Category Archives: luciano sandrone

Sandrone á sínum stað

Bloggarinn er nú búinn að vera að flytja inn vín í 8 ár. Hann hefur rekist á margt áhugavert á þeim tíma og hluti af því hefur skilað sér í Vínbúðirnar. Sumt staldrar stutt við og þá tekur eitthvað annað spennandi við. Bloggarinn á jú stundum erfitt með sig þegar hann finnur eitthvað nýtt og spennandi sem hann bara verður að flytja til landsins. Svo er reyndar önnur ástæða fyrir því að hlutir staldra ekki lengi við í Vínbúðunum þótt bloggarinn vildi en stefna hans og ÁTVR fara einhverra hluta vegna ekki alltaf saman í þeim málum.

sandrone_cannubi_boschis_minniEn svo eru vín sem hafa aldrei farið neitt. Vín sem bloggarinn flytur inn aftur og aftur jafnvel þótt sölutölur og markmið Vínbúðanna séu ekkert endilega í takt við þessa konar þrjósku.

Sum vín eiga einfaldlega erindi.

Ekki það að við gætum nokkurn tímann flutt inn vínin hans Luciano Sandrone í miklu magni. Við fáum bara árlegan skammt sem Sandrone fjölskyldan ákveður og við getum aðeins fínstillt hann á hverju ári.

Og …

Hinn árlegi skammtur Sandrone var að detta inn. Hann er svipaður og í fyrra, 300 flöskur sem skiptast í 30 fl. Barolo Cannubi Boschis 2006, 30 fl. Barolo Le Vigne 2006, 120 fl. Barbera d’Alba 2008 og 120 fl. Dolcetto d’Alba 2009.

Af þessum vínum fást aðeins Dolcetto og Barbera í Vínbúðunum (Heiðrúnu, Kringlunni og Skútuvogi + Dolcetto líka í Borgartúni). Barolo vínin fást þar ekki og reyndar hefur Cannubi Boschis aldrei fengist í Vínbúðunum heldur aðeins með sérpöntun eins og nú.

Hvað er það sem veldur þessari þrjósku bloggarans að halda áfram að flytja inn vínin þrátt fyrir brösótt gengi í Vínbúðunum?

Það fer ekki framhjá neinum sem rétt svo rekur nefið inn í dyragættina á vínheimi Piemonte héraðsins og hinna rómuðu Barolo-vína að Luciano Sandrone er einn sá allra hæst skrifaði. Mígrútur af víndómum liggja því til staðfestingar, eiginlega eru þeir orðnir svo fastur liður að bloggarinn nennir varla lengur að minnast á þá á hverju ári.

En þeir eru ekki sjálfsagður hlutur.

sandrone_barolo_le_vigne_minniLuciano Sandrone, bróðirinn Luca og dóttirin Barbara vinna hörðum höndum að því að búa til vín sem skara fram úr. Ekki bara fyrir stærð og kraft þótt þetta séu engir ræflar heldur vegna hinnar sérstöku fágunar og fegurðar sem einkennir stíl hússins, ár eftir ár.

Bloggarinn getur því ekki hætt að flytja þau inn.

En svona aðeins til að leyfa erlendu vínpressunni að botna þennan póst — hér eru nýjustu víndómarnir:

Barolo Cannubi Boschis 2006
Wine Advocate 97 stig „seductive, round and sweet“
aðrir dómar

Barolo Le Vigne 2006
Wine Advocate 96 stig „balance is impeccable“
aðrir dómar

Barbera d’Alba 2008
Wine Advocate 90 stig „beautifully pointed, focused wine“
aðrir dómar

Dolcetto d’Alba 2009
Wine Advocate 88 stig „powerful, structured wine“
aðrir dómar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, luciano sandrone

Cannubi Boschis 2003 rannsakaður (drukkinn)

.

