Category Archives: tilboð

Hin hérumbil árlega haustútsalalini-lambrusco-scuroÚtsalan er farin aftur af stað.

Svolítill afsláttur af tíu góðum vínum (þar af eitt grappa) sem væri ekki svo galið að næla sér í fyrir jólin.

Mikið neðar var ekki komist í verðum því restin fer að mestu til Skattmanns.

Vínin hafa hætt sölu í Vínbúðunum og því aðeins hægt að kaupa þau á útsölunni. Þau eru öll virkilega góð, hvert með sínum hætti.

Fyrirkomulagið er mjög einfalt. Þú velur vínin og magnið og gefur upp tilheyrandi upplýsingar og 5 dögum síðar eða svo sækir þú pöntunina í þá Vínbúð sem þú óskar eftir.

Smelltu hérna til að skoða útsölulistann og panta

Ekki hugsa þig tvisvar um og alls ekki þrisvar, tvö vínanna eru nú þegar næstum uppseld.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under útsala, tilboð, vínbúðirnar

Chablis á bónus verði

Í tilefni af því að ný sending er væntanleg frá Christian Moreau í Chablis fórum við yfir lagerstöðuna og fundum nokkur gler (6-18fl af hverri sort) af gömlum árgöngum frá þeim tíma sem Íslendingar voru ríkir og krónan sterk.

Reyndar finnst okkur þessi flottu hvítvín úr Chardonnay þrúgunni svo góð og við næstum tímum ekki að láta þau frá okkur en við getum nú ekki drukkið allt sjálf, jafnvel ekki með góðri hjálp – og við munum taka frá nokkrar flöskur handa okkur líka.

Vínin sem um ræðir eru þrjú og voru keypt þegar evran kostaði undir 100 krónum. Þau eru því frábær kaup í ljósi þess að ný sending verður leyst út á genginu 175 eða svo. Verðið er því mjög „2007“ og ættu unnendur ekta Chablis-vína að sperra eyrun.

Þetta eru vínin þrjú: Chablis 1er Cru Vaillon 2006Chablis Grand Cru Vaudesir 2004 og Chablis Grand Cru Les Clos „Hospices Les Clos“ 2004 – og mætti lýsa stílnum almennt svo að þau eru vel þurr, djúp fremur en breið, með dæmigerðum steinefnaeinkennum Chablis vína og þægilegum en ekki of sterkum eikarblæ, fáguð og í flottu jafnvægi.

Áhugasamir sendi okkur póst á vinogmatur@vinogmatur.is til að fá upplýsingar um lagerstöðu og hvernig maður ber sig við að sérpanta þau í Vínbúðunum.

Færðu inn athugasemd

Filed under christian moreau, tilboð

Útsalan vekur sterk viðbrögð

Það er varla hægt að tala um að útsalan sé ennþá í gangi því aðeins ein tegund er eftir af þeim 8 sem lagt var upp með. Það er samt ennþá hægt að panta hana á meðan birgðir endast.

Og nú ætla ég ekki að vera eins og Ríkisstjórn Íslands og gefa sem minnst upp heldur upplýsi hér með að seldar voru um 1.200 flöskur á útsölunni.

Við græddum ekkert á þessu nema ánægjuna með þessi góðu viðbrögð.

Eitt skrítið gerðist. Nýtt nnkaupakerfi ÁTVR var ekki tilbúið til þess að skrá eitt og sama vínið á mismunandi verðum og fengu því allir 5% aukaafslátt sem auglýstur var eingöngu til handa þeim sem keyptu vín í kassavís. Líklegast náum við samt að laga það fyrir næstu útsölu.

2 athugasemdir

Filed under útsala, fréttir, tilboð

Útsala, útsala!

HIn árlega rauðvínsútsala er komin í gang og í fyrsta skipti notum við nýtt innkaupakerfi sem gerir fólki kleyft að panta á netinu.

Þú pantar vínið með því að nýta þér kerfið okkar en sækir að sjálfsögðu sem fyrr í Vínbúðirnar.

Þessi fítus hefur verið í bígerð lengi og er þetta fyrsta skrefið í þá átt að bjóða til sérpöntunar ýmis vín, smakkpakka og þvíumlíkt sem fasta liði á vefnum okkar.

Þetta er í raun einfalt kerfi; þú hakar við þau vín sem þú hefur áhuga á, gefur upp nafn, netfang, kennitölu og síma og velur jafnframt í hvaða Vínbúð þú vilt sækja pöntunina þegar hún er tilbúin. Þegar því er lokið sendir þú pöntunina og þá fer hún beina leið, í þínu nafni og með þínu netfangi, til ÁTVR sem staðfestir móttöku pöntunar með því að svara þér tölvupóstinum og lætur síðan vita þegar hún er tilbúin til að vera sótt.

Einfalt er það ekki?

En að útsöluvínunum. Þau eru 8 talsins, allt rauðvín. Lágmarkspöntun er 12 flöskur sem má velja og blanda að vild en ef teknar eru 12 flöskur eða meira af sömu sort þá er veittur 5% aukaafsláttur af útsöluverði þeirrar sortar.

