Category Archives: spánn

Laderas á 14,30 krónur fyrir hvert Parker stig

.

Laderas de El Seque 2005 frá Artadi víngerðinni á Spáni fær 90 stig hjá Robert Parker.

Laderas de El Seque kostar 1.290 kr. á sérstöku tilboði í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Það gera aðeins 14,30 krónur fyrir hvert stig sem Robert Parker gefur víninu sem er líklegast lægsta gjald per Parker stig fyrir vín sem við höfum flutt inn.

M.ö.o. miðað við verðið í Vínbúðunum eru þetta bestu kaup sem við höfum flutt inn að mati Robert Parker útgáfunnar.

Lýsingin er einhvern veginn svona:

LADERAS DE EL SEQUE 2005 90 stig
„The 2005 Vinedos de El Seque is composed of 80% Monastrell, 10% Syrah, and 10% Cabernet Sauvignon aged 4-6 months in French oak. Opaque purple-colored, it offers a superior nose of graphite, truffle, mocha, blueberry, and blackberry liqueur. Full-flavored and supple on the palate, its personality is formed by gobs of sweet, ripe fruit with all components in balance. There is enough structure to support several years of bottle age but who will be able to resist it now? It is a sensational value worth buying by the case.“ (www.erobertparker.com)

ATH! Vínið hættir í sölu í Vínbúðunum í byrjun júní en það verður hægt að sérpanta þetta gæðavín eftir þann tíma.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, dómar, el bulli, robert parker, spánn, tilboð, vínbúðirnar

Spánn — tvö rauðvín á tilboði

.

Það dugir ekki alltaf til þótt vínin séu góð, þau bara seljast ekki nógu vel. Þau hafa kannski ekki með nógu eftirminnilegan miða eða grípandi nafn. Eða eru ekki nógu venjuleg heldur „of“ einstök.

Þá er allt í lagi að gefa smávegis afslátt.

Laderas de El Seque (1.290 kr. í stað 1.450 kr.) er frá Alicante héraðinu. Jay Miller sem skrifar nú um vín frá Spáni fyrir Robert Parker útgáfuna gefur þessum árgangi 90 stig og kallar það „sensational value“. Um Orobio Rioja 2004 (1.490 kr. í stað 1.600 kr.) hefur ekki verið fjallað hjá Parker en árgangurinn á eftir, 2005, fær þar 89 stig.

Bæði vínin eru framleidd af Artadi víngerðinni sem er ein skærasta stjarnan á Spáni í dag.

Þau fást í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni. 

Hér er umfjöllunin um El Seque 2005

Laderas de El Seque 200590 stig
„The 2005 Vinedos de El Seque is composed of 80% Monastrell, 10% Syrah, and 10% Cabernet Sauvignon aged 4-6 months in French oak. Opaque purple-colored, it offers a superior nose of graphite, truffle, mocha, blueberry, and blackberry liqueur. Full-flavored and supple on the palate, its personality is formed by gobs of sweet, ripe fruit with all components in balance. There is enough structure to support several years of bottle age but who will be able to resist it now? It is a sensational value worth buying by the case.“

www.erobertparker.com

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, dómar, rioja, robert parker, spánn, tilboð

Metsala á Rioja

.

Vín frá Rioja héraðinu á Spáni náðu metsölu 2006 skv. þessari frétt. Heimssala á vínum frá héraðinu jókst um 4.3% frá árinu áður og náði 261 milljón lítra sölu.

Þrír stæstu markaðirnir utan Spánar eru Bretland, Þýskaland og Bandaríkin.

Skrítið, Orobio Rioja 2004 frá Artadi sem við flytjum inn selst eiginleg ekki neitt.

En eins og ég benti Artadi á þá vantar víninu betri miða þar sem nafnið „Rioja“ er meira áberandi og miðinn sjálfur skrautlegri sbr. marga aðra framleiðendur frá héraðinu.

Ég hef ekki heyrt í Artadi síðan ég sendi þeim þessar vinsamlegu ábendingar.

Vonandi hef ég ekki stígið á neinar tær því mig langar endilega að kaupa El Pison 2004 vínið þeirra sem var að fá 100 stig hjá Robert Parker.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, fréttir, rioja, spánn, vangaveltur

Rioja hvítvín fá að hafa Chardonnay og Sauvignon Blanc

Í þessari frétt á Decanter er fjallað um breytingu á vínlögum í Rioja sem gerir framleiðendum þar kleyft að bæta m.a. þrúgunum Chardonnay og Sauvignon Blanc í hvítvínin.

