Category Archives: flaugergues

Kvikmynd frá heimsókn til vínframleiðenda í Frakklandi

Þegar við fórum til Frakklands síðasta haust tókum við stutta kvikmynd af heimsóknum okkar til vínframleiðenda allt frá suðri (Languedoc, Rhone og Provence) norður til Búrgúndarhéraðs.

Uppskeran var í fullum gangi, veður var gott og við náðum nokkrum ágætum augnablikum úr lífi franskra víngerðarmanna.

C’est la vie.

Ykkar undirritaður fer með aðalhlutverk í myndinni auk þess að leikstýra og klippa en naut góðrar aðstoðar Rakelar. Nú þarf bara að semja tónlistina.

Við blogguðum ekkert um þetta ferðalag á sínum tíma, kvikmyndin kemur í staðinn fyrir það, en við tókum fullt af ljósmyndum.

Sannsöguleg mynd. Fæst á öllum betri myndbandaleigum.

Færðu inn athugasemd

Filed under christian moreau, ferðalög, flaugergues, frakkland, grivot, kvikmyndir, lucien le moine, mas de gourgonnier, mourgues du gres, sjónvarp, vincent girardin

Vín mánaðarins í Gestgjafanum: Chateau de Flaugergues 2006

.

Alltaf mikil ánægja á þessum bæ þegar að Gestgjafinn fjallar vel um vínin okkar.

Sérstaklega ef því fylgir heiðursnafnbót eins og sú sem Chateau de Flaugergues 2006 fær í nýjasta tölublaði, grillblaðinu:

— Vín mánaðarins —

Þeim Dominique og Eymari finnst Chateau de Flaugergues 2006 „þétt og ávataríkt vín“ og „mjög góð kaup líka“, enda vínið ennþá á gamla verðinu 1.790 kr.

Chateau de Flaugergues 20064 glös Vín mánaðarins
Chateau de Flaugergues 2006 er fallur herragarður, skrautvilla sem staðsett er í úthverfum Montpellier og eru þrúgurnar í þessu víni hinar klassísku grenache, syrah og mourvedre, sem sagt GSM-blanda. Víninu hefur gengið vel í Vínbúðunum og skal það engan undra því að hér er hörkuvín á ferðinni. Opinn ilmur af nammikenndum ávexti grenache-þrúgunnar ásamt kryddi, tóbaki og sveit. Í munni er það virkilega ávaxtaríkt með mátulegt tannín og með fallega byggingu ásamt mikilli fyllingu. Jafnvægið er til fyrirmyndar og endar vínið á leðurkrydd- og kirsuberjatónum. Alltaf jafn ánægjulegt að smakka þetta vín. Drekkið það með léttri, jurtakryddaðri villibráð með berjameðlæti. Mjög góð kaup líka. Verð 1.790 kr.
Okkar álit: Þétt og ávaxtaríkt vín sem er vel gert og má alveg geyma í nokkra mánuði eða þá umhella því.“ (Gestgjafinn 7. tbl. 2008)

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, flaugergues, Gestgjafinn

Uppskriftir af Rossini turnbautum

Gioachino Rossini hætti að semja óperur á miðjum aldri. Það gaf honum nægan tíma til að sinni hinni ástríðunni sinni sem var matur. Frægar veislur fóru fram í húsakynnum hans í París og voru þar m.a. bornir fram turnbautar sem Rossini bjó til. Turnbautarnir eru frönsk uppskrift frekar en nokkurn tímann ítölsk.

Við gætum líka kallað þetta gourmet hamborgara.

Ég hef aldrei eldað þessa uppskrift. Hún er ekki flókin svo sem en Rossini ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur hvað hráefnið varðar því í uppskriftina notaði hann bæði fois gras og trufflusveppi. Það má reyndar finna fois gras á Íslandi og skipta út trufflunum fyrir góða villisveppi (og ef til vill smávegis af truffluolíu).

