Category Archives: sjónvarp

Afmæli í Frú laugu – myndir


Vorum að setja á flickr nokkrar góða myndir af grænmeti, gestum og gangandi úr afmælisveislu Frú Laugu í ágúst.

Frábær dagur, sól, góður matur og gott fólk.

Skyldi hér vera komið einkennislag Frú Laugu?

Færðu inn athugasemd

Filed under frú lauga, sjónvarp

Nokkrir DVD sem er næstum hægt að borða

Um tíma þegar heimilið var með BBC Food í áskrift datt bloggarinn ítrekað inn í ákveðna tegund af sjónvarpsþáttum. Þessir þættir voru ekki hefðbundir uppskriftaþættir með prúðbúnum sjónvarpskokki í myndveri heldur lögðu þeir mikið upp úr hráefninu sjálfu. Þáttastjórnandinn (sem var kokkur) fór þannig út á ekrurnar, niður í fjöru, sigldi á bátum, rölti inn á markaðinn, kíkti í sláturhúsið – hvert sem gott, staðbundið hráefni var að finna.

Síðan hófst matreiðslan, alltaf í nýju umhverfi eftir því hvar þátturinn gerðist hverju sinni; heima í eldhúsi viðkomandi framleiðanda, í káetu lítils veiðibáts, stundum á veitingastöðum eða bara undir berum himni úti á engi og við lygna á.

Öllu þessu var miðlað af mikilli ástráðu og stundum slatta af breskum húmor hjá köppum eins og Keith Floyd sem yfirleitt eldar með vínglas í annarri hendinni og hinum stóískari Rick Stein. Keith er öllu hrárri en Rick fágaðri, hvor með sína kosti.

Við keyptum í dag loksins nokkra þætti með köppunum tveimur á amazon:

Rick Stein Food Heroes (mjög áhugaverð sería þar sem Rick ferðast um Bretland og notar staðbundið hráefni)
The Keith Floyd Cookery Collection – Floyd Around The Med (miðjarðarhafs matargerð)
The Keith Floyd Cookery Collection – Floyd On Italy (matur, vín og menning Ítalíu)
The Keith Floyd Cookery Collection – Floyd Uncorked (Keith ferðast um vínekrur Frakklands í þessari seríu)

Það má segja að þættirnir miðli í leiðinni heilbrigðari lífsstíl því staðbundið og hollt hráefni er það besta sem völ er á. Þeir fá mann til þess að langa til og njóta þess að borða (og drekka) betur í víðum skilningi þess orðs.

Frábært skemmtiefni ef maður er þannig innstilltur.

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, matur, sjónvarp, uppskrift

Kvikmynd frá heimsókn til vínframleiðenda í Frakklandi

Þegar við fórum til Frakklands síðasta haust tókum við stutta kvikmynd af heimsóknum okkar til vínframleiðenda allt frá suðri (Languedoc, Rhone og Provence) norður til Búrgúndarhéraðs.

Uppskeran var í fullum gangi, veður var gott og við náðum nokkrum ágætum augnablikum úr lífi franskra víngerðarmanna.

C’est la vie.

Ykkar undirritaður fer með aðalhlutverk í myndinni auk þess að leikstýra og klippa en naut góðrar aðstoðar Rakelar. Nú þarf bara að semja tónlistina.

Við blogguðum ekkert um þetta ferðalag á sínum tíma, kvikmyndin kemur í staðinn fyrir það, en við tókum fullt af ljósmyndum.

Sannsöguleg mynd. Fæst á öllum betri myndbandaleigum.

Færðu inn athugasemd

Filed under christian moreau, ferðalög, flaugergues, frakkland, grivot, kvikmyndir, lucien le moine, mas de gourgonnier, mourgues du gres, sjónvarp, vincent girardin

Hubert Sandhofer í vídeóbloggviðtali

Íslandsvinurinn Hubert Sandhofer var staddur hér á landi í vikunni og við ákváðum að taka upp stutt viðtal í tilefni nýrra vína frá framleiðandanum sem byrja í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni 1. júlí.

Meira um vínin síðar en hér er viðtalið.

 

 

Færðu inn athugasemd

Filed under sandhofer, sjónvarp, viðtal

Vídeóblogg: Chateau Bauduc – Clos des Quinze 2005

Þá er vídeóbloggið á youtube komið af stað.

Ég fékk sent sýnishorn af rauðu Bordeaux frá Chateau Bauduc og smakkaði „í beinni“.

Smelltu hér til að horfa á ræmuna (5 mín.)

