Category Archives: bandaríkin

Sine Qua Non — þrátt fyrir allt

 

Þrátt fyrir kreppu, þrátt fyrir gengi, þrátt fyrir allt, ætlum við að halda uppteknum hætti og flytja inn vínin frá Sine Qua Non til Íslands frá Kaliforníu. 
Verðin verða á svipuðu róli og í fyrra og sem fyrr verður hægt að fá tvö rauðvín, annað úr Grenache og hitt úr Shiraz. 
Mæting til landsins verður í mars/apríl eða þar um bil og verður það auglýst nánar síðar. 
Sem fyrr verða vínin með ný nöfn og miða sem hinn hugmyndaríki víngerðarmaður Manfred Krankl uppdiktar með hverjum nýjum árgangi. 
Vínin eru fokdýr blessuð en einstök og þess virði – þrátt fyrir allt. Innihaldið og, í tilfelli vína Krankl, umbúðirnar — sjá til þess. 
Bloggarinn rakst á þennan ágæta þátt um „Madman“ víngerðarkarlinn Krankl (í þremur hlutum): 
 
 
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, sine qua non

Parker elskar ennþá Sine Qua Non

Þeir sem eru áskrifendur af netmiðli Roberts Parker geta séð einkunnir þær sem hann hefur gefið vínunum frá Sine Qua Non í gegnum tíðina.

Maður kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu að Parker elskar þennan litla bílskúrsframleiðanda sem varð til úr nánast engu í það að verða súperstjarna í bandarískum vínheimi.

Svo varð reyndin líka um rauðvínin tvö sem við fluttum inn í fyrra. Parker smakkaði þau fyrst úr tunnu inni í víngerð framleiðandans og þegar hann gerir slíkt gefur hann einkunnir gjarnan á einhverju víðari bili og setur innan í sviga enda geta vín breyst frá tunni og eftir að ofan í flösku er komið. Þannig gaf hann Syrah Atlantis Fe203 2005 einkunnina 95-97 þegar hann smakkaði úr tunnu en hækkaði í heil 100 stig þegar hann smakkaði aftur úr flösku nokkrum mánuðum síðar. Sama gerðist við hitt rauðvínið, Grenache Atlantis Fe203 2005, sem fékk 96-98 í tunnusmakkinu og síðan 98 stig í flöskusmakkinu.

Kannski skipti ekki svo miklu hvort vín fær 96, 97, 98 eða 100 punkta. Mergurinn málsins er að vínin eru skrambi góð. Svo góð að við gátum ekki stillt okkur um að panta nýjan skammt af þeim sem við fáum í vor þrátt fyrir að þessi vín teljist seint kreppuvín en verð þeirra verður 17.900 kr. þegar í kassann er komið.

Tveir ljósir punktar eru þó sem lýsa upp þessa myrku staðreynd sem veiking krónunnar okkur hefur haft á innfluttar vörur, vínin frá Sine Qua Non er alveg jafn góð og fyrr að mati Parkers og verðin sem við bjóðum þau á eru betri en við þekkjum nokkurs staðar annars frá þrátt fyrir allt. Miðað við eftirspurn og verðhækkanir á þessum vínum í gegnum tíðina má næstum fullyrða að sá sem kaupir flösku á 17.900 sé búinn að eignast vín sem er samstundis tvöfalt meira virði ef ekki meira.

En að einkunnum Parkers fyrir nýja árganginn 2006.

Parker er eingöngu búinn að smakka vínin úr tunnu og birtir því einkunnir um þau í sviga á vefsíðu sinni eins og fyrr segir þar til hann smakkar þau úr flösku síðar í vor og gefur þeim lokadóminn. Syrah Raven 2006 fær 96-99 stig í tunnusmakkinu og Grenache Raven 2006 fær 96-100.

