Category Archives: falesco

Uppskrift: Cannelloni með spínati og ricotta

Það er mín skoðun (Rakel) að  matargerð á ekki að vera flókin, það sem skiptir mestu er gott hráefni, hollusta og einfaldleiki. Fátt er betra en rjúkandi cannelloni fyllt með heilnæmu spínati og ricotta osti. Hvað þá að eiga kalt cannelloni frá því í gær inni í ísskáp mmmm.  Þessi réttur er ótrúlega fljótlegur og auðveldur þó að hann sýnist annað þegar hann er borinn á borð.

Í cannelloni geri ég annað hvort sjálf ferskt pasta eða nota lasagnaplötur, sem er náttúrulega minni fyrirhöfn þó að ég sé á þeirri skoðun að pastagerð sé eitt það skemmtilegasta sem fjölskyldan getur aðhafst saman, allir geta hjálpað. Segi nánar frá pastagerð seinna, nú er komið að cannelloni.

Ef þú notar ferskt pasta, býrðu til plötur á stærð við lasagnaplötur og sýður þær þar til þær eru al dente.

Ef þú notar lasagnaplötur sýður þú þær skv. leiðbeiningum á pakka (ég geri yfirleitt ráð fyrir 3 á mann – þó er betra að sjóða fleiri en færri, einhverjar geta rifnað, svo er svo gott að gera of mikið og eiga til daginn eftir). Gerðu ráð fyrr 16-20 plötum í þessa uppskrift. Ég hef komið mér upp góðri aðferð til að koma í veg fyrir að plöturnar límist saman við suðu. Þú notar stóran pott og fyllir hann vel af vatni. Skvettir dálitlu af ólífuolíu út í vatnið og sýður lasagnaplöturnar. Af og til stjakarðu þeim varlega í sundur með trésleif. Þegar suðu er lokið tekurðu pottinn og hellir vatninu af og setur kalt vatn ofan í. Svo losarðu þær plötur sem loða saman varlega í sundur með fingrunum ofan í vatninu áður en þú tekur þær upp. Lasagnaplötunum er raðað á smjörpappír og þær látnar standa aðeins.

Athugið að ég er þeirrar skoðunar að þú eigir að fylgja tilfinningunni og skynfærunum í matargerð, ekki bókstafnum :-) Ég fer því frjálslega með öll fyrirmæli og mælieiningar, hér eru þó mælieiningar til viðmiðs.

Fylling:

1 og ½ poki ferskt spínat (steikt í dálítilli ólífuolíu á pönnu)
350 g ricotta (eða kotasæla, ath að hella vökva sem oft myndast ofan á af áður en notað)
100 g parmeggiano reggiano, grana padano eða pecorino romano
(svolítið af myntu, ef þú átt hana til, ekki nauðsynlegt)
sjávarsalt og nýmalaður, svartur pipar
Steikt spínatið og allt hitt er sett í matvinnsluvél og maukað saman í þéttan, en léttan massa.

Bechamela sósa:

600 ml nýmjólk
55 g smjör
40 g hveiti
2 sneiðar af lauk (gulur laukur)
1 lárviðarlauf
handfylli af steinselju (smátt skorið)
6 heil svört piparkorn
150 ml hvítvín
sjávarsalt og nýmalaður, svartur pipar

Þú bræðir smjörið í potti og hrærir hveitið út í. Hellir svo mjólkinni hægt yfir og hrærir stöðugt í (athugaðu að hitinn sé ekki of hár svo að ekki brenni við). Bætir svo öllu hinu við og hrærir létt í. Lætur malla á mjög vægum hita í nokkra stund.

Nú seturðu rönd af fyllingunni langsum fyrir miðju á hverja lasagnaplötu og lokar svo fyrir þannig að þú ert komin með langa, fyllta rúllu. Svo snýrðu rúllunni við (samskeytin niður).

 Þú hellir nú helmingnum af bechamela sósunni í stórt eldfast mót (eða ofnskúffu) og raðar rúllunum (með samskeytin niður) hlið við hlið þar til fatið er fullt (eða rúllurnar búnar). Hellir svo afgangnum af bechamela sósunni yfir og stráir parmeggiano, grana eða pecorino  yfir. Svo fer þetta inn í heitan ofn (200° C í 15 mínútur).

Best að bera fram eitt og sér á eftir fersku salati.

Buon appetito.

(Nota bene: spínat er án vafa með hollari fæðu. Það er sneisafullt af vítamínum og er einn besti K-vítamíngjafinn (sem sumir telja vanmetið vítamín). Það er jafnframt ríkt af D-vítamíni, kalki, magnesíum og járni).

Drukkum með Poggio dei Gelsi frá Falesco sem smellpassaði.

Færðu inn athugasemd

Filed under falesco, matur, pasta, uppskrift

Nokkrir framleiðendur með nýjar vefsíður

Nokkrir af framleiðendunum okkar hafa verið að endurnýja vefsíðurnar sínar. Þær eru ansi flottar sumar og greinilegt að metnaður og tækni við hönnun vefsíða fer almennt fram.

Það er varla tilviljun að fjórir af fimm framleiðendum sem hafa nýlegast endurnýjað vefsíðurnar sínar eru einmitt í hópi þeirra stærstu sem við flytjum inn. Þeir geta einfaldlega sett meiri pening í verkefnið.

Á meðan eru vefsíður sumra ennþá frekar sveitalegar, sérstaklega hjá þeim smærri, og sumir hafa alls enga.

Fjórir Ítalír er með nýjar vefsíður, FalescoArnaldo Caprai, Umani Ronchi, og Montevetrano. Arnaldo Caprai er líklegast tæknilegast framleiðandinn okkar og er alltaf skrefi á undan öðrum á sviði markaðssetningar og ýmissa sniðugheita.