Það er ekki oft sem hér fjúka tappar af vínum eins og Barolo Cannubi Boschis frá Luciano Sandrone. Í fyrsta lagi er það dýrt og í öðru lagi er upplagið svo lítið að maður hugsar sig tvisvar um áður en ákvörðun er tekin um að rannsaka eina flösku aðeins nánar. Svo er ekki alltaf tilefni eða stemning fyrir slíkum ofurvínum og ódýrari kostur og léttari meira viðeigandi. En, það er einmitt tækifærið til að njóta slíkra gæðavína öðru hvoru sem gerir vínreksturinn skemmtilegri og meira gefandi. Svona vín er tilefni út af fyrir sig.

Í gær hringdi ég í Rakel og spurði hvort hún væri ekki til í eitthvað virkilega gott vín, rautt eða hvítt, og var svarið eitthvað á þessa leið: „rautt og bragðmikið“. Fyrir valinu varð Barolo Cannubi Boschis 2003.

Aðeins 18 flöskur af 2003 árgangi komu til landsins og er helmingur farinn á 7.900 kr. per flösku. Við Rakel smökkuðum 2003 árganginn síðast fyrir rúmu ári siðan, þegar við heimsóttum framleiðandann á Vinitaly vínsýningunni. Það sem er skemmtilegt við vín frá svæðinu (Barolo er í Piemonte) er hversu mikill munur getur verið á milli árganga. 2003 var mjög heitt ár og þurrt. Að jafnaði eru slík skilyrði all góð en í þetta sinn voru aðstæður óvenju ýktar og þar af leiðandi mjög erfiðar. Mörg vínanna urðu of þroskuð, sæt, jafnvel væmin og skortir sýru og ferskleika sem er nauðsynlegur hverju góðu víni. Í slíkum árgangi skiptir meira máli en venjulega að kaupa vín frá framleiðanda sem maður þekkir eða er þekktur af sínu góða orðspori.

Luciano Sandrone er einmitt slíkur framleiðandi.

2003 Barolo Cannubi Boschis er glæsilegt Barolo. Hiti árgangsins er vart finnanlegur fyrir utan sæta en daufa tóna í bakgrunni af sveskjum og apríkósum og því að vínið er óvenju bragðmikið og öflugt í þessum árgangi. Ilmurinn er sláandi og breiðir úr sér eins og persneskt teppi. Þar fundum við dæmigerða Barolo-angan af rósum, trufflum, massífum steinefnum, sætri myntu og grænni papriku og þennan ágenga en undarlega heillandi ilm sem við vitum ekki hvað við eigum að kalla en gengur þangað til undir nafninu „lím-ilmur“ (Uhu sagði Rakel). Allt vínið er mikið og stórt um sig, fyllir vitinn frá ilmi til bragðs og eftirbragðið langt.

Með betri vínum sem hafa farið inn fyrir þessar varir.

Árið 2002 var ekkert Cannubi Boschis framleitt, þá voru skilyrðin enn erfiðari – ekki vegna hita heldur rigningar og kulda. 2004 smökkuðum við í vor og kemur það til landsins í haust. Þar er á ferðinni einhver besti árgangur á þessu svæði þar sem fágun er áberandi.

Lestu um heimsókn okkar til Sandrone vorið 2005

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, luciano sandrone

Barolo 2004

.

Antonio Galloni fjallar um Barolo 2004 árganginn í nýjasta Robert Parker The Wine Advocate.

Hann er í skýjunum með þennan nýja árgang sem kemur reyndar ekki á markað fyrr en í vor/haust.

136 Barolo vín af 2004 árgangi eru til umfjöllunar í greininni og eru okkar þrjú frá Luciano Sandrone og La Spinetta þar á meðal. Þau fá hörku fína einkunn, ekki síst Barolo-in frá Sandrone en Barolo Cannubi Boschis fær 98 stig og Barolo Le Vigne 96 stig á meðan að La Spinetta Barolo Campe fær 91-94 stig.

Aðeins eitt vín fær hærri einkunn (99 stig og kostar tvöfalt meira) en Cannubi Boschis í greininni. 98 stig eru hæsta einkunn sem tímaritið hefur gefið þessu rómaða víni fyrir utan 1990 árganginn sem fékk sömu einkunn. 96 stig er hins vegar hæsta einkunn sem Le Vigne hefur nokkru sinni fengið hjá Parker.