„The 2006 Grenache Raven Series (92% Grenache and 8% Syrah with 26% whole clusters) was aged in 43% new oak, including both small barrels and demi-muids. It is a slightly smaller production (880 cases) than the 2005 Atlantis Fe 203-2a. The 2006 Raven Series exhibits that chocolate character that very ripe Grenache can sometimes possess, along with black cherry and black currant notes. Full-bodied and seamlessly constructed, it offers hints of graphite, licorice, smoke, and meat. The chocolate component appears to be vintage specific as I have not noticed it in other SQN Grenache offerings. This beauty, a superb success in a challenging vintage, is another example of how intensive, radical work in the vineyard as well as meticulous attention to detail in both the vineyard and cellar can produce a prodigious wine in a less than stellar year. (96-100)

The 2006 Syrah Raven Series (93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier) is primarily from the Eleven Confessions Vineyard with small quantities from the Bien Nacido and White Hawk vineyards. It will be bottled after spending 22 months in oak casks. Aromas of sweet black and blue fruits, forest floor, lead pencil shavings, and spring flowers emerge from this remarkably elegant Syrah. With great fruit intensity, a stunning texture, and an opulent mouthfeel, this is a gentle, gracious, large-scaled wine displaying extraordinary finesse and elegance for its size. It will drink beautifully for 12-15+ years. (96-99)“ (- wwww.erobertparker.com)

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Robert Parker hendir 100 stigum í Sine Qua Non Atlantis Fe203 Syrah 2005

.

Svona er nú það.

100 stigin komin hús. Toppnum náð. Nú er bara að pakka saman og fara að gera eitthvað annað. Ég meina, eru til fleiri stig en 100 af 100 mögulegum? Er til eitthvað betra?

Þannig gerðist það í vikunni að keisarinn í vínheimum Robert Parker blessaði okkur Rakel með 100 stigum til handa kaliforníuvínsinsúrbílskúrnumhans-ManfredKrankls Sine Qua Non Atlantis Fe203 2005.

100 stig.

Vínið er uppselt og þú lætur þetta því ekki fara lengra.

Heyrst hefur að eitthvað af vínum sama framleiðanda komi til landsins vorið 2009 en það verða ný vín, ný nöfn, nýir miðar og enginn veit eitt um neitt nema hvað þessi Parker hefur gefið til kynna að þau verði jafn heit og hin sem við fluttum inn í vor.

Þá dettur mér í hug þessi vísa.

Enginn veit
eitt um neitt
garði úr gerði
Parker segir
hann ekki þegir
áfram heit
þau áfram verði

SINE QUA NON Atlantis Fe203 Syrah 2005 – 100 stig !!!
The perfect 2005 Syrah Atlantis Fe 203-1a,b,c is a blend of 93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier, with 25% whole clusters. Whereas the Ode to E is all from the Eleven Confessions Vineyard, this cuvee is a combination of 43% from the estate vineyard, 28% from the White Hawk Vineyard, 21% from the Alban Vineyard, and 8% from the Bien Nacido Vineyard. The good news is there are nearly 1,500 cases of this recently released offering. An extraordinarily flowery nose interwoven with scents of blueberries, blackberries, incense, and graphite soars from the glass. Although not the biggest or most concentrated Syrah Krankl has made, it is one of the most nuanced, elegant, and complex. It remains full-bodied, but builds incrementally on the palate, and comes across as elegant and delicate, especially when compared to many California Syrahs. Nevertheless, the intensity is mind-boggling, and the finish lasts for nearly a minute. Drink this amazing effort over the next 10-15+ years 