Þrír staðir á netinu hafa þessi uppskrift, með smávægilegum breytingum sín á milli. Þessi uppskrift á Foodnetwork kemur frá Emile Lagasse. Hún er fyrir 6 manns en í hana fara lifandi ósköp af fois gras, trufflum og madeira víni, ekki fyrir viðkvæma sem sagt. Uppskriftin á UKTV-Food er fyrir tvo og skiptir út trufflum og madeira fyrir sveppi og rauðvín. Útgáfan á FrenchFoodFreaks gefur hins vegar kost á annað hvort trufflum eða öðrum sveppum en gengur lengra í víninu og vill ekki bara madeira heldur líka portvín og brandý. Sú síðasta er fyrir fjóra og gerir ráð fyrir að skammturinn fyrir hvern og einn innihaldi m.a. 200g kjöt fyrir utan 80g af fois gras, brauð og sveppi.

Það er því best að vera svangur þegar maður ræðst í Rossini turnbautana.

Ég myndi drekka með þessu Chateau de Flaugergues. Það er nægilega kröftugt fyrir bragðmikinn matinn og hefur snerpu til að taka á allri fitunni.

Færðu inn athugasemd

Filed under flaugergues, frakkland, tónlist, uppskrift

Hinn eini sanni Hátíðarvínlisti Íslands 2007

.

Neyðarlína Víns og matar hefur verið rauðglóandi undanfarna daga til að svara spurningum um vín með hátíðarmatnum. Til að létta á starfsfólki í símaveri höfum við ákveðið að taka hann saman aftur — Hátíðarvínlista Íslands 2007 [varist eftirlíkingar]:

Manstu ekki neitt þegar þú kemur í Vínbúðina? Smelltu hér til að prenta listann (pdf) og taktu hann með

Rjúpa: Ert þú einn af þeim heppnu sem fær að borða rjúpur þessi jól og hlærð að okkur hinum? Þá mælum við með hinu ástralska rauðvíni The Laughing Magpie sem kostar 2.100 kr. í flestum stærri Vínbúðum. Sá hlær best sem síðast hlær. (innsk. ritstj: umfram rjúpur eru vel þegnar í síma 693 7165).

Hreindýr: Með kröftugum mat þarf kröftug vín og fá vín eru kröftugri en rauðvínin úr Sagrantino þrúgunni frá Arnaldo Caprai. Sagrantino di Montefalco Collepiano fæst á sérlista í flestum stærri Vínbúðum og kostar 4.300 kr. Svaðalegt vín í silkihanska.

Hamborgarhryggur/Hangikjöt: Selta og reykur kallar á ferskt og ávaxtaríkt vín sem er ekki of þurrt né of eikað. Rauðvínið ástralska The Stump Jump úr GSM þrúgnablöndu eða samnefnt hvítvínið The Stump Jump eru spriklandi skemmtileg. Hið fyrra kostar aðeins 1.490 kr. og hið síðara 1.390 kr. yfir hátiðarnar í flestum stærri Vínbúðum.

KalkúnChateau de Flaugergues úr GSM þrúgnablöndunni frá S-Frakklandi hefur aðlaðandi ilm og mjúka áferð. Það kostar 1.750 kr. og fæst í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Gæs/Önd: Þótt þessar fuglategundir séu ekki nákvæmlega eins (önnur segir „bra“ hin segir „kvak“) mælum við einu og sama víninu með þeim báðum. Litla „Barolo“-ið, Nebbiolo Langhe frá La Spinetta er þykkt og karaktermikið og fer lokkandi vel með fuglinum. Það kostar 2.690 kr. í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Lambakjöt: Lífræna sveitaprinsessan Les Baux de Provence frá hinu fallega Provence héraði Frakklands smellpassar með lambakjötinu. Það fæst á sérlista og má finna í stærstu Vínbúðunum á 1.790 kr.

Nautakjöt: Nýi árgangurinn (2003) af Castello di Querceto Chianti Classico Riserva er bragðmikill og þéttur og mun auðveldlega taka nautakjötið í bóndabeygju. Það kostar 2.360 kr. í flestum stærri Vínbúðunum.

Kjúklingur: Létt rauðvín frá Chianti er málið með kjúlla litla. Querceto Chianti kostar 1.390 kr. í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Lax: Casal di Serra frá Umani Ronchi er fjölhæft, ítalskt hvítvín og alls ekki bundið við laxinn þótt það falli einstaklega vel að honum. Það hefur þægilega angan og er aðgengilegt. Þroskað í bland við krydd og hvít blóm.- 1.590 kr. í flestum Vínbúðum.