2004 árgangurinn ætti því að vera góður.

Galloni viðrar reyndar áhyggjur að verðin eigi eftir að hækka en ég hef ekki ennþá séð verðskrár framleiðandanna. Vonandi standa okkar vín í stað. Þau hafa kostað um 8.000 kr. hingað til sem þó verður að teljast prýðileg kaup miðað við allt, ekki síst þegar árgangurinn er framúrskarandi.

2003 árgangur af þessum vínum er til í svolitlu magni hjá okkur ennþá. Þau fást með sérpöntun fyrir utan Le Vigne sem fæst í Vínbúðunum.

Hér er svo öll umfjöllunin um vínin þrjú:

Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 200498
I was blown away by the breathtaking purity and definition of Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis. A translucent dark ruby, this weightless yet sumptuous Barolo bursts from the glass with layers of dark ripe fruit that coat the palate with stunning grace and elegance. As it sits in the glass notes of licorice, tar and sweet toasted oak gradually emerge to complete this magnificent wine. I tasted this along with the 2001, which has shut down considerably since I last tasted it earlier this year. Today the 2004 is the more elegant wine although the 2001 looks to be more powerful and perhaps longer-lived. My rating of the 2001 (95) appears to have been conservative by about 2 points. One of the highlights of the vintage, Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis is not to be missed. Anticipated maturity: 2012-2024

Luciano Sandrone Barolo Le Vigne 200496
The 2004 Barolo Le Vigne is a phenomenal effort. Sweet, long and pure, it reveals an expansive core of perfumed ripe red fruit, flowers and spices. Despite its notable concentration it is made in a restrained style, showing remarkable elegance as well as harmony, with superb length and finessed tannins on the close. Le Vigne is made from the Ceretta, Vignane, Merli and Conterni vineyards. I have tasted the wines from these plots separately on many occasions. Curiously, I have never been particularly impressed by any of the wines on their own, yet when they are blended the results can be extraordinary, as is the case with the sublime 2004 Le Vigne. Anticipated maturity: 2008-2019

La Spinetta Barolo Campe 2004(91-94) – The 2004 Barolo Campe possesses a sweet core of opulent fruit along with notes of spices, leather and menthol that develop in the glass. It is a big, opulent Barolo yet it comes across as less fresh than the vintage-s top wines. An earlier than normal Moscato harvest forced Rivetti to delay the bottling of his Barolo, which I tasted from tank. I also tasted the Riserva version of this wine which was noticeably more vibrant and layered, reinforcing my view that the bottling of Riservas is reducing the quality of the normal wines. I will have a better idea of the potential of both 2004 Barolos once they are bottled this fall. “ (- Robert Parker The Wine Advocate (erobertparker.com))

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, la spinetta, luciano sandrone, robert parker

Vinitaly 2007 – Brennd samloka og Toskanavindlar

Dagur 5, 30. mars.

Eftir að hafa keyrt Rakel á flugvöllinn í Veróna og lagt bílnum aftur í bílskúr hótelsins sem var svo þröngur að það var töluvert átak að koma honum þangað inn – þá hélt ég á sýningarsvæðið. Komst að því að það var hægt að taka rútu rétt við hótelið sem fór beint þangað og tók hana en lenti svo í því við hliðið að miðinn sem ég notaði daginn áður var útrunninn þannig að ég fór í leigubíl aftur á hótelið til að ná í nýjan miða, og til baka. Framleiðendur gefa manni svona aðgöngumiða og ég átti nokkra, þessi gilti alla dagana en ekki bara einn dag eins og hinn.

Nóg af samgöngu- og miðatali. Ég var allaveganna endurmættur um 10.00.