SINE QUA NON Atlantis Fe203 Grenache 200598 stig
The 2005 Grenache Atlantis Fe 203-2a (93% Grenache and 7% Syrah) is primarily from the Eleven Confessions Vineyard, and spent 22 months in oak. There are 990 cases, a relatively abundant production for SQN. A great success story for a 2005 Grenache, about 50% whole clusters were utilized, and the wine reminded me of a California version of the prodigious Chateauneuf du Pape Reserve from Vieille Julienne (which is aged in tank and foudre prior to bottling). A wine of extraordinary purity, it offers a stunning nose of camphor, melted licorice, kirsch liqueur, black fruits, and a meaty character. The uplifted aromatics, seamless integration of acidity, wood, tannin, and alcohol, and multilayered mouthfeel are the stuff of modern day legends. In spite of its exceptional power and richness, the wine comes across as elegant and fresh. Slightly more forward and precocious than the 2004 Ode to E, it is an amazing red that is capable of delivering enormous pleasure and complexity for at least a decade.“ (- Robert Parker, The Wine Advocate)

2 athugasemdir

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Robert Parker um Sine Qua Non Atlantis Fe203 2005

.

Þessi vín koma til landsins í byrjun apríl.

Robert Parker hefur alltaf elskað þau. Og gerir enn.

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Syrah95-97
„The 2005 Atlantis Fe 203-1a is a blend of 93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier, with about 25% whole clusters (stems) utilized. The vineyard sources include the Eleven Confessions as well as White Hawk, Alban, and Bien Nacido. An inky/blue/black/purple hue is followed by sweet blackberry, charcoal, and chocolate aromas, graphite and blackberry flavors, full body, decent acidity, and a stunningly long finish. This terrific effort should turn out to be one of the most French-styled Syrahs Krankl has yet produced. It reveals the great intensity and purity of California fruit superimposed on a European structure and sense of harmony. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special. “

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Grenache — 96-98
„The only 2005 Grenache I tasted is the 2005 Atlantis Fe 203-2a, a blend of 93% Grenache and 7% Syrah. About 50% of this cuvee was produced from whole clusters, and nearly all of it came from the Eleven Confessions Vineyard. Approximately 40% new oak was utilized, and the wine is scheduled to be bottled after two years in wood. The aromas reveal a distinctive chocolatey note along with the tell-tale blackberry, cassis, kirsch, licorice, camphor, and floral characteristics. Deep, complex, and full-bodied with a roasted meat-like flavor, despite its size and richness, the overall impression is one of elegance and phenomenal definition. It should drink well for 10-15+ years. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special.“ (erobertparker.com)

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Tveir nýir framleiðendur á nýju ári – Romano dal Forno og Sine Qua Non

Eins og alltaf er eitthvað í deiglunni á nýju ári.

Ef árið sem er nú senn að líða er skoðað fyrst mætti segja að þar standi upp úr landtaka í Búrgúnd. Vínin þaðan eru fremur fínleg og fáguð ef hægt er að alhæfa eitthvað, framleidd í svo litlu magni að okkur eru skammtaðar flöskurnar – allt niður í 6 flöskur per tegund fyrir sjaldgæfustu og jafnframt dýrustu vínin.

Sjaldgæf vín frá nýjum framleiðendum munu líka eitthvað setja mark sitt á næsta ár en af allt öðrum toga. Það verður kannski seint sagt að vínin þeirra séu fínleg en fáguð eru þau vissulega. Blessunarlega fáguð mætti kannski segja því án fágunar væru vínin villtar ótemjur, heillandi í fjarska en ógnandi í nálægð.

(Arnar, róa sig – kv. ritstj.)

Framleiðendurnir tveir eru líkir að mörgu leyti. Ekki bara framleiða þeir öflug vín heldur eru þeir viðurkenndir sem fulltrúar þess besta frá sínu svæði, metnaðarfullir svo vart verður lengra komist, fágætir og eftirsóttir. Ef það er til eitthvað sem heitir „cult“, „boutique“, „garage“ í vínframleiðslu þá á það við hér.

Ég meina, þeir eru ekki einu sinni með vefsíðu.