Nýjasta endurnýjunin gekk svo í garð í þessari viku hjá d’Arenberg í Ástralíu en eins og Arnaldo Caprai er d’Arenberg með skemmtilegar hugmyndir í ímyndarvinnu fyrirtækisins.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, d'arenberg, falesco, montevetrano, umani ronchi, vefsíður

Átta ný vín frá Ítalíu fara í Vínbúðirnar í dag

Lítil bylting í gangi hér.

Ekki á hverjum degi sem við sendum átta ný vín í Vínbúðirnar. Þessi hersing er afleiðing af heimsókn bloggarans á Vinitaly vínsýninguna í vor (lestu meira um heimsóknina).

Frá Arnaldo Caprai eru tvö ný vín með sama nafni, Anima Umbra rautt og Anima Umbra hvítt, sem ætlað er að fanga anda Úmbría héraðsins eins og nafnið „anima umbra“ gefur til kynna. Þau eru með sniðugum flipa aftan á flöskunni með nafni vínsins sem hægt er að fjarlægja. Umani Ronchi er sömuleiðis að spreyta sig á nýju víni, Pecorino Vellodoro, sem kemur frá vínekrum framleiðandans í Abruzzo héraði. Hvítt og rautt frá Falesco eru með í för, Poggio dei Gelsi og Tellus, bæði frá Lazio héraði. Síðan er það alveg nýr framleiðandi, Lini í Emilia Romagna héraðinu, og koma frá honum tvö freyðandi vín, rautt Lambrusco og hvítt Moscato, en frá Lini höfum við einnig fengið Balsamik edik. Að lokum er það Chianti Classico frá Fontodi sem er nú tæplega alveg nýtt en það er að byrja aftur í vikunni eftir nokkurt hlé frá Vínbúðunum.

Fimm framleiðendur frá fimm mismunandi héruðum á Ítalíu. Tilviljun eiginlega að öll þessi héruð liggja gott sem upp að hvert öðru á miðju stígvélinu.

Vínin átta fást í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni frá og með morgundeginum.

4 athugasemdir

Filed under ítalía, caprai, falesco, fontodi, lini, umani ronchi, vínbúðirnar

Tvö ítölsk rauðvín fá fína umfjöllun í Gestgjafanum

.

Við höfum verið dugleg að koma sýnishornum til Gestgjafans. Það virkar þannir að við gefum þeim eina flösku af hverri tegund sem fjalla á um. Af henni er tekin mynd og hún síðan smökkuð og dæmd af þeim góðu mæðginum Dominique og Eymari.

Í nýjasta Gestgjafanum fjalla þau um  tvö ítölsk rauðvín frá okkur, Vitiano 2005 frá Falesco og Pinot Nero 2004 frá San Michele Appiano (St. Michael Eppan á þýsku á miðanum því víngerðin er svo norðarlega á Ítalíu).

Svona lítur það út:

FALESCO VITIANO 20054 glös
Enn og aftur erum við með vín frá Falesco í Umbria á smökkunarborði okkar og er það alltaf sönn ánægja. Það er alveg á hreinu að Falesco er með skemmtilegri framleiðendum Ítalíu því að allt sem við höfum smakkað þaðan er einstaklega vel gert – og á góðu verði. Hér er blanda af sangiovese, merlot og cabernet sauvignon sem skilar sér í ilmríku víni með ilmi af kirsuberjum, blómum, súkkulaði og lakkrís. Þetta er bragðmikið vín og vottar fyrir kirsuberjum, tóbaki, svörtu súkkulaði og kryddi. Langt og gott eftirbragð en víninu þarf að umhella til að það njóti sín í botn. Prófið það með steiktu kjöti, ofnsteiktu lamba- eða nautakjöti eða pörusteik. Verð 1.590 kr. – Góð kaup.

Okkar álit: Vín sem kallar á mat, frá virtum framleiðanda – mjög ungt enn en lofar jafngóðu og 2004 sem var afar góður árgangur. Þarf að umhella.

ST. MICHAEL EPPAN [San Michele Appiano] PINOT NERO 20043 1/2 glas
Á Norður-Ítalíu er að finna svæði, Alto Adige, sem er enn mikið undir týrólskum áhrifum þar sem þýska og ítalska eru notaðar jöfnum höndum – til dæmis á flöskumiðunum. Þar er að finna ágæta vínrækt og er San Michele Appiano (eða Skt. Michael Eppan!) ein af þeim virtustu. Hérna erum við með pinot nero frá þeim sem er enn ungt að árum. Það er svolítið lokað í byrjun en opnast hægt og rólega á jarðarber, milt krydd, súkkulaði og skógarbotn. Eins og áður sagði er vínið enn svolítið ungt og kemur það best fram á tungunni. Frekar skörp tannín fela ávöxtinn svoítið en þar á bak við er samt að finna rauðan ávöxt, krydd og sveppi. Þetta er vín sem þarf greinilega að láta liggja í nokkur ár en þeir sem eru óþolinmóðir geta umhellt því. Hafið það með önd eða eðalkjúklingi með trufflum! Verð 1.890 kr. – Góð kaup

Okkar álit: Fíngert og ekta pinot nero frá mjög vönduðum framleiðanda . Þarf annaðhvort að umhella því eða láta það liggja en þetta er frábært vín með góðum, vönduðum kjötréttum.“ (Gestgjafinn 5. tbl. 2007)

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, ítalía, dómar, falesco, Gestgjafinn

Steingrími finnst Vitiano hvítvínið einfaldlega yndislegt

.