Fyrsti liður þennan dag var lóðrétt vínsmakk á stórvíninu Sagrantino di Montefalco 25 Anni frá Arnaldo Caprai sem var haldið í fundarsal á sýningarsvæðinu. Við miðborðið sátu Marco Caprai, vínráðgjafinn hans rómaði Attilo Pagli, Francesco víngerðarmaður fyrirtækisins og blaðamaður frá Gambero Rosso útgáfunni. Gestir virtust vera úr öllum áttum en við mitt borð sátu einn af dreifingaraðilum víngerðarinnar á Ítalíu (það eru margir út um alla Ítalíu, þeir eru ekki á launum hjá fyrirtækinu heldur starfa sjálfstætt) og eigandi vínbúðar í Rómaborg.

Við smökkuðum fimm árganga af 25 Anni, 1998, 1999, 2000, 2001 og 2003 en 2002 var vínið ekki framleitt sökum slæms árferðis. Þrír síðustu þessara árganga hafa ratað hingað til Íslands, 2003 er fáanlegur á La Primavera og á Argentínu lúra 6 flöskur af 2001 árgangi sem verða seldar þar eftir einhver ár þegar vínið hefur náð meiri þroska. Blaðamaðurinn lofaði mikið 1998 og skv. Caprai gekk allt upp það ár en persónulega fannst mér þessi árgangur svolítið ýktur og allt að því væminn og kunni betur við þá sem á eftir komu, jafnvel 2003 sem var sá heitasti af öllum en náði engu að síður góðu jafnvægi. 2001 er þó líklegast það vín sem skín skærast í þessum hópi. Mjög forvitnilegt smakk á þessu einstaka gæðavíni en helsti gallinn voru lítil og vond glös og hitinn á víninu sem var of hár til að vínin nytu sín sem best.

Þá var rölt af stað á fund við La Spinetta sem sýna á sér óformlega hlið og kjósa frekar að vera í sal á 2. hæð með gluggum yfir sýningarsvæðið frekar en hafa eiginlegan bás eins og allir aðrir. Þarna ríkti létt stemning og maður raðaði sér við eitt borðið og gat fengið alls konar snarl með vínunum. Ég hitti tengiliðinn minn, hana Önju, sem er af þýsku bergi brotin en sinnir markaðsmálum fyrir víngerðina. Anja gaf mér að smakka á öllum vínum víngerðarinnar en hún framleiðir líka nokkur rauð í Toskana. Þarna stóðu upp úr svínandi góð Barbaresco vín. Í lokin smakkaði ég á nýjum 2006 árgangi af Moscato d’Asti Bricco Quaglia (4.5%) sem var svo gott og ferskt eftir alla rauðvínsboltana að ég fer ekki ofan af því að þetta hafi verið besta vín sýningarinnar miðað við þá augnabliksupplifun. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann fengið vínflösku sem mig langaði bókstaflega að þamba í botn á staðnum.

Og bloggarinn spyr sig – skiptir einmitt upplifun augnabliksins ekki mestu þegar maður nýtur góðs víns? O jæja, ég skal reyndar ekki þora að fullyrða að vínið sé betra en bestu rauðvín víngerðarinnar en ómótstæðilegt var það, svo svalandi og gómsætt.

Ég heilsaði síðan stuttlega upp á Giorgio Rivetti, einna bræðranna þriggja sem eiga víngerðina, og hélt þaðan til næsta framleiðanda á dagsskrá, meistara Luciano Sandrone.

Á leiðinni gekk ég framhjá bási vindlafyrirtækisins sem framleiðir Sigari Toscani. Þessir ólögulegu Toskanavindlar er handgerðir eins og sjá má á myndinni þar sem stúlkan á básnum var á fullu við að rúlla þeim upp. Básinn var úti og það var frekar fyndið að sjá hóp manna sitja spekingslega í sal þar sem fór fram vindlasmakk.  

Luciano Sandrone nennti ekki að bása sig upp á sýningunni heldur leigði fundarherbergi á hóteli á jaðri svæðisins (lestu blogg um heimsókn okkar til Sandrone vorið 2005). Ég tékkaði mig því út og rölti þangað yfir þar sem ég hitti Luciano, Barböru dóttir hans og Cristiano nokkurn sem er einhvers konar markaðsráðgjafi þeirra. Cristiano ræddi við mig um hversu mikið ég mátti fá af Barolo vínum fyrirtækisins en þau eru skömmtuð við nögl. Hann hafði skammtað mér 18 flöskur dömur mínar og herrar af 2003 árgangi en ég umpaði honum aðeins svo að ég fékk 48fl af Le Vigne og 24 af Cannubi Boschis en Le Vigne fæst sem stendur á sérlista í Vínbúðunum. Luciano smakkaði svo með mér í gegnum nýju árgangana og voru 2003 Barolo vínin óvenju fersk miðað við hinn heita árgang.