Á annan hef ég minnst lítillega hér áður. Romano dal Forno er í Valpolicella og framleiðir þar samnefnd vín og Amarone. Ég fæ ekkert eða lítið af Amarone en góðan skammt af Valpolicella en undanfarið hefur dal forno framleitt Valpolicellað sitt í Amarone stíl. Romano dal Forno er þekktur fyrir að fara eigin leiðir í því skyni að framleiða það besta sem völ er á. Að þessu leyti er hann nútímalegur frekar en hefðbundinn en réttara væri að segja að vínin séu einstök.

Hinn framleiðandinn kemur frá Kaliforníu og markar okkar fyrstu spor þar. Sine Qua Non skammtar vínin sín í gegnum póstlista, nokkrar flöskur per mann, og selur að öðru leyti eingöngu til veitingastaða í Bandaríkjunum auk þess að flytja út vínin til nokkurra landa. Miðað við það höfum við náð ótrúlega góðri stöðu því Hr. Krankl er hrifinn af Íslandi. Líklegast erum við eina landið sem bætist í hópinn á nýju ári. Við fáum tvö rauð, Shiraz og Grenache, og í ótrúlega góðu magni þar sem Hr. Krankl vill hefja nýtt samstarf af krafti. Vínin kosta skildinginn en það er í lagi þar sem að þau ganga kaupum og sölu á eftirmarkaði og uppboðum á u.þ.b. tvöfalt hærra verði. Vínin fá nýtt nafn á hverju ári og nýjan miða sem Manfred Krankl hannar sjálfur.

Hlustaðu á viðtal Graperadio við Manfred Krankl, eiganda Sina Qua Non – fyrri hluta og síðari hluta

Nákvæmari upplýsingar, komutími og verð auglýst síðar.

4 athugasemdir

Filed under ítalía, útvarp, bandaríkin, romano dal forno, sine qua non

Vertíðarfréttir – Languedoc kveður og Búrgúnd heilsar

Svalt loft. Rigning, sól, regnbogar. Gustur. Fullur strætó, fullar bókabúðir. Eftirvænting.

Það er komið haust.

Eins og víða fylgja árstíðaskiptinum breytingar hér hjá Víni og mat. Fyrir rúmi ári síðan fluttum við inn helling af vínum frá Languedoc héraði S-Frakklands og er það í fyrsta sinn sem við lögðum til atlögu við aðeins eitt hérað af svo miklum krafti. Þetta var tilraun m.a. til að sjá hver þessara vína myndu plumma sig í Vínbúðunum og hver ekki og nota þannig markaðinn til að ákveða hvaða framleiðendum við myndum sinna áfram og hverfjir myndu taka pokann sinn. Ég las mér til, fór til S-Frakklands og sigtaði út framleiðendur, allir í fremsta flokki síns svæðis innan Languedoc héraðsins.

Nú er reynsluárið í Vínbúðunum liðið og niðurstaðan liggur fyrir. Margir hafa verið mjög ánægðir með þessa miklu flóru vína frá Languedoc héraðinu enda einstaklega karaktermkil og fjörleg vín. Við höfum selt um 2.500 flöskur frá héraðinu á rúmu ári. Það er all gott held ég en þar sem salan dreifist á svo margar tegundir þá þýðir það að engin þeirra nær að halda velli í Vínbúðunum og hér með fást þær ekki lengur þar. Næstu misserin kembi ég kollinn hvern þessari framleiðanda ég haldi í því ekki er unnt að hafa svo marga af sama svæði og var það kannski aldrei meiningin að það yrði gert til lengri tíma.

Góðu fréttirnar eru þær að restina seljum við með góðum afslætti á útsölunni sem hefst bráðlega. En það er slatti eftir þannig að vonandi fáum við góð viðbrögð við útsölunni. 700 flöskur af Languedoc vínum verða í boði á útsölunni og eitthvað af öðrum vínum sem eru að hætta í Vínbúðunum.

