Category Archives: la primavera

Póstlistahappdrætti: Olga Sigrún hlýtur vinninginn

Við erum búin að tilkynna það já bæði á facebook og í Vínpóstinum að áskrifendur að Vínpóstinum eru orðnir fleiri en 900.

Nú tilkynnum við það hér á blogginu svo það fari ekkert á milli mála en líka vegna þess að við vorum að fá staðfest svar frá vinningshafa og getum nú tilkynnt að vinningin hlýtur hún Olga Sigrún Olgeirsdóttir.

Við erum ekki búin að skipuleggja í sameiningu hvenær hún tekur vinninginn út en innan tíðar mu bloggarinn væntanlega fara heim til hennar og halda vínsmökkun með tilheyrandi snarli frá La Primavera fyrir Sigrúnu og félaga.

Í millitíðinni heldur áskrifendum áfram að fjölga og eru nú 927 talsins sem okkur þykir afskaplega vænt um.

Takk.

Happdrættið heldur áfram og næstur verður dregið þegar fjöldi áskrifenda nær 1000.

Færðu inn athugasemd

Filed under happdrætti, la primavera, vínpósturinn

Póstlistahappdrætti: Guðrún S. Hilmisdóttir er vinningshafi #2

Póstlistinn vex og vex.

Fjöldi áskrifenda fór yfir 800 í gær og þá var umsvifalaust dreginn út vinningshafi sem hlýtur að launum vínsmökkun fyrir sig og sína í boði hússins og fingurfæði í boði La Primavera. Þetta er í annað sinn sem við drögum út vinning í póstlistahappdrættinu.

Sú heppna að þessu sinni er Guðrún S. Hilmisdóttir en hún var nýkomin á póstlistann þegar hún fékk í fangið þennan fína glaðning.

Við Guðrún erum ekkert að slóra heldur erum þegar búin að skipuleggja vínsmökkun. Nú er gott að vera vinur Guðrúnar.

Færðu inn athugasemd

Filed under happdrætti, la primavera, vínpósturinn

Ítalskur jólamatseðill á La Primavera

Veitingastaðurinn La Primavera er kominn í jólabúninginn.

Á sérstökum jólamatseðli sem tók í gildi í vikunni er sú nýbreytni að forréttur og eftirréttur samanstanda af fimm ólíkum smáréttum hvor sem gestir fá alla í einu, lítið smakk af hverjum. Svona mini-hlaðborð beint á diskinn þinn.

Þar inni á milli eru fjórir aðalréttir í boði sem gestir velja einn af eins og áður.

Það er hægt að fá sér bara einna aðalrétt eða taka allan pakkann (forréttablöndu, aðalrétt og eftirréttablöndu) á bilinu 6.710 til 7.600, breytilegt eftir því hvaða aðalréttur er valinn.

Skoðaðu girnilegan jólamatseðilinn

Það verða ítölsk jól á La Primavera.

Buon natale!

Færðu inn athugasemd

Filed under la primavera, veitingastaðir

Og fyrsti vinningshafinn í póstlistaáskoruninni er…

… Tryggvi Blöndal!

Innilega til hamingu með vinninginn Tryggvi.

Tryggvi var númer 654 á póstlistanum og hlýtur að launum vínsmökkun fyrir sig og sína ásamt fyrsta flokks ítölsku fingurfæði frá veitingastaðinum La Primavera.

Við Tryggvi erum þegar farnir að skipuleggja vínsmökkun fyrir hann og hans fólk á næstu vikum.

Nú er gott að vera vinur Tryggva.

Við minnum á að póstlistaáskorunin er í fullum gangi ennþá, næst verður dreginn út sambærilegur vinningur þegar fjöldi áskrifenda að Vínpóstinum verður 800 manns. Þá verður einn áskrifandi dreginn út úr þeim sem bættust við frá 701 til 800.

Vinningslíkur eru því 1 á móti 100 fyrir hvern nýjan áskrifanda.

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttir, happdrætti, la primavera, vínpósturinn, vínsmökkun

Nýr matseðill á La Primavera

Það er vor á La Primavera.

Nýr matseðill byrjaði þar í vikunni með girnilegum réttum.

Unnendur Nautacarpaccio geta andað léttar því sá frægi forréttur situr sem fyrr sem fastast á matseðlinum fastagestum til mikillar ánægju.

Kílktu á nýja matseðilinn á La Primavera

Nýju réttunum má skola niður með vínunum okkar á La Primavera.

Færðu inn athugasemd

Filed under la primavera, matur, vínlisti, veitingastaðir

Heimsókn frá Arnaldo Caprai tókst vel

.