Einhverjir skríbentar hafa sagt að 2003 Barolo Le Vigne sé betra en 2003 Barolo Cannubi Boschis þar sem Le Vigne er blanda af ólíkum vínekrum og því betur hægt að stilla þá strengi í sannfærandi samhljóm á meðan Cannubi Boschis sé af aðeins einni vínekru og því viðkvæmari fyrir erfiðu árferði eins og 2003 og tók Cristiano undir það. Mér fannst hins vegar Cannubi Boschis hafa einhvern kjarna djúpt, djúpt undir yfirborðinu sem var ekki alveg ennþá augljós – en betra? Þau eru bara jafngóð skulum við bara segja.

Hápunktur („not!“) heimsóknarinnar til Sandrone var hins vegar samloka með skinku og osti úr hóteleldhúsinu sem tók 15 mínútur að grilla og var hálfbrennd þegar hún kom. Ég var hins vegar svangur og nagaði í hana en ekki vildi ég vera í fullu fæði á hóteli þar sem að rista brauð er svona vandasamt verkefni. En ég gekk út ánægður, með vínin og það að ekki ófrægari maður en Luciano skyldi hafa gefið mér samloku yfir höfuð.

Um 14.30 hélt ég á hótelið, náði í bílinn og keyrði í klukkutíma heim til Romano dal Forno sem er „Kóngurinn í Valpolicella“. Bloggarinn hafði þess vegna beðið heimsóknarinnar með nokkurri eftirvæntingu. Sonur hans tók á móti mér í vínkjallaranum og leiddi mig í sannleikann um vínin og gaf mér síðan að smakka nokkur þeirra úr tunnu.

WOW!

Þetta eru ógurleg vín, boltar að sjálfsögðu enda framleidd að hluta úr þurrkuðum vínberjum og verða því einstaklega þroskuð og alkóhólrík en svo glæsileg og mögnuð. Valpolicella frá dal Forno er reyndar hálfgert Amarone því ólíkt öðrum Valpolicella vínum þá eru þrúgurnar þurrkaðar eins og í Amarone vínunum. Þá smakkaði ég sætvínið þeirra líka úr tunnu.

Í lokin rabbaði ég við kallinn og hann fræddi mig um hvernig þeir stunduðu sinn bisness og möguleikann á því að selja mér vín en aukning í framleiðslu hefur gert þeim kleyft að opna nýja markaði. Þetta er ein af þeim víngerðum sem ekkert þarf að hafa fyrir markaðssetningu (hafa ekki einu sinni vefsíðu) enda eftirspurn langt umfram framboð. Blessuð verðin eru líka eftir því.

Þess virði? Já!

Í lokin: 3 klukkutímar í umferð sem vanalega tók 45 mínútur, bíl skilað á flugvöll, rúta til Veróna og pizza með mozzarello di buffala ásamt nokkru sem maður fer að þrá eftir stíft vínsmakk… kaldan bjór.

Smelltu hér til að sjá allar myndirnar úr ferðinni og hér til að lesa allt bloggið um hana

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, la spinetta, luciano sandrone, vínsýning

Vínin okkar eru nú fáanleg á Vínbarnum

.

Loksins, verð ég að segja. Loksins eru vín frá okkur fáanleg á Vínbarnum.

Það hefur vakið lengi fyrir að setjast niður með Gunna Palla, eiganda Vínbarnsins, og ræða möguleikann á samstarfi en einhverra hluta vegna hafði ég ekki tekið af skarið og komið á fundi þar til núna í síðustu viku. Ástæðan er líklegast einfaldlega sú að ég er ekki þessi sölumaður.

