Category Archives: robert parker

Flaccianello 2006 er komið til landsins!

Eitt rómaðasta vín 2006 árgangs frá Toskana er án efa Flaccianello 2006 frá Fontodi víngerðinni.

Það hlýtur 99 stig í Wine Spectator og 8# sæti á TOP 100 listanum góða sem tímaritið gefur út.

Robert Parker gefur því 96 stig.

Aðrir dómar eru eftir því.

Það er því óhætt að segja að þetta hreinræktaða Sangiovese rauðvín sé svolítið merkilegt með sig þessa dagana. Fyrir okkur er það holdgervingur Toskana þar sem frábær víngerð og fegurð sveitarinnar sameinast í einhverju einstöku.

Giovanni Manetti, eigandi Fontodi víngerðarinnar, var svo elskulegur að leyfa okkur að fá rausnarlegan skammt af víninu þrátt fyrir hina miklu eftirspurn og þá staðreynd að það er uppselt víða um heim.

Vínið kom til landsins í síðustu viku og við eigum nóg til ennþá. Verð 8.900 kr.

Áhugasamir sendi okkur vinsamlegast póst á vinogmatur@vinogmatur.is til að kanna stöðuna áður en það er sérpantað hjá ÁTVR.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, fontodi, robert parker, wine spectator

Parker elskar ennþá Sine Qua Non

Þeir sem eru áskrifendur af netmiðli Roberts Parker geta séð einkunnir þær sem hann hefur gefið vínunum frá Sine Qua Non í gegnum tíðina.

Maður kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu að Parker elskar þennan litla bílskúrsframleiðanda sem varð til úr nánast engu í það að verða súperstjarna í bandarískum vínheimi.

Svo varð reyndin líka um rauðvínin tvö sem við fluttum inn í fyrra. Parker smakkaði þau fyrst úr tunnu inni í víngerð framleiðandans og þegar hann gerir slíkt gefur hann einkunnir gjarnan á einhverju víðari bili og setur innan í sviga enda geta vín breyst frá tunni og eftir að ofan í flösku er komið. Þannig gaf hann Syrah Atlantis Fe203 2005 einkunnina 95-97 þegar hann smakkaði úr tunnu en hækkaði í heil 100 stig þegar hann smakkaði aftur úr flösku nokkrum mánuðum síðar. Sama gerðist við hitt rauðvínið, Grenache Atlantis Fe203 2005, sem fékk 96-98 í tunnusmakkinu og síðan 98 stig í flöskusmakkinu.

Kannski skipti ekki svo miklu hvort vín fær 96, 97, 98 eða 100 punkta. Mergurinn málsins er að vínin eru skrambi góð. Svo góð að við gátum ekki stillt okkur um að panta nýjan skammt af þeim sem við fáum í vor þrátt fyrir að þessi vín teljist seint kreppuvín en verð þeirra verður 17.900 kr. þegar í kassann er komið.

Tveir ljósir punktar eru þó sem lýsa upp þessa myrku staðreynd sem veiking krónunnar okkur hefur haft á innfluttar vörur, vínin frá Sine Qua Non er alveg jafn góð og fyrr að mati Parkers og verðin sem við bjóðum þau á eru betri en við þekkjum nokkurs staðar annars frá þrátt fyrir allt. Miðað við eftirspurn og verðhækkanir á þessum vínum í gegnum tíðina má næstum fullyrða að sá sem kaupir flösku á 17.900 sé búinn að eignast vín sem er samstundis tvöfalt meira virði ef ekki meira.

En að einkunnum Parkers fyrir nýja árganginn 2006.

Parker er eingöngu búinn að smakka vínin úr tunnu og birtir því einkunnir um þau í sviga á vefsíðu sinni eins og fyrr segir þar til hann smakkar þau úr flösku síðar í vor og gefur þeim lokadóminn. Syrah Raven 2006 fær 96-99 stig í tunnusmakkinu og Grenache Raven 2006 fær 96-100.

„The 2006 Grenache Raven Series (92% Grenache and 8% Syrah with 26% whole clusters) was aged in 43% new oak, including both small barrels and demi-muids. It is a slightly smaller production (880 cases) than the 2005 Atlantis Fe 203-2a. The 2006 Raven Series exhibits that chocolate character that very ripe Grenache can sometimes possess, along with black cherry and black currant notes. Full-bodied and seamlessly constructed, it offers hints of graphite, licorice, smoke, and meat. The chocolate component appears to be vintage specific as I have not noticed it in other SQN Grenache offerings. This beauty, a superb success in a challenging vintage, is another example of how intensive, radical work in the vineyard as well as meticulous attention to detail in both the vineyard and cellar can produce a prodigious wine in a less than stellar year. (96-100)

The 2006 Syrah Raven Series (93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier) is primarily from the Eleven Confessions Vineyard with small quantities from the Bien Nacido and White Hawk vineyards. It will be bottled after spending 22 months in oak casks. Aromas of sweet black and blue fruits, forest floor, lead pencil shavings, and spring flowers emerge from this remarkably elegant Syrah. With great fruit intensity, a stunning texture, and an opulent mouthfeel, this is a gentle, gracious, large-scaled wine displaying extraordinary finesse and elegance for its size. It will drink beautifully for 12-15+ years. (96-99)“ (- wwww.erobertparker.com)

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Fjárfest í víni — Wine Investment 2008

Það hefur löngum loðað við vín sú míta að í því væri góð fjárfesting.

Eitthvað sem héti að kaupa „á réttum tíma“ sem yfirleitt þýðir að kaupa vín um leið og það kemur á markað meðan verð er tiltölulega lágt eða jafnvel að kaupa vín áður en það kemur á markað, svokallað „future“ eða „en premieur“ eins og það heitir á frönsku. Slík framtíðarvín eru oft greidd að hluta jafnvel tveimur árum áður en þau mæta síðan sjálf á svæðið.