Humar: Hvað með Chablis? Hvað með 1er Cru Chablis? Þá er málið að kippa Chablis 1er Cru Vaillon frá Domaine Christian Moreau sem fæst í Vínbúðunum Kringlunni og Heiðrúnu á 2.890 kr.

Aðrir forréttir og grænmetisréttir: Þessi flokkur er svolítið víður en að jafnaði hentar létt og brakandi ferskt hvítvín eins og Grecante í Úmbría á Ítalíu. Það er óeikað en hefur þroskaðan og þykkan ávöxt sem gælir við bragðlaukana. Kostar 1.690 kr. í flestum stærri Vínbúðunum yfir hátíðarnar. 

Fordrykkur: Það er ekki hægt að búa til hátíðarvínlista án freyðivíns. Frizzando frá Sandhofer er aðlaðandi, hálffreyðandi vín sem er unun að drekka fyrir mat – og jafnvel með honum líka. Það kostar 1.790 kr. í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Eftirréttir: Heilaga sætvínið Vin santo frá Toskana sér til þess að allar máltíðir endi á amen. Það kostar 2.100 kr. á sérlista og fæst í stærstu Vínbúðunum.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, castello di querceto, christian moreau, d'arenberg, flaugergues, hátíðarvín, jól, la spinetta, mas de gourgonnier, matur, sandhofer, vínbúðirnar

Tvær vínsmakkanir í dag

Bloggarinn verður að skenkja í glös við tvö tækifæri í dag.

Hið fyrra er við opnun myndlistarsýningar Kristínar Gunnlaugsdóttur í Turpentine galleríinu í Ingólfsstræti þar sem boðið verður upp á hið skemmtilega Frizzando frá Sandhofer.

Það síðara verður í hléi á tónleikum í Neskirkju undir yfirskriftinni „Vín og ljúfir tónar“. Bloggarinn mun ekki syngja við þetta tilefni. Það munu hins vegar Vernaccia di San Gimignano, Stump JumpBelvedere og Chateau de Flaugergues gera.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, castello di querceto, d'arenberg, flaugergues, myndlist, sandhofer, tónlist, vínsmökkun

Wine Spectator Top 100 2007

.

Wine Spectator var að gefa út Top 100 listann sinn.

Við eigum þrjú vín á listanum, The Hermit Crab 2006, Flaccianello 2004 og Tempier Bandol Migua 2004 sem við höfum reyndar ekki flutt inn þótt við vinnum með framleiðandanum.

Við áttum eitt vín á listanum í fyrra, The Struie 2004 frá Torbreck (lestu bloggið).

Önnur vín sem við eigum og hafa náð nýlega á listann eru t.d.  Chateau de Flaugergues, Bandol frá Tempier (ekki Migua) og Chianti Classico Riserva frá Castello di Querceto (tvisvar).

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, d'arenberg, dómar, flaugergues, tempier, torbreck, wine spectator

Vertíðarfréttir – Languedoc kveður og Búrgúnd heilsar

Svalt loft. Rigning, sól, regnbogar. Gustur. Fullur strætó, fullar bókabúðir. Eftirvænting.

Það er komið haust.

Eins og víða fylgja árstíðaskiptinum breytingar hér hjá Víni og mat. Fyrir rúmi ári síðan fluttum við inn helling af vínum frá Languedoc héraði S-Frakklands og er það í fyrsta sinn sem við lögðum til atlögu við aðeins eitt hérað af svo miklum krafti. Þetta var tilraun m.a. til að sjá hver þessara vína myndu plumma sig í Vínbúðunum og hver ekki og nota þannig markaðinn til að ákveða hvaða framleiðendum við myndum sinna áfram og hverfjir myndu taka pokann sinn. Ég las mér til, fór til S-Frakklands og sigtaði út framleiðendur, allir í fremsta flokki síns svæðis innan Languedoc héraðsins.

Nú er reynsluárið í Vínbúðunum liðið og niðurstaðan liggur fyrir. Margir hafa verið mjög ánægðir með þessa miklu flóru vína frá Languedoc héraðinu enda einstaklega karaktermkil og fjörleg vín. Við höfum selt um 2.500 flöskur frá héraðinu á rúmu ári. Það er all gott held ég en þar sem salan dreifist á svo margar tegundir þá þýðir það að engin þeirra nær að halda velli í Vínbúðunum og hér með fást þær ekki lengur þar. Næstu misserin kembi ég kollinn hvern þessari framleiðanda ég haldi í því ekki er unnt að hafa svo marga af sama svæði og var það kannski aldrei meiningin að það yrði gert til lengri tíma.

