Category Archives: El Seque

Vínin okkar eru nú fáanleg á Vínbarnum

.

Loksins, verð ég að segja. Loksins eru vín frá okkur fáanleg á Vínbarnum.

Það hefur vakið lengi fyrir að setjast niður með Gunna Palla, eiganda Vínbarnsins, og ræða möguleikann á samstarfi en einhverra hluta vegna hafði ég ekki tekið af skarið og komið á fundi þar til núna í síðustu viku. Ástæðan er líklegast einfaldlega sú að ég er ekki þessi sölumaður.

Gunni Palli tók mér fádæma vel. Það kom mér á óvart hversu mörg vínanna hann hafði þegar prófað hérlendis eða erlendis. Hann er sannur vínkall hann Gunni Palli.

Eitt það skemmtilegasta við Vínbarinn, eins og alla góða vínbari, er að þar eru engir tveir dagar eins. Það er alltaf eitthvað nýtt í boði, stundum bara ein flaska af hinu eða þessu, jafnvel einhverju sem Gunni Palli hefur sjálfur keypt á ferðalagi í útlöndum, eða einhverju öldruðu eðalvíni. Ekki minnkar úrvalið við tilkomu Enomatic vélarinnar. Vínbarir eru einhver besta og skemmtilegast leið sem til er til þess að kynnast vínum og prófa sig áfram. Ekki velja alltaf það sem þú þekkir!

Gunni Palli valdi 13 ólíkar tegundir frá okkur. Af þeim eru 5 vín sem eingöngu fást á Vínbarnum sem stendur.

Ég mæli sérstaklega með glasi af hinu fágæta, þýska sætvíni Auslese 2002 frá Weingut Keller sem er í miklu uppáhaldi hjá þýsku vínútgáfunni Gault Milleau — og mér. Nú eða lögg af ástralska ofurboltanum Hillside Shiraz 2002 frá Kay Brothers sem fær 95 stig hjá Robert Parker

Þetta eru vínin 13:

Hvítvín:
Falesco Vitiano Bianco 2005
Umani Ronchi Casal di Serra 2005
Appiano Pinot Bianco 2004
Rauðvín:
Falesco Vitiano Rosso 2005
Umani Ronchi Jorio 2001

Fontodi Chianti Classico 2003
Sandrone Dolcetto d’Alba 2004
Casa de la Ermita 2001
Laderas de El Seque 2005
Artadi Vinas de Gain 2003

d’Arenberg The Custodian 2002
Kay Brothers Hillside Shiraz 2002
Sætvín:
Weingut Keller Auslese 2002

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, artadi, chianti classico, d'arenberg, El Seque, falesco, fontodi, kay brothers, keller, luciano sandrone, umani ronchi, vínbar, vínlisti, veitingastaðir

Þrjú Hátíðarvín í fleiri Vínbúðir

Við gátum tilnefnt þrjú vín sem Hátíðarvín í Vínbúðunum. Hátíðarvín fá betri dreifingu, í fleiri Vínbúðir, og sérstakan miða í hillunum sem undirstrikar að viðkomandi vín er Hátíðarvín og með hvaða jólamat er best að drekka það.

Þetta er ágætt tækifæri til að dreifa reynsluvínum, eins og þessum þremur hér fyrir neðan, sem að jafnaði fást bara í Heiðrúnu og Kringlunni í fleiri Vínbúðir.

d’Arenberg The Hermit Crab 2005
Falesco Vitiano 2004
Laderas de El Seque 2005

Það síðastnefnda er á tilboði á 1.370 kr. Þau fást öll í Heiðrúnu, Kringlunni, Eiðistorgi, Smáratorgi, Hafnarfirði og Akureyri.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, d'arenberg, El Seque, falesco, hátíðarvín, vín

Vín mánaðarins í Gestgjafanum – Castello di Querceto Chianti Classico 2004

Ný kraftur tók við vínrýni Gestgjafans í nýjasta tölublaðinu sem kom út í vikunni, mæðginin Dominique og Eymar.