Hvað felst í góðri fjárfestingu er svo aftur á móti matsatriði. Ætli maður að selja vínið aftur og græða pening á mismuninum er þessi fjárfesting bundin við ákveðin ofur-vín sem eiga rætur sínar að rekja til Búrgúndar og Bordeaux en einnig til ákveðinna svæða eða stakra framleiðenda á Spáni, Ítalíu og víðar í gamla heiminum. Í nýja heiminum er það helst Kalífornía sem framleiðir vín sem hægt er að græða á með endursölu eða Ástralía.

Árgangar og einkunnir frægra vínspekúlanta skipta miklu máli og enginn vafi leikur á því að Robert Parker er áhrifamestur allra þegar kemur að einkunnagjöf.

Það sem spennir upp verð víns er fyrst og fremst fágæti þess, fyrir utan gæðin að sjálfsögðu. Því sjaldgæfara, þeim mun betra og í góðum árgöngum eða eftir háa einkunn Parkers getur verið nánast ómögulegt að nálgast ákveðin vín. Í slíkum aðstæðum er gott að hafa keypt snemma ef maður yfir höfuð kemst í tæri við slík vín og selja síðan með álagningu sem getur verið margfalt innkaupsvirði vínsins ef eftirspurnin er næg.

Fjárfesting felst líka í ánægju, að kaupa vín á sanngjörnu verði miðað við gæði og framboð og njóta í góðum félagsskap með góðum mat. Slíka ánægju er erfitt að mæla í peningum.

En að efni póstsins.

Okkur barst góð ábending um ráðstefnu í London 2. desember. Þar verða þessi mál rædd sem viðruð eru hér fyrir ofan undir yfirskriftinni Wine Investment 2008.

Ef ég ætti að reyna meta hvaða vín sem við höfum flutt inn hefur ávaxtast best, mælt í peningum, myndi ég segja Atlantis rauðvínin tvö frá Sine Qua Non og eitthvert Búrgúndarvínanna af 2005 árgangi sem komu í janúar á þessu ári. Miðað við upplýsingar á vefnum hafa vínin frá Sine Qua Non nú þegar þrefaldast miðað við hvað þau voru seld á hér hjá okkur.

Ný vín frá Búrgúnd eru væntanleg eftir fáeinar vikur og ný vín frá Sine Qua Non koma vorið 2009.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, london, ráðstefnur, robert parker, sine qua non, vangaveltur

Robert Parker hendir 100 stigum í Sine Qua Non Atlantis Fe203 Syrah 2005

.

Svona er nú það.

100 stigin komin hús. Toppnum náð. Nú er bara að pakka saman og fara að gera eitthvað annað. Ég meina, eru til fleiri stig en 100 af 100 mögulegum? Er til eitthvað betra?

Þannig gerðist það í vikunni að keisarinn í vínheimum Robert Parker blessaði okkur Rakel með 100 stigum til handa kaliforníuvínsinsúrbílskúrnumhans-ManfredKrankls Sine Qua Non Atlantis Fe203 2005.

100 stig.

Vínið er uppselt og þú lætur þetta því ekki fara lengra.

Heyrst hefur að eitthvað af vínum sama framleiðanda komi til landsins vorið 2009 en það verða ný vín, ný nöfn, nýir miðar og enginn veit eitt um neitt nema hvað þessi Parker hefur gefið til kynna að þau verði jafn heit og hin sem við fluttum inn í vor.

Þá dettur mér í hug þessi vísa.

Enginn veit
eitt um neitt
garði úr gerði
Parker segir
hann ekki þegir
áfram heit
þau áfram verði

SINE QUA NON Atlantis Fe203 Syrah 2005 – 100 stig !!!
The perfect 2005 Syrah Atlantis Fe 203-1a,b,c is a blend of 93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier, with 25% whole clusters. Whereas the Ode to E is all from the Eleven Confessions Vineyard, this cuvee is a combination of 43% from the estate vineyard, 28% from the White Hawk Vineyard, 21% from the Alban Vineyard, and 8% from the Bien Nacido Vineyard. The good news is there are nearly 1,500 cases of this recently released offering. An extraordinarily flowery nose interwoven with scents of blueberries, blackberries, incense, and graphite soars from the glass. Although not the biggest or most concentrated Syrah Krankl has made, it is one of the most nuanced, elegant, and complex. It remains full-bodied, but builds incrementally on the palate, and comes across as elegant and delicate, especially when compared to many California Syrahs. Nevertheless, the intensity is mind-boggling, and the finish lasts for nearly a minute. Drink this amazing effort over the next 10-15+ years 

SINE QUA NON Atlantis Fe203 Grenache 200598 stig
The 2005 Grenache Atlantis Fe 203-2a (93% Grenache and 7% Syrah) is primarily from the Eleven Confessions Vineyard, and spent 22 months in oak. There are 990 cases, a relatively abundant production for SQN. A great success story for a 2005 Grenache, about 50% whole clusters were utilized, and the wine reminded me of a California version of the prodigious Chateauneuf du Pape Reserve from Vieille Julienne (which is aged in tank and foudre prior to bottling). A wine of extraordinary purity, it offers a stunning nose of camphor, melted licorice, kirsch liqueur, black fruits, and a meaty character. The uplifted aromatics, seamless integration of acidity, wood, tannin, and alcohol, and multilayered mouthfeel are the stuff of modern day legends. In spite of its exceptional power and richness, the wine comes across as elegant and fresh. Slightly more forward and precocious than the 2004 Ode to E, it is an amazing red that is capable of delivering enormous pleasure and complexity for at least a decade.“ (- Robert Parker, The Wine Advocate)

2 athugasemdir

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

Robert Parker um Sine Qua Non Atlantis Fe203 2005

.

Þessi vín koma til landsins í byrjun apríl.

Robert Parker hefur alltaf elskað þau. Og gerir enn.

