Category Archives: búrgúnd

Lucien Le Moine vínin á bestu veitingastöðum heims skv. Restaurant Magazine

Mounir, eigandi Lucien Le Moine sendi okkur póst í dag til að segja okkur með nokkru stolti að vínin þeirra hjóna hafa ratað á vínseðla bestu veitingastaða í heimi skv. tímaritinu Restaurant Magazine.

Restaurant Magazine var að gefa þennan árlega lista út og er jafnan beðið eftir honum með eftirvæntingu.

Af bestu 12 veitingastöðum í heimi eru 9 sem hafa vín frá Lucien Le Moine á vínseðlinum ( x=“Le“ Moine á listanum).

Meðmælin með vínunum geta því ekki verið mikið betri.

1 El Bulli, Spain (x)
2 The Fat Duck, U.K. (x)
3 Noma, Denmark
4 Mugaritz, Spain
5 El Celler de Can Roca, Spain (x)
6 Per Se, U.S. (x)
7 Bras, France (x)
8 Arzak, Spain (x)
9 Pierre Gagnaire, France (x)
10 Alinea, U.S.
11 L’Astrance, France (x)
12 The French Laundry U.S. (x)

Hér má sjá listann yfir 50 bestu veitingastaði í heimi að mati tímaritsins

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, lucien le moine, vínseðill, veitingastaðir

Tvær Girardin í valnum – í þágu vísinda

Innan skamms rennum við Rakel til Búrgúndar að kíkja á framleiðendur. Ætlum líka sunnar á bóginn til Provance og Languedoc. Hektísk ferð en spennandi sem verður útlistuð nánar hér síðar.

Til að koma okkur í stemninguna fengu tveir tappar að fjúka í kvöld, báðir af flöskum frá Vincent Girardin.

Chassagne Montrachet 1er Cru Le Cailleret 2005 er dásamlegt hvítvín, meira verður ekki um það sagt. Nema kannski eitthvað almennt eins og að vínið er fágað umfram allt, þétt fyrir í kjarnanum – ekki ilmsprengja en því mun flóknara og heillandi á yfirborðinu. Eigum ennþá 12 flöskur af því held ég en mér muni ekkert leiðast að eiga þær út af fyrir okkur. Einfaldur humar var borðaður með víninu og er eiginlega ekkert betra en humar eða annar feitur, hvítur fiskur með svona góðu Chardonnay.

Í rauðu deildinni var lítið eftir en fyrri árgangar 2004 og 2005 voru uppseldir fyrir utan stakt gler hér og þar. Ætlaði varla að tíma því en kippti upp einni 2005 Corton Bressandes.

Maður verður nú að skoða þessi vín öðru hvoru (í þágu vísinda)!

Erfitt samt þegar það eru bara eftir tvær rauðar af 2005 árgangi frá Girardin, tvær frá Grivot og eitthvað svipað frá Le Moine.

Corton Bressandes 2005 frá Girardin er þétt fyrir með krydduðum keimi enda snúast vínin frá þessu svæði ekki um elegans heldur frekar dýrsleg, ef hægt er að alhæfa (sem er aldrei hægt). Mjög ilmríkt, ilmurinn beinn heldur en breiður, sýruríkt og flott. Þetta er mjög matarvænt vín.

„Var“ matarvænt vín er réttara að segja því þetta er síðasta flaskan af þessu ágæta mjöð – amk. hérna megin (norðan) við Suðurlandsbrautina.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, frakkland, vincent girardin

Fjárfest í víni — Wine Investment 2008

Það hefur löngum loðað við vín sú míta að í því væri góð fjárfesting.

Eitthvað sem héti að kaupa „á réttum tíma“ sem yfirleitt þýðir að kaupa vín um leið og það kemur á markað meðan verð er tiltölulega lágt eða jafnvel að kaupa vín áður en það kemur á markað, svokallað „future“ eða „en premieur“ eins og það heitir á frönsku. Slík framtíðarvín eru oft greidd að hluta jafnvel tveimur árum áður en þau mæta síðan sjálf á svæðið.

Hvað felst í góðri fjárfestingu er svo aftur á móti matsatriði. Ætli maður að selja vínið aftur og græða pening á mismuninum er þessi fjárfesting bundin við ákveðin ofur-vín sem eiga rætur sínar að rekja til Búrgúndar og Bordeaux en einnig til ákveðinna svæða eða stakra framleiðenda á Spáni, Ítalíu og víðar í gamla heiminum. Í nýja heiminum er það helst Kalífornía sem framleiðir vín sem hægt er að græða á með endursölu eða Ástralía.

Árgangar og einkunnir frægra vínspekúlanta skipta miklu máli og enginn vafi leikur á því að Robert Parker er áhrifamestur allra þegar kemur að einkunnagjöf.

