Category Archives: robert parker

Flaccianello 2006 er komið til landsins!

Eitt rómaðasta vín 2006 árgangs frá Toskana er án efa Flaccianello 2006 frá Fontodi víngerðinni.

Það hlýtur 99 stig í Wine Spectator og 8# sæti á TOP 100 listanum góða sem tímaritið gefur út.

Robert Parker gefur því 96 stig.

Aðrir dómar eru eftir því.

Það er því óhætt að segja að þetta hreinræktaða Sangiovese rauðvín sé svolítið merkilegt með sig þessa dagana. Fyrir okkur er það holdgervingur Toskana þar sem frábær víngerð og fegurð sveitarinnar sameinast í einhverju einstöku.

Giovanni Manetti, eigandi Fontodi víngerðarinnar, var svo elskulegur að leyfa okkur að fá rausnarlegan skammt af víninu þrátt fyrir hina miklu eftirspurn og þá staðreynd að það er uppselt víða um heim.

Vínið kom til landsins í síðustu viku og við eigum nóg til ennþá. Verð 8.900 kr.

Áhugasamir sendi okkur vinsamlegast póst á vinogmatur@vinogmatur.is til að kanna stöðuna áður en það er sérpantað hjá ÁTVR.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, fontodi, robert parker, wine spectator

Parker elskar ennþá Sine Qua Non

Þeir sem eru áskrifendur af netmiðli Roberts Parker geta séð einkunnir þær sem hann hefur gefið vínunum frá Sine Qua Non í gegnum tíðina.

Maður kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu að Parker elskar þennan litla bílskúrsframleiðanda sem varð til úr nánast engu í það að verða súperstjarna í bandarískum vínheimi.

Svo varð reyndin líka um rauðvínin tvö sem við fluttum inn í fyrra. Parker smakkaði þau fyrst úr tunnu inni í víngerð framleiðandans og þegar hann gerir slíkt gefur hann einkunnir gjarnan á einhverju víðari bili og setur innan í sviga enda geta vín breyst frá tunni og eftir að ofan í flösku er komið. Þannig gaf hann Syrah Atlantis Fe203 2005 einkunnina 95-97 þegar hann smakkaði úr tunnu en hækkaði í heil 100 stig þegar hann smakkaði aftur úr flösku nokkrum mánuðum síðar. Sama gerðist við hitt rauðvínið, Grenache Atlantis Fe203 2005, sem fékk 96-98 í tunnusmakkinu og síðan 98 stig í flöskusmakkinu.

Kannski skipti ekki svo miklu hvort vín fær 96, 97, 98 eða 100 punkta. Mergurinn málsins er að vínin eru skrambi góð. Svo góð að við gátum ekki stillt okkur um að panta nýjan skammt af þeim sem við fáum í vor þrátt fyrir að þessi vín teljist seint kreppuvín en verð þeirra verður 17.900 kr. þegar í kassann er komið.

Tveir ljósir punktar eru þó sem lýsa upp þessa myrku staðreynd sem veiking krónunnar okkur hefur haft á innfluttar vörur, vínin frá Sine Qua Non er alveg jafn góð og fyrr að mati Parkers og verðin sem við bjóðum þau á eru betri en við þekkjum nokkurs staðar annars frá þrátt fyrir allt. Miðað við eftirspurn og verðhækkanir á þessum vínum í gegnum tíðina má næstum fullyrða að sá sem kaupir flösku á 17.900 sé búinn að eignast vín sem er samstundis tvöfalt meira virði ef ekki meira.

En að einkunnum Parkers fyrir nýja árganginn 2006.

Parker er eingöngu búinn að smakka vínin úr tunnu og birtir því einkunnir um þau í sviga á vefsíðu sinni eins og fyrr segir þar til hann smakkar þau úr flösku síðar í vor og gefur þeim lokadóminn. Syrah Raven 2006 fær 96-99 stig í tunnusmakkinu og Grenache Raven 2006 fær 96-100.