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Syrah95-97
„The 2005 Atlantis Fe 203-1a is a blend of 93% Syrah, 5% Grenache, and 2% Viognier, with about 25% whole clusters (stems) utilized. The vineyard sources include the Eleven Confessions as well as White Hawk, Alban, and Bien Nacido. An inky/blue/black/purple hue is followed by sweet blackberry, charcoal, and chocolate aromas, graphite and blackberry flavors, full body, decent acidity, and a stunningly long finish. This terrific effort should turn out to be one of the most French-styled Syrahs Krankl has yet produced. It reveals the great intensity and purity of California fruit superimposed on a European structure and sense of harmony. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special. “

Sine Qua Non Atlantis Fe203 Grenache — 96-98
„The only 2005 Grenache I tasted is the 2005 Atlantis Fe 203-2a, a blend of 93% Grenache and 7% Syrah. About 50% of this cuvee was produced from whole clusters, and nearly all of it came from the Eleven Confessions Vineyard. Approximately 40% new oak was utilized, and the wine is scheduled to be bottled after two years in wood. The aromas reveal a distinctive chocolatey note along with the tell-tale blackberry, cassis, kirsch, licorice, camphor, and floral characteristics. Deep, complex, and full-bodied with a roasted meat-like flavor, despite its size and richness, the overall impression is one of elegance and phenomenal definition. It should drink well for 10-15+ years. To reiterate, it is a challenge to analyze these wines. I know they are distinctive, and I think I am beginning to understand why they are so much greater than just about every other Syrah or Grenache-based wine in California. In short, it is talent and incredibly meticulous hard work. No one works as hard or is as maniacal about a vineyard’s viticulture and winemaking as Manfred Krankl. Take that, add in exceptional talent, humility, top-notch vineyards, and I believe I understand the fundamentals of why these wines are so special.“ (erobertparker.com)

Færðu inn athugasemd

Filed under bandaríkin, dómar, robert parker, sine qua non

New York — vínsmakkanir og námskeið hjá EWS

Einhver á leiðinni til New York?

EWS er vínklúbbur í New York sem heldur glæsilegar vínsmakkanir með girnilegum þemum eins og Súpertoskani, 2005 Búrgúnd, 1998 Chateauneuf-du-Pape osfrv. Niðurstöður eru síðan birtar á vefnum hjá Robert Parker.

Kíktu á næstu smakkanir

Ég ætla einhvern tímann að fara. Þau kosta reyndar sitt en þess virði þar sem vínin eru undantekningalaust áhugaverð.

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, robert parker, vínsmökkun

Barolo 2004

.

Antonio Galloni fjallar um Barolo 2004 árganginn í nýjasta Robert Parker The Wine Advocate.

Hann er í skýjunum með þennan nýja árgang sem kemur reyndar ekki á markað fyrr en í vor/haust.

136 Barolo vín af 2004 árgangi eru til umfjöllunar í greininni og eru okkar þrjú frá Luciano Sandrone og La Spinetta þar á meðal. Þau fá hörku fína einkunn, ekki síst Barolo-in frá Sandrone en Barolo Cannubi Boschis fær 98 stig og Barolo Le Vigne 96 stig á meðan að La Spinetta Barolo Campe fær 91-94 stig.

Aðeins eitt vín fær hærri einkunn (99 stig og kostar tvöfalt meira) en Cannubi Boschis í greininni. 98 stig eru hæsta einkunn sem tímaritið hefur gefið þessu rómaða víni fyrir utan 1990 árganginn sem fékk sömu einkunn. 96 stig er hins vegar hæsta einkunn sem Le Vigne hefur nokkru sinni fengið hjá Parker.

2004 árgangurinn ætti því að vera góður.

Galloni viðrar reyndar áhyggjur að verðin eigi eftir að hækka en ég hef ekki ennþá séð verðskrár framleiðandanna. Vonandi standa okkar vín í stað. Þau hafa kostað um 8.000 kr. hingað til sem þó verður að teljast prýðileg kaup miðað við allt, ekki síst þegar árgangurinn er framúrskarandi.

2003 árgangur af þessum vínum er til í svolitlu magni hjá okkur ennþá. Þau fást með sérpöntun fyrir utan Le Vigne sem fæst í Vínbúðunum.

Hér er svo öll umfjöllunin um vínin þrjú:

Luciano Sandrone Barolo Cannubi Boschis 200498
I was blown away by the breathtaking purity and definition of Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis. A translucent dark ruby, this weightless yet sumptuous Barolo bursts from the glass with layers of dark ripe fruit that coat the palate with stunning grace and elegance. As it sits in the glass notes of licorice, tar and sweet toasted oak gradually emerge to complete this magnificent wine. I tasted this along with the 2001, which has shut down considerably since I last tasted it earlier this year. Today the 2004 is the more elegant wine although the 2001 looks to be more powerful and perhaps longer-lived. My rating of the 2001 (95) appears to have been conservative by about 2 points. One of the highlights of the vintage, Sandrone’s 2004 Barolo Cannubi Boschis is not to be missed. Anticipated maturity: 2012-2024

Luciano Sandrone Barolo Le Vigne 200496
The 2004 Barolo Le Vigne is a phenomenal effort. Sweet, long and pure, it reveals an expansive core of perfumed ripe red fruit, flowers and spices. Despite its notable concentration it is made in a restrained style, showing remarkable elegance as well as harmony, with superb length and finessed tannins on the close. Le Vigne is made from the Ceretta, Vignane, Merli and Conterni vineyards. I have tasted the wines from these plots separately on many occasions. Curiously, I have never been particularly impressed by any of the wines on their own, yet when they are blended the results can be extraordinary, as is the case with the sublime 2004 Le Vigne. Anticipated maturity: 2008-2019

La Spinetta Barolo Campe 2004(91-94) – The 2004 Barolo Campe possesses a sweet core of opulent fruit along with notes of spices, leather and menthol that develop in the glass. It is a big, opulent Barolo yet it comes across as less fresh than the vintage-s top wines. An earlier than normal Moscato harvest forced Rivetti to delay the bottling of his Barolo, which I tasted from tank. I also tasted the Riserva version of this wine which was noticeably more vibrant and layered, reinforcing my view that the bottling of Riservas is reducing the quality of the normal wines. I will have a better idea of the potential of both 2004 Barolos once they are bottled this fall. “ (- Robert Parker The Wine Advocate (erobertparker.com))

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, la spinetta, luciano sandrone, robert parker

Ný syrpa af Torbreck vínum

„[O]ne of the world’s greatest wine estates.“ segir Jay Miller sem fjallar nú um áströlsk vín fyrir Robert Parker vínpressuna The Wine Advocate.