Smelltu hér til að fara inn á útsölusíðuna

Við þökkum þau góðu viðbrögð sem útsalan hefur þegar vakið og vonum að vínin veki lukku hjá þér og þínum.

Færðu inn athugasemd

Filed under útsala, tilboð

Vín á tilboði yfir hátíðarnar

.

Eins og vanalega fengum við að tilnefna nokkur vín á sérstakan hátíðarvínlista Vínbúðanna sem gildir til áramóta.

Við tilnefndum 5 reynsluvín og fást þau þá ekki bara í Kringlunni og Heiðrúnu næstu vikurnar heldur líka í Smáralind, Eiðistorgi, Skeifunni, Hafnarfirði og á Akureyri.

Með svolitlum afslætti meira að segja.

Þetta eru vínin, tilboðsverðin og í sviga er matarflokkurinn sem þau þykja henta best með.

Castello di Querceto Chianti Classico Riserva – 2.350 kr. (m. lamba- og nautakjöti)
Arnaldo Caprai Belvedere – 1.590 kr. (m. ljósu kjöti)
Arnaldo Caprai Grecante – 1.690 kr. (m. fiski)
d’Arenberg The Stump Jump rautt – 1.490 kr. (m. ljósu kjöti)
d’Arenberg The Stump Jump hvítt – 1.390 kr. (m. fiski)

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, castello di querceto, d'arenberg, tilboð, vínbúðirnar

Sumarvín í Vínbúðunum

Það standa yfir sumarvíndagar í Vínbúðunum.

Við eigum 5 vín þar sem eru á tilboði fram yfir verslunarmannahelgi.

Casal di Serra (1.490 kr. í stað 1.590 kr.) er vinsælt hvítvín frá Umani Ronchi í Le Marche héraði á Ítalíu. Það er eingöngu framleitt úr Verdicchio þrúgunni og hefur verið eitt vinsælasta ítalska hvítvínið í Vínbúðunum síðustu ár.

The Footbolt (1.690 kr. í stað 1.790) er bragðmikið rauðvín frá d’Arenberg í McLaren Vale í S-Ástralíu og er hreint Shiraz. Við völdum það fyrsta keðjuvínið okkar.

Lou Maset (1.490 kr. í stað 1.600 kr.) er karaktermikið rauðvín frá Domaine d’Aupilhac í Languedoc héraði Frakklands. Það er samsett úr nokkrum þrúgum og er bæði lífrænt og bíódýnamískt.

Grecante (1.690 kr. í stað 1.790 kr.) er ofurljúft hvítvín frá Arnaldo Caprai í Umbria héraði á ítalíu. Það heitir í höfuðið á þrúgunni sem það er úr, þ.e.a.s „Grechetto“ og er mikið og gott matarvín, þykkt og aðlaðandi.

Chateau de Flaugergues (1.650 kr. í stað 1.750 kr.) er vel gert og heillandi rauðvín frá samnefndum framleiðanda í Languedoc héraði Frakklands sem hitti í mark þegar það kom fyrst á markað fyrir ári síðan. Þetta er svokallað GSM vín, þ.e.a.s. það er framleitt úr þrúgunum Grenache, Syrah og Mourvédre.

Þessi vín eru öll góð kaup. Mikið fyrir lítið.

Nú á enn betra verði.

Færðu inn athugasemd

Filed under aupilhac, caprai, d'arenberg, flaugergues, tilboð, umani ronchi, vínbúðirnar

Laderas á 14,30 krónur fyrir hvert Parker stig

.

Laderas de El Seque 2005 frá Artadi víngerðinni á Spáni fær 90 stig hjá Robert Parker.

Laderas de El Seque kostar 1.290 kr. á sérstöku tilboði í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni.

Það gera aðeins 14,30 krónur fyrir hvert stig sem Robert Parker gefur víninu sem er líklegast lægsta gjald per Parker stig fyrir vín sem við höfum flutt inn.

M.ö.o. miðað við verðið í Vínbúðunum eru þetta bestu kaup sem við höfum flutt inn að mati Robert Parker útgáfunnar.

Lýsingin er einhvern veginn svona:

LADERAS DE EL SEQUE 2005 90 stig
„The 2005 Vinedos de El Seque is composed of 80% Monastrell, 10% Syrah, and 10% Cabernet Sauvignon aged 4-6 months in French oak. Opaque purple-colored, it offers a superior nose of graphite, truffle, mocha, blueberry, and blackberry liqueur. Full-flavored and supple on the palate, its personality is formed by gobs of sweet, ripe fruit with all components in balance. There is enough structure to support several years of bottle age but who will be able to resist it now? It is a sensational value worth buying by the case.“ (www.erobertparker.com)

ATH! Vínið hættir í sölu í Vínbúðunum í byrjun júní en það verður hægt að sérpanta þetta gæðavín eftir þann tíma.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, dómar, el bulli, robert parker, spánn, tilboð, vínbúðirnar