„The 2006 Grenache Raven Series (92% Grenache and 8% Syrah with 26% whole clusters) was aged in 43% new oak, including both small barrels and demi-muids. It is a slightly smaller production (880 cases) than the 2005 Atlantis Fe 203-2a. The 2006 Raven Series exhibits that chocolate character that very ripe Grenache can sometimes possess, along with black cherry and black currant notes. Full-bodied and seamlessly constructed, it offers hints of graphite, licorice, smoke, and meat. The chocolate component appears to be vintage specific as I have not noticed it in other SQN Grenache offerings. This beauty, a superb success in a challenging vintage, is another example of how intensive, radical work in the vineyard as well as meticulous attention to detail in both the vineyard and cellar can produce a prodigious wine in a less than stellar year. (96-100)

The 2006 Syrah Raven Series (93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier) is primarily from the Eleven Confessions Vineyard with small quantities from the Bien Nacido and White Hawk vineyards. It will be bottled after spending 22 months in oak casks. Aromas of sweet black and blue fruits, forest floor, lead pencil shavings, and spring flowers emerge from this remarkably elegant Syrah. With great fruit intensity, a stunning texture, and an opulent mouthfeel, this is a gentle, gracious, large-scaled wine displaying extraordinary finesse and elegance for its size. It will drink beautifully for 12-15+ years. (96-99)“ (- wwww.erobertparker.com)

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Fjárfest í víni — Wine Investment 2008

Það hefur löngum loðað við vín sú míta að í því væri góð fjárfesting.

Eitthvað sem héti að kaupa „á réttum tíma“ sem yfirleitt þýðir að kaupa vín um leið og það kemur á markað meðan verð er tiltölulega lágt eða jafnvel að kaupa vín áður en það kemur á markað, svokallað „future“ eða „en premieur“ eins og það heitir á frönsku. Slík framtíðarvín eru oft greidd að hluta jafnvel tveimur árum áður en þau mæta síðan sjálf á svæðið.

Hvað felst í góðri fjárfestingu er svo aftur á móti matsatriði. Ætli maður að selja vínið aftur og græða pening á mismuninum er þessi fjárfesting bundin við ákveðin ofur-vín sem eiga rætur sínar að rekja til Búrgúndar og Bordeaux en einnig til ákveðinna svæða eða stakra framleiðenda á Spáni, Ítalíu og víðar í gamla heiminum. Í nýja heiminum er það helst Kalífornía sem framleiðir vín sem hægt er að græða á með endursölu eða Ástralía.

Árgangar og einkunnir frægra vínspekúlanta skipta miklu máli og enginn vafi leikur á því að Robert Parker er áhrifamestur allra þegar kemur að einkunnagjöf.

Það sem spennir upp verð víns er fyrst og fremst fágæti þess, fyrir utan gæðin að sjálfsögðu. Því sjaldgæfara, þeim mun betra og í góðum árgöngum eða eftir háa einkunn Parkers getur verið nánast ómögulegt að nálgast ákveðin vín. Í slíkum aðstæðum er gott að hafa keypt snemma ef maður yfir höfuð kemst í tæri við slík vín og selja síðan með álagningu sem getur verið margfalt innkaupsvirði vínsins ef eftirspurnin er næg.

Fjárfesting felst líka í ánægju, að kaupa vín á sanngjörnu verði miðað við gæði og framboð og njóta í góðum félagsskap með góðum mat. Slíka ánægju er erfitt að mæla í peningum.

En að efni póstsins.

Okkur barst góð ábending um ráðstefnu í London 2. desember. Þar verða þessi mál rædd sem viðruð eru hér fyrir ofan undir yfirskriftinni Wine Investment 2008.

Ef ég ætti að reyna meta hvaða vín sem við höfum flutt inn hefur ávaxtast best, mælt í peningum, myndi ég segja Atlantis rauðvínin tvö frá Sine Qua Non og eitthvert Búrgúndarvínanna af 2005 árgangi sem komu í janúar á þessu ári. Miðað við upplýsingar á vefnum hafa vínin frá Sine Qua Non nú þegar þrefaldast miðað við hvað þau voru seld á hér hjá okkur.

Ný vín frá Búrgúnd eru væntanleg eftir fáeinar vikur og ný vín frá Sine Qua Non koma vorið 2009.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, london, ráðstefnur, robert parker, sine qua non, vangaveltur

Robert Parker hendir 100 stigum í Sine Qua Non Atlantis Fe203 Syrah 2005

.

Svona er nú það.

100 stigin komin hús. Toppnum náð. Nú er bara að pakka saman og fara að gera eitthvað annað. Ég meina, eru til fleiri stig en 100 af 100 mögulegum? Er til eitthvað betra?