Nýju árgangarnir sem við fengum ekki fyrir löngu fá frábærar einkunnir og er Run Rig þar fremst á meðal jafningja sem fyrr en 2004 árgangurinn fær 99 stig. The Run Rig er að mestu leyti úr Shiraz en hefur jafnframt ofurlítið af hvítvínsþrúgunni Viognier – svona eins og The Laughing Magpie frá d’Arenberg.

Eitt vín frá Torbreck erum við að fá í fyrsta sinn og er það The Descendant. Það rennur undan rifjum The Run Rig og dregur nafn sitt af því. Þ.e.a.s. það er framleitt úr sömu þrúgum og af sömu vínekrum en sem eru af ekki af alveg nógu miklum gæðum fyrir drottninguna sjálfa. Það fær því ekki nema (!) 97 stig í Parker útgáfunni.

The Factor höfum við flutt inn í nokkur ár og fær 2005 árgangurinn 97 stig eins og The Descendant.

En að þeim Torbreck-vínum sem fást í Vínbúðunum. Þau er tvö, bæði rauð. The Struie 2005 fær 94 stig í Parker útgáfunni og The Juveniles 2005 fær 91 stig.

Run Rig 200499 stig
The flagship 2004 Run Rig is 96.5% Shiraz and 3.5% Viognier with the Shiraz component aged for 30 months in a mixture of new and used French oak. Yields were a minuscule 14 hl/ha (about 1 ton per acre). Saturated opaque purple/black, it has a remarkably kinky, exotic perfume of fresh asphalt, pencil lead, smoke, pepper, game, blueberry and black raspberry. Full-bodied and voluptuous in the mouth, the wine is dense and packed, with amazing purity, sweet tannins, and a complex collection of sensory stimuli. The wine demands 10 years of cellaring and will provide hedonistic delights through 2035+.

The Descendant 2005 – 97 stig
The 2005 Descendant is composed of 92% Shiraz and 8% Viognier which are co-fermented. The fruit is sourced from a relatively young vineyard in Marananga planted with 11-year-old cuttings from the Run Rig vineyards and aged for 18 months in 2.5-year-old French barrels previously used for Run Rig. Opaque purple, with glass-coating glycerin, it offers up a complex array of lavender, violets, blueberry, blackberry, and fresh road tar. Full-bodied, on the palate the wine has great concentration with a noticeable uplift from the Viognier, gobs of spicy black fruits, opulence, and well-concealed tannins which will carry this wine for 10-15 years of further evolution. Drink it through 2030

The Factor 200597 stig
The 2005 The Factor is 100% Shiraz sourced from dry grown vines from six sub-regions of Barossa. It spent 24 months in 30% new French oak. Opaque purple-colored, it delivers an expressive bouquet of pepper, smoke, espresso roast, blackberry, blueberry, and licorice. Full-bodied and voluptuous on the palate, nuances of saddle leather and mineral emerge to complement the layers of spicy blue and black fruits. The wine is beautifully integrated with enough well-concealed tannin to keep this wine evolving for a decade. The pure finish lingers for 60+ seconds to complete the experience of a totally hedonistic turn-on.

The Struie 200594 stig
The 2005 The Struie was sourced from cooler Eden Valley and Barossa Valley hillside vineyards. It is David Powell’s attempt to showcase the cooler side of the region. Vine age ranges from 46-110 years old. The wine was aged for 18 months in older French oak before being bottled unfined and unfiltered. It delivers a splendid bouquet of lead pencil, game, blueberry muffin, and blackberry liqueur. This is followed by an elegant Shiraz which is nevertheless full-bodied, dense, and richly flavored. Plush on the palate, it has superior depth and length and the structure to evolve for 6-8 years. Drink it through 2027.

The Juveniles 200691 stig
The 2006 Cuvee Juveniles is a blend of 60% Grenache, 20% Mataro, and 20% Shiraz. The final assemblage was pieced together from over 100 individual components yielding a dark ruby-colored wine with an expressive bouquet of damp earth, leather, spicy cranberry, raspberry, and black cherry. This unoaked wine has excellent depth, light tannin, ripe, spicy red and black fruit flavors and a long finish. Drink this great value over the next 6 years.“ (- Robert Parker The Wine Advocate)

Vínin sem ekki fást í Vínbúðunum er hægt að sérpanta með því að senda línu á vinogmatur@vinogmatur.is.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, dómar, robert parker, torbreck

Parker gefur nýju árgöngunum af The Laughing Magpie og The Dead Arm toppeinkunn

The Laughing Magpie fékk feykilega góða dóma í íslensku pressunni þegar það kom fyrst á markaðinn.

Alls staðar fullt hús.

Það var 2003 árgangurinn. Nú er 2005 árgangur kominn í hillurnar og gefur hann ekkert eftir. Robert Parker gefur 2003 árganginum 90 stig en 2005 árganginum gefur hann þremur stigum meira, 93 stig, þannig að ef eitthvað er þá ….

Við höfum líka fengið eitthvað af The Dead Arm 2004 en því gefur Parker 95 stig.