Það sem spennir upp verð víns er fyrst og fremst fágæti þess, fyrir utan gæðin að sjálfsögðu. Því sjaldgæfara, þeim mun betra og í góðum árgöngum eða eftir háa einkunn Parkers getur verið nánast ómögulegt að nálgast ákveðin vín. Í slíkum aðstæðum er gott að hafa keypt snemma ef maður yfir höfuð kemst í tæri við slík vín og selja síðan með álagningu sem getur verið margfalt innkaupsvirði vínsins ef eftirspurnin er næg.

Fjárfesting felst líka í ánægju, að kaupa vín á sanngjörnu verði miðað við gæði og framboð og njóta í góðum félagsskap með góðum mat. Slíka ánægju er erfitt að mæla í peningum.

En að efni póstsins.

Okkur barst góð ábending um ráðstefnu í London 2. desember. Þar verða þessi mál rædd sem viðruð eru hér fyrir ofan undir yfirskriftinni Wine Investment 2008.

Ef ég ætti að reyna meta hvaða vín sem við höfum flutt inn hefur ávaxtast best, mælt í peningum, myndi ég segja Atlantis rauðvínin tvö frá Sine Qua Non og eitthvert Búrgúndarvínanna af 2005 árgangi sem komu í janúar á þessu ári. Miðað við upplýsingar á vefnum hafa vínin frá Sine Qua Non nú þegar þrefaldast miðað við hvað þau voru seld á hér hjá okkur.

Ný vín frá Búrgúnd eru væntanleg eftir fáeinar vikur og ný vín frá Sine Qua Non koma vorið 2009.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, london, ráðstefnur, robert parker, sine qua non, vangaveltur

Búrgúnd 2006 — rauðvín og hvítvín, verð og væntingar

.

Talsvert af Búrgúndarvínum koma til landsins í byrjun október.

Hér má sjá verðlistann í heild sinni

Framleiðendurnir eru fjórir sem fyrr; Lucien Le Moine, Jean Grivot, Vincent Girardin og Christian Moreau.

Vínin sem við höfum áður fengið frá Búrgúnd hafa flest pantast upp á skömmum tíma, jafnvel áður en þau hafa komið til landsins og því ástæða til þess að hvetja áhugasama um að senda okkur strax fyrirspurn.

2006 árgangur er þrælgóður. Ég smakkaði talsvert af honum þegar ég heimsótti svæðið síðasta haust (lestu um ferðina og skoðaðu myndir) og var yfir mig hrifinn af þeim rauðu sem voru svo opin og aðgengileg en um leið fáguð og flott. 2005 er almennt talið betra en þau vín munu frekar vilja láta bíða eftir sér til að sýna sínar bestu hliðar á meðan að 2006 vínin eru heillandi nú þegar en geta jafnframt geymst. Hvítvín af 2006 árgangi eru almennt talin gefa 2005 lítið eða ekkert eftir, stundum jafnvel betri.

Við Rakel sækjum Búrgúnd heim á næstu vikum til þess að smakka 2007 árganginn hjá framleiðendunum okkar og kíkjum jafnvel eitthvað sunnar á bóginn. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig 2007 kemur til með að verða.

Búrgúnd segja sumir að sé endastöðin, lengra verði ekki komist í upplifun á góðum vínum. Við látum það ósagt, það er svo margt gott, en vissulega bjóða vínin frá Búrgúnd upp á upplifun sem á sér enga líka.

Til að taka frá vín má senda okkur tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, christian moreau, frakkland, grivot, lucien le moine, vincent girardin

Lucien Le Moine er Vínframleiðandi ársins 2008

Bandaríska víntímaritið Wine and Spirits hefur valið Lucien Le Moine sem „2008 Winery of the Year“.

Þetta er í annað sinn sem framleiðandinn hlýtur þessa viðurkenningu.

Tilkynningin mun þó ekki birtast lesendum tímaritsins fyrr en í tölublaðinu sem kemur út um miðjan október og samhliða því verður formleg afhending á viðurkenningunni afhent 14. október í San Fransisco. Þar mun Lucien Le Moine vera fremstur í fylkingu 100 framleiðenda sem tímaritið hefur valið þá bestu þetta árið.

Bestur af þeim bestu.

Nýr sending af Lucien Le Moine vínum kemur um svipað leyti til Íslands ásamt öðrum vínum frá Búrgúndarhéraði.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, frakkland, lucien le moine, verðlaun/viðurkenningar

Lucien Le Moine og aðrir Búrgúndarar fá lofsamlega umsögn í Wine Spectator

.