Góðu fréttirnar eru þær að restina seljum við með góðum afslætti á útsölunni sem hefst bráðlega. En það er slatti eftir þannig að vonandi fáum við góð viðbrögð við útsölunni. 700 flöskur af Languedoc vínum verða í boði á útsölunni og eitthvað af öðrum vínum sem eru að hætta í Vínbúðunum.

Það er ein undantekning. Af þeim 12 vínum frá Languedoc sem byrjuðu fyrir ári síðan er eitt sem stendur eftir sem seldist lang mest. Chateau de Flaugergues hefur selst í um 1.000 flöskum af þessum 2.500 og stendur því óhaggað í hillum vínbúðanna og gerir svo vonandi um ókomna tíð. Ég vænti þess líka að þar sem það verður eitt eftir þá beinist áhuga fólks á héraðinu af enn meiri krafti að því víni. Vonandi kemst það í kjarna Vínbúðanna.

Búrgúnd.

Við höfum undanfarið verið að horfa norðar á Frakklandi, til Búrgundarhéraðs. Í sumar komu þaðan tveir glæsilegir framleiðendur, Lucien Le Moine og Domaine Jean Grivot, og innan tíðar bætist Chablis framleiðandi í hópinn. Meira er í vinnslu. Þetta ferli vinn ég allt öðruvísi heldur en Languedoc pakkann enda vín í allt öðrum verðflokki og af einu þekktasta vínsvæði veraldar – og eftirsóttasta því það er hægara sagt en gert að snapa upp flöskur í þeirri miklu eftirspurn sem ríkir eftir vínum héraðsins. Þessi vín verða líka að nokkru leyti ekki í hillum Vínbúðanna heldur auglýst eingöngu á póstlistanum því magnið af hverri sort er svo lítið. Við stefnum þó að því að finna líka vín á góðu verði frá héraðinu en í raun má segja að allt undir 2.000 kr. u.þ.b. sé tiltölulega „ódýrt“ frá Búrgúnd ef gæðin eru í lagi að sjálfsögðu.

Í október fer ég til Búrgundar og skoða málin frekar, hitti framleiðendur og smakka vín.

Lengra fram í tímann.

Plön fyrir árið 2008 eru komin af stað og stefnir í að tveir af mestu „cult“ framleiðendum sinna landa, Ítalíu og Bandaríkjanna, fljóti hingað á strendur. Það verður tilkynnt nánar síðar. Þar verða engin fínleg og rígmontin Búrgúndarvín á ferðinni heldur stór og mikil kraftavín, ef svo mætti að orða komast.

Þá er í farveginum að flytja inn framleiðanda frá Bordeaux sem framleiðir kostakaup að mínu mati og gæti það verið væntanlegt í Vínbúðirnar 1. desember á þessu ári ef allt gengur eftir.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, bandaríkin, búrgúnd, flaugergues, frakkland, grivot, languedoc, lucien le moine, vangaveltur

Hjálp óskast við að koma Flaugergues í kjarna

.

Það þurfa aðeins að seljast nokkrir tugir flaska í Vínbúðunum af rauðvíninu Chateau de Flaugergues frá S-Frakklandi til þess að það komist í kjarna Vínbúðanna.

Ef það nær þeim áfanga er vera þessa í Vínbúðunum a.m.k. ár héðan í frá tryggð auk þess sem vínið fær dreyfingu í fleiri Vínbúðir.

Við getum það með þinni hjálp.

Ég get ekki drukkið svona mikið óstuddur.

Það væri gaman ef þeir sem hafa unað þessu víni fram að þessu og þeir sem vilja prófa eitt af skemmtilegri vínum sem hafa rekið hingað frá ströndum S-Frakklands hjálpi því að ná áfanganum góða með því að skunda í Vínbúðina í Kringlunni eða Heiðrúnu og kaupa flösku(r).

Chateau de Flaugergues [sjató dö flausjarg] kostar 1.750 kr.

Takk fyrir hjálpina.