Roberta og Gabriele fóru á laugardaginn eftir vel heppnaða heimsókn. Við Roberta kíktum á nokkra staði til að kynna vínin frá Arnaldo Caprai, héldum námskeið í samstarfi við Vínskólann og Gabriele sá síðan um að elda rétti frá Úmbría héraðinu handa gestum La Primavera.

Bestu þakkir til Dominique hjá Vínskólanum, Leifs, Jónínu og allra á La Primavera fyrir hjálpina og að sjálfsögðu Robertu og Gabriele.

Robertu fannst Ísland svona ansi fínt að hún ætlar að koma hingað aftur í frí. Fóru m.a. í Bláa Lónið þar sem hún náði sér í íslenskt kvef. Hún kvartaði helst undan því að hafa átt stundum erfitt með að finna góðanu kaffibolla og velti því fyrir sér ef Íslendingar væru svona ríkir í hvað eyddu þeir þá eiginlega peningunum – húsin voru amk. ekki beinlínis neinar hallir.

O jæja.

Fimmtudagskvöldið á La Primavera var sérstaklega skemmtilegt. Gabriele eldaði mat að hætti Úmbría-búa sem hófst á eggjahræru með trufflusveppum. Sveppirnir voru týndir vikunni áður í Úmbría og fluttir inn með DHL af þessu tilefni. Með þessum drukkum við Grecante hvítvínið frá Caprai. Þá var borin fram linsubaunasúpa en Castelluccio linsubaunirnar eru úr héraðinu sömuleiðis og þekktar sem bestu linsubaunir í bransanum ásamt einu svæði í Frakklandi. Í súpunni var svolítið af svínapylsu til að bæta bragð. Linsubaunasúpan var ferlega góð og drukkum við Montefalco rauðvínið með henni. Þar á eftir kom stringozzi pastað og var hráefnið í þann rétt nánast að öllu leyti innflutt, t.d. var pastað lagað á veitingastaðnum hans Gabriele og sent með hraðpósti. Uppskriftin er svolítið óvanaleg því á móti 1kg af hveiti fara 9 eggjahvítur og 1 eggjarauða. Rétturinn minnir svolítið á amatriciana pasta sem er í uppáhaldi hjá mér og var ég ekki svikinn af þessum bragðmikla og gómsæta rétti. Við drukkum með Collepiano sem sýndi að þetta mikla vín þarf ekki bara stórsteikur og villibráð heldur smellur ljómandi vel við góðan pastarétt. Í lokin var lamb með þistilhjarta og hafði lambið verið soðið í hvítvíni m.a. og var einstaklega bragðmikið. Gabriele hafði áhyggjur af því að það væri ofsoðið því íslenska lambið hefur aðra eiginleika en það ítalska en okkar fannst rétturinn við hæfi, vetrarlegur og kjarnríkur og nutum hans með glasi af 25 Anni sem ég hafði kippt með mér, 2000 árgangi.

Við erum strax farin að tala um aðra heimsókn frá Arnaldo Caprai, kannski að ári liðnu eða svo, og væri ekki verra ef karlinn sjálfur, Marco Caprai, væri með í för því metnaðarfyllri og dýnamískrari vínframleiðanda er erfitt að finna á Ítalíu.

Smelltu hér til að sjá myndir frá heimsókninni

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, la primavera, matur, námskeið, vínskólinn, vínsmökkun, veitingastaðir

Caprai vínsmökkun í Vínskólanum og gestakokkur á La Primavera

Á miðvikudaginn verður master class í Vínskólanum þar sem hún Roberta frá Arnaldo Caprai verður með vínsmökkun.

Námskeiðið byrjar 18.00, kostar 2.200 kr. og er haldið í salarkynnum Reykjavík Centrum Hótels í Aðalstræti.

Kvöldið eftir, 15. nóvember, verður sérstakur matseðill frá Úmbría héraði á La Primavera sem gestakokkurinn Gabriele hefur sett saman. Hráefnið er að hluta flutt inn af þessu tilefni.

Ég veit, vegna þess að ég er með nokkrar trufflur m.a. inni í ísskáp sem komu með DHL.

5 rétta matseðillinn á La Primavera kostar 5.900 kr. og gildir þetta sama kvöld en heldur síðan áfram fram til 18. nóvember. Vín frá Arnaldo Caprai verða að sjálfsögðu í öndvegi á meðan.

Smelltu hér til að lesa meira

Til að panta pláss í Vínskólanum 14 nóvember má senda póst á dominique@vinskolinn.is en fyrir borðapantanir á La Primavera sendist póstur á laprimavera@laprimavera.is

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, la primavera, matur, vínskólinn, vínsmökkun