Gunni Palli tók mér fádæma vel. Það kom mér á óvart hversu mörg vínanna hann hafði þegar prófað hérlendis eða erlendis. Hann er sannur vínkall hann Gunni Palli.

Eitt það skemmtilegasta við Vínbarinn, eins og alla góða vínbari, er að þar eru engir tveir dagar eins. Það er alltaf eitthvað nýtt í boði, stundum bara ein flaska af hinu eða þessu, jafnvel einhverju sem Gunni Palli hefur sjálfur keypt á ferðalagi í útlöndum, eða einhverju öldruðu eðalvíni. Ekki minnkar úrvalið við tilkomu Enomatic vélarinnar. Vínbarir eru einhver besta og skemmtilegast leið sem til er til þess að kynnast vínum og prófa sig áfram. Ekki velja alltaf það sem þú þekkir!

Gunni Palli valdi 13 ólíkar tegundir frá okkur. Af þeim eru 5 vín sem eingöngu fást á Vínbarnum sem stendur.

Ég mæli sérstaklega með glasi af hinu fágæta, þýska sætvíni Auslese 2002 frá Weingut Keller sem er í miklu uppáhaldi hjá þýsku vínútgáfunni Gault Milleau — og mér. Nú eða lögg af ástralska ofurboltanum Hillside Shiraz 2002 frá Kay Brothers sem fær 95 stig hjá Robert Parker

Þetta eru vínin 13:

Hvítvín:
Falesco Vitiano Bianco 2005
Umani Ronchi Casal di Serra 2005
Appiano Pinot Bianco 2004
Rauðvín:
Falesco Vitiano Rosso 2005
Umani Ronchi Jorio 2001

Fontodi Chianti Classico 2003
Sandrone Dolcetto d’Alba 2004
Casa de la Ermita 2001
Laderas de El Seque 2005
Artadi Vinas de Gain 2003

d’Arenberg The Custodian 2002
Kay Brothers Hillside Shiraz 2002
Sætvín:
Weingut Keller Auslese 2002

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, artadi, chianti classico, d'arenberg, El Seque, falesco, fontodi, kay brothers, keller, luciano sandrone, umani ronchi, vínbar, vínlisti, veitingastaðir

Myndir frá vínsmökkun á La Primavera

.

Vínsmökkunin á La Primavera í dag gekk vel. Vorum 17 alls.

Vínin voru 7 og stóð ekkert eitt þeirra afgerandi upp úr þótt ólík væru. Eitt þótti einum best og öðrum þótti annað.

Kannski vakti þó Barolo Cannubi Boschis 2001 frá Luciano Sandrone mestan áhuga og almennustu ánægjuna enda einstakt vín þar á ferðinni sem breiddi úr sér yfir vit manns eins og flauel.

Hér eru myndir úr smakkinu á flickr

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, la primavera, luciano sandrone, myndir, vínsmökkun, veitingastaðir

Vínsmökkun á La Primavera — 7 vín sem hafa breytt Ítalíu

.

Laugardaginn 10. mars kl. 14.00 ætlum við að hafa vínsmökkun á veitingastaðinum La Primavera.

Þemað eru 7 sem hafa breytt Ítalíu að mati Gambero Rosso.

Hérna er vínlistinn:

Appiano Sauvignon Blanc St. Valentin 2005
Montevetrano 2001
Falesco Montiano 2001
Foradori Granato 2001

Fontodi Flaccianello 2003
Arnaldo Caprai 25 Anni 2003
Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 2001

Létt snarl verður borið fram með vínunum. Auk þess verður smakkað sætvín frá Arnaldo Caprai með AMEDEI súkkulaðirétti sem Leifur ætlar að útbúa.

Verðið er 4.500 kr. fyrir hvert pláss.  Sendu okkar tölvupóst á vinogmatur@internet.is til að láta taka frá sæti.

Skoðaðu myndirnar frá vínsmökkuninni á La Primavera í fyrra

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, appiano, caprai, falesco, fontodi, foradori, gambero rosso, la primavera, luciano sandrone, montevetrano, myndir, vínsmökkun

Dýra vínið – Le Vigne 1997 3L

.