Þegar Steingrímur fjallaði um 2004 árganginn af Vitiano hvítvíninu fyrir nokkru gaf hann því 19 stig af 20 mögulegum og afskaplega góða lýsingu.

Sama er upp á teningnum núna. a

Honum finnst 2005 árgangurinn af þessu víni alveg jafn góður ef marka má lýsingu hans í Morgunblaðinu síðasta föstudag.

Steingrímur hefur skipt út 20 stiga kerfinu og tekið upp 100 stiga kerfið að hætti Parkers, Wine Spectator og fleiri.

FALESCO VITIANO 2005 er einfaldlega yndislegt hvítvín með grænum og gulum perum í nefinu, sætum sítrus og hvítum blómum. Ferskt en með þyngd sem viktar á móti matnum. 1.590 kr. 89/100.“ (Morgunblaðið 4.5.2007, Steingrímur)

Þess má geta að vínið er á tilboði í Vínbúðunum í maí á 1.490 kr.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, falesco, morgunblaðið

Ítalskir dagar – tvö vín á tilboði

.

Í Vínbúðunum standa nú yfir ítalskir dagar.

Við erum með tvö vín á afslætti í Vínbúðunum á meðan á dögunum stendur út maí, Vitiano hvítvínið kostar 1.490 kr. í stað 1.590 og Querceto Chianti kostar 1.290 kr. í stað 1.390.

Vitiano hvítvínið var að fá þessa fínu umfjöllun í Morgunblaðinu á föstudaginn auk þess að vera valið Bestu Kaupin nýlega í Gestgjafanum.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, falesco, tilboð, vínbúðirnar

Vínin okkar eru nú fáanleg á Vínbarnum

.

Loksins, verð ég að segja. Loksins eru vín frá okkur fáanleg á Vínbarnum.

Það hefur vakið lengi fyrir að setjast niður með Gunna Palla, eiganda Vínbarnsins, og ræða möguleikann á samstarfi en einhverra hluta vegna hafði ég ekki tekið af skarið og komið á fundi þar til núna í síðustu viku. Ástæðan er líklegast einfaldlega sú að ég er ekki þessi sölumaður.

Gunni Palli tók mér fádæma vel. Það kom mér á óvart hversu mörg vínanna hann hafði þegar prófað hérlendis eða erlendis. Hann er sannur vínkall hann Gunni Palli.

Eitt það skemmtilegasta við Vínbarinn, eins og alla góða vínbari, er að þar eru engir tveir dagar eins. Það er alltaf eitthvað nýtt í boði, stundum bara ein flaska af hinu eða þessu, jafnvel einhverju sem Gunni Palli hefur sjálfur keypt á ferðalagi í útlöndum, eða einhverju öldruðu eðalvíni. Ekki minnkar úrvalið við tilkomu Enomatic vélarinnar. Vínbarir eru einhver besta og skemmtilegast leið sem til er til þess að kynnast vínum og prófa sig áfram. Ekki velja alltaf það sem þú þekkir!

Gunni Palli valdi 13 ólíkar tegundir frá okkur. Af þeim eru 5 vín sem eingöngu fást á Vínbarnum sem stendur.

Ég mæli sérstaklega með glasi af hinu fágæta, þýska sætvíni Auslese 2002 frá Weingut Keller sem er í miklu uppáhaldi hjá þýsku vínútgáfunni Gault Milleau — og mér. Nú eða lögg af ástralska ofurboltanum Hillside Shiraz 2002 frá Kay Brothers sem fær 95 stig hjá Robert Parker

Þetta eru vínin 13:

Hvítvín:
Falesco Vitiano Bianco 2005
Umani Ronchi Casal di Serra 2005
Appiano Pinot Bianco 2004
Rauðvín:
Falesco Vitiano Rosso 2005
Umani Ronchi Jorio 2001

Fontodi Chianti Classico 2003
Sandrone Dolcetto d’Alba 2004
Casa de la Ermita 2001
Laderas de El Seque 2005
Artadi Vinas de Gain 2003

d’Arenberg The Custodian 2002
Kay Brothers Hillside Shiraz 2002
Sætvín:
Weingut Keller Auslese 2002

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, artadi, chianti classico, d'arenberg, El Seque, falesco, fontodi, kay brothers, keller, luciano sandrone, umani ronchi, vínbar, vínlisti, veitingastaðir

GastroShark er ný síða sem fjallar um vín og mat á Íslandi

GastoShark er ný síða um vín og mat á Íslandi undir yfirskriftinni „The Gastro´s Guide to Good Eating and Drinking in Iceland“.

Höfundur er enskur, skrifar á ensku en býr í 101 Reykjavík.

Síðan er ennþá í undirbúningi en mér finnst hún lofa góðu. Ekki spillir fyrir að hann nefnir okkar vín The Laughing Magpie á meðal „bargain“ vína í “ Ríkinu“ en það eru yfirlýsingar á borð við þennan lista (8. liður) um „Common brands to avoid“ sem eru dálítið áhugaverðar og sú staðreynd að fyrsta þrúgan sem hann tekur fyrir skuli vera jaðarþrúgan Viognier frekar en einhver frægari.

Um The Laughing Magpie frá d’Arenberg segir hann (undir hinni skemmtilegu fyrirsögn „Best of Ríkið“):

„Yummy, yummy, yummy and it’s got a pile of awards to prove it. „.

Það verður forvitnilegt að sjá hvert þessi síða fer. Höfundur virðist vera vel skólaður (unnið m.a. hjá Bidendum í London) og ástríðufullur um það sem hann er að fjalla. Og á einhvern undarlegan hátt hljómar umfjöllun um vín og mat á Íslandi á enskri tungu all vel – er ekki líka sagt að við verðum að heyra allt sem er gott á Íslandi fyrst utan landssteinanna áður en við trúum því sjálf?

