Category Archives: Blogg um vín og mat

Bert fer á barinn – Vínbarir í París

.

Ég er svolítið leiður. Yfir því að geta ekki farið á vínbari í París alltaf þegar mig langar (sem er ansi oft).

Hver er það ekki? Það næsta sem ég komst nálægt vínbar í París nýlega var þegar ég millilenti á Orly fyrir rúmu ári síðan.

Það fylgir því þessu bloggi pínulítill tregi yfir þessari staðreynd.

En Bertrand Celce sem heldur úti Wineterroir blogginu víðlesna virðisti hafa heimsótt flesta vínbari í París og því ekki annað en að samgleðjast honum.

Smelltu hér til að skoða lista yfir vínbarina í París sem Bert hefur heimsótt og til að lesa nánar lýsingu hans á hverjum og einum.

Wineterroir bloggið hans Bert fjallar um franska vínmenningu á ensku og var nýlega valið eitt af 7 bestu vínbloggum að mati Wine and Food tímaritsins.

 Ég var að bæta honum í tenglasafnið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under Blogg um vín og mat, frakkland, vínbar

Veröldin í einni vínflösku — vínlýsingarorðabók í vasann

.

Bloggarinn Alder segir á Vinography vefsíðunni sinni: „[…] we can taste so much of the world in a bottle.“.

Hann á við hina miklu ilm- og bragðflóru sem menn geta fundið þegar þeir smakka vín en eiga oft í erfiðleikum með að koma orðum yfir. 

Alder hefur sett niður stutt orðasafn sem hægt er að nálgast hér, prenta út og stinga í vasann eða veskið. Svo þegar næsta vín er smakkað er hægt að kippa út listanum og finna réttu orðin.

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur, Blogg um vín og mat, fræðsla, vínsmökkun

Robert Parker bætir Breta í safnið: Wine-Journal lagt niður

Robert Parker hefur verið iðinn við kolann undanfarið í mannaráðningum eins og ég minntist á í þessu bloggi fyrir skömmu.

Nú hefur hann bætt einum kraftinum enn í safnið og er sá sóttur úr heimi bloggsins. Bretinn Neil Martin byrjaði með wine-journal.com vefsíðuna í sama mánuði og Vín og matur hóf að selja vín sín í ÁTVR, júní 2003. Þá voru tvær heimsóknir eða svo á dag á vefsíðuna hans (önnur var mamma hans) en í október sl. voru heimsóknir alls 140.000 sem er álíka mikið og vefsíða eins áhrifamest víntímarits heims, Decanter, fær.

Þetta segir eitthvað um heim bloggsins.

Það að Neil skuli vera Breti er svo sem líklegast ekki tilviljun því það eru helst Bretarnir sem hafa gagnrýnt Parker undanfarið fyrir hans miklu áhrif og smekk.

Svo virðist sem að Parker ætli að leyfa Neil að leika svolítið lausum hala á vefsíðunni sinni eins og Neil segir sjálfur og að stemning og sjálfstæði Neils muni haldast. Þetta mun allt koma í ljós á nýuppfærðri síðu Parkers sem mun verða tilbúin innan skamms.

Færðu inn athugasemd

Filed under Blogg um vín og mat, decanter, fréttir, robert parker