Færðu inn athugasemd

Filed under áskorun, flaugergues, frakkland, vínbúðirnar

Sumarvín í Vínbúðunum

Það standa yfir sumarvíndagar í Vínbúðunum.

Við eigum 5 vín þar sem eru á tilboði fram yfir verslunarmannahelgi.

Casal di Serra (1.490 kr. í stað 1.590 kr.) er vinsælt hvítvín frá Umani Ronchi í Le Marche héraði á Ítalíu. Það er eingöngu framleitt úr Verdicchio þrúgunni og hefur verið eitt vinsælasta ítalska hvítvínið í Vínbúðunum síðustu ár.

The Footbolt (1.690 kr. í stað 1.790) er bragðmikið rauðvín frá d’Arenberg í McLaren Vale í S-Ástralíu og er hreint Shiraz. Við völdum það fyrsta keðjuvínið okkar.

Lou Maset (1.490 kr. í stað 1.600 kr.) er karaktermikið rauðvín frá Domaine d’Aupilhac í Languedoc héraði Frakklands. Það er samsett úr nokkrum þrúgum og er bæði lífrænt og bíódýnamískt.

Grecante (1.690 kr. í stað 1.790 kr.) er ofurljúft hvítvín frá Arnaldo Caprai í Umbria héraði á ítalíu. Það heitir í höfuðið á þrúgunni sem það er úr, þ.e.a.s „Grechetto“ og er mikið og gott matarvín, þykkt og aðlaðandi.

Chateau de Flaugergues (1.650 kr. í stað 1.750 kr.) er vel gert og heillandi rauðvín frá samnefndum framleiðanda í Languedoc héraði Frakklands sem hitti í mark þegar það kom fyrst á markað fyrir ári síðan. Þetta er svokallað GSM vín, þ.e.a.s. það er framleitt úr þrúgunum Grenache, Syrah og Mourvédre.

Þessi vín eru öll góð kaup. Mikið fyrir lítið.

Nú á enn betra verði.

Færðu inn athugasemd

Filed under aupilhac, caprai, d'arenberg, flaugergues, tilboð, umani ronchi, vínbúðirnar

Til að smjatta á

.

Steingrímur sendi mér póst eftir að ég setti umfjöllun hans í Morgunblaðinu á bloggið um 15 vín af þeim sem stóðu upp úr á síðasta ári.

Honum fannst fyndið að hann skuli hafa notað þetta „vín til að smjatta á“ hjá báðum okkar vínum, eins og ég hafði bent á, og hafði í gamni sínu flett því upp hversu oft hann hefði notað þetta orðatiltæki í umfjöllun sinni um vín síðasta áratuginn.

Hversu oft?

7 eða 8 sinnum c.a.

Of við eigum tvö þeirra (kannski fleiri, kannski öll!, ég þarf að gá) og um þau bæði fjallaði hann á síðasta ári eins og kom fram í greininni. Þau eru Chateau de Flaugergues og Fontodi Chianti Classico.

Hvað er það við þessi vín okkar sem er svona gott að smjatta á?

Það er erfitt að útskýra. Þetta eru svona „yummy“ vín eins og Steingrímur sagði mér í póstinum.

Safarík, er kannski rétta orðið.

En hvernig útskýrir maður safaríkt vín?

Það er eitthvað við þau sem tælir bragðlaukana, setur munnvatnskirtlana í viðbragðstöðu. Þau hafa ferskan ávöxt, heillandi angan af ferskum kryddum og ávexti, nokkuð þétt kannski en alls ekki of mikið, smá biturleika líklegast eins og súkkulaði, eru þægilega tannísk og sýrurík og aldrei of eikuð.

Einhvern veginn svoleiðis.

Færðu inn athugasemd

Filed under chianti classico, flaugergues, fontodi, morgunblaðið, vangaveltur

Af 15 fræknum vínum í Morgunblaðinu eigum við tvö – til að smjatta á

Steingrímur rifjaði upp í Morgunblaðinu 15 vín af þeim sem honum þótti standa upp úr á liðnu ári. Við eigum tvö þeirra, Fontodi Chianti Classico og Chateau de Flaugergues.

Steingrímur bregður út af vananum og notar 100 stiga skalann frekar en 20. Bæði vínin fengu 19/20 á sínum tíma og báðum gefur hann 90 stig af 100 í þessari grein.