Um Viognier er það að segja að við höfum ekkert vín sem er úr henni að öllu leyti en fjögur sem eru það að hluta, The Hermit Crab frá d’Arenberg, Vitiano Bianco frá Falesco, Mas Nicot Blanc og sjá sjálft rauðvínið The Laughing Magpie sem hefur um 5% Viognier.

Færðu inn athugasemd

Filed under þrúgur, d'arenberg, dómar, falesco, mas nicot, Vínblogg

Vínsmökkun á La Primavera — 7 vín sem hafa breytt Ítalíu

.

Laugardaginn 10. mars kl. 14.00 ætlum við að hafa vínsmökkun á veitingastaðinum La Primavera.

Þemað eru 7 sem hafa breytt Ítalíu að mati Gambero Rosso.

Hérna er vínlistinn:

Appiano Sauvignon Blanc St. Valentin 2005
Montevetrano 2001
Falesco Montiano 2001
Foradori Granato 2001

Fontodi Flaccianello 2003
Arnaldo Caprai 25 Anni 2003
Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 2001

Létt snarl verður borið fram með vínunum. Auk þess verður smakkað sætvín frá Arnaldo Caprai með AMEDEI súkkulaðirétti sem Leifur ætlar að útbúa.

Verðið er 4.500 kr. fyrir hvert pláss.  Sendu okkar tölvupóst á vinogmatur@internet.is til að láta taka frá sæti.

Skoðaðu myndirnar frá vínsmökkuninni á La Primavera í fyrra

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, appiano, caprai, falesco, fontodi, foradori, gambero rosso, la primavera, luciano sandrone, montevetrano, myndir, vínsmökkun

Slagorð fyrir Vitiano hvítvínið

Hér eru nokkur slagorð fyrir sem mér datt í hug fyrir Vitiano hvítvínið:

Það er vit í Vitiano!
Það er margt vitlausara en að kaupa Vitiano!
V fyrir Vitiano!
Vitiano fyrir vitringana!
Vitiano er vitinn í þokunni!

Sendu mér þitt slagorð (komment)!

2 athugasemdir

Filed under falesco, slagorð

Gestgjafinn velur Vitiano hvítvín Bestu kaupin

.

Við eigum þrjú hvítvín í brakandi nýjum Gestgjafanum. Þema vínumfjöllunarinnar að þessu sinni eru vín úr sjaldgæfum þrúgum og verður henni haldið áfram í næsta tölublaði.

Hvítvínin okkar þrjú fá afskaplega góða dóma með Vitiano Bianco 2005 frá Falesco í broddi fylkingar. Ég held bara að sé miðað við verð hafi ekkert vín frá okkur fengið eins góða umfjöllun og einkunn í Gestgjafanum og Vitiano hvítvínið fær núna. Bestu kaupin og 4 1/2 glas og fannst þeim mæðginum Eymari og Dominique það „unaðsleg upplifun“ og „frábær kaup“.

4 1/2 glas er bara „half a glass from greatness“ (fannst þetta hljóma svo flott að ég varð að hafa það á ensku) fyrir vín á aðeins 1.590 kr.

Hin hvítvínin tvö fá bæði 4 glös sem er frábær einkunn líka. Þau eru á sama róli, Casal di Serra 2005 frá Umani Ronchi kostar líka 1.590 kr og hið ástralska The Hermit Crab 2004 frá d’Arenberg kostar tíkalli meira eða 1.600 kr.

Casal di Serra er að birtast í annað sinn á síðum Gestgjafans, fyrir nokkrum árum hlaut það sömu einkunn og heiðurstitilinn Vín Mánaðarins.  Casal er okkar vinsælast vín frá upphafi og þessi nýi dómur staðfestir að gæðin hafa ekkert breyst.

VITIANO FALESCO BIANCO 20054 1/2 glas BESTU KAUPIN
Lazio [er reyndar frá Umbria héraði] er kannski ekki þekktast fyrir vínin sín og stendur að minnsta kosti í skugganum af nágranna sínum Toskana hvað vín varðar. Engu að síður er þar að finna nokkra gullmola og er vínframleiðandinn Falesco einn af þeim. Hér er á ferðinni mikið matarvín úr þrúgunum vermentino, viognier og verdicchio. Mjög opinn og margslunginn ilmur með vott af blómum (ef maður lokar augunum og þefar af því getur maður ímyndað sér að maður sé staddur í fallegum garði fullum af blómum), ferskju, nýslegnu grasi og sítrus. Í bragði er það margslungið og ferskt með steinefnum, kryddi og ferskjum og með skemmtilegan keim af fersku tóbaki í eftirbragði.
Verð 1.490 kr. [úps, 1.590] – Frábær kaup.
Okkar álit: Margslungið vín og líflegt frá Mið-Ítalíu, unaðsleg upplifun og þið verðið að þora að drekka það með pasta (sjávarréttapasta með sveppum og rjómasósu), kálfakjöti – og að sjálfsögðu með eðalfiski.CASAL DI SERRA 2005 4 glös
Casal di Serra ætti að vera flestum kunnugt því það hefur dvalið í þó nokkurn tíma í hillum vínbúðanna og alltaf er það jafnsjarmerandi. Það er gert úr verdicchio og er opið og ferskt með ilm af marsípani, eplum, sítrus og nýslegnu grasi. Í bragði er það ferskt og líflegt með góða fyllingu og vottar fyrir sítrus, grösugum tónum, blómum og perum. Það hefur góða byggingu og er bragðmikið en í senn einstaklega fágað. Hafið þetta með salati með parmaskinku og melónum eða sjávarréttasalat.
Verð 1.590 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Fínlegt og elegant vín frá Umani Ronchi, mjög góð fylling og skerpa – Verdicchio gerist ekki betra.

