Category Archives: röfl

Eitt af þessum vonlausu vínum í Vínbúðunum

Við getum ekki hætt að flytja inn vín sem enginn kaupir.

Hverjum öðrum en okkur dytti í hug að flytja inn vín sem kemur frá óþekktum framleiðanda af óþekktu svæði eða með miða sem enginn tekur eftir, nú eða nafni sem enginn getur borið fram.

Og Chateau Mourgues de Gres Costieres de Nimes A.O.C. Les Galets Dóres 2007 uppfyllir allt þrennt!

Síðan 1. júlí 2009 hafa 16 flöskur af þessu víni verið keyptar í Vínbúðunum. Það gera tvær flöskur (rúmlega!) á mánuði.

Það flokkast því líklegast undir eitt af þessum vonlausu vínum í Vínbúðunum.

Bara ef einhver hefði getið sett mynd af kanínu á miðann og kallað það „Crazy Rabbit“ eða eitthvað svoleiðis, þá hefði það kannski mokast út.

En okkur þykir það gott, reyndar eiginlega frábært. T.d. með skelfisk-pasta eins og við fengum okkur um daginn. Suðrænt og seyðandi. 

Við höfum lent í þessu áður en lærum ekki af reynslunni. Við — aðallega þessi bloggari — verðum svo æst yfir einhverju svona góðu, getum ekki stillt okkur og er eiginlega sama þótt ekki mokist það út.

Ef við gætum selt 10.000 flöskur á einu ári myndum við frekar vilja selja lítið af mörgum en mikið af fáum.

Love before business.

Það er aðeins meiri vinna en mikið er það nú miklu skemmtilegra.

Eitt er því öruggt, við munum halda áfram að flytja inn svo „vonlaus“ vín.

8 athugasemdir

Filed under mourgues du gres, röfl, vínbúðirnar

Ó, hvar ertu Búrgúnd?

Arg!

Sending frá Búrgúnd sem átti að koma í gær — en í raun fyrir 2 vikum síðan — kom ekki.

Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þegar ég hef samband við íslenska flutningsfyrirtækið og þá kemur í laus að hans umboðsmaður í Evrópu sem sér um að sækja vöruna lætur ekki vita að það vantaði víst eitthvað „excise“ númer á útflutningsskjölin. Fínt, en óþarfi að bíða með að segja okkur frá því þar til á deginum eftir að varan átti að VERA KOMIN til Íslands og hvað þá ekki fyrr en eftir að hafa verið spurður hvar varan væri.

Vinsamlegast láta vita strax og eitthvað er ekki í lagi svo hægt sé að laga það pronto.

Svo þykist ég vita, ofan á allt, að excise númer séu ónauðsynleg þegar vara er send úr EC landi í EES land.

Hringi á morgun á staðinn þar sem varan er geymd (vöruhús í Beaune) og reyna að leysa úr þessu. En töfin þýðir að varan missir líka af næsta skipi og kemur þá ekki fyrr en eftir tvær vikur.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, röfl

Hvers vegna litlir birgjar verða áfram litlir

ÁTVR blæs í lúðrana öðru hverju og heldur sérstaka þemadaga í Vínbúðunum. Hátíðarvín heitir svokallað síðasta þema ársins, það kemur á mikilvægum tíma þegar vín seljast mun meira en í öðrum mánuðum ársins.

Hver birgir fær að tilnefna ákveðið mörg vín á þessa daga og ræður því hvort hann gefur afslátt eða ekki.

ÁTVR gefur engan afslátt.

Stórir birgjar (10 kjarnavín eða fleiri) fá að tilnefna 6 vín en iltlir birgjar (færri en kjarnavín) eins og undirritaður fá einungis 6. Skiptar skoðanir eru um réttlæti þessarar skiptingar. Ég vil meina að það eigi ekki að miða við stærð heildsalans þegar úthlutaðar eru tilnefningar hátíðarvína heldur eigi allir að fá jafnt en því eru menn í ÁTVR ekki sammála. Þeim finnst rökrétt að stóru fái fleiri. Stóru birgjarnir vilja náttúrulega fá enn fleiri ef eitthvað er.

Hvort þetta er löglegt veit ég ekki.

Ég spyr: ef stórar birgjar fá fleiri tilnefningar út af því að þeir eru stórir, hvers vegna að draga mörkin í 6 á móti 3? Má ekki bara gefa hverjum birgja tilnefningar hlutfallslega eftir stærð. Þannig gæti Ölgerðin, Vífilfell og co stjórnað hátíðarvínum í ríkinu nánast að fullu.

Er ekki nóg að þeir stjórni vöruúrvali vínbúðanna frá degi til dags, mega hátíðarvín ekki skarta meiri fjölbreytni?

ÁTVR hvetur líka til þess að tilnefnd vín séu kjarnavín en ekki reynsluvín (reynsluvín fást bara í Heiðrúnu og Kringlunni). Það finnst mér skrítið því í reynslu leynast skemmtilegustu vínin sem ÁTVR hefur upp á að bjóða og hátíðarvín og slíkir dagar eiga einmitt að vera vettvangur fyrir þessi vín til að ná til viðskiptavina, t.d. úti á landi, sem ekki sjá slík gæðavín oft í sínum hillum.

