Category Archives: tempier

Wine Spectator Top 100 2010 — Flaccianello trompast aftur

ws100Bandaríska víntímaritið Wine Spectator var að gefa út hinn árlega TOP 100 lista yfir vín ársins 2010.

Listinn er ekki skipaður 100 einkunnahæstu eða „bestu“ vínum ársins heldur eru þáttaðir inn hlutir eins og verð og aðgengi víns.

M.ö.o. listi yfir framúrskarandi vín að mati blaðsins, hvernig sem á það er litið.

Í fyrra var eitt af okkar vínum í svokölluðum Top 10 hluta listans, Flaccianello 2006 frá Fontodi. Þær 120 flöskur sem við fengum af þessu víni voru fljótar að fara en eingöngu var hægt að kaupa það með sérpöntun í gegnum ÁTVR (þeas. vínið fékkst ekki í hillum Vínbúðanna).

Nú hefur hið merkilega gerst að 2007 árgangur af Flaccianello nær líka inn á listann í ár en ekki hefur það gerst oft að sama vínið geri það tvö ár í röð. Reyndar er þetta í þriðja sinn sem Flaccianello kemst á Top 10 listan tímaritsins síðasta áratug sem er einstakt. 2007 árgangur kemur hingað til lands á næsta ári.

Til hamingju Giovanni Manetti og fjölskylda!

Við eigum reyndar fleiri vín á Top 100 listanum eða framleiðendur sem við flytjum inn eða höfum flutt inn. Fyrir utan Flaccianello 2007, sem er í 8. sæti listans, má finna Chateau Flaugergues Cuvee Sommeliere 2007 í 50. sæti, Christian Moreau Chablis Les Clos 2008 í 59. sæti, d’Arenberg The Stump Jump 2008 í 63. sæti, Chateau de Lascaux Languedoc 2008 í 85. sæti, Chateau Saint Cosme Cotes de Rhone 2008 í 88. sæti og Domaine Tempier Bandol Rose 2009 í 99. sæti.

3 athugasemdir

Filed under Chateau du Lascaux, christian moreau, d'arenberg, fontodi, saint cosme, tempier, verðlaun/viðurkenningar, wine spectator

Uppskrift: Rauðrófurísotto með lerkisveppum frá Móðir jörð

Klukkan 18.00 í dag starði ég svangur en andlaus inn í ísskápinn.

Hvað í ósköpunum var hægt að gera í matinn?

Í ísskápinum voru rauðrófur og fennel frá Móðir Jörð og það rifjaðist upp fyrir mér að við áttum frosna lerkisveppi, sömuleiðis frá Móðir Jörð. Þá datt mér í hug að að prófa rísottó úr þessum afurðum en svepparísótto hefur löngum verið þjóðarréttur á N-Ítalíu þótt ekki sé ég viss um að rauðrófur hafi oft slysast þar með.

Ég skar rauðrófuna (1 stk) mjög smátt og lét malla ásamt brytjuðu fenneli (smá stubbur og „hár“) í slatta af ólífuolíu og smá rauðvíni í 10 mínútur. Þá fór einn bolli af arborio grjónum út í ásamt bolla af vatni. Soðið á vægum hita í opnum potti í 20 mínútur eða svo og vatni sífellt bætt við til að halda raka í grjónunum og svo þau brenni ekki (örugglega fara 6-8 bollar af vatni þegar upp er staðið). Þá fóru brytjaðir lerkisveppir út í (frosnir). Soðið í svona 10 mínútur í viðbót og vatni bætt á eins og þarf ásamt grænmetiskrafti frá Sollu (2-3 matskeiðar) og pipar. Þegar grjónin voru tilbúin (mjúk undir tönn en ekki ofsoðin heldur mátulega stinn) tók ég pottinn af pönnunni og bætti út í fullt af ferskri steinselju (gróft skorinni) og slatta af rifnum parmeggiano osti og smá smjörklípu.

Sniðugt að bera fram með því að dreifa vel úr á diskinum, fletja út.

Með þessu var sopið á restum gærdagsins, Bandol rauðvíni frá Tempier, en gott hvítvín frá S-Ítalíu eins og Falanghina frá Bisceglia eða rauðvín frá Piemonte héraði í N-Ítalíu eins og Dolcetto d’Alba frá Luciano Sandrone væri eðalgott.

Færðu inn athugasemd

Filed under bisceglia, frú lauga, móðir jörð vallanesi, tempier, uppskrift, vín

De Long fjallar um „The War of the Rosés“

 Sumir skrifa betri texta en aðrir.

De Long er einn þeirra. Hann getur skrifað um vín af miklum húmor og hitt naglann á höfuðið í leiðinni.

Ég er á póstlistanum hans og var að fá frá honum greinina The War of the Rosés þar sem hann fjallar um rósavín og smakkar í framhaldinu 14 stykki með félögum sínum.

Í öðru sætir lendir vínið okkar Bandol frá Tempier en De Long sjálfum finnst það reyndar vera besta rósavínið í hópnum.