Það má segja að Lucien Le Moine ríði feitum hesti frá einkunna-afhendingu Wine Spectator fyrir vín frá Búrgúndarhéraði af 2005 árgangi. 16 rauðvína framleiðandans af 2005 árgangi eru til umfjöllunar í blaðinu og fær ekkert þeirra undir 93 stigum. Hann endurtekur því leikinn frá því þegar 2004 árgangurinn frá Búrgúnd var til umfjöllunar þegar vín Lucien Le Moine voru líka fremst á meðal jafningja að mati blaðsins (lestu meira).

Annars staðar í blaðinu er svo fjallað um næsta árgang 2006, sem við flytjum hingað til Íslands í september, þar sem nokkrir framleiðendur eru valdir til sérstakrar umfjöllunar og teknir við þá viðtal og er Mounir Saouma, eigandi Lucien Le Moine, í þeirra hópi.

Það sem gerir Lucien Le Moine svo ennþá heitari er eins og lesa má úr upplýsingum Wine Spectator að hann framleiðir yfirleitt ekki meira en 50 kassa af hverri sort (600 flöskur) á meðan að sumir framleiðendur í Búrgúnd eru að senda fleiri þúsund flöskur af sambærilegum vínum bara á Bandaríkjamarkað.

Ég spái því að vínin frá Lucien Le Moine eigi eftir að auka hressilega við verðgildi sitt í framtíðinni sökum frábærra dóma, ekki síst í amerísku pressunni, og vegna þess hversu lítið er til af þeim.

Í sama tímariti fá vínin fá Jean Grivot sömuleiðis hörkudóma en ekki er langt síðan að það var bloggað um það hér þegar að blaðamaður Decanter valdi framleiðandann í efsta elítuhóp framleiðenda í Búrgúndarhéraði (lestu meira). Í Wine Spectator er hluti rauðvína Jean Grivot af 2005 árgangi til umfjöllunar og hljóta einkunnir á bilinu 89 til 94 stig.

Ekki verra að glæsileg mynd af Clos Vougeot vínekru Jean Grivot prýðir forsíðu tímaritsins.

Nokkur vín frá Vincent Girardin eru sömuleiðis til umfjöllunar í Wine Spectator og fá á bilinu 86 til 94 stig en þess verður að geta að lína framleiðandans er mjög breið og spannar allt frá ódýrustu vínflokkum svæðsins til þeirra bestu og í þetta skiptið vantaði flest betri vín framleiðandans í umfjöllun blaðsins.

Þegar öllu er á botninn hvolf — Glæsileg útkoma vína frá okkar framleiðendum í Búrgúndarhéraði í þessu nýjasta hefti bandaríska víntímaritsins Wine Spectator.

Svo verð ég að koma að þessari hlýju umfjöllun um okkur og vínin okkar frá Búrgúnd í Gestgjafanum. 

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, dómar, Gestgjafinn, grivot, lucien le moine, vincent girardin, wine spectator

Domaine Jean Grivot er ein af súperstjörnunum í Búrgúnd að mati Decanter

.

Fyrir 10 árum síðan gaf Búrgúndar-sérfræðingurinn Clive Coates út lista af framleiðendum sem hann taldi þá bestu í Búrgúnd. Af urmul framleiðenda voru aðeins fimm á listanum. Nú eru þeir orðnir 17.

Þökk sé framförum í víngerð í héraðinu undanfarin ár að vínin eru almennt orðin betri, segir Clive. Honum finnst menn sýna náttúrunni meiri virðingu (margir á svæðinu eru lífrænir eða bíódínamískir) fyrir utan að vanda sig betur og skilar það sér í hreinni og beinni umbreytingu frá vínvið í flösku.

Okkar maður Jean Grivot er einn af nýju súperstjörnunum í Búrgúnd að mati Clive Coates eða eins og Clive segir: „Etienne Grivot is one of my favourite winemakers in Burgundy, and one of the most thoughtful. […] [T]he star of the cave is the Richebourg, a wine of remarkable beauty, intensity, and ravishing fruit. There is nothing obvious or clumsy here, just sheer breed.“

Eins og sjá má á myndinni þá elskar Grivot berin sín.

Fyrir utan Grivot eru hinir 16 (fyrstu fimm eru þeir upprunalegu): Comtes Lafon, Leroy, Romanée-Conti, Armand Rousseau, De Vogüé, Denis Bachelet, Sylvain Cathiard, Anne Gros, Michel Gros, Bonneau du Martray, Michel Lafarge, D’Auvenay, Guy Roulot, Louis Carillon, Leflaive og Ramonet.

Nánari upplýsingar um þessa framleiðendur og aðra er að finna í bók Clive Coates, The Wines of Burgundy, sem er nýkomin út.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, decanter, frakkland, grivot