Þannig gerðist það í vikunni að keisarinn í vínheimum Robert Parker blessaði okkur Rakel með 100 stigum til handa kaliforníuvínsinsúrbílskúrnumhans-ManfredKrankls Sine Qua Non Atlantis Fe203 2005.

100 stig.

Vínið er uppselt og þú lætur þetta því ekki fara lengra.

Heyrst hefur að eitthvað af vínum sama framleiðanda komi til landsins vorið 2009 en það verða ný vín, ný nöfn, nýir miðar og enginn veit eitt um neitt nema hvað þessi Parker hefur gefið til kynna að þau verði jafn heit og hin sem við fluttum inn í vor.

Þá dettur mér í hug þessi vísa.

Enginn veit
eitt um neitt
garði úr gerði
Parker segir
hann ekki þegir
áfram heit
þau áfram verði

SINE QUA NON Atlantis Fe203 Syrah 2005 – 100 stig !!!
The perfect 2005 Syrah Atlantis Fe 203-1a,b,c is a blend of 93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier, with 25% whole clusters. Whereas the Ode to E is all from the Eleven Confessions Vineyard, this cuvee is a combination of 43% from the estate vineyard, 28% from the White Hawk Vineyard, 21% from the Alban Vineyard, and 8% from the Bien Nacido Vineyard. The good news is there are nearly 1,500 cases of this recently released offering. An extraordinarily flowery nose interwoven with scents of blueberries, blackberries, incense, and graphite soars from the glass. Although not the biggest or most concentrated Syrah Krankl has made, it is one of the most nuanced, elegant, and complex. It remains full-bodied, but builds incrementally on the palate, and comes across as elegant and delicate, especially when compared to many California Syrahs. Nevertheless, the intensity is mind-boggling, and the finish lasts for nearly a minute. Drink this amazing effort over the next 10-15+ years 

SINE QUA NON Atlantis Fe203 Grenache 200598 stig
The 2005 Grenache Atlantis Fe 203-2a (93% Grenache and 7% Syrah) is primarily from the Eleven Confessions Vineyard, and spent 22 months in oak. There are 990 cases, a relatively abundant production for SQN. A great success story for a 2005 Grenache, about 50% whole clusters were utilized, and the wine reminded me of a California version of the prodigious Chateauneuf du Pape Reserve from Vieille Julienne (which is aged in tank and foudre prior to bottling). A wine of extraordinary purity, it offers a stunning nose of camphor, melted licorice, kirsch liqueur, black fruits, and a meaty character. The uplifted aromatics, seamless integration of acidity, wood, tannin, and alcohol, and multilayered mouthfeel are the stuff of modern day legends. In spite of its exceptional power and richness, the wine comes across as elegant and fresh. Slightly more forward and precocious than the 2004 Ode to E, it is an amazing red that is capable of delivering enormous pleasure and complexity for at least a decade.“ (- Robert Parker, The Wine Advocate)

2 athugasemdir

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Robert Parker um Sine Qua Non Atlantis Fe203 2005

.

Þessi vín koma til landsins í byrjun apríl.

Robert Parker hefur alltaf elskað þau. Og gerir enn.

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Syrah95-97
„The 2005 Atlantis Fe 203-1a is a blend of 93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier, with about 25% whole clusters (stems) utilized. The vineyard sources include the Eleven Confessions as well as White Hawk, Alban, and Bien Nacido. An inky/blue/black/purple hue is followed by sweet blackberry, charcoal, and chocolate aromas, graphite and blackberry flavors, full body, decent acidity, and a stunningly long finish. This terrific effort should turn out to be one of the most French-styled Syrahs Krankl has yet produced. It reveals the great intensity and purity of California fruit superimposed on a European structure and sense of harmony. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special. “

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Grenache — 96-98
„The only 2005 Grenache I tasted is the 2005 Atlantis Fe 203-2a, a blend of 93% Grenache and 7% Syrah. About 50% of this cuvee was produced from whole clusters, and nearly all of it came from the Eleven Confessions Vineyard. Approximately 40% new oak was utilized, and the wine is scheduled to be bottled after two years in wood. The aromas reveal a distinctive chocolatey note along with the tell-tale blackberry, cassis, kirsch, licorice, camphor, and floral characteristics. Deep, complex, and full-bodied with a roasted meat-like flavor, despite its size and richness, the overall impression is one of elegance and phenomenal definition. It should drink well for 10-15+ years. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special.“ (erobertparker.com)

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

New York — vínsmakkanir og námskeið hjá EWS

Einhver á leiðinni til New York?