Við bæði vínin nefnir hann sérstaklega að að þau séu „til að smjatta á“.

Dettur í hug nýtt slagorð: „Vín og matur – til að smjatta á“.

     „Þetta eru vín sem að mínu mati auðguðu vínúrvalið í vínbúðunum og eru verðugir fulltrúar sinna heimasvæða. Hvert og eitt þeirra frábær kaup. […]
     Annar Suður-Frakki er Chateau de Flaugergues Coteaux de Languedoc 2003 [Cuvee Sommeliere]. Þetta vínhús er staðsett skammt frá Montpellier – einungis þrjá kílómetra frá miðbænum – og þrúgublandan er dæmigerð fyrir Miðjarðarhafssvæðið, Mourvédre og Syrah með 40% hvor og Grenache loks 20%. Dökk sæt ber, ilmolíur/reykelsi, lavender. Vín til að smjatta á, yndislegt frá fyrsta sopa, þykkt, mjúkt og djúpt með sætum og óneitanlega nokkuð áfengum ávexti. Vín til að bera fram með grilluðu nautakjöti, krydduðu með engu öðru en sjávarsalti og nýmuldum pipar eða grilluðu lambalæri. 1.750 krónur. 90/100
     […]
     Fontodi Chianti Classico 2002 [held reyndar að hann eigi hér við 2003 árgang] er hreint Sangiovese-vín og koma þrúgurnar af nokkrum mismunandi ekrum á landareigninni. Vínið er látið liggja á frönskum eikartunnum í ár áður því er tappað á flöskur. Eikin er enn nokkuð áberandi í nefi með miklu dökku súkkulaði, vanillu og kaffi í nefi. Það hefur yfir sér þykkt og feitt yfirbragð jafnt í nefi sem munni með djúpum og góðum svörtum berjaávexti. Hefur allmassíva uppbyggingu og góða lengd. Vín til að smjatta á. 1.890 krónur. 90/100“ (Morgunblaðið 26. janúar, Steingrímur)

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, flaugergues, fontodi, frakkland, morgunblaðið

Wine Spectator smakkar Chateau Flaugergues 2003 (vídeó)

.

Ég hef ekki farið eins mikið á Wine Spectator vefsíðuna eftir að þeir byrjuðu að rukka fyrir aðganginn en ein skemmtileg nýjung á síðunni kostar ekki neitt – vídeó af smökkunum, víngerð og fleiru.

Í vídeói sem kallast „Time to Shine in Southern France“ sýnir Kim Marcus fram á hversu góð víngerð er orðin í Languedoc héraðinu og smakkar þrjú vín , eitt rautt, eitt hvítt og eitt rósa, því til staðfestingar.

Rauðvínsfulltrúann könnumst við vel við, þar er okkar vín Chateau du Flaugergues 2003 á ferðinni en tímaritið gaf því 92 stig fyrir þann árgang. Greinlega verðugur fulltrúi héraðsins að þeirra mati.

Horfðu á Marcus smakka og lýsa víninu í vídeóinu.

Hann bendir m.a. á hversu vínið er fágað frekar en kröftugt.

Það á enn frekar við um 2004 árganginn sem er ekki eins sætur í nefi enda ekki eins heitt sumarið 2004 heldur vínið að sumu leyti jafnara. Litur og stíll minnir næstum á Pinot Noir frá Búrgúnd. Vínið er enn að opna sig og spái ég því að það gefa meira af sér í sumar heldur en nú. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Wine Spectator segir um þennan árgang en ég spái því að hann nái ekki að jafna dóma þeirra um 2003 heldur hljóti svona 90 stig.

Færðu inn athugasemd

Filed under árgangar, dómar, flaugergues, frakkland, languedoc, sjónvarp, wine spectator

Top 11 söluhæstu vínin í desember

.