D’ARENBERG THE HERMIT CRAB 2004 – 4 glös
Þessar tvær þrúgur, viognier og marsanne, eru báðar upprunnar frá Suður-Frakklandi og eru mikið ræktaðar í Rhone-dalnum. Það er samt ekki algengt að sjá þessar tvær þrúgur notaðar saman, hvað þá frá Ástralíu. Það hefur ferskan og líflegan ilm af sítrus, blómum, ferskjum og ananas. Mjög aðlaðandi í nefi. Það er álíka ferskt í bragði og heldur margslungið með vott af sítrus, blómum, greipávexti og þroskuðum ferskjum. Það hefur góða byggingu og gott jafnvægi þrátt fyrir hátt alkóhólmagn. Mjög fágað skemmtilegt vín sem er með þeim frumlegri í vínbúðunum. Prófið það með feitum fiski, til dæmis með mildu karríi (indversku), eða rækjum með lárperu og greipávexti í karríi.
Verð 1.600 kr. – Mjög góð kaup.
Okkar álit: Við fögnum þessari frumlegu og sérkennilegu blöndu (ekki bara nafnið sem er frumlegt), vínið er margslungið og yndislegt.“ – Gestgjafinn 2. tbl. 2007.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, d'arenberg, dómar, falesco, Gestgjafinn, umani ronchi

Smakknótur þínar og annarra á Corkd.com

.

Corkd.com er sniðug síða.

Þar er hægt að setja inn smakknótur og less smakknótur eftir aðra. Sumar nóturnar eru reyndar vægast sagt ófullkomnar, jafnvel falskar en samt ekki svo galið að mynda svona einkunnabanka sem byggir á sem almennastri skoðun.

Ég setti inn Vitiano og þetta kom í ljós.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, falesco

Top 11 söluhæstu vínin í desember

.

Hér eru 11 söluhæstu vínin okkar í Vínbúðunum í jólamánuðinum:

1. Fontodi Chianti Classico
2. d’Arenberg The Laughing Magpie
3. Castello di Querceto Chianti Classico Riserva
4. Castello di Querceto Chianti Classico
5. Falesco Vitiano Rosso
6. Umani Ronchi Casal di Serra
7. Firriato Santagostino Rosso
8. d’Arenberg The Hermit Crab
9. d’Arenberg The Footbolt
10. Chateau de Flaugergues Cuvee Sommeliere
11. Chateau de Mourgues du Gres Terre d’Argence

1-4, 6 og 8 fást öll í Kjarna (flestar vínbúðir) en hin fimm eru aðeins fáanleg í Heiðrúnu og Kringlunni.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, castello di querceto, d'arenberg, falesco, flaugergues, fontodi, frakkland, mourgues du gres, umani ronchi, vínbúðirnar

Mjög spes vín þessi sérlistavín

Sérlisti er safn vína sem valin eru í úrval Vínbúðanna gegnum vínsmökkun starfsmanna ÁTVR og gesta. Ég hef sjálfur tekið þátt í svoleiðis smökkun. Þetta eru undantekningalaust svokölluð „betri vín“, sem að jafnaði tolla illa í hillum Vínbúðanna þar sem þau uppfylla ekki sölukröfur. þess vegna er búinn til þessi listi svo þau haldi plássi sínu þrátt fyrir að seljast lítið. Þau auka við flóruna sem stundum verðum svolítið einsleit, ekki síst í smærri Vínbúðum.

Sérlistavín fengust aðeins í Heiðrúnu og Kringlunni en nú er þeim þeytt út í einar 20 vínbúðir eða svo.

Við áttum eitt vín á þessum lista en fimm voru að bætast við. Við áttum ekki svo mikinn lagar af þeim hins vegar þannig að þau fást ekki svo víða og sem fyrr er Heiðrún og Kringlan öruggustu staðirnir til að finna þau á.

St. Valentin Sauvignon Blanc frá San Michele Appiano (hvítvín, Ítalía) – 2.890 kr.
Montiano frá Falesco (rauðvín, Ítalía) – 3.590 kr
Nebbiolo d’Alba frá Luciano Sandrone (rauðvín, Ítalía) – 3.100 kr
Barolo Le Vigne frá Luciano Sandrone (rauðvín, Ítalía) – 7.400 kr
Bandol frá Domaine Tempier (rauðvín, Frakkland) – 2.890 kr
The Struie frá Torbreck (rauðvín, Frakkland) – 3.890 kr

Þetta er glæsilegur listi.

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, falesco, luciano sandrone, tempier, torbreck, vínbúðirnar

Wine Spectator elskar líka Vitiano — efsta ítalska vínið á ‘Best Buy’ listanum

.

Já, Wine Spectator velur ekki bara 100 bestu vínin á hverju ári heldur líka þau sem þeim finnst skara fram úr fyrir góð kaup á árinu sem er að líða (90 stig eða yfir og 15 dollarar eða undir).

Dálítið súrt að efsta ítalska vínið á þeim lista skuli ekki komast hærra en í 21. sæti.

En gott að það skuli vera Vitiano rauðvínið frá Falesco.

Smelltu hér til að skoða listann

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, falesco, wine spectator

Þrjú Hátíðarvín í fleiri Vínbúðir

Við gátum tilnefnt þrjú vín sem Hátíðarvín í Vínbúðunum. Hátíðarvín fá betri dreifingu, í fleiri Vínbúðir, og sérstakan miða í hillunum sem undirstrikar að viðkomandi vín er Hátíðarvín og með hvaða jólamat er best að drekka það.

