Category Archives: tímarit

Robert Parker hrósar Falesco í viðtali við Business Week

.

Falesco víngerðin sendi mér viðtal við Robert Parker sem birtist í Business Week í fyrradag.

Hann lofar víngerðina hástert og gefur Vitiano vínunum okkar, rauða og hvíta, 89 stig.

Lestu viðtalið

Þeir sem hafa lesið þetta blogg, eru áskrifendur af póstlistanum eða hafa einhvers staðar hlustað á boðorð undirritaðs ættu að hafa tekið eftir því að þessi víngerð hefur verið að hrúga inn viðurkenningum. Þá meina ég viðurkenningum sem skipta máli. T.d. að Vitiano Rosso var kosið Bestu rauðvínskaup Ítalíu í bæði Gambero Rosso og Wine Spectator, vín mánaðarins í Gestgjafanum og fékk 18 af 20 í Mbl. á meðan Vitiano Bianco fékk ein 19 af 20 í Mbl.

Jamm.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, business week, dómar, falesco, fréttir, robert parker, tímarit, viðtal

Firriato aftur valinn Vínframleiðandi ársins á Ítalíu

.

Sikileyska víngerðin Firriato hefur gert það gott í ítölsku pressunni undanfarin ár en fáir hafa tekið jafn miklu ástfóstri við eyjaskeggjana og víntímaritið Il Mio Vino (nema ef vera kynni Luca Maroni).

Í annað sinn á þremur árum fær Firriato þessa viðurkenningu hjá tímaritinu og rauðvínið Ribeca var valið besta rauðvínið í sínum flokki (ítölsk rauðvín sem kosta á milli 15-30 Evrur).

Ég hef smakkað Ribeca en ekki ennþá flutt það inn, það gæti þó alveg gerst. Ribeca kostar það svipað og Harmonium sem er í uppáhaldi hjá mörgum gestum á La Primavera í Austurstræti. Santagostino vínin, rauða og hvíta, fást hins vegar í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni á 1.790 kr.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, firriato, la primavera, tímarit, veitingastaðir