Þetta hefur Parker að segja um vínin tvö:

„Year in and year out, one of the most exotic, flamboyant, and sexiest cuvees in the d’Arenberg portfolio is The Laughing Magpie Shiraz/Viognier. The 2005 exhibits a spring flower garden-like character interwoven with blackberries, creme de cassis, melted licorice, and sweet, toasty new oak. Opulent and voluptuous, with silky tannin, and a plump, fleshy, rich, full-bodied personality, this offering is meant to be consumed over the next 5-8 years

The renowned 2004 Shiraz The Dead Arm, fashioned from ancient head-pruned vines, is stunning. An inky/purple color is accompanied by a glorious perfume of creosote/melted road tar, blackberry and cassis liqueur, pepper, and spice. This deep, rich, full-bodied, tannic Shiraz should be drinkable in 2-3 years, and will last for two decades or more. It is the finest Dead Arm since the 2001.“ (erobertparker.com) 

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, díonýsos, robert parker

Bordeaux 2006 samanburður

Bordeaux Report er frábær síða fyrir þá sem vilja bera saman einkunnir helstu vína frá Bordeaux.

Henni er haldið úti af Gavin Quinney, eiganda Chateau Bauduc.

Gavin fjallar um sérhvert vín af 2006 árganginum, gefur því einkunn og birtir til samanburðar einkunnir frá Robert Parker og Jancis Robinson.

2006 Bordeaux árgangurinn er ekki kominn á markaðinn ennþá. Þessa dagana er hins vegar verið að bjóða hann til sölu en það tíðkast í Bordeaux að selja flest vínin um tæplega eitt ár fram í tímann.

Ég er á póstlistum þar sem ég fæ daglega tilboð til að kaupa fyrirfram vínin af 2006 árganginum. Ég kaupi jafnvel eitthvað ef mér býðst eitthvert toppvínanna á skynsömu verði. 2006 er amk. nokkuð ódýrari en 2005 sem var reyndar alveg út úr kortunum hvað verð varðar.

Færðu inn athugasemd

Filed under bordeaux, chateau bauduc, dómar, frakkland, jancis robinson, robert parker

Vínmeðmæli fyrir Björk og aðra Íslendinga

Neal Martin, hinn nýráðni vínkrítíker hjá Robert Parker útgáfunni, er ástfanginn af tónlist Bjarkar — og af henni sjálfri reyndar líka.

Hann fjallar um nýju plötunni hennar á Robert Parker vefnum.

Nei Robert Parker sjálfur er ekki farinn að fjalla um tónlist — sem betur fer kannski — en Neal gerir það hins vegar og þrátt fyrir að hafa lagt niður bloggsíðuna sína (sem fjallaði bæði um vín og tónlist)  til að ganga til liðs við Parker útgáfuna þá heldur hann áfram tónlistarumfjöllun sinni þar innan veggja.

Það þarf reyndar að gerast áskrifandi til þess að lesa hvað honum finnst um nýju plötuna (smelltu hér til að prófa hvort það gengur).

Neil endar greinina sína með því að gefa Íslendingum ókeypis vínmeðmæli:

„Hmmm….alas Iceland is not renowned for its viticulture but there would certainly need something to warm their cockles in all that snow. So why not a Bandol Rouge 2003 from Domaine Gros’ Noré with lots of warm alcohol to aid blood circulation and ward of hypothermia?“

Verst að hann mælti ekki með Bandol Rouge 2003 frá Domaine Tempier.

Færðu inn athugasemd

Filed under björk, robert parker, tónlist

Laderas á 14,30 krónur fyrir hvert Parker stig

.

Laderas de El Seque 2005 frá Artadi víngerðinni á Spáni fær 90 stig hjá Robert Parker.

Laderas de El Seque kostar 1.290 kr. á sérstöku tilboði í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Það gera aðeins 14,30 krónur fyrir hvert stig sem Robert Parker gefur víninu sem er líklegast lægsta gjald per Parker stig fyrir vín sem við höfum flutt inn.

M.ö.o. miðað við verðið í Vínbúðunum eru þetta bestu kaup sem við höfum flutt inn að mati Robert Parker útgáfunnar.

Lýsingin er einhvern veginn svona:

LADERAS DE EL SEQUE 2005 90 stig
„The 2005 Vinedos de El Seque is composed of 80% Monastrell, 10% Syrah, and 10% Cabernet Sauvignon aged 4-6 months in French oak. Opaque purple-colored, it offers a superior nose of graphite, truffle, mocha, blueberry, and blackberry liqueur. Full-flavored and supple on the palate, its personality is formed by gobs of sweet, ripe fruit with all components in balance. There is enough structure to support several years of bottle age but who will be able to resist it now? It is a sensational value worth buying by the case.“ (www.erobertparker.com)

ATH! Vínið hættir í sölu í Vínbúðunum í byrjun júní en það verður hægt að sérpanta þetta gæðavín eftir þann tíma.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, dómar, el bulli, robert parker, spánn, tilboð, vínbúðirnar

Spánn — tvö rauðvín á tilboði

.

Það dugir ekki alltaf til þótt vínin séu góð, þau bara seljast ekki nógu vel. Þau hafa kannski ekki með nógu eftirminnilegan miða eða grípandi nafn. Eða eru ekki nógu venjuleg heldur „of“ einstök.

Þá er allt í lagi að gefa smávegis afslátt.

Laderas de El Seque (1.290 kr. í stað 1.450 kr.) er frá Alicante héraðinu. Jay Miller sem skrifar nú um vín frá Spáni fyrir Robert Parker útgáfuna gefur þessum árgangi 90 stig og kallar það „sensational value“. Um Orobio Rioja 2004 (1.490 kr. í stað 1.600 kr.) hefur ekki verið fjallað hjá Parker en árgangurinn á eftir, 2005, fær þar 89 stig.

Bæði vínin eru framleidd af Artadi víngerðinni sem er ein skærasta stjarnan á Spáni í dag.

Þau fást í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni. 