Færðu inn athugasemd

Filed under röfl, tilboð, vínbúðirnar

Þrúgur gleðinnar – Umfjöllun um okkur í fréttablaðinu

Við Einar Logi Vignisson hjá Fréttablaðinu eigum tvö sameiginleg áhugamál, a.m.k., vín og ítalskan fótbolta. Einar Logi skrifar dálk á fimmtudögum í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Þrúgur gleðinnar“ þar sem hann fjallar um þau vín er fást í Vínbúðunum. Nú síðast fjallaði hann um þemadagana í Vínbúðunum og er ég sammála skoðun hans um það 1) að það sé fúlt að birgjar skuli alltaf tefla fram sömu vínunum á þemadögum til að halda þeim í kjarna frekar en bjóða upp á nýbreytni, 2) að þemadagar ættu alltaf að hafa fókuserað „þema“ og láta afslátt á sumar- og jólavínum eiga sig og 3) að ÁTVR ætti að koma til móts við birgja með því að lækka álagningu sína á þemadagsvínum (birgjar sjá nefnilega alfarið um afslátt þemadagsvína). 

Heyr, heyr.

Varðandi lið 1 — þá kýs ég alltaf að tefla fram reynsluvínum á þemadögum því ættu slíkir dagar ekki einmitt að kynna fyrir og hvetja fólk til þess að kaupa eitthvað annað en þau eru alltaf vön að kaupa? Andstætt þessu gerir ÁTVR tilkall til að sem flest kjarnavín séu tilnefnd á þemadögum því þá er öruggt framboð af þemadagsvínum um allt land. COME ON GUYS!…öryggi er BORING. notið þemadaga frekar til þess að hvetja til aukinnar dreifingu reynsluvína og skapa reglulega, tímabundna fjölbreytni í þeim búðum sem annars hafa mjög fábrotið úrval. Er ekki einhver úti á landi, t.d., sem þætti ágætt að fá þessa nýbreytni í Vínbúðina öðru hverju? Ég hef bent ÁTVR mönnum á þetta en svarið er dæmigert fyrir opinbera stofnun — lögin leyfa það ekki. Annað svar sem ég hef fengið er að ef sumum reynsluvínum væri gert hærra undir höfði en öðrum með því að dreifa í hinar og þessar Vínbúðir væri verið að mismuna. Ég hef bent á tvo galla í þessu svari: i) „mismununin“ er þegar til staðar því tilnefnd kjarnavín á þemadögum fá sum aukna dreifingu umfram önnu kjarnavín; ii) Takið öryggið af oddinum… og leyfið birgjum að „mismuna“ sumum reynsluvínum á kostnað annarra með því að tilnefna þau umfram önnur á þemadögum og leyfið verslunarstjórum ykkar að „mismuna“ þeim enn frekar með því að velja þau umfram önnur í verslanir sínar. Hvenær er frjálst val mismunun?

Eitthvað virðast hlutirnir vera að þokast í rétta átt því að á núverandi sumardögum í Vínbúðunum var reynsluvínum gert kleyft að fá aukna dreifingu en aðeins í stærstu Vínbúðirnar. Hnífurinn stendur þó enn í kúnni þar sem af 9 mögulegum tilnefningum hvers birgja máttu reynsluvín vera að hámarki 3 (í fyrri þemadögum voru heildartilnefningar að hámarki 6 og var óskað sterklega eftir því að hálfu ÁTVR að þau væru sem flest kjarnavín þótt reynsluvín væru ekki bönnuð).

Annars ætlaði ég ekki að þusa í þessu bloggi heldur benda á þá góðu umfjöllun sem Vín og matur fékk hjá Einar Loga í greininni Einar fjallar um núverandi þemadaga í Vínbúðunum, „sumarvín“, og bendir sérstaklega á ítölsku vínin í tilefni glæsilegs sigurs Ítala á HM. ÁFRAM ÍTALÍA!

… ansi mörg af vínum [sem í boði eru á sumardögunum] sem vekja sérstakan áhuga eru ítölsk. Mörg eru frá eldhuganum Arnari Bjarnasyni sem rekur innflutningsfyrirtækið Vín og matur. Arnar bjó um nokkurt skeið á Ítalíu og breiðir fagnaðarboðskap ítalskrar matar- og víngerðar út af miklum móð eins og lesa má á síðu hans, vinogmatur.is. Frá honum er t.d. hið prýðilega hvítvín Casal di Serra (1.390 kr.) úr verdicchio þrúgunni skemmtilegu. Einnig tvö fyrirtaks chianti-vín, Fontodi (1.690 kr.) og Castello di Querceto (1.590 kr.).

– Fréttablaðið 13.júlí 2006, Einar Logi Vignisson

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, chianti classico, fontodi, fréttablaðið, röfl, umani ronchi