Hér eru 11 söluhæstu vínin okkar í Vínbúðunum í jólamánuðinum:

1. Fontodi Chianti Classico
2. d’Arenberg The Laughing Magpie
3. Castello di Querceto Chianti Classico Riserva
4. Castello di Querceto Chianti Classico
5. Falesco Vitiano Rosso
6. Umani Ronchi Casal di Serra
7. Firriato Santagostino Rosso
8. d’Arenberg The Hermit Crab
9. d’Arenberg The Footbolt
10. Chateau de Flaugergues Cuvee Sommeliere
11. Chateau de Mourgues du Gres Terre d’Argence

1-4, 6 og 8 fást öll í Kjarna (flestar vínbúðir) en hin fimm eru aðeins fáanleg í Heiðrúnu og Kringlunni.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, castello di querceto, d'arenberg, falesco, flaugergues, fontodi, frakkland, mourgues du gres, umani ronchi, vínbúðirnar

Hvaða vín verða á Wine Spectator Top 100?

Eftir nokkra daga mun Wine Spectator gefa út Top 100 listann sinn yfir vín ársins að þeirra mati. Það eru þau vín sem hafa hlotið bestu dóma blaðsins á liðnu ári.

Svona listar eru náttúrulega alltaf meingallaðir en engu að síður eru vínin 100 sem þar birtast all traust kaup.

Véfrétt Víns og matar hefur spáð því að Chateau de Flaugergues 2003 muni vera á þessum lista þar sem vínið hafi fengið 92 stig á árinu sem er sama einkunn og þegar 2000 árgangur vínsins skaust í 21. sæti listans hér um árið. Í októberhefti blaðsins var upptalning á vínum undir 25$ sem hafa fengið 88-94 stig á árinu og var Flaugergues ódýrasta vínið sem náði 92 stigum eða meira.

Annað vín sem véfréttin spáir að nái inn á þennan lista er hið ódýra Falesco Vitiano 2004 sem fékk 90 stig þrátt fyrir afar lágt verð.

Svo er það náttúrulega Castello di Querceto Chianti Classico Riserva 2003, en það hefur tvívegis áður náð inn á Top 100 lista Wine Spectator.

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, dómar, falesco, flaugergues, vangaveltur, wine spectator

Tvö Chianti Classico 2004 í Decanter

Tvö af okkar Chianti Classico vínum fengu mjög góða einkunn í breska víntímaritinu Decanter nýlega. Chianti Classico 2004 frá Fontodi fékk fullt hús stiga, 5 stjörnur, og Chianti Classico 2004 frá Castello di Querceto fékk 4 stjörnur. 2004 árgangur af hinu síðarnefnda fæst nú þegar en 2004 árgangur af Fontodi er ekki kominn til landsins þar sem enn er eitthvað eftir af 2003.

* * * * * FONTODI CHIANTI CLASSICO 2004. This is packed with sumptuous ripe fruit, but the ripeness is balanced by refreshing acidity and firm tannins. Long and pure. Drink 2008-15-15.“

* * * * CASTELLO DI QUERCETO CHIANTI CLASSICO 2004.  A wine of zest rather than weight, with fresh cherry aromas and flavours, reasonable concentration and good length. Drink 2008-12. “ ( www.decanter.com )

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, chianti classico, dómar, decanter, flaugergues, fontodi

Chateau de Flaugergues fær 19/20 í Mbl. + fleiri vín frá Languedoc

Ég var ekki fyrr búinn að tilkynna þá glæsilegu einkunn sem CFCLCS (Chateau de Flaugergues Coteaux du Languedoc Cuvée Sommeliere) fékk í Wine Spectator, 92 stig, þegar Mogginn góði datt inn um lúguna með volgum einkunnum frá Steingrími. Þar fjallar hann í Tímariti Morgunblaðsins um sex vín undir fyrirsögninni „Suður-frönsk fyrir sólríka daga (ef og þegar)“ og eru fjögur þeirra frá okkur.

Ég er ánægður með lýsingar Steingríms, þær fanga vel andann í vínunum og einkunnirnar góðar, ekki síst fyrir Chateau de Flaugergues sem fær 19 stig af 20 mögulegum.

Mér finnst gaman að Steingrímur skildi benda á, í gamansömum tóni, að L’Oncle Charles væri sérsniðið fyrir íslenska sólpalla þar sem vínið bæri eftirnafnið „Sur la Terrace“. Ef það verður fólki hvatning til að kaupa vínið, þótt ekki nema 10% pallaeigenda (sem er u.þ.b. 10% þjóðarinnar allrar) þá verð ég ríkur maður! Einkunnin fyrir vínið var reyndar ekki svo há þótt hún væri að mínu mati passleg fyrir þetta vín, 15/20, en lýsingin var svo skemmtileg að hver veit nema að fólk fylkist til að kaupa vínið enda er það „létt og ljúft“… pallavín! — í jákvæðri merkingu þess orðs.