Hér er umfjöllunin um El Seque 2005

Laderas de El Seque 200590 stig
„The 2005 Vinedos de El Seque is composed of 80% Monastrell, 10% Syrah, and 10% Cabernet Sauvignon aged 4-6 months in French oak. Opaque purple-colored, it offers a superior nose of graphite, truffle, mocha, blueberry, and blackberry liqueur. Full-flavored and supple on the palate, its personality is formed by gobs of sweet, ripe fruit with all components in balance. There is enough structure to support several years of bottle age but who will be able to resist it now? It is a sensational value worth buying by the case.“

www.erobertparker.com

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, dómar, rioja, robert parker, spánn, tilboð

Þrír Ástralir fá 97 til 99 stig hjá Robert Parker

.

Við vorum að fá sendingu frá Ástralíu í síðustu viku. Í henni voru vín frá d’Arenberg, Torbreck og Kay Brothers.

d’Arenberg er lang stærstur hluti af viðskiptum okkar við Ástralíu en nokkrir gæðingar frá Torbreck og Kay Brothers fengu að fljóta með.

Þau eru bara svo góð. Þau eru engu lík.

Þetta hefur Robert Parker sjálfur að segja um vínin:

Torbreck The Factor 200497 stig
„Made from 100% Shiraz that spent 24 months in French oak (30% new), the exuberant, flamboyant 2004 The Factor offers up gorgeously pure blueberry and blackberry fruit intermixed with smoke, bacon fat, camphor, and graphite. Silky smooth, and, as David Powell says, “the most Barossa-like” of all his wines, it represents Powell’s rendition of a Cote Rotie. It can be drunk over the next 15-20 years.“

Torbreck Run Rig 200399 stig
„The estate’s flagship cuvee is the virtually perfect 2003 Run Rig. Made from 8 separate Barossa vineyards (ranging in age from 94 to 158 years), it is primarily Shiraz with 4-5% co-fermented Viognier included in the blend. The wine was aged in French oak of which 60% is new. The sensational, inky/purple-tinged 2003 exhibits a stunningly sweet nose of blackberries, blueberries, litchi nuts, smoked meats, and a hint of apricots. Elegant yet super-powerful, rich, concentrated, and long, it is a tour de force in winemaking as well as a modern classic example of Barossa Shiraz. It should drink well for 20-25 years.“

Kay Brothers Block 6 200498 stig
„There are 1,400 cases of the flagship cuvee, the Block 6 Shiraz, which is aged 28 months in 60% new American oak and 40% new Hungarian oak. Typically, it possesses between 15-16% alcohol and is always a candidate for twenty or more years of cellaring. The 2004 Shiraz Block 6 is the finest example of this cuvee since the 1998. It is an awesomely concentrated Shiraz with an inky/plum/garnet/purple color and a sweet nose of roasted meats, dried herbs, ground pepper, blackberries, and cassis. This intense, full-bodied effort boasts a profound depth and richness as well as layer upon layer of awesome concentration and length. While approachable, it should hit its peak in 5-6 years, and last for two decades or more.“

– Robert Parker (www.erobertparker.com)

Vínin er hægt að sérpanta með því að senda okkur tölvupóst á vinogmatur@internet.is. Á meðan birgðir endast.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, dómar, kay brothers, robert parker, torbreck

Vefsíða Parkers endurnýjuð

.

Robert Parker er nýbúinn að taka vefsíðu sína í gegn.

Hún lítur vel út.

Það hefur ekki svo mikið breyst held ég hvað innihaldið varðar fyrir utan að núna er Bretinn og fyrrverandi vínbloggarinn Neal Martin orðinn sýnilegur.

Neal þessi skrifar fyrirtaks góða og fyndna texta. Það er því kominn húmor inn á vefsíðu Parkers, góður breskur húmor. 

Ekki veitt af — ég man ekki eftir að hafa lesið nokkurn tímann eitthvað eftir Parker sjálfan sem getur á einhvern hátt talist fyndið!

Það er því kominn húmor inn á vefsíðu Parkers, góður breskur húmor. Svo virðist sem Wine Journal sá er Neal hélt uppi á bloggsíðu sinni hafi verið færður eins og hann leggur sig og að Neal haldi uppteknum hætti að fjalla um vín og gefa einkunnir eftir sínu nefi. Gott mál. Neal er líka með spjallþræði á umræðuvef Parkers.

Áskrift að vefsíðunni kostar 99 dollara fyrir árið. Hún er vel þess virði.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, spjallþræðir

Jamie Goode fær ekki að spjalla um hlýnun jarðar á umræðuvef Parkers

Wineanorak er bresk vefsíða um vín sem ég kíki alltaf reglulega á. Jamie Goode heldur þar uppi ýmis konar fróðleik um vín ásamt því að blogga reglulega.

Tvímælalaust ein af betri vefsíðum um vín.

Nýlega stofnaði hann til spjalls á umræðuvef Roberts Parker þar sem hann spurði hvort mönnum þætti „the evidence that wine regions have got warmer, and will continue to do so, is a suitable topic for discussion [á svona vín forum], or whether they considered it to be political and out of bounds“?

Ástæðan er sú að öllum tilraunum manna til að fjalla um hlýnun jarðar á umræðuvefnum hafði verið eytt á þeim forsendum að umræðuefnið væri pólitískt en vefsíðan leyfir ekki pólitískar umræður.

Að banna pólítískar umræður/áróð á umræðuvef um vín er kannski eðlilegt en getur umræðuefnið virkilega talist pólítískt? Lestu bloggið hans Jamie um þetta mál ásamt tilheyrandi athugasemdum frá lesendum hans.

Mark Squires heldur reyndar uppi þessum umræðuvef inni á vefsíðu Parkers (sjá svar Marks á blogginu hans Jamie) en hvernig sem er, mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki leyfa þessa umræðu enda þarf enginn að móðgast þar sem maður velur sjálfur með hvaða umræðu á vefnum maður vill fylgjast eða taka þátt í.

Hér er önnur færsla hjá Jamie um málefnið þar sem hann vitnar í nokkra vínframleiðendur um áhrif hlýnunnar jarðar á vínrækt.

