það einmitt víngerðarmaðurinn Chester Osborne d’Arenberg sem er tilnefndur í hóp 8 fínalista sem Víngerðarmaður ársins í Ástralíu skv. tímaritinu Gourmet Traveler Wine Magazine.

Lestu greinina í tímaritinu

Þetta er svona svipað eins og að komast í 8 liða úrslit í Evrópukeppninni og nú er að bíða og sjá hvort hann tekur sjálfan bikarinn.

Eitt að lokum:

— Áfram Ítalía !

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, verðlaun/viðurkenningar

Decanter: „Er ekki tími til kominn að taka áströlsk vín alvarlega?“

Við höfum flutt inn vínin frá Kay Brothers nokkuð lengi. Upplagið er lítið og þau svona fljóta með stærri pöntunum frá Torbreck og ekki síst d’Arenberg en d’Arenberg og Kay Brothers eru nágrannar í McLaren Vale héraði  í S-Ástralíu.

Við tökum bara tvö rauðvín frá Kay Brothers og eru þau bæði úr shiraz þrúgunni, Hillside Shiraz og Block 6.

Robert Parker nokkur hefur lengi verið örlátur á stigin sín þegar kemur að þessum tveimur vínum og gefið hinu fyrrnefnda hæst 95 stig og því síðarnefnda 98 stig. Að öðru leyti hef ég ekki séð Kay bræðurnar dúkka svo oft upp í vínpressunni yfir höfuð, það virðist fara lítið fyrir þeim. Líklegast vegna þess að fyrirtækið er lítið og virðist ekki stunda mikla markaðssetningu.

Kay Brothers er m.ö.o. gott dæmi um þá framleiðendur sem eru til umfjöllunar í desember hefti breska víntímaritsins Decanter. Þeir eru ekki allir litlir framleiðendur en að mati tímaritsins eru þeir dæmi um þá grósku sem á sér stað í ástralskri víngerð um þessar mundir og sér ekki fyrir endann á.

Greinarhöfundurinn Matthew Jukes lofar áströlsku vínin hástert, ekki síst fyrir gott verð og gæði og mikla fjölbreidd sé álfan skoðuð í heild sinni. Hann varar þó við því að áströlsk vín séu fyrst og fremst metin fyrir sín góðu kaup þótt sú ímynd hafi verið þeim mikill styrkur í kröftugri markaðssetningu síðustu ár því hún skyggi á hið raunverulega gildi ástralskra vína – gæðin.

„Er ekki tími til kominn að taka áströlsk vín alvarlega?“ er fyrirsögn greinarinnar.

Greinarhöfundur gengur nokkuð langt í þá átt að lýsa Ástralíu sem framleiðanda bestu vína á jörðu þegar hann ber vín álfurnnar saman við vín frá nýja eða gamla heiminum, og skýtur kannski aðeins yfir strikið með stórkostlegar yfirlýsingar. Það er samt full ástæða til þess að benda á gæði og margbreytileika ástralskrar vínframleiðslu og hvetja fólk til þess að sjá í gegnum vegg af ódýrum súpermarkaðsvínum sem þaðan streyma og prófa eitthvað sem sýnir betur hversu álfan er megnug þótt það kosti að jafnaði aðeins meira.

Hér eru þrjú vín sem ég legg til:

HIllside frá Kay Brothers
Juveniles frá Torbreck
The Laughing Magpie frá d’Arenberg

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, decanter, kay brothers, torbreck, vangaveltur

Ný syrpa af Torbreck vínum

„[O]ne of the world’s greatest wine estates.“ segir Jay Miller sem fjallar nú um áströlsk vín fyrir Robert Parker vínpressuna The Wine Advocate.

Nýju árgangarnir sem við fengum ekki fyrir löngu fá frábærar einkunnir og er Run Rig þar fremst á meðal jafningja sem fyrr en 2004 árgangurinn fær 99 stig. The Run Rig er að mestu leyti úr Shiraz en hefur jafnframt ofurlítið af hvítvínsþrúgunni Viognier – svona eins og The Laughing Magpie frá d’Arenberg.

Eitt vín frá Torbreck erum við að fá í fyrsta sinn og er það The Descendant. Það rennur undan rifjum The Run Rig og dregur nafn sitt af því. Þ.e.a.s. það er framleitt úr sömu þrúgum og af sömu vínekrum en sem eru af ekki af alveg nógu miklum gæðum fyrir drottninguna sjálfa. Það fær því ekki nema (!) 97 stig í Parker útgáfunni.

The Factor höfum við flutt inn í nokkur ár og fær 2005 árgangurinn 97 stig eins og The Descendant.