Einhverjar deilur eru um lagabreytinguna þar sem togast á hugsjónir þeirra sem vilja umfram allt viðhalda hefðinni og þar með útiloka aljþóðaþrúgur eins og Chardonnay og Sauvignon Blanc úr framleiðslu Rioja hvítvína – og þeirra sem finnst hefðin þrengja að sér og vilja því aukið frelsi til að framleiða hvítvín að sínu skapi.

Athugasemdir við fréttina á Decanter eru á báða bóga eins og við mátti búast. Ég sendi sjálfur mína skoðun á þessari frétt og birtist hún vonandi á Decanter eftir helgi. Ég er meira sammála skoðunum frjálshyggjumanna í þessum efnum eins og hans Alders (sem heldur úti Vinography vínblogginu) sem kallar á þessa breytingu „progress“ frekar en „evil globalization“.

Rauðvínin frá Rioja geta verið frábær en man einhver eftir eftiminnilegu hvítvíni frá Rioja sem hann hefur smakkað?

Svarið er örugglega nei. Ekki það að það sé ekki til einhvers staðar eitt og eitt gott hvítvín frá Rioja en líkurnar á að finna það eru hverfandi. Breytingin á lögunum verður líkleg til þess að bæta ímynd hvítvínanna. Hvort Chardonnay og Sauvignon Blanc séu endilega töfraþrúgurnar til að galdra fram góð Rioja hvítvín í framtíðinni skal látið ósagt (mér finnst reyndar Sauvignon Blanc meira spennandi kostur en Chardonnay í þessu sambandi) en aukiið svigrúm og skilningur fyrir viðleitni framleiðenda til þess að betrumbæta hefðina er skref í rétta átt. Verdejo, spánska þrúgan, er líka ný viðbót í þennan kokteil og lofar sú góðu þar sem hún er uppistaðan í prýðilegum hvítvínum frá Rueda.

Fram að þessu hefur Viura (einnig kölluð Macabeo) verið uppistaðan í Rioja hvítvínum, þrúga sem Oz Clarke kallað í bók sinni Grapes and Wines: „a grape which obstinately defies nearly all attempts to turn it into world-class wine.“ Hann nefnir á endanum nokka framleiðendur sem gera bestu vínin úr þrúgunni og er okkar framleiðandi í Rioja, Artadi, þar á meðal.

Við smökkuðum þetta Rioja hvítvín frá Artadi víngerðinni sem ber sama nafn og rauðvínið sem nú fæst í Vínbúðunum, Orobio. Það var prýðilegt en ekki eftiminnilegt og miðað við frábæra flóru rauðvína frá framleiðandanum olli það vonbrigðum. Kannski að Artadi nýti sér nýjar reglur til að endurskoða þetta vín – ég þarf að spyrja hann.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, þrúgur, decanter, fréttir, rioja, spánn, víngerð

Rósavín á uppleið

Rósavínsneysla í Bretlandi er 5-7% af heildarléttvínsneyslu skv. þessari grein í Beveragedaily.com.

Fyrir nokkrum árum var hún aðeins 1%.

Rósavín eru ekki bara í tísku heldur er fólk að átta sig á því hversu miklu betri rósavín eru miðað við gutlið sem það var vant að drekka þegar rósavín voru vinsæl hér í gamla daga.

Ég get ekki sagt að ég sé beinlínis að moka út rósavínum þessa dagana en það getur ekki verið tilviljun þegar tveir góðir veitingastaðir hér í borg hringja í mig að fyrra bragði og spyrjast sérstaklega fyrir um rósavín. Annar þeirra, Vox, býður gestum sínum upp á rósavínin Artazuri og Mourgues du Gres Les Capitelles.

Rósavín eru ekki bara sumarvín frekar en hvítvín. Þau eru jú gleðivín, björt, fersk og hressandi. En hver slær hendinni á móti slíkum eiginleikum í skammdeginu?

Rósavín eru sömuleiðis fjölhæf matarvín, feta stíginn milli hvítra og rauðra og geta gengið í hlutverk þeirra beggja þegar svo ber við.

Færðu inn athugasemd

Filed under artazuri, frakkland, fréttir, mourgues du gres, spánn, vín

Granny Smith, niðursoðnar apríkósur, fjólur og hjólbarðagúmmi

Það kennir ýmissa hjólbarða í gagnrýni Steingríms í Tímariti Morgunblaðsins síðasta sunnudag.