Ég tek svo undir orð Jamies að hvort sem við teljum að hlýnun jarðar sé af mannavöldum eða ekki þá hljótum við að vilja hafa vaðið fyrir neðan okkur og einungis ef við erum 100% viss um að svo sé ekki getum við leyft okkur að aðhafast ekkert.

Hvað finnst þér?

Lestu líka eldra blogg um málefnið

Færðu inn athugasemd

Filed under loftslag, pólítík, robert parker, vangaveltur

100 Parker stig gleypt í gærkvöld

One Hundred Parker Points!

Við höfum ekki ennþá flutt inn vín sem hefur fengið 100 stig hjá Robert Parker. 99 reyndar (Run Rig 2002 frá Torbreck) en aldrei 100.

Einhverjir gagnrýna Parker (það er í uppáhaldi hjá vínskríbentum um heim allan að setja út á Parker) fyrir að gefa 100 stig því svo fullkomið vín sé og verði aldrei til. Parker hlusta ekkert á svoleiðis röfl og slengir 100 stigunum að vísu ekki oft en þegar honum sýnist.

Við drukkum eitt slíkt vín í góðum hópi í gær, það var Hillside Select 2002 frá Shafer í Kaliforníu. Ógurlega gott vín, mikið um sig en svo stílhreint og svo ferskt. En hundrað stig? Þessar einkunnir eru reyndar alltaf svolítið afstæðar og persónubundnar – en því ekki 100 stig? Vart er hægt að hugsa sér betra vín frá Kaliforníu úr Cabernet Sauvignon þrúgunni og þarf þá eitthvað að vera að spara stigin eins og nískur grís. Þetta eru nú bara tölur, og þær eru ókeypis.

Drukkum fyrst annað rauðvín sem var af allt öðrum toga enda franskt og úr hinni gjörólíku þrúgu Pinot Noir, Charmes-Cambertin Grand Cru 2000 frá Dugat-Py. Mjög heillandi vín, sérstaklega fangaði mann ilmurinn af rauðu berjunum og náttúru Búrgúndí héraðsins en helst fannst mér það sýruríkt í munni. 95 stig held ég að Parker og vinir gefi þessu víni.

Að lokum smakkaði ég lögg af Messorio 2002 frá Tenuta Ornellaia. Það var botnfylli í flöskunni sem húsráðendur höfðu opnað fyrir 2-3 dögum og frekar en að hella því í vaskinn var því hellt ofan í mig. Greinilega magnað vín á ferðinni þótt árgangur þessi hafi ekki verið einn sá sterkasti.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, torbreck

Robert Parker hrósar Falesco í viðtali við Business Week

.

Falesco víngerðin sendi mér viðtal við Robert Parker sem birtist í Business Week í fyrradag.

Hann lofar víngerðina hástert og gefur Vitiano vínunum okkar, rauða og hvíta, 89 stig.

Lestu viðtalið

Þeir sem hafa lesið þetta blogg, eru áskrifendur af póstlistanum eða hafa einhvers staðar hlustað á boðorð undirritaðs ættu að hafa tekið eftir því að þessi víngerð hefur verið að hrúga inn viðurkenningum. Þá meina ég viðurkenningum sem skipta máli. T.d. að Vitiano Rosso var kosið Bestu rauðvínskaup Ítalíu í bæði Gambero Rosso og Wine Spectator, vín mánaðarins í Gestgjafanum og fékk 18 af 20 í Mbl. á meðan Vitiano Bianco fékk ein 19 af 20 í Mbl.

Jamm.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, business week, dómar, falesco, fréttir, robert parker, tímarit, viðtal

Robert Parker bætir Breta í safnið: Wine-Journal lagt niður

Robert Parker hefur verið iðinn við kolann undanfarið í mannaráðningum eins og ég minntist á í þessu bloggi fyrir skömmu.

Nú hefur hann bætt einum kraftinum enn í safnið og er sá sóttur úr heimi bloggsins. Bretinn Neil Martin byrjaði með wine-journal.com vefsíðuna í sama mánuði og Vín og matur hóf að selja vín sín í ÁTVR, júní 2003. Þá voru tvær heimsóknir eða svo á dag á vefsíðuna hans (önnur var mamma hans) en í október sl. voru heimsóknir alls 140.000 sem er álíka mikið og vefsíða eins áhrifamest víntímarits heims, Decanter, fær.

Þetta segir eitthvað um heim bloggsins.

Það að Neil skuli vera Breti er svo sem líklegast ekki tilviljun því það eru helst Bretarnir sem hafa gagnrýnt Parker undanfarið fyrir hans miklu áhrif og smekk.

Svo virðist sem að Parker ætli að leyfa Neil að leika svolítið lausum hala á vefsíðunni sinni eins og Neil segir sjálfur og að stemning og sjálfstæði Neils muni haldast. Þetta mun allt koma í ljós á nýuppfærðri síðu Parkers sem mun verða tilbúin innan skamms.

Færðu inn athugasemd

Filed under Blogg um vín og mat, decanter, fréttir, robert parker

Vín án matar

Craig Camp bloggar um vín á Winecamp.

Hann hefur flutt inn vín í Bandaríkjunum, búið á Ítalíu, skrifað blogg og framleiðir nú Pinot Noir í Kaliforníu. Honum er greinilega mjög annt um vín.

þessi setning sem hann fann á einum vinsælasta vín-umræðuvefnum fór fyrir brjóstið á honum:

“[A]nd to my palate even the best paired food gets in the way of a pure and unadulterated one-on-one experience with the wine”

Craig getur nefnilega vart hugsað sér vín án matar, eða mat án víns eins og fram kemur í þessu bloggi á vefsíðunni hans.

Einmitt, ekki vín án matar.

Heldur, vín og matur.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, spjallþræðir, vangaveltur, Vínblogg

Viðtal við Robert Parker

Ég tók ekki viðtal við hann.