Steingrímur bendir á að þessi suður-frönsku vín séu kjörin sumarvín nema það vanti bara sumarið á Íslandi, en við hjá Vín og mat viljum benda fólki á að hitinn og sólin í vínunum sé ekki síður kjörin til þess að hita kalda kroppa og naprar sálir en skjólveggir og gashitarar.

Nú er komið hér í búðirnar vín sem virðist sérsniðið að íslenskum þörfum, því það ber heitið Sur la Terrace eða „Á pallinum“. Sur la Terrace mætti raunar einnig útleggja sem „Á veröndinni“, sem borgaralega sinnuðum Frökkum þætti eflaust henta betur. L’ONCLE CHARLES SUR LA TERRACE [2005] Cabernet Sauvignon-Merlot er létt og ljúft suður-franskt vín með mildum sólberja- og kirsuberjaávexti í nefi, sæmilegri lengd í munni og þurrt. 1.350 krónur. 15/20.CHATEAU MOURGUES DU GRES LES GALETTES ROUGE 2004 er vín frá franska Miðjarðarhafssvæðinu Costieres de Nimes á milli borganna Nimes og Arles. Mourgues du Gres er talið vera eitt besta — ef ekki hið besta — vínhús svæðisins og í þessu víni má finna flestar helstu þrúgur Suður-Frakklands, Syrah og Grenache ásamt Carignan og Mourvèdre. Kryddað og heitt í nefi með lakkrís, smjördeigi, vanillu, bleki, rabarbarasultu og svörtum berjum. Skarpt og kryddað í munni, langt, þurrt og þykkt. 1.600 krónur. 17/20
Annað vín frá sama framleiðanda er CHATEAU MOURGUES DU GRES TERRE D’ARGENCE 2004 og kemur það einnig frá Costieres de Nimes-svæðinu. Dæmigert suður-franskt vín með ríkjandi Syrah í þrúgublöndunni. Dökkur og heitur rauður berjaávöxtur ásamt þroskuðum plómum, ólívum og ferskum kryddjurtum. Þykkt og feitt í munni með góðri lengd. 1.900 krónur. 18/20

CHATEAU DE FLAUGERGUES COTEAUX DE LANGUEDOC [CUVEE SOMMELIERE 2003] er suður-franskt vín í hæsta gæðaflokki. Þetta vínhús er staðsett skammt frá Montpellier — einungis þremur kílómetrum frá miðbænum — og þrúgublandan er dæmigerð fyrir Miðjarðarhafssvæðið, Mourvèdre og Syrah með 40% hvor og Grenache loks 20%. Dökk sæt ber, ilmolíur/reykelsi, lavender. Vín til að smjatta á, yndislegt frá fyrsta sopa, þykkt, mjúkt og djúpt með sætum og óneitanlega nokkuð áfengum ávexti. Vín til að bera fram með grilluðu nautakjöti, krydduðu með engu öðru en sjávarsalti og nýmuldum pipar, eða grilluðu lambalæri. 1.750 krónur. 19/20

Morgunblaðið 16.7.2006 — Tímarit Morgunblaðsins bls. 20, höf: Steingrímur Sigurgeirsson

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, flaugergues, morgunblaðið, mourgues du gres

Chateau de Flaugergues 2003 — 92 stig Wine Spectator

Jamm.

Pierre hjá Chateau de Flaugergues var að senda mér tölvupóst rétt í þessu til að segja mér frá því að vínið þeirra Chateau de Flaugergues Cuveé Sommeliere hefði verið að fá 92 stig hjá bandaríska ofurvíntímaritinu Wine Spectator. Við Pierre erum glaðir með þetta.

Ég héld að þú ættir að tékka á þessu víni.

Já ég held það.

„Gorgeous aroma of rose hips, currant and spice, with luscious flavors of dark plum, smoke and mocha. Plenty of baby fat in this, but powerful as well, with a long, structured finish of pepper, brick, and mineral. Drink now through 2012. 4,000 cases made. Score: 92.“-Wine Spectator 31. júlí 2006, Kim Marcus

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, flaugergues, frakkland, wine spectator