     „LA SPINETTA BRICCO QUAGLIA MOSCATO d’ASTI 2005 léttfreyðandi vín frá Norður-Ítalíu með sætum eplum, allt frá fölgrænum út í Granny Smith í nefi ásamt dísætum og þroskuðum perum. Parfúmerað með nokkurri sætu, svolítið „dekadent“ vín. Einungis 4,5% í áfengi. 1.290 krónur. 17/20 
     D’ARENBERG THE HERMITAGE CRAB McLaren Vale Viognier Marsanne 2004 er hvítvín frá McLaren Vale í Ástralíu, flaskan með skrúfutappa. Rauðvínin frá D’Arenberg hafa verið í sölu um nokkurt skeið og hef ég fjallað um þau áður enda frábær vín þar sem hinar rauðu þrúgur Rónardalsins í Frakklandi sýna á sér skemmtilega hlið. Hér eru það hins vegar hinar hvítu þrúgur Rónardalsins, marsanne og viognier, sem eru í aðalhlutverki. 
     Niðursoðnar apríkósur, ferskjur perur með örlitlum mangó-ávexti í nefi. Kröftugt og ávaxtamikið í munni, feitt með vott af hnetukeim. Fínn fordrykkur og mætti jafnvel reyna með ostum. 1.600 krónur. 18/20 
     ARTADI OROBIO 2004 er ungt og þægilegt vín frá Rioja á Spáni. Það er gert í nútímalegum stíl, þar sem eik og þroski eru ekki í aðalhlutverki heldur kröftugur og ferskur ávöxtur Tempranillo-þrúgunnar þótt vissulega gæti einnig sætra eikaráhrifa í hófi. Rauð ber, kirsuber og hindber ásamt fjólum, kjötmikið og ungt. Nútímalegt og vel gert Rioja-vín. 1.600 krónur. 17/20 
     MAS NICOT COTEAUX DE LANGUEDOC 2003 er sólríkt vín frá Suður-Frakklandi, mjög þroskuð sólber, sviti, hjólbarðagúmmí og Fisherman´s Friends brjóstykur í nefi. Sem sagt hinn ágætasti kokkteill. Öflugt og langt í munni. 1.450 krónur. 18/20“ (Morgunblaðið 20.8.2006, Steingrímur Sigurgeirsson)

Og síðan ein „Mjög góð kaup“ úr Gestgjafanum að lokum. Því miður er vínið góða sem um ræðir hætt í sölu en fæst áfram með sérpöntun (ath. útsöluverð).

CHIARAMONTE NERO D’AVOLA 20034 GLÖS
Af einhverri ástæðu hafa Íslendingar ekki verið nógu duglegir við að tileinka sér vín úr þrúgunni nero d’avola og það þrátt fyrir að vín úr þessari þrúgu séu ákaflega matarvæn og í flestum tilfellum á hagstæðu verði. Þetta vín kemur frá Sikiley (eins og önnur vín úr þessari þrúgu) og frá víngerðinni Firriato sem flestir áhugamenn ættu að þekkja að góðu. Það hefur meðaldjúpan, fjólurauðan lit og meðalopinn ilm af sultuðum kirsuberjum, lakkrís, dökku súkkulaði, þurrkuðum ávöxtum, málmi og spritti. Þetta er kannski ekki flóknasti ilmur sem hægt er að komast í tæri við en hann er sérlega áhugaverður og ávaxtaríkur. Í munni er vínið þétt, langt og vel byggt með góða sýru og mjúk tannín. Það býr yfir glefsum af svörtum, sultuðum kirsuberjum, dökkum berjum, eik, súkkulaði og lakkrís. Verulega ánægjulegt vín sem er gott með flestum dekkri Miðjarðarhafsmat, rauðu kjöti og margvíslegu sjávarfangi líka (merkilegt nokk).
Í reynslusölu vínbúðanna 1490 kr. Mög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2009. “ (Gestgjafinn 8. tbl. 2006, Þorri Hringsson)

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, ástralía, ítalía, d'arenberg, dómar, firriato, frakkland, Gestgjafinn, la spinetta, mas nicot, morgunblaðið, spánn

Ný gagnrýni í Morgunblaðinu: 17 18 18 17

Ný gagnrýni í Morgunblaðinu.

