Category Archives: sjónvarp

Afmæli í Frú laugu – myndir


Vorum að setja á flickr nokkrar góða myndir af grænmeti, gestum og gangandi úr afmælisveislu Frú Laugu í ágúst.

Frábær dagur, sól, góður matur og gott fólk.

Skyldi hér vera komið einkennislag Frú Laugu?

Færðu inn athugasemd

Filed under frú lauga, sjónvarp

Nokkrir DVD sem er næstum hægt að borða

Um tíma þegar heimilið var með BBC Food í áskrift datt bloggarinn ítrekað inn í ákveðna tegund af sjónvarpsþáttum. Þessir þættir voru ekki hefðbundir uppskriftaþættir með prúðbúnum sjónvarpskokki í myndveri heldur lögðu þeir mikið upp úr hráefninu sjálfu. Þáttastjórnandinn (sem var kokkur) fór þannig út á ekrurnar, niður í fjöru, sigldi á bátum, rölti inn á markaðinn, kíkti í sláturhúsið – hvert sem gott, staðbundið hráefni var að finna.

Síðan hófst matreiðslan, alltaf í nýju umhverfi eftir því hvar þátturinn gerðist hverju sinni; heima í eldhúsi viðkomandi framleiðanda, í káetu lítils veiðibáts, stundum á veitingastöðum eða bara undir berum himni úti á engi og við lygna á.

Öllu þessu var miðlað af mikilli ástráðu og stundum slatta af breskum húmor hjá köppum eins og Keith Floyd sem yfirleitt eldar með vínglas í annarri hendinni og hinum stóískari Rick Stein. Keith er öllu hrárri en Rick fágaðri, hvor með sína kosti.

Við keyptum í dag loksins nokkra þætti með köppunum tveimur á amazon:

Rick Stein Food Heroes (mjög áhugaverð sería þar sem Rick ferðast um Bretland og notar staðbundið hráefni)
The Keith Floyd Cookery Collection – Floyd Around The Med (miðjarðarhafs matargerð)
The Keith Floyd Cookery Collection – Floyd On Italy (matur, vín og menning Ítalíu)
The Keith Floyd Cookery Collection – Floyd Uncorked (Keith ferðast um vínekrur Frakklands í þessari seríu)

Það má segja að þættirnir miðli í leiðinni heilbrigðari lífsstíl því staðbundið og hollt hráefni er það besta sem völ er á. Þeir fá mann til þess að langa til og njóta þess að borða (og drekka) betur í víðum skilningi þess orðs.

Frábært skemmtiefni ef maður er þannig innstilltur.

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, matur, sjónvarp, uppskrift

Kvikmynd frá heimsókn til vínframleiðenda í Frakklandi

Þegar við fórum til Frakklands síðasta haust tókum við stutta kvikmynd af heimsóknum okkar til vínframleiðenda allt frá suðri (Languedoc, Rhone og Provence) norður til Búrgúndarhéraðs.

Uppskeran var í fullum gangi, veður var gott og við náðum nokkrum ágætum augnablikum úr lífi franskra víngerðarmanna.

C’est la vie.

Ykkar undirritaður fer með aðalhlutverk í myndinni auk þess að leikstýra og klippa en naut góðrar aðstoðar Rakelar. Nú þarf bara að semja tónlistina.

Við blogguðum ekkert um þetta ferðalag á sínum tíma, kvikmyndin kemur í staðinn fyrir það, en við tókum fullt af ljósmyndum.

Sannsöguleg mynd. Fæst á öllum betri myndbandaleigum.

Færðu inn athugasemd

Filed under christian moreau, ferðalög, flaugergues, frakkland, grivot, kvikmyndir, lucien le moine, mas de gourgonnier, mourgues du gres, sjónvarp, vincent girardin

Hubert Sandhofer í vídeóbloggviðtali

Íslandsvinurinn Hubert Sandhofer var staddur hér á landi í vikunni og við ákváðum að taka upp stutt viðtal í tilefni nýrra vína frá framleiðandanum sem byrja í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni 1. júlí.

Meira um vínin síðar en hér er viðtalið.

 

 

Færðu inn athugasemd

Filed under sandhofer, sjónvarp, viðtal

Vídeóblogg: Chateau Bauduc – Clos des Quinze 2005

Þá er vídeóbloggið á youtube komið af stað.

Ég fékk sent sýnishorn af rauðu Bordeaux frá Chateau Bauduc og smakkaði „í beinni“.

Smelltu hér til að horfa á ræmuna (5 mín.)

Færðu inn athugasemd

Filed under aupilhac, bordeaux, chateau bauduc, sjónvarp, vín, [youtube=]

Winespectator vídeóbloggar um Barolo Campe 2003

Á vefsíðu Wine Spectator fann ég ágætt úrval af ræmum þar sem skríbentar blaðsins vídeóblogga um hin ýmsu vín.

Þar fann ég m.a. þetta víedóblogg um Barolo Campe 2003 frá La Spinetta.

2003 árgangur var erfiður í Piemonte, heitur og erfitt að halda ferskleika vínanna og karakter. Það var þó ekki að sjá að 2003 Barolo Campe frá La Spinetta skorti mikið þegar ég smakkaði það fyrst fyrir tæpu ári.

James Suckling hjá Wine Spectator er sammála mér, hann gefur því 95 stig.

Við eigum nokkra kassa af 2003, flaskan er á 8.000 kr.

2004 verður um 20% dýrara því víngerðin hækkaði vínið hressilega í nýju verðskránni þeirra.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, la spinetta, sjónvarp, wine spectator

Martini sem hægt er að borða

Sumir kokkar láta sér nægja að viðhalda hefðinni.

Aðrir snúa lögmálum á hvolf.

Hér má sjá Dave Arnold hjá French Culinary Institute í New York búa til Martini sem hægt er að borða.

Þetta ættu að vera gleðifréttir fyrir Martini unnendur sem geta nú bæði haft Martini í matinn og til að skola honum niður.

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, sjónvarp, uppskrift