Það er ein undantekning. Af þeim 12 vínum frá Languedoc sem byrjuðu fyrir ári síðan er eitt sem stendur eftir sem seldist lang mest. Chateau de Flaugergues hefur selst í um 1.000 flöskum af þessum 2.500 og stendur því óhaggað í hillum vínbúðanna og gerir svo vonandi um ókomna tíð. Ég vænti þess líka að þar sem það verður eitt eftir þá beinist áhuga fólks á héraðinu af enn meiri krafti að því víni. Vonandi kemst það í kjarna Vínbúðanna.

Búrgúnd.

Við höfum undanfarið verið að horfa norðar á Frakklandi, til Búrgundarhéraðs. Í sumar komu þaðan tveir glæsilegir framleiðendur, Lucien Le Moine og Domaine Jean Grivot, og innan tíðar bætist Chablis framleiðandi í hópinn. Meira er í vinnslu. Þetta ferli vinn ég allt öðruvísi heldur en Languedoc pakkann enda vín í allt öðrum verðflokki og af einu þekktasta vínsvæði veraldar – og eftirsóttasta því það er hægara sagt en gert að snapa upp flöskur í þeirri miklu eftirspurn sem ríkir eftir vínum héraðsins. Þessi vín verða líka að nokkru leyti ekki í hillum Vínbúðanna heldur auglýst eingöngu á póstlistanum því magnið af hverri sort er svo lítið. Við stefnum þó að því að finna líka vín á góðu verði frá héraðinu en í raun má segja að allt undir 2.000 kr. u.þ.b. sé tiltölulega „ódýrt“ frá Búrgúnd ef gæðin eru í lagi að sjálfsögðu.

Í október fer ég til Búrgundar og skoða málin frekar, hitti framleiðendur og smakka vín.

Lengra fram í tímann.

Plön fyrir árið 2008 eru komin af stað og stefnir í að tveir af mestu „cult“ framleiðendum sinna landa, Ítalíu og Bandaríkjanna, fljóti hingað á strendur. Það verður tilkynnt nánar síðar. Þar verða engin fínleg og rígmontin Búrgúndarvín á ferðinni heldur stór og mikil kraftavín, ef svo mætti að orða komast.

Þá er í farveginum að flytja inn framleiðanda frá Bordeaux sem framleiðir kostakaup að mínu mati og gæti það verið væntanlegt í Vínbúðirnar 1. desember á þessu ári ef allt gengur eftir.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, bandaríkin, búrgúnd, flaugergues, frakkland, grivot, languedoc, lucien le moine, vangaveltur

Tvær bíómyndir um 1976 vínsmakkið í París

Tvær bandarískar bíómyndir eru í bígerð þar sem byggt er á sama efni, nefnilega Paríssmökkuninni 1976 þar sem vín frá Kalíforníu höfðu betur í blindsmakki gegn vínum frá Frakklandi (lestu þetta blogg þar sem ég fjalla um endurtekningu smökkunarinnar 2006).

Þetta kemur fram á vef Dr. Vino

Önnur, The Judgment of Paris, er svokölluð „official“ útgáfa í samræmi við óskir breska smakkarans Steven Spurrier sem tók þátt í 1976 atburðinum. Þar hafa verið nefndir ekki síðri leikarar en Hugh Grant eða Jude Law í hlutverk Spurriers.

Hin er sett þessari til höfuðs (eða öfugt) og heitir Bottle Shock. Þar mun hinn stórgóði Alan Rickman fara með hlutverk Spurriers.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessar myndir ætla að ná dramatískri spennu út úr vínsmakki en samkvæmt San Francisco Chronicle er að finna m.a. þessa mögnuðu setningu í handriti síðari myndarinnar:

„I’d leave my wife in the gutter for another taste of that voluptuous noble fluid with subtle hints of magnificent licorice and cooked ripe black currant.“

Þarna er alvörukrítík á ferðinni, ekkert létt hjal.

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, frakkland, fréttir, kvikmyndir, vínsmökkun