Um Santagostino vínin tvö, rauða og hvíta, hefur Steingrímur fjallað áður, fyrir næstum þremur árum síðan. Hann gaf rauða 18 stig og hvíta heil 19 auk þess að velja það á sérstakan lista það árið, svokallaðan top 10 lista. Þar sem þessi langi tími var liðinn fannst mér ástæða að láta hann hafa nýja árganga af þessum vínum og í tilefni þess að þau voru að byrja aftur í sölu eftir stutta útlegð.

Í nýju greininni fjallar Steingrímur líka um Montepulciano d’Abruzzo frá Umani Ronchi sem er mjög ánægjulegt matarvín með ítalskan sveitasjarma. Steingrímur talar um hráan ávöxt og fjóshaug á jákvæðum nótum sem er miklu meira heillandi kokteill heldur en það gæti hljómað. Þau karaktereinkenni minntu okkur á rauðvín frá Bordeaux.

Einnig ferskt og mjúkt rauðvín frá Alicante á Spáni, Laderas de El Sequé. Artadi víngerðin er á bak við þetta vín sem hlotið hefur víða góð viðbrögð fyrir að vera mikið fyrir lítið

      „UMANI RONCHI MONTEPULCIANO D’ABRUZZO 2004 er rauðvín frá sama framleiðanda og hið vinsæla hvítvín Casal di Serra, sem er ekki bara vinsælt hér á landi heldur einnig eitt besta Verdicchio-vínið frá Castelli di Jesi-svæðinu. 
     Þetta rauðvín er einfalt en gott matarvín (90% Montepulciano og 10% Sangiovese) með nokkuð kröftugum og hráum ávexti, kryddað og með smá fjóshaug í nefi. Vín fyrir góða pastarétti. 1.300 krónur. Góð kaup. 17/20 
     En þá til Sikileyjar og vínframleiðandans Firriato og nýrra árganga af Santagostino-vínum þess, sem áður hafa verið gestir hér á síðunni, enda einstaklega frambærileg vín. 
     FIRRIATO SANTAGOSTINO ROSSO 2002 er rauðvínið í seríunni. Þroskaðar plómur, kókos, vanilla og leður. Í munni heitur ávöxtur en hreinn og þéttur, rúsínur og lakkrís ásamt góðri lengd. 1.690 krónur. 18/20 
     FIRRIATO SANTAGOSTINO BIANCO 2005 er hvítvín í sömu línu, blanda úr þrúgunum Cataratto og Chardonnay. Ferskjur, sítrus, ferskar jafnt sem þurrkaðar og sykurhúðaðar sítrónur. Rjómamjúkt í nefi sem munni en þó með ferskri og þægilegri sýru. 1.690 krónur. 18/20 
     
LADERAS DE EL SEQUÉ MONASTRELL-SYRAH-CABERNET 2005 er rauðvín frá Alicante á Spáni. Það er svolítið Valpolicella-legt í stílnum og þá í jákvæðum skilningi. Mikill og bjartur og heillandi ávöxtur, kirsuber og sólber, sæt og seiðandi, þétt og mjúkt í munni, þykkur áfengur og ljúfur ávaxtasafi, laus við tannín, eik og annað sem truflar stundum. 1.450 krónur. 17/20“ (Tímarit Morgunblaðsins13.8.2006, Steingrímur Sigurgeirsson)

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, ástralía, ítalía, dómar, El Seque, firriato, morgunblaðið, spánn, umani ronchi

Láttu sjá þig með rósavín

Það er þetta með rósavínin. Ímynd þeirra hefur verið svo lituð af slæmum fulltrúum að það hefur næstum gleymst að til eru þau sem eru virkileg góð – kannski ekki flókin, en ánægjuleg og frískleg. Þessi fáu, góðu rósavín hafa aðallega verið drukkin í föðurhúsunum fyrir utan nokkra nörda sem hafa næstum þurft að drekka þau í laumi af ótta við að vera staðnir af verki af vínþekkjurum.

Það getur verið stutt á milli nördisma og tísku. Þá vill sá síðari tímabundið verða það sem sá fyrri einfaldlega er.

Rósavín eru komin af hliðarlínunni. Þau eru í tísku.

Láttu sjá þig með rósavín.

Láttu sjá þig með rósavínskvartettinn okkar; Domaine TempierMas Nicot, Chateau Mourgues du Gres og Artazuri.

Færðu inn athugasemd

Filed under artazuri, frakkland, fréttir, mas nicot, mourgues du gres, spánn, tempier

Laureus World Sports Award goes to…

Castell del Remei 1780, 2001 árg.

