Category Archives: límmiðar

Skoðanakönnun um miðana á flöskunum okkar

Miðarnir hafa nú verið á flöskunum okkar í meira en tvö ár.

Fyrst voru dýramyndir sem þá prýddu, síðan kom nýtt módel þar sem stílað var inn á einfaldleikann.

Enn á ný hugsum við okkur til hreyfings með nýja seríu af miðum og þætti okkur vænt um að heyra skoðanir sem flestra um notagildi miðanna:

Finnst þér miðinn yfir höfuð eiga að vera?

Notar þú þá til að þekkja flöskurnar í hillunum?

Heldur þú að þeir vekja jákvæða forvitni þeirra sem þekktu miðana ekki áður?

Fannst þér miðinn betri nú (stílhreinn) eða áður (dýr o.fl.)?

Hefur þú hugmyndir sem þú vilt deila með okkur um hvernig þeir gætu litið út og hvað fram mætti koma á þeim þegar ráðist verður í gerð nýrrar seríu?

Þín skoðun skiptir öllu máli.

Takk fyrir að taka þátt.

Smelltu hér til að skoða gömlu seríuna með dýramyndunum 

Smelltu hér til að skoða úrval miða sem notuðum til að velja nýjasta miðann úr

Færðu inn athugasemd

Filed under límmiðar, vangaveltur

Límmiðinn byrjaður að rúlla

Nýi miðinn er kominn á flöskurnar. Tekur einhverjar vikur að ná dreifingu því enn eru miðalausar flöskur í hillum.

Við stilltum 6 nýjum hugmyndum upp og fengum góðar athugasemdir á blogginu og með tölvupósti. Lestu bloggið

Nr. 3 var valinn þótt asninn væri myndarlegur eins og margir bentu á. Asninn fær kannski annað hlutverk síðar í ímynd fyrirtækisins. Kannski verður hann tákn fyrir heimsendingarþjónustuna okkar þegar við byrjum að selja vín á netinu – „erum lengi á leiðinni en komum pottþétt“.

Nýi miðinn er „hreinn og snyrtilegur“ eins og Hildigunnur benti réttilega á.

Við lækkuðum „m“-ið úr stóru í lítið.

Þá verður ekki aftur snúið.

Í bili amk.

Svona næstu 12.000 flöskur eða svo.

En ef nýi miðinn fer mikið í taugarnar á þér getur þú keypt ótæpilega af okkar vínum til að klára upplagið sem fyrst og þá lofa ég að gera öðruvísi miða næst.

Ein athugasemd

Filed under límmiðar

Hvaða límmiði finnst þér bestur?

Miðarnir 12 sem hafa prýtt flöskur okkar í Vínbúðunum síðasta árið eða svo hafa runnið sitt skeið á enda. Þetta hefur gengið vel, fólk kunni að meta það að sjá flöskur merktar okkur í hillunum til að hjálpa sér að velja traust vín.

Það var kannski helst að dýramyndirnar illu ruglingi þar sem ekki var meiningin að drekka viðkomandi vín með því dýri sem prýddi límmiða þess.

Nú tekur nýr límmiði við. Í þetta sinn ætlum við að hafa eingöngu eina tegund í gangi en ekki 12 og engar myndir (nema sá „asnalegi“ verði fyrir valinu). Miðinn verður jafn þekkjanlegur og áður enda sömu litir ráðandi, hvítur, svartur og rauður. Hugmyndin er að skerpa betur á lógóinu sjálfu og gera það vel þekkjanlegt.

Kúl.

En stóra spurningin er hver þessara 6 verður fyrir valinu.

Hvað finnst þér?

Okkur þætti voða vænt að heyra þína skoðun.

Á meðan þetta millibilsástand ríkir í límmiðamálunum má búast við því að æ færri flöskur með okkar miða sjáist í hillunum – eða þangað til nýr miði fer í prentun og þjóðin getur andað léttar.

15 athugasemdir

Filed under límmiðar

Límmiðar á vínflöskurnar

Sagan er löng.

Líklegast eru um tvö ár síðan við tókum þá ákvörðun að merkja öll vínin okkar með litlum límmiða. Mikið hefur verið hugsað síðan. All nokkur mótíf voru sett fram, mörg þeirra glæsileg en samt einhvern ekki alveg á þeim nótum sem við vorum að reyna að spila.

Svo tókst það.

Við erum ánægð með niðurstöðuna.

Ef við höfum rétt fyrir okkur verður litli miðinn sá gæðastimpill sem við teljum að vínin okkar eigi skilið. Hann er líka hógvær á sinn hátt, truflar útlit flöskunnar ekki of mikið og hefur ákveðna tegund af lími svo megi fjarlægja hann tiltölulega auðveldlega.

Svo verður líka auðveldara að finna vínin okkar í hillum vínbúðana.

Miðinn er í 12 mismunandi útgáfum. 19. aldar dýra- og plöntumyndir skreyta hvern þeirra fyrir utan „Vín og matur“ og „www.vinogmatur.is„. Svo er hönnunin mismunandi líka upp að vissu marki. Við köllum það lifandi lógó. Myndefni miðanna hefur ekkert endilega tengingu við vínin sem þeir prýða, svínið getur farið á hvaða vínflösku sem er enda miðarnir settir af algjöru handahófi.

2 athugasemdir

Filed under límmiðar, vínbúðirnar