En að þeim Torbreck-vínum sem fást í Vínbúðunum. Þau er tvö, bæði rauð. The Struie 2005 fær 94 stig í Parker útgáfunni og The Juveniles 2005 fær 91 stig.

Run Rig 200499 stig
The flagship 2004 Run Rig is 96.5% Shiraz and 3.5% Viognier with the Shiraz component aged for 30 months in a mixture of new and used French oak. Yields were a minuscule 14 hl/ha (about 1 ton per acre). Saturated opaque purple/black, it has a remarkably kinky, exotic perfume of fresh asphalt, pencil lead, smoke, pepper, game, blueberry and black raspberry. Full-bodied and voluptuous in the mouth, the wine is dense and packed, with amazing purity, sweet tannins, and a complex collection of sensory stimuli. The wine demands 10 years of cellaring and will provide hedonistic delights through 2035+.

The Descendant 2005 – 97 stig
The 2005 Descendant is composed of 92% Shiraz and 8% Viognier which are co-fermented. The fruit is sourced from a relatively young vineyard in Marananga planted with 11-year-old cuttings from the Run Rig vineyards and aged for 18 months in 2.5-year-old French barrels previously used for Run Rig. Opaque purple, with glass-coating glycerin, it offers up a complex array of lavender, violets, blueberry, blackberry, and fresh road tar. Full-bodied, on the palate the wine has great concentration with a noticeable uplift from the Viognier, gobs of spicy black fruits, opulence, and well-concealed tannins which will carry this wine for 10-15 years of further evolution. Drink it through 2030

The Factor 200597 stig
The 2005 The Factor is 100% Shiraz sourced from dry grown vines from six sub-regions of Barossa. It spent 24 months in 30% new French oak. Opaque purple-colored, it delivers an expressive bouquet of pepper, smoke, espresso roast, blackberry, blueberry, and licorice. Full-bodied and voluptuous on the palate, nuances of saddle leather and mineral emerge to complement the layers of spicy blue and black fruits. The wine is beautifully integrated with enough well-concealed tannin to keep this wine evolving for a decade. The pure finish lingers for 60+ seconds to complete the experience of a totally hedonistic turn-on.

The Struie 200594 stig
The 2005 The Struie was sourced from cooler Eden Valley and Barossa Valley hillside vineyards. It is David Powell’s attempt to showcase the cooler side of the region. Vine age ranges from 46-110 years old. The wine was aged for 18 months in older French oak before being bottled unfined and unfiltered. It delivers a splendid bouquet of lead pencil, game, blueberry muffin, and blackberry liqueur. This is followed by an elegant Shiraz which is nevertheless full-bodied, dense, and richly flavored. Plush on the palate, it has superior depth and length and the structure to evolve for 6-8 years. Drink it through 2027.

The Juveniles 200691 stig
The 2006 Cuvee Juveniles is a blend of 60% Grenache, 20% Mataro, and 20% Shiraz. The final assemblage was pieced together from over 100 individual components yielding a dark ruby-colored wine with an expressive bouquet of damp earth, leather, spicy cranberry, raspberry, and black cherry. This unoaked wine has excellent depth, light tannin, ripe, spicy red and black fruit flavors and a long finish. Drink this great value over the next 6 years.“ (- Robert Parker The Wine Advocate)

Vínin sem ekki fást í Vínbúðunum er hægt að sérpanta með því að senda línu á vinogmatur@vinogmatur.is.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, dómar, robert parker, torbreck

Chester vídeóbloggar um sitt eigið vín The Dead Arm 2005

Vonandi styttist í að Chester Osborne, eigandi og víngerðarmaður hjá d’Arenberg, mæti til Íslands og haldi vínsmökkun með okkur en þangað til verður að láta sér nægja að horfa á vídeó af kallinum á YouTube.

Hér smakkar hann sitt rómaðasta vín The Dead Arm 2005

Það er ástæða til að endurtaka að þetta er í alvörunni ekki Egill Helgason með ástralskan hreim í Hawaii skyrtu.

Við eigum eitthvað til af The Dead Arm 2004 en 2005 árgangur kemur síðar í vetur. Vínið fæst eingöngu með því að sérpanta í gegnum Vínbúðirnar eða þú sendir okkur tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is og við önnumst um sérpöntunarferlið fyrir þig.

Smelltu hér til að skoða vídeóbloggið hans Chester um The Dead Arm 2005 á YouTube. Einnig má sjá hann vídeóblogga um hin tvö stóryrki víngerðarinnar; The Ironstone Pressings 2005 (smelltu hér) og The Coppermine Road 2005 (smelltu hér).

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, sjónvarp