Hún kostar 48.000 kr. og var seld í dag, dýrasta flaskan sem við höfum flutt inn hingað til. 3ja lítra flaska af Barolo Le Vigne 1997 frá Luciano Sandrone. Það gera 12.000 kr. per 750ml miðað við venjulega flöskustærð.

Er hún þess virði?

Að sjálfsögðu. Árgangurinn er frábær og vínið er með þeim bestu frá héraðinu. Svo má ekki gleyma því að aðeins um 100 flöskur eru framleiddar af þessari 3ja lítra útgáfu (svona 3ja lítra flösku kalla Ítalirnir „Imperiale“)

Fyrir áhugasama þá fæst Barolo Le Vigne í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni. Ekki 3ja lítra flaska heldur venjuleg 750ml og ekki 1997 árgangur heldur 2000 og 2001. Hún kostar líka ekki nema 7.400 kr.

Svo má fá ódýrari útgáfu af rauðvíni úr sömu þrúgu (þ.e.a.s. Nebbiolo þrúgunni) frá Luciano Sandrone, Nebbiolo d’Alba Valmaggiore, á 3.390 kr. Eins konar mini-Barolo. Hún fæst líka í Heiðrúnu og Kringlunni.

Færðu inn athugasemd

Filed under luciano sandrone

Decanter Wines of the Year 2006

.

Tvö af rauðvínunum okkar eru á lista Decanter tímaritsins yfir Bestu rauðvín ársins 2006: The Dead Arm 2004 frá d’Arenberg og Barolo Cannubi Boschis 2001 frá Luciano Sandrone.

LUCIANO SANDRONE CANNUBI BOSCHIS 2001 – 5 stjörnur
Big, closed, earthy, with vein of rose petal aromatics. Youthful, modern, brightly fruity, oak still dominant. Great depth of flavour. Drink 2008-16.

D’ARENBERG THE DEAD ARM 2004 – 4 stjörnur
Intense black- and blueberry, creamy oak, attractive. Jammy, richly fruited, linen-textured tannins, nice freshness, long. Drink up to 2011.“ (- Decanter)

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, d'arenberg, dómar, decanter, luciano sandrone

Mjög spes vín þessi sérlistavín

Sérlisti er safn vína sem valin eru í úrval Vínbúðanna gegnum vínsmökkun starfsmanna ÁTVR og gesta. Ég hef sjálfur tekið þátt í svoleiðis smökkun. Þetta eru undantekningalaust svokölluð „betri vín“, sem að jafnaði tolla illa í hillum Vínbúðanna þar sem þau uppfylla ekki sölukröfur. þess vegna er búinn til þessi listi svo þau haldi plássi sínu þrátt fyrir að seljast lítið. Þau auka við flóruna sem stundum verðum svolítið einsleit, ekki síst í smærri Vínbúðum.

Sérlistavín fengust aðeins í Heiðrúnu og Kringlunni en nú er þeim þeytt út í einar 20 vínbúðir eða svo.

Við áttum eitt vín á þessum lista en fimm voru að bætast við. Við áttum ekki svo mikinn lagar af þeim hins vegar þannig að þau fást ekki svo víða og sem fyrr er Heiðrún og Kringlan öruggustu staðirnir til að finna þau á.

St. Valentin Sauvignon Blanc frá San Michele Appiano (hvítvín, Ítalía) – 2.890 kr.
Montiano frá Falesco (rauðvín, Ítalía) – 3.590 kr
Nebbiolo d’Alba frá Luciano Sandrone (rauðvín, Ítalía) – 3.100 kr
Barolo Le Vigne frá Luciano Sandrone (rauðvín, Ítalía) – 7.400 kr
Bandol frá Domaine Tempier (rauðvín, Frakkland) – 2.890 kr
The Struie frá Torbreck (rauðvín, Frakkland) – 3.890 kr

Þetta er glæsilegur listi.