Færðu inn athugasemd

Filed under aupilhac, bordeaux, chateau bauduc, sjónvarp, vín, [youtube=]

Winespectator vídeóbloggar um Barolo Campe 2003

Á vefsíðu Wine Spectator fann ég ágætt úrval af ræmum þar sem skríbentar blaðsins vídeóblogga um hin ýmsu vín.

Þar fann ég m.a. þetta víedóblogg um Barolo Campe 2003 frá La Spinetta.

2003 árgangur var erfiður í Piemonte, heitur og erfitt að halda ferskleika vínanna og karakter. Það var þó ekki að sjá að 2003 Barolo Campe frá La Spinetta skorti mikið þegar ég smakkaði það fyrst fyrir tæpu ári.

James Suckling hjá Wine Spectator er sammála mér, hann gefur því 95 stig.

Við eigum nokkra kassa af 2003, flaskan er á 8.000 kr.

2004 verður um 20% dýrara því víngerðin hækkaði vínið hressilega í nýju verðskránni þeirra.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, la spinetta, sjónvarp, wine spectator

Martini sem hægt er að borða

Sumir kokkar láta sér nægja að viðhalda hefðinni.

Aðrir snúa lögmálum á hvolf.

Hér má sjá Dave Arnold hjá French Culinary Institute í New York búa til Martini sem hægt er að borða.

Þetta ættu að vera gleðifréttir fyrir Martini unnendur sem geta nú bæði haft Martini í matinn og til að skola honum niður.

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, sjónvarp, uppskrift

Chester vídeóbloggar um sitt eigið vín The Dead Arm 2005

Vonandi styttist í að Chester Osborne, eigandi og víngerðarmaður hjá d’Arenberg, mæti til Íslands og haldi vínsmökkun með okkur en þangað til verður að láta sér nægja að horfa á vídeó af kallinum á YouTube.

Hér smakkar hann sitt rómaðasta vín The Dead Arm 2005

Það er ástæða til að endurtaka að þetta er í alvörunni ekki Egill Helgason með ástralskan hreim í Hawaii skyrtu.

Við eigum eitthvað til af The Dead Arm 2004 en 2005 árgangur kemur síðar í vetur. Vínið fæst eingöngu með því að sérpanta í gegnum Vínbúðirnar eða þú sendir okkur tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is og við önnumst um sérpöntunarferlið fyrir þig.

Smelltu hér til að skoða vídeóbloggið hans Chester um The Dead Arm 2005 á YouTube. Einnig má sjá hann vídeóblogga um hin tvö stóryrki víngerðarinnar; The Ironstone Pressings 2005 (smelltu hér) og The Coppermine Road 2005 (smelltu hér).

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, sjónvarp

Gary Vaynerchuk heldur vínsmökkun hjá Conan O’Brian

Það hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá Gary Vaynerchuk sem heldur úti Wine Library TV vídeóblogginu (smelltu til að sjá hann vídeóblogga um The Hermit Crab).

Gary var gestur hjá Conan O’Brian síðasta miðvikudag og lét hann Conan smakka nokkur vín og jappla á alls kyns efnum sem menn finna gjarnan í víni eins og tóbaki, kirstuberjum, mold og grasi.

Og sveittum sokki.

Þetta er frekar fyndið.

Færðu inn athugasemd

Filed under grín og glens, sjónvarp, vínsmökkun, wine library tv

Umsögn um Laughing Magpie á Youtube

.

The Laughing Magpie fær flotta umsögn í vídeóblogginu hjá þessum tveimur kátu Áströlum.

Þeir benda m.a. á þá staðreynd að í þessu dökka og mikla rauðvíni leynist hvítvínsþrúgan Viognier.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, sjónvarp, Vínblogg

Gary Vaynerchuk vídeóbloggar um The Hermit Crab frá d’Arenberg

Gary Vaynerchuk er með næstum daglegt vídeóblogg þar sem hann situr við skrifborð og smakkar eitt eða nokkur vín og gefur þeim einkunn. Skrautlegur náungi sem kjaftar mikið og talar hátt en er alls ekki svo vitlaus. Óhefðbundnar lýsingar hans (þetta vín er eins og hunangshúðaður skoppubolti – eða – þetta vín er eins og sauerkraut) hitta oft naglann á höfuðið – á sinn hátt.

Hann fjallaði nýlega um The Hermit Crab 2005 frá d’Arenberg og þrjú önnur vín sem öll höfðu fengið afbragðseinkunn hjá amerískum víngagnrýnendum en kosta samt lítinn pening.

„WINE ALERT“ segir hann þegar hann kemur að The Hermit Crab 2005 og fellur nánast í stafi yfir því hversu gott vínið er fyrir verðið. Ólíkt hinum vínunum vill hann gefa því enn hærri einkunn en Robert Parker hafði gert (90 stig) og gefa því 91+.