EWS er vínklúbbur í New York sem heldur glæsilegar vínsmakkanir með girnilegum þemum eins og Súpertoskani, 2005 Búrgúnd, 1998 Chateauneuf-du-Pape osfrv. Niðurstöður eru síðan birtar á vefnum hjá Robert Parker.

Kíktu á næstu smakkanir

Ég ætla einhvern tímann að fara. Þau kosta reyndar sitt en þess virði þar sem vínin eru undantekningalaust áhugaverð.

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, robert parker, vínsmökkun

Barolo 2004

.

Antonio Galloni fjallar um Barolo 2004 árganginn í nýjasta Robert Parker The Wine Advocate.

Hann er í skýjunum með þennan nýja árgang sem kemur reyndar ekki á markað fyrr en í vor/haust.

136 Barolo vín af 2004 árgangi eru til umfjöllunar í greininni og eru okkar þrjú frá Luciano Sandrone og La Spinetta þar á meðal. Þau fá hörku fína einkunn, ekki síst Barolo-in frá Sandrone en Barolo Cannubi Boschis fær 98 stig og Barolo Le Vigne 96 stig á meðan að La Spinetta Barolo Campe fær 91-94 stig.

Aðeins eitt vín fær hærri einkunn (99 stig og kostar tvöfalt meira) en Cannubi Boschis í greininni. 98 stig eru hæsta einkunn sem tímaritið hefur gefið þessu rómaða víni fyrir utan 1990 árganginn sem fékk sömu einkunn. 96 stig er hins vegar hæsta einkunn sem Le Vigne hefur nokkru sinni fengið hjá Parker.

2004 árgangurinn ætti því að vera góður.

Galloni viðrar reyndar áhyggjur að verðin eigi eftir að hækka en ég hef ekki ennþá séð verðskrár framleiðandanna. Vonandi standa okkar vín í stað. Þau hafa kostað um 8.000 kr. hingað til sem þó verður að teljast prýðileg kaup miðað við allt, ekki síst þegar árgangurinn er framúrskarandi.

2003 árgangur af þessum vínum er til í svolitlu magni hjá okkur ennþá. Þau fást með sérpöntun fyrir utan Le Vigne sem fæst í Vínbúðunum.

Hér er svo öll umfjöllunin um vínin þrjú:

Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 200498
I was blown away by the breathtaking purity and definition of Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis. A translucent dark ruby, this weightless yet sumptuous Barolo bursts from the glass with layers of dark ripe fruit that coat the palate with stunning grace and elegance. As it sits in the glass notes of licorice, tar and sweet toasted oak gradually emerge to complete this magnificent wine. I tasted this along with the 2001, which has shut down considerably since I last tasted it earlier this year. Today the 2004 is the more elegant wine although the 2001 looks to be more powerful and perhaps longer-lived. My rating of the 2001 (95) appears to have been conservative by about 2 points. One of the highlights of the vintage, Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis is not to be missed. Anticipated maturity: 2012-2024

Luciano Sandrone Barolo Le Vigne 200496
The 2004 Barolo Le Vigne is a phenomenal effort. Sweet, long and pure, it reveals an expansive core of perfumed ripe red fruit, flowers and spices. Despite its notable concentration it is made in a restrained style, showing remarkable elegance as well as harmony, with superb length and finessed tannins on the close. Le Vigne is made from the Ceretta, Vignane, Merli and Conterni vineyards. I have tasted the wines from these plots separately on many occasions. Curiously, I have never been particularly impressed by any of the wines on their own, yet when they are blended the results can be extraordinary, as is the case with the sublime 2004 Le Vigne. Anticipated maturity: 2008-2019

La Spinetta Barolo Campe 2004(91-94) – The 2004 Barolo Campe possesses a sweet core of opulent fruit along with notes of spices, leather and menthol that develop in the glass. It is a big, opulent Barolo yet it comes across as less fresh than the vintage-s top wines. An earlier than normal Moscato harvest forced Rivetti to delay the bottling of his Barolo, which I tasted from tank. I also tasted the Riserva version of this wine which was noticeably more vibrant and layered, reinforcing my view that the bottling of Riservas is reducing the quality of the normal wines. I will have a better idea of the potential of both 2004 Barolos once they are bottled this fall. “ (- Robert Parker The Wine Advocate (erobertparker.com))

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, la spinetta, luciano sandrone, robert parker