Hér lúra 30 flöskur um það bil af Bandol 2004 sem ólíkt flestum rósavínum þroskast vel með aldrinum. Það er í topp formi (nýbúinn að gera rannsókn). Á gamla verðinu 2.290 kr. er þetta kostakaup en ég hugsa að nýr árgangur á nýju gengi yrði á um 3.000 kr. ef ekki rúmlega það.

Færðu inn athugasemd

Filed under de Long, rósavín, tempier

Wine Spectator Top 100 2007

.

Wine Spectator var að gefa út Top 100 listann sinn.

Við eigum þrjú vín á listanum, The Hermit Crab 2006, Flaccianello 2004 og Tempier Bandol Migua 2004 sem við höfum reyndar ekki flutt inn þótt við vinnum með framleiðandanum.

Við áttum eitt vín á listanum í fyrra, The Struie 2004 frá Torbreck (lestu bloggið).

Önnur vín sem við eigum og hafa náð nýlega á listann eru t.d.  Chateau de Flaugergues, Bandol frá Tempier (ekki Migua) og Chianti Classico Riserva frá Castello di Querceto (tvisvar).

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, d'arenberg, dómar, flaugergues, tempier, torbreck, wine spectator

Mjög spes vín þessi sérlistavín

Sérlisti er safn vína sem valin eru í úrval Vínbúðanna gegnum vínsmökkun starfsmanna ÁTVR og gesta. Ég hef sjálfur tekið þátt í svoleiðis smökkun. Þetta eru undantekningalaust svokölluð „betri vín“, sem að jafnaði tolla illa í hillum Vínbúðanna þar sem þau uppfylla ekki sölukröfur. þess vegna er búinn til þessi listi svo þau haldi plássi sínu þrátt fyrir að seljast lítið. Þau auka við flóruna sem stundum verðum svolítið einsleit, ekki síst í smærri Vínbúðum.

Sérlistavín fengust aðeins í Heiðrúnu og Kringlunni en nú er þeim þeytt út í einar 20 vínbúðir eða svo.

Við áttum eitt vín á þessum lista en fimm voru að bætast við. Við áttum ekki svo mikinn lagar af þeim hins vegar þannig að þau fást ekki svo víða og sem fyrr er Heiðrún og Kringlan öruggustu staðirnir til að finna þau á.

St. Valentin Sauvignon Blanc frá San Michele Appiano (hvítvín, Ítalía) – 2.890 kr.
Montiano frá Falesco (rauðvín, Ítalía) – 3.590 kr
Nebbiolo d’Alba frá Luciano Sandrone (rauðvín, Ítalía) – 3.100 kr
Barolo Le Vigne frá Luciano Sandrone (rauðvín, Ítalía) – 7.400 kr
Bandol frá Domaine Tempier (rauðvín, Frakkland) – 2.890 kr
The Struie frá Torbreck (rauðvín, Frakkland) – 3.890 kr

Þetta er glæsilegur listi.

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, falesco, luciano sandrone, tempier, torbreck, vínbúðirnar

Winelovers elska Tempier í Bandol

Einn prýðilegur vettvangur til að ræða um vín er á vefsíðunni hennar Robin Garr www.wineloverspage.com

Þema októbermánaðar er Bandol í S-Frakklandi en þar eigum við einn fulltrúa sem jafnan er nefndur sá besti á staðnum, Domaine Tempier.

Í innganginum hennar Robin að Bandol-umræðunni er Tempier einmitt fyrsta nafnið sem kemur upp, slíkt gerist eiginlega alltaf þegar rætt er um vín frá Bandol í jákvæðum tilgangi.

Skoðaðu listann yfir umræðuefnin í september og ágúst (Bandol umræðuþræðir eru efst á listanum)

Skoðaðu líka þessa skemmtilegu umræðu um rósavínið frá Domaine Tempier sem fór fram hjá Winelovers fyrr í sumar.

Færðu inn athugasemd

Filed under frakkland, tempier, vefsíður

Láttu sjá þig með rósavín

Það er þetta með rósavínin. Ímynd þeirra hefur verið svo lituð af slæmum fulltrúum að það hefur næstum gleymst að til eru þau sem eru virkileg góð – kannski ekki flókin, en ánægjuleg og frískleg. Þessi fáu, góðu rósavín hafa aðallega verið drukkin í föðurhúsunum fyrir utan nokkra nörda sem hafa næstum þurft að drekka þau í laumi af ótta við að vera staðnir af verki af vínþekkjurum.

Það getur verið stutt á milli nördisma og tísku. Þá vill sá síðari tímabundið verða það sem sá fyrri einfaldlega er.

Rósavín eru komin af hliðarlínunni. Þau eru í tísku.

Láttu sjá þig með rósavín.

Láttu sjá þig með rósavínskvartettinn okkar; Domaine TempierMas Nicot, Chateau Mourgues du Gres og Artazuri.

Færðu inn athugasemd

Filed under artazuri, frakkland, fréttir, mas nicot, mourgues du gres, spánn, tempier