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, sjónvarp

Montevetrano – ný vefsíða og vídeó af sultugerð

.

Það fer ekki mikið fyrir Montevetrano í okkar kynningum á póstlistanum eða annars staðar enda framleiða þau svo lítið – bara eitt vín, rauðvín, sem kostar 5.500 kr.

Montevetrano rauðvínið er eitt af flaggskipum víngerðar á S-Ítalíu. Ég gat því ekki stillt mig um að flytja inn nokkra kassa af 2001 árganginum fyrir um þremur árum síðan. Síðan biðum við aðeins þar til sl. desember þegar við tókum næstu þrjá árganga á eftir 2002, 2003 og 2004. Þeir eru gott sem uppseldir, kannski 2 flöskur eftir af 2001-2003, engin af 2004.

Montevetrano vefsíðan var alltaf frekar lummuleg og aldrei uppfærð og því alls ekki í takt við gæði vínsins þar til núna þegar þau settu á laggirnar nýja síðu sem er mjög falleg og inniheldur góðar upplýsingar. Kíktu á þetta vídeó til að sjá hvernig þær eru búnar til.

Montevetrano hefur búið til sultur samhliða víngerðinni. Ég smakkaði þær á Prowein fyrir tveimur árum síðan og heillaðist mjög. Meiriháttar einfaldlega og hver veit nema maður kippi þessu einhvern tímann inn til landsins. Hráefnið er ræktað og unnið á staðnum, ótrúlega gott og ferskt, þykkt og konsentrerað þannig að það má þynna það út í sósur eða súpur t.d. Bestar þóttu mér appelsínu- og lauksultan með piparnum, paprikusultan með chilipipar og sellerísultan með sítrónunni. 

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, matur, montevetrano, sjónvarp, vefsíður

Wine Spectator smakkar Chateau Flaugergues 2003 (vídeó)

.

Ég hef ekki farið eins mikið á Wine Spectator vefsíðuna eftir að þeir byrjuðu að rukka fyrir aðganginn en ein skemmtileg nýjung á síðunni kostar ekki neitt – vídeó af smökkunum, víngerð og fleiru.

Í vídeói sem kallast „Time to Shine in Southern France“ sýnir Kim Marcus fram á hversu góð víngerð er orðin í Languedoc héraðinu og smakkar þrjú vín , eitt rautt, eitt hvítt og eitt rósa, því til staðfestingar.

Rauðvínsfulltrúann könnumst við vel við, þar er okkar vín Chateau du Flaugergues 2003 á ferðinni en tímaritið gaf því 92 stig fyrir þann árgang. Greinlega verðugur fulltrúi héraðsins að þeirra mati.

Horfðu á Marcus smakka og lýsa víninu í vídeóinu.

Hann bendir m.a. á hversu vínið er fágað frekar en kröftugt.

Það á enn frekar við um 2004 árganginn sem er ekki eins sætur í nefi enda ekki eins heitt sumarið 2004 heldur vínið að sumu leyti jafnara. Litur og stíll minnir næstum á Pinot Noir frá Búrgúnd. Vínið er enn að opna sig og spái ég því að það gefa meira af sér í sumar heldur en nú. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Wine Spectator segir um þennan árgang en ég spái því að hann nái ekki að jafna dóma þeirra um 2003 heldur hljóti svona 90 stig.

Færðu inn athugasemd

Filed under árgangar, dómar, flaugergues, frakkland, languedoc, sjónvarp, wine spectator

Thomas Keller býr til Gnocchi með sveppa- og graskerssósu: Vídeó

Við vorum að bæta tengli á Epicurious matar- og uppskriftavefinn á undir „Uppskriftir“.

Þar er t.d. hægt að nálgast þetta vídeó sem sýnir Thomas Keller búa til Gnocchi á franska vísu. Gnocchi er einstaklega meðfærilegur matur þar sem má skipta út kryddum að vild eða t.d. nota annan ost en þann franska sem Keller notar í þessari uppskrift. Við Rakel höfum t.d. notað brauð eða kartöflur í stað hveitisins sem Keller notar og parmeggiano í stað franska ostsins. Skoðaðu líka þetta vídeó til að sjá hann búa til sveppa- og graskerssósu út á Gnocchi-ið. Einföld tómatsósa (þ.e.a.s. úr ferskum tómötum og basiliku m.a.) klikkar heldur aldrei.

Thomas Keller er einn helsti ofurkokkur Bandaríkjanna með tvo veitingastaði, Per Se í New York og French Laundry í Kalíforníu, sem hafa þrjár Michelin stjörnur. Geri aðrir betur.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, frakkland, matur, pasta, sjónvarp, thomas keller, uppskrift, veitingastaðir