Það er okkur því sérstök ánægja að eiga fyrsta Vín mánaðarins hjá þessu nýja og öfluga vínteymi.

Castello di Querceto 2004 fær fjögur glös og heiðurstitilinn „Vín mánaðarins“ að auki. Tvö önnur vín frá okkur fá þarna prýðiseinkunn, Laderas de El Seque 2005 frá Artadi víngerðinni færð 3 1/2 glas og Mas Nicot 2003 fær 3 glös.

Þar fyrir utan mæla þau þau með okkar vínum á tveimur stöðum í blaðinu. Með Chili rækjunum á bls. 63 mæla þau með ástralska Hermit Crab hvítvíninu frá d’Arenberg og með spænsku pylsu- og ólífusalati á bls. 60 mæla þau með Laderas de El Seque frá Spáni.

CASTELLO DI QUERCETO CHIANTI CLASSICO 2004 – 4 glös + Vín Mánaðarins
Þessi Chianti Classico er einfaldlega æðislegur. Sveitakeimurinn er það fyrsta sem maður finnur með tóna af kirstuberjum, leðri og anís í bakgrunninum – sannkallað hugleiðsluvín. Því miður gerist það allt of oft þegar svona vín, sem ilma yndislega, eru annars vegar að maður verður fyrir vonbrigðum þegar þau eru smökkuð. Ilmurinn býður upp á svo mikið en bragðið nær ekki að fylgja á eftir. Það er svo sannarlega ekki raunin með þetta vín þar sem bragðið heldur uppteknum hætti. Margslungið og kröftugt með þægileg tannín og fágaða byggingu. Prófið það með nauta-carpaccio, gröfnu kjöti og lambalundum.
Verð 1.790 kr. – Mjög góð kaup. Fæst í Heiðrúnu, Kringlunni og Hafnarfirði.
Okkar álit: Frábært þegar keimur samsvarar angan eins og hér, hrein unun frá upphafi til enda.LADERAS DE EL SEQUE 20053 1/2 Glas
Þetta er eina vínið frá Alicante sem er fáanlegt í Vínbúðunum og er það synd, ef dæma má af gæðum þessa víns. Af því er skemmtilega aðlaðandi ilmur sem einkennist af miklum og skemmtilegum ávaxtakokteil. En það er margt annað í glasinu og má þar einnig finna voitt af eik, jarðveg og ávöxt. Þetta er ungt vín og kraftmikið með góða byggingu en það eina sem vantar upp á er smáfylling og mætti ávöxturinn vera aðeins meira áberandi í munni eins og hann er í nefi. Það mætti prófa að umhella því. Þetta vín væri tilvalið með spænskum réttum, svo sem kryddpylsum og tapasréttum sem innihalda kjöt.
Verð 1.450 kr. – Mjög góð kaup. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni.
Okkar álit: Mjög þjóðlegt vín, virkilega aðlaðandi og gott matarvín. Eina vínið frá Alicante og skemmtileg viðbót frá Spáni

MAS NICOT ROUGE 2003 3 glös
Loksins eru vín frá Suður-Frakklandi að taka við sér og á síðastu mánuðum hefur úrvalið af þeim snaraukist í Vínbúðunum. Hér er á ferðinni hefðbundin Languedoc-blanda, GSM (Grenache, Syrah og Mourvedre), sem Ástralar hafa einnig verið að prófa með fínum árangri. Mas Nicot er svolítið lokað í nefi en opnast með tímanum í glasinu. Þar er að finna vott af þroskuðum ávöxtum, jafnvel sultuðum, marsípan og jarðveg. Þetta ár, 2003, var eitt það heitasta í lengri tíma og er sennilegt að það hafi mótað þetta vín. Mikil, en góð, tannín ráða ferðinni ásamt góðri sýru og ávexti sem gefur víninu ágætis jafnvægi. Prófið það með pörusteikinni og lambakjöti með sætu meðlæti.
Verð 1.450 kr. – Góð kaup. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni.
Okkar álit: Erfiður árgangtur af góðu víni – umhellið því.