Þetta er ágætt tækifæri til að dreifa reynsluvínum, eins og þessum þremur hér fyrir neðan, sem að jafnaði fást bara í Heiðrúnu og Kringlunni í fleiri Vínbúðir.

d’Arenberg The Hermit Crab 2005
Falesco Vitiano 2004
Laderas de El Seque 2005

Það síðastnefnda er á tilboði á 1.370 kr. Þau fást öll í Heiðrúnu, Kringlunni, Eiðistorgi, Smáratorgi, Hafnarfirði og Akureyri.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, d'arenberg, El Seque, falesco, hátíðarvín, vín

Robert Parker hrósar Falesco í viðtali við Business Week

.

Falesco víngerðin sendi mér viðtal við Robert Parker sem birtist í Business Week í fyrradag.

Hann lofar víngerðina hástert og gefur Vitiano vínunum okkar, rauða og hvíta, 89 stig.

Lestu viðtalið

Þeir sem hafa lesið þetta blogg, eru áskrifendur af póstlistanum eða hafa einhvers staðar hlustað á boðorð undirritaðs ættu að hafa tekið eftir því að þessi víngerð hefur verið að hrúga inn viðurkenningum. Þá meina ég viðurkenningum sem skipta máli. T.d. að Vitiano Rosso var kosið Bestu rauðvínskaup Ítalíu í bæði Gambero Rosso og Wine Spectator, vín mánaðarins í Gestgjafanum og fékk 18 af 20 í Mbl. á meðan Vitiano Bianco fékk ein 19 af 20 í Mbl.

Jamm.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, business week, dómar, falesco, fréttir, robert parker, tímarit, viðtal

Spagettí Carbonara og Vitiano hvítvín

.

Spagettí Carbonara er einn af fyrstu pastaréttunum sem við Rakel elduðum. Hann var einfaldur: steikja beikon og setja út á spagettí ásamt sósunni (rjómi, egg, parmeggiano, salt og pipar) sem léttsteiktist á heitu pastanu. Og svo gott, kalt og þurrt ítalskt hvítvín af einfaldari gerðinni með, t.d. Frascati.

Útgáfuna hér fyrir neðan fann ég hins vegar í bandaríska vín- og matartímaritinu Food and Wine og fannst okkur Rakel hún betri. Það er Cristopher Russel, veitingastjóri á Union Square Cafe í New York sem gefur hana. Hann mælir með rauðvíni úr Sangiovese þrúgunni, helst Chianti Classico. Chianti Classico frá Castello di Querceto, Fontodi eða Rietine væru  prýðileg en að jafnaði myndi ég frekar velja svalt og brakandi ferskt hvítvín þar sem rétturinn er í þyngri kantinum á pastavísu, t.d. Vitiano hvítvínið frá Falesco (systurvín samnefnds rauðvíns frá framleiðandanum).

Og þá að uppskriftinni:

Beikon (1 bréf) er skorið niður í litla bita og steikt í matskeið af ólífuolíu á meðalhita í 7-8 mínútur. Fitunni er síðan hellt af og hún geymd.

2 1/2 desilíter af rjóma hellt á sömu pönnu við vægan hita og pipar bætt útí þegar rjóminn er aðeins farinn að sjóða og síðan strax sett útí á eftir 2 1/2 desilíter af rifnum, ferskum parmeggiano og pecorino osti (við notuðum eingöngu parmeggiano). Hrært  í þar til allt hefur blandast vel saman, svona 2 mínútur. Blöndunni hellt í skál og látið aðeins kólna.

Út í blönduna er síðan hrærð 1 stór eggjarauða, steikta beikonið og 2 matskeiðar af fitunni sem var geymd. Látið kólna í ísskáp (hægt að gera sósuna daginn áður).

Síðar, á meðan spagettíið er að sjóða er sósan tekin úr ísskápinum og hituð við vægan hita. Spagettíið er látið þorna þegar það er tilbúið og hellt út í sósuna á pönnunni. Hrært og síðana borið fram t.d. með því að setja í skál eða beint á diska.

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, chianti classico, falesco, fontodi, kjöt, matur, pasta, rietine, uppskrift

Hvaða vín verða á Wine Spectator Top 100?

Eftir nokkra daga mun Wine Spectator gefa út Top 100 listann sinn yfir vín ársins að þeirra mati. Það eru þau vín sem hafa hlotið bestu dóma blaðsins á liðnu ári.

Svona listar eru náttúrulega alltaf meingallaðir en engu að síður eru vínin 100 sem þar birtast all traust kaup.

Véfrétt Víns og matar hefur spáð því að Chateau de Flaugergues 2003 muni vera á þessum lista þar sem vínið hafi fengið 92 stig á árinu sem er sama einkunn og þegar 2000 árgangur vínsins skaust í 21. sæti listans hér um árið. Í októberhefti blaðsins var upptalning á vínum undir 25$ sem hafa fengið 88-94 stig á árinu og var Flaugergues ódýrasta vínið sem náði 92 stigum eða meira.

Annað vín sem véfréttin spáir að nái inn á þennan lista er hið ódýra Falesco Vitiano 2004 sem fékk 90 stig þrátt fyrir afar lágt verð.

Svo er það náttúrulega Castello di Querceto Chianti Classico Riserva 2003, en það hefur tvívegis áður náð inn á Top 100 lista Wine Spectator.

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, dómar, falesco, flaugergues, vangaveltur, wine spectator

Hin fimm fræknu – Í hvaða vínbúðum fást kjarnavínin okkar?