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, falesco, luciano sandrone, tempier, torbreck, vínbúðirnar

Ítalíuheimsókn – Dagur VIb

Piemonte – Luciano Sandrone

Rúnturinn til Sandrone frá Amedei var lengri en ég gerði ráð fyrir og mættum við ekki fyrr en rétt undir 17.00 þrátt fyrir að hafa mælt okkur mót kl. 15.00. Það gerði þó ekkert til, Luciano og Barbara dóttir hans voru pollróleg yfir þessu.

Luciano Sandrone er stórgerður maður sem gerir fínleg vín. Barolo vínum er stundum líkt við Búrgúndí en mörg þeirra vína sem ég hef smakkað af nýja skólanum frá svæðinu eru þó mun kröftugri og karlmannlegri – væri frekar hægt að líkja þeim við Bordeaux. Barolo vínin frá Sandrone eru þó hins vegar hiklaust „Búrgúndí“… hann segir það sjálfur.

Fjölskyldan býr í sama húsi og víngerðin. Þetta er nýtt og afar glæsilegt hús sem er ekki beinlínis týpískt ítalskt heldur minnti mig einhverra hluta vegna frekar á Kaliforníuvínhús, nútímalegt en umfram allt fúnksjónalt… kannski áhrif frá S-Ítalíu eða Spáni.

Allavegana… þarna sameinast virðing fyrir hefðunum og nútímaleg hugsun sem hvergi annars staðar. Allt ferlið fer eftir þyngdarlögmálinu þ.e. þrúgunum er keyrt efst í húsið þar sem þær renna ofaní í gerjunartanka og þaðan á hæðina fyrir neðan í tunnurnar. Nýjasti hluti hússins var enn í byggingu og sáum við hvernig hvert herbergi er byggt innan í öðru stærra herbergi svo að bilið þar á milli veiti 100% jafna kælingu, eins konar hús í húsi. Frönsku barrique eikartunnurnar sem Sandrone notar eru svokallaðar No Toast þ.e.a.s. þær hafa ekkert verið ristaðar svo að vínin verði aldrei kaffærð í eik. Hann var eini framleiðandinn sem við hittum á þessu ferðalagi sem notar slíkar tunnur eingöngu… allir aðrir voru með Low Toast eða Medium Toast.

Síðan smökkuðum við með Luciano gegnum línuna og kvöddum með leiðbeiningar um góðan veitingastað, Le Torri í kastalaþorpinu Castiglione Falletto:

Antipasto:
(Arnar) La carne cruda e la salsiccia di Bra
(Rakel) Le verdure di mezza primavera ripiene e salsa al basilica

Primo Piatto:
(Arnar) I gnocchi di patate al castelmagno d’Alpeggio
(Rakel) I tajarin al ragú di salsiccia di Bra

Vín:
hvítvínið Langhe Bianco 2001 frá Scavino sem var einstaklega gott og ferskt með góða mýkt og fyllingu, bragðmikið með keim af smjöri, ananas, salvíu og kiwi m.a.

Maturinn var góður en ég verð að segja að hráa kjötið (cruda) sem ég fékk í forrétt var ekkert í líkingu við þunnt og elegant nautacarpaccióið á La Primavera heldur stærðar kjöthrúga sem leit út eins og búið væri að hvolfa úr nautahakkskjötpakka á disk og … thats it ! Ég var eins og tryllt ljón að reyna að koma öllum þessu hráa kjöti oní mig. Þegar við báðum um reikninginn var okkur tjáð til óvæntrar ánægju að Luciano Sandrone hefði boðið okkur þessa máltíð…. af hverju hafði ég ekki pantað Barolo ?! urrr….

Hótelið var síðan lítið en stórglæsilegt fjölskylduhótel Casa Pavesi (Heimili Pavesi fjölskyldunnar) í kastalaþorpinu Grinzane Cavour en því miður gátum við lítið notið þægindanna og verandarinnar með útsýninu yfir Barolosveitirnar því við þurftum að vera í Alto Adige kl. 10.00 morguninn eftir… 5 klukkutíma í norðaustur.

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, ítalía, ferðalög, hótel, luciano sandrone, matur, veitingastaðir