Laureus World Sports Award eru óskarsverðlaun íþróttahreyfingarinnar skv. því sem Josep hjá Castell del Remei segir mér. Hann var ánægður með það að 1780 vínið þeirra var eina rauðvínið sem var drukkið með hátíðarkvöldverðinum framreiddum af Sergio Arola en veitingastaður hans La Broche í Madrid hefur tvær Michelinstjörnur. Þarna voru samankomnir nokkrir helstu íþróttamenn heims, skemmtikraftar eins og Jameraqui, leikarar eins og Morgan Freemann og Terri Hatcher og sjálfur konungurinn af Spáni, Juan Carlos. Og svona 800 aðrir.

Öll drukku þau 1780 (eða a.m.k. þeir sem fengu sér rauðvín).

Skál fyrir því!

Hver vill ekki vera í þessum góða hópi?

Færðu inn athugasemd

Filed under castell del remei, fréttir, spánn

Spilagaldrar á Llar de Foc

Jæja, þá erum við komin úr fríi. Skruppum til Salou sem er strandbær 100 km. suður af Barcelona. Stórfjölskyldan fór öll sömul; mamma, systur mínar tvær, menn og börn og nokkrir góðir meðlimir til viðbótar.

Salou er dæmigerður ferðamannastrandbær og almennt lítið spennandi hvað varðar matargerð en þó fundum við marga fína staði. Sérstaklega mæli ég með fiskistöðunum við ströndina þar sem hægt er að fá skelfisk af ýmsu tagi, smokkfisk, sardínur og fleira. Svo var einn all góður á hótelinu okkar Occidental Blau Mar sem var ekki í boði hjá Terranova heldur leigðum við það sjálf og reyndist það prýðisgott, eina hótelið á aðalsvæðinu sem er alveg við ströndina.

Besti veitingastaðurinn var La Llar de Foc á Via Roma (hliðargata af „Laugaveginum“) sem var sá eini með góðan vínlista. Vínlistinn var reyndar frábær. Fyrst röltum við þarna við án þess að borða en keyptum flösku af Mauro 1998 og drukkum úti á svölum uppi á herbergi. Mjög gott vín úr Tempranillo þrúgunni að mestu.

Nokkrum dögum síðar fórum við þangað til að borða og drekka.  Þá kíktum við niður í vínkjallarann þar sem stoltur eigandinn sýndi okkur einhver fágætustu vín Spánar. Þarna voru 100 ára gamlar gersemar m.a. í bland við fjölda árganga af rómaðasta víni landsins, Vega Sicilia. Hégómi undirritaðs fékk svo sitt nauðsynlega kitl þegar hann benti á vínin okkar frá Artadi og kallaði þau bestu vínin í Rioja. Ég stillti mig samt og lét vera að lýsa því yfir að ég flytti þau til Íslands enda eiginkonurnar farnar að senda okkur sms um að forréttirnir væru farnir að kólna. Ég bað um að fá flösku af Numanthia frá Toro vínhéraðinu (uppáhaldsvín Roberts Parker og fleiri) en hann vildi ekki láta okkur hafa hana því honum fannst vínið of ungt. Við völdum þá magnum flösku af Clos Mogador 1995 sem kemur frá Priorat vínhéraðinu u.þ.b. 30 kílómetra vestur af Salou. Ilmurinn af víninu var eftirminnilegur með áberandi steinefnum og vínið allt hið besta.

Matur var góður, steikurnar í sérflokki. Ég fékk mér entrecote af uxa (þ.e.a.s ekki ungnauti) „rare“ sem var dekksta og bragðmesta nautakjöt sem ég hef smakkað. Það var ofsalega mjúkt og gott þótt ég verði að viðurkenna að svona þroskað nautakjöti er svona alveg um það bil við það að fara út af sporinu. Almenn ánægja ríkti við borðið um gæði matarins og feykilega góðir spilagaldrar eigandans vöktu mikla lukku. Í lokin var drukkið styrkt vín Pedro Ximénez frá Malaga sem er ólíkt sérrí (jerez) fyrir það hversu sætt það er. Það var feitt og sætt með áberandi sveskju. Ég keypti flösku til að taka með til landsins. Við tókum hana upp í gær og fengum vægt sykursjokk, stakk henni inn í ísskáp og ætla að prófa hana kælda næst.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, ferðalög, hótel, rioja, spánn, veitingastaðir