Öll vín hefja feril sinn í aðeins tveimur vínbúðum, Heiðrúnu og Kringlunni. Þá kallast þau óbreytt reynsluvín en eiga möguleika á stöðuhækkun í kjarnaflokkinn ef þau seljast nógu mikið. Kjarnavín fá dreifingu í fleiri vínbúðir en formúla ræður því í hvaða og hversu margar búðir þau fara. Formúlan tekur flestar ákvarðanir en verslunarstjórar hafa líka eilítið svigrúm til að velja hvaða kjarnavín þeir vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á. 

Við eigum 5 kjarnavín sem stendur. Hin fimm fræknu fást í þessum vínbúðum:

Casal di Serra (18 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Egilsstöðum, Dalvík, Hveragerði, Austurstræti, Holtagörðum, Stekkjarbakka, Spöngin, Dalvegi, Garðabæ, Keflavík, Mosfellsbæ, Selfossi.

Fontodi Chianti Classico (12 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Austurstræti, Holtagörðum, Dalvegi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Sauðurkróki.

Castello di Querceto Chianti Classico Riserva (5 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Akureyri.

The Laughing Magpie (13 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Austurstræti, Garðabæ, Mosfellsbæ, Sauðurkróki, Keflavík, Ísafirði, Hvolsvelli.

Vitiano Bianco (5 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Akureyri.

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, d'arenberg, falesco, fontodi, umani ronchi, vínbúðirnar

Massakjör (amazing value)

Þeir í súpernova notuðu mikið orðið „awesome“. Robert Parker notar „amazing“

Hann fær aldrei nóg af Vitiano rauðvíninu, frekar en við hin. Honum finnst það „amazing“.

Okkur finnst það massakjör.

NB. Nýjum árgangi, 2005, gefur Parker líka 89 stig.

Hann er væntanlegur.

The 2004 VITIANO ROSSO (89 points) is an equal part blend of Sangiovese, Cabernet Sauvignon, and Merlot, aged three months in small oak barrels. This serious effort possesses a deep ruby/purple-tinged color as well as lovely aromas of black currants, licorice, dried herbs, and earth. An amazing value, it boasts remarkable texture, medium body, and pure, ripe berry flavors. Drink it over the next 1-2 years.- Robert Parker The Wine Advocate, ágúst 2005

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, falesco, robert parker

Þrír veitingastaðir í London: St. John, Matsuri og Zafferano

Í vor fórum við Rakel til London. Tilefnið var 10 ára brúðkaupsafmæli okkar. Við pöntuðum tvo veitingastaði fyrirfram, St. John í kvöldmat á föstudeginum og Zafferano í hádegi á sunnudeginum.

St. John er sérstakur veitingastaður, vægast sagt. Hvítur í hólf og gólf, eins og skurðstofa. Maturinn einfaldur og sveitalegur en vandaður á þann hátt sem hefur skotið staðnum á top 50 lista fyrir bestu veitingastaði veraldar að mati Restaurant Magazine. Hvort hann verðskuldi slíka tign læt ég ósagt en góður var hann og andrúmsloftið óþvingað og skemmtilegt. Hrár og lifandi staður. Við fengum okkur beinamerginn þeirra fræga, steikt svínseyru í fíflasalati, dúfu, sardínur o.fl. og drukkum með því hálfflösku af hvítvíninu frá Chateau Lascaux í Languedoc og síðar sitthvort glasið af betra hvítvíni sama framleiðanda. Við flytjum inn Lascaux (byrjar 1. júlí) og þegar ég sagði Stephan hjá Lascaux frá ferð okkar á staðinn sagði hann mér að hjá þeim væri í vinnslu nýtt rauðvín sem yrði vín hússins á St. John. Við mælum hiklaust með þessum frábæra stað og líka vínbarnum hinum megin við götuna fyrir fordrykk eða eftirdrykk. Á St. John er líka bakarí og flottur bar og annars staðar í borginni reka þeir annan veitingastað og vínbúð en öll vínin á vínlistanum má kaupa til að taka með sér á vínbúðarverði. Reikningurinn fyrir tvo var um 110 pund sem er mjög gott.

Myndir af St. John málsverðinum á flick.com

Laugardskvöldið höfðum við engan stað pantaðan fyrirfram og reyndist það þrautinni þyngri að fá borð. Rakel var í sushi-stuði og allir betri japanskir veitingastaðir virtust cupppantaðir. Concierge-inn á hótelinu fann borð á japönskum stað sem hann mælti með, Matsuri á High Holborn, og var hann afbragðsgóður. Frekar dýr. Mæli með djúpsteiktu grænmeti. Hvernig ná þeir grænmetinu svona fersku þótt búið sé að rúlla því upp úr raspi og síðan djúpsteikja?

Zafferano var Michelin-stjörnu staður ferðarinnar. Ítalskur, rétt við Harvey Nichols. Við vorum ekkert of svöng og pöntuðum bara tvo rétti. Ég fékk mér tómatasúpu með hráum túnfiski og síðan einfalt gnocchi með tómatsósu, klettasalati. Gnocchi-ið mitt var t.d. týpísk ítölsk matreiðsla, bara ótrúlega góð.  Þjónustan í sérflokki, þjónn á hverju strái, en ekki þvinguð og umgjörðin öll í háum klassa. Einhver besti espresso í bænum og glasið af Haaz Pinot Grigio var gott.

Allt veitingastaðir sem hægt er að mæla með. Reikningurinn var svipaður á þeim öllum, liðlega 100-120 pund fyrir tvo en taka verður í reikninginn að við Rakel fórum frekar pena leið í gegnum staðina þrjá. Zafferano býður upp á mesta spreðið enda vínlistinn einstaklega flottur með rauðvínið okkar Falesco Vitiano sem eitt af húsvínunum.