Þeir hjá l’Express í Frakklandi gerðu það.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, viðtal

Massakjör (amazing value)

Þeir í súpernova notuðu mikið orðið „awesome“. Robert Parker notar „amazing“

Hann fær aldrei nóg af Vitiano rauðvíninu, frekar en við hin. Honum finnst það „amazing“.

Okkur finnst það massakjör.

NB. Nýjum árgangi, 2005, gefur Parker líka 89 stig.

Hann er væntanlegur.

The 2004 VITIANO ROSSO (89 points) is an equal part blend of Sangiovese, Cabernet Sauvignon, and Merlot, aged three months in small oak barrels. This serious effort possesses a deep ruby/purple-tinged color as well as lovely aromas of black currants, licorice, dried herbs, and earth. An amazing value, it boasts remarkable texture, medium body, and pure, ripe berry flavors. Drink it over the next 1-2 years.- Robert Parker The Wine Advocate, ágúst 2005

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, falesco, robert parker

Robert Parker og hið nýja „Team America“

Robert Parker var að taka til hjá sér. Daniel Thomases sem ráðinn var fyrir ekki svo löngu til að fjalla um ítölsk vín fyrir Wine Advocate útgáfu Parkers er hættur og sömuleiðis Pierre Rovani, hinn umdeildi Búrgúndísérfræðingur sem hefur verið fylginautur Parkers til fjölda ára og var lengi eini aðstoðarmaður hans.

„The times they are changing“ segir Parker í ávarpi á vefsíðu sinni www.erobertparker.com. Parker sjálfur hefur minnkað jafnframt við sig og ætlar eingöngu að smakka Bordeaux, Kaliforníu og Rhone ásamt Provence.

En hvernig ætlar hann þá að fjalla um öll vínin?

Til sögunnar koma Antonio Galloni sem Parker hefur ráðið til að fjalla um ítölsk vín. Galloni er menntaður tónlistarmaður með viðskiptagráðu úr MIT og hefur á skömmum tímam skotið sér á stjörnuhiminn vínsmakkara með ítarlegri Piemonte skýrslu sinni. David Schildknecht hefur verið sóttur úr heildsölustarfi sínu til að fjalla um fjölmörg lönd allt frá Nýja Sjálandi til Mið-Vesturríkja Bandaríkjanna, þ.á.m. hið ofurviðkvæma Búrgúndíhérað, og Dr. J. Miller hefur verið ráðinn úr starfi sínu sem stjórnandi vínbúðar í Baltimore til að fjalla um Spán, Ástralíu og S-Ameríku. Mark Squires sem hefur eigin vefsíðu auk þess að halda utan um umræðunetið á vefsíðu Parkers mun fjalla um Portúgal.

Þeir, ásamt Parker, eru hið nýja „Team America“ — eins og Parker orðar það sjálfur.

Hvernig þetta kemur til með að hafa áhrif á einkunnagjöfina verður spennandi að sjá.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, vefsíður

Vitiano 2004 — Polkagott rauðvín

Smelltu á þennan hlekk til að þessa að hlusta á, já hlusta, hvað þeir hjá Winexperience segja um Vitiano 2004 sem þeir völdu WOW – Wine Of the Week – í síðustu viku – dálítið fyndið.

Ég heiti Arnar Bjarnason, ég er hrifnæmur maður. 

Stundum finnst mér eitthvað vín svo gott að ég verð æstur og finnst eins og það sé ekki til nógu magnað lýsingarorð til að ná yfir upplifunina. Næst væri að bresta í söng en ég get aldrei lært neina texta utanað. Kannski næ ég í harmónikkuna sem Rakel gaf mér í jólagjöf næst þegar mér verður orðavant yfir ágæti víns, og spila polka.

Vitiano rauðvínið frá Falesco er eitt af þessum vínum sem mér finnst svona polkagott. Verðið er líka bara grín, 1.390 kr. Þetta var eitt af kjarnavínum okkar en féll þaðan út fyrir jól. Restarnar fást reyndar ennþá í hinum og þessum vínbúðum en þegar þær klárast sæki ég aftur formlega um fyrir vínið á reynslu og verður það þá bara fáanlegt í Heiðrúnu og Kringlunni nema það komist aftur í kjarna.

Ég er ekki sá eini sem finnst vínið svona gott. Vitiano er eitthvert mest viðurkennda vín sem við flytjum inn. Ekki furða þar sem Cotarella bræðurnir framleiða það, annar yfirmaður hjá Antinori en hinn frægasti vínráðgjafi Ítalíu. Robert Parker hefur kallað það „one of the greatest dry red wine bargains in the world“. Það eru kannski milljón ólík vín framleidd í heiminum og því er það nú bara dágott að vera talið ein bestu rauðvínskaupin af áhrifamesta vínspekúlanti veraldar – finnst mér. Ítalska vínbiblían, Gambero Rosso, valdi 2001 árganginn bestu rauðvínskaup Ítalíu. Síðan gaf Steingrímur í Morgunblaðinu því 18/20 og Þorri valdi það vín mánaðarins í Gestgjafanum. Eiginlega er ekki hægt að slá þetta. Og þó, bandaríska víntímaritið Wine Spectator sem kallaði 2003 árganginn bestu rauðvínskaup Ítalíu og gaf honum 88 stig var nú nýlega að gefa 2004 árganginum 90 stig sem hlýtur að tryggja þessu víni enn frekar sess sem ein bestu rauðvínskaup Ítalíu, eða heimsins alls eins og Parker segir á sinn hógværa hátt.

A wine with lovely balance and clean plum, berry and chocolate character, medium body and polished tannins. The perfect house wine—a great value. Sangiovese, Merlot and Cabernet Sauvignon. Drink now through 2010. 200,000 cases made. From Italy.  90/100 – Wine Spectator.

Einkunnir segja ekki allt. Lestu um vínið á vefsíðu okkar til að verða einhverju nær hvernig  það bragðast.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, falesco, gambero rosso, Gestgjafinn, morgunblaðið, robert parker, vangaveltur, wine spectator