– Gestgjafinn, 10. tbl. 2006.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, castello di querceto, chianti classico, d'arenberg, dómar, El Seque, Gestgjafinn, mas nicot, vín mánaðarins

Ný gagnrýni í Morgunblaðinu: 17 18 18 17

Ný gagnrýni í Morgunblaðinu.

Um Santagostino vínin tvö, rauða og hvíta, hefur Steingrímur fjallað áður, fyrir næstum þremur árum síðan. Hann gaf rauða 18 stig og hvíta heil 19 auk þess að velja það á sérstakan lista það árið, svokallaðan top 10 lista. Þar sem þessi langi tími var liðinn fannst mér ástæða að láta hann hafa nýja árganga af þessum vínum og í tilefni þess að þau voru að byrja aftur í sölu eftir stutta útlegð.

Í nýju greininni fjallar Steingrímur líka um Montepulciano d’Abruzzo frá Umani Ronchi sem er mjög ánægjulegt matarvín með ítalskan sveitasjarma. Steingrímur talar um hráan ávöxt og fjóshaug á jákvæðum nótum sem er miklu meira heillandi kokteill heldur en það gæti hljómað. Þau karaktereinkenni minntu okkur á rauðvín frá Bordeaux.

Einnig ferskt og mjúkt rauðvín frá Alicante á Spáni, Laderas de El Sequé. Artadi víngerðin er á bak við þetta vín sem hlotið hefur víða góð viðbrögð fyrir að vera mikið fyrir lítið

      „UMANI RONCHI MONTEPULCIANO D’ABRUZZO 2004 er rauðvín frá sama framleiðanda og hið vinsæla hvítvín Casal di Serra, sem er ekki bara vinsælt hér á landi heldur einnig eitt besta Verdicchio-vínið frá Castelli di Jesi-svæðinu. 
     Þetta rauðvín er einfalt en gott matarvín (90% Montepulciano og 10% Sangiovese) með nokkuð kröftugum og hráum ávexti, kryddað og með smá fjóshaug í nefi. Vín fyrir góða pastarétti. 1.300 krónur. Góð kaup. 17/20 
     En þá til Sikileyjar og vínframleiðandans Firriato og nýrra árganga af Santagostino-vínum þess, sem áður hafa verið gestir hér á síðunni, enda einstaklega frambærileg vín. 
     FIRRIATO SANTAGOSTINO ROSSO 2002 er rauðvínið í seríunni. Þroskaðar plómur, kókos, vanilla og leður. Í munni heitur ávöxtur en hreinn og þéttur, rúsínur og lakkrís ásamt góðri lengd. 1.690 krónur. 18/20 
     FIRRIATO SANTAGOSTINO BIANCO 2005 er hvítvín í sömu línu, blanda úr þrúgunum Cataratto og Chardonnay. Ferskjur, sítrus, ferskar jafnt sem þurrkaðar og sykurhúðaðar sítrónur. Rjómamjúkt í nefi sem munni en þó með ferskri og þægilegri sýru. 1.690 krónur. 18/20 
     
LADERAS DE EL SEQUÉ MONASTRELL-SYRAH-CABERNET 2005 er rauðvín frá Alicante á Spáni. Það er svolítið Valpolicella-legt í stílnum og þá í jákvæðum skilningi. Mikill og bjartur og heillandi ávöxtur, kirsuber og sólber, sæt og seiðandi, þétt og mjúkt í munni, þykkur áfengur og ljúfur ávaxtasafi, laus við tannín, eik og annað sem truflar stundum. 1.450 krónur. 17/20“ (Tímarit Morgunblaðsins13.8.2006, Steingrímur Sigurgeirsson)

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, ástralía, ítalía, dómar, El Seque, firriato, morgunblaðið, spánn, umani ronchi