Færðu inn athugasemd

Filed under Chateau du Lascaux, falesco, london, veitingastaðir, zafferano

Vitiano 2004 — Polkagott rauðvín

Smelltu á þennan hlekk til að þessa að hlusta á, já hlusta, hvað þeir hjá Winexperience segja um Vitiano 2004 sem þeir völdu WOW – Wine Of the Week – í síðustu viku – dálítið fyndið.

Ég heiti Arnar Bjarnason, ég er hrifnæmur maður. 

Stundum finnst mér eitthvað vín svo gott að ég verð æstur og finnst eins og það sé ekki til nógu magnað lýsingarorð til að ná yfir upplifunina. Næst væri að bresta í söng en ég get aldrei lært neina texta utanað. Kannski næ ég í harmónikkuna sem Rakel gaf mér í jólagjöf næst þegar mér verður orðavant yfir ágæti víns, og spila polka.

Vitiano rauðvínið frá Falesco er eitt af þessum vínum sem mér finnst svona polkagott. Verðið er líka bara grín, 1.390 kr. Þetta var eitt af kjarnavínum okkar en féll þaðan út fyrir jól. Restarnar fást reyndar ennþá í hinum og þessum vínbúðum en þegar þær klárast sæki ég aftur formlega um fyrir vínið á reynslu og verður það þá bara fáanlegt í Heiðrúnu og Kringlunni nema það komist aftur í kjarna.

Ég er ekki sá eini sem finnst vínið svona gott. Vitiano er eitthvert mest viðurkennda vín sem við flytjum inn. Ekki furða þar sem Cotarella bræðurnir framleiða það, annar yfirmaður hjá Antinori en hinn frægasti vínráðgjafi Ítalíu. Robert Parker hefur kallað það „one of the greatest dry red wine bargains in the world“. Það eru kannski milljón ólík vín framleidd í heiminum og því er það nú bara dágott að vera talið ein bestu rauðvínskaupin af áhrifamesta vínspekúlanti veraldar – finnst mér. Ítalska vínbiblían, Gambero Rosso, valdi 2001 árganginn bestu rauðvínskaup Ítalíu. Síðan gaf Steingrímur í Morgunblaðinu því 18/20 og Þorri valdi það vín mánaðarins í Gestgjafanum. Eiginlega er ekki hægt að slá þetta. Og þó, bandaríska víntímaritið Wine Spectator sem kallaði 2003 árganginn bestu rauðvínskaup Ítalíu og gaf honum 88 stig var nú nýlega að gefa 2004 árganginum 90 stig sem hlýtur að tryggja þessu víni enn frekar sess sem ein bestu rauðvínskaup Ítalíu, eða heimsins alls eins og Parker segir á sinn hógværa hátt.

A wine with lovely balance and clean plum, berry and chocolate character, medium body and polished tannins. The perfect house wine—a great value. Sangiovese, Merlot and Cabernet Sauvignon. Drink now through 2010. 200,000 cases made. From Italy.  90/100 – Wine Spectator.

Einkunnir segja ekki allt. Lestu um vínið á vefsíðu okkar til að verða einhverju nær hvernig  það bragðast.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, falesco, gambero rosso, Gestgjafinn, morgunblaðið, robert parker, vangaveltur, wine spectator

Vín og matur vikunnar

Vitiano Bianco og túnfiskhnetupastað hennar Rakelar

Snerpa og ferskleiki Vitiano hvítvínsins smellpassar við svona einfalt pasta. Þau komplementera hvort annað og upphefja kosti hvors annars. Hvítvínið er brakandi og hjónabandið í einfaldleika sínum sumarlegt á sinn hátt. Seltan í pastanu, túnfiskurinn og hneturnar stemma sérstaklega vel við hvítvínið. Annað pasta sem mér dettur í hug sem myndi passa vel með hvítvíninu væri hið ofureinfalda spagettí með hvítlauk og steinselju, skvettu af olífuolíu og kannski sterkum, rauðum piparflögum.

Máltíðin er holl, létt og snörp, manni líður eins og nýbrýndum hnífi á eftir.

Túnfiskhneturpasta:
500 gr. spagettí
3/4 dl valhnetur
3/4 dl furuhnetur
1/2 dl ólífuolía (t.d. Fontodi eða Rietine)
2 dl grænar ólífur (ef sítrónufylltar ólífur finnast þá sleppa safanum hér neðar)
Safi úr hálfri sítrónu (ekki of mikið ef hún er stór)
2 góðir sellerístönglar
4-5 hvítlauksrif
1 dós túnfiskur í vatni (hella vatninu af)
Allt saman sett í mixer og hakkað niður í grófa kremáferð og síðan saltað og piprað eftir smekk. Blandað saman við pastað þegar það er tilbúið. Borið fram með rifnum parmeggiano osti.

Buon appetito!

Færðu inn athugasemd

Filed under falesco, matur, uppskrift

Tvö ný í kjarna

Maður getur alltaf á sig kjarnavínum bætt.

Um næstu mánaðarmót fá tvö vín frá okkur stöðuhækkun. Þetta eru rauðvínið Laughing Magpie frá d’Arenberg og hvítvínið Vitiano frá Falesco. Þau verða því ekki lengur eingöngu fáanleg í Heiðrúnu og Kringlunni heldur í fleiri vínbúðum.

Þau gætu ekki verið ólíkari þessi tvö vín. Annað er ástralskur bolti, feitt, sætt, bragðmikið og, tja, kannski ekki fjölhæfasta matarvínið í portfólíunni og hitt er afar létt, þurrt og ferskt að ítölskum sið, hannað sem matarvín umfram allt.

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, falesco, vínbúðirnar