Category Archives: torbreck

Vín vikunnar — Torbreck Juveniles 2006

.

24 stundir fengu ekki alls fyrir löngu nýjan liðsmann til þess að fjalla um vín og er það hún Alba á VOX. Alba er snjöll og metnaðarfull og gaman að sjá hana í þessu aukahlutverki á dagblaðinu.

Vikulega birtir hún Vín vikunnar og hefur til dæmis Stump Jump hvítvínið hlotið þá nafnbót (sjá blogg). Hún mælir líka með hinum og þessum vínum, eða bjór, með uppskriftum sem birtar eru í dagblaðinu.

Þessa vikuna velur hún Juveniles 2006 frá Torbreck sem Vín vikunnar.

Torbreck Juveniles 2006Vín vikunnar
Aðlaðandi og opið í nefi, kröftugur ilmur af svörtum berjum, ferskum kryddjurtum, balsamik, leðri og steinefnum með vott af sætleika. Rúnnað í muni með áberandi skóbarberjasultu, hrásykri og tóbakslaufum. Þroskuð og feit tannín fylgja þéttri og tilkomumikilli fyllingu með safaríkum og heitum endi. 
Veigamikið rauðvín sem tilvalið er að para með lamba- og nautkjöti, grillmat eða hafa eitt og sér. Tilbúið til neyslu strax en má geyma í 6-7 ár.
Þrúgur: 60% Grenache, 20% Shiraz og 20% Mourvedre. Land: Ástralía. Hérað: Sourth Australia – Barossa. 2.394 kr. “ (24 Stundir 9. ágúst 2008) 
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, torbreck, vox

Decanter: „Er ekki tími til kominn að taka áströlsk vín alvarlega?“

Við höfum flutt inn vínin frá Kay Brothers nokkuð lengi. Upplagið er lítið og þau svona fljóta með stærri pöntunum frá Torbreck og ekki síst d’Arenberg en d’Arenberg og Kay Brothers eru nágrannar í McLaren Vale héraði  í S-Ástralíu.

Við tökum bara tvö rauðvín frá Kay Brothers og eru þau bæði úr shiraz þrúgunni, Hillside Shiraz og Block 6.

Robert Parker nokkur hefur lengi verið örlátur á stigin sín þegar kemur að þessum tveimur vínum og gefið hinu fyrrnefnda hæst 95 stig og því síðarnefnda 98 stig. Að öðru leyti hef ég ekki séð Kay bræðurnar dúkka svo oft upp í vínpressunni yfir höfuð, það virðist fara lítið fyrir þeim. Líklegast vegna þess að fyrirtækið er lítið og virðist ekki stunda mikla markaðssetningu.

Kay Brothers er m.ö.o. gott dæmi um þá framleiðendur sem eru til umfjöllunar í desember hefti breska víntímaritsins Decanter. Þeir eru ekki allir litlir framleiðendur en að mati tímaritsins eru þeir dæmi um þá grósku sem á sér stað í ástralskri víngerð um þessar mundir og sér ekki fyrir endann á.

Greinarhöfundurinn Matthew Jukes lofar áströlsku vínin hástert, ekki síst fyrir gott verð og gæði og mikla fjölbreidd sé álfan skoðuð í heild sinni. Hann varar þó við því að áströlsk vín séu fyrst og fremst metin fyrir sín góðu kaup þótt sú ímynd hafi verið þeim mikill styrkur í kröftugri markaðssetningu síðustu ár því hún skyggi á hið raunverulega gildi ástralskra vína – gæðin.

„Er ekki tími til kominn að taka áströlsk vín alvarlega?“ er fyrirsögn greinarinnar.

Greinarhöfundur gengur nokkuð langt í þá átt að lýsa Ástralíu sem framleiðanda bestu vína á jörðu þegar hann ber vín álfurnnar saman við vín frá nýja eða gamla heiminum, og skýtur kannski aðeins yfir strikið með stórkostlegar yfirlýsingar. Það er samt full ástæða til þess að benda á gæði og margbreytileika ástralskrar vínframleiðslu og hvetja fólk til þess að sjá í gegnum vegg af ódýrum súpermarkaðsvínum sem þaðan streyma og prófa eitthvað sem sýnir betur hversu álfan er megnug þótt það kosti að jafnaði aðeins meira.

Hér eru þrjú vín sem ég legg til:

HIllside frá Kay Brothers
Juveniles frá Torbreck
The Laughing Magpie frá d’Arenberg

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, decanter, kay brothers, torbreck, vangaveltur

Ný syrpa af Torbreck vínum

„[O]ne of the world’s greatest wine estates.“ segir Jay Miller sem fjallar nú um áströlsk vín fyrir Robert Parker vínpressuna The Wine Advocate.

Nýju árgangarnir sem við fengum ekki fyrir löngu fá frábærar einkunnir og er Run Rig þar fremst á meðal jafningja sem fyrr en 2004 árgangurinn fær 99 stig. The Run Rig er að mestu leyti úr Shiraz en hefur jafnframt ofurlítið af hvítvínsþrúgunni Viognier – svona eins og The Laughing Magpie frá d’Arenberg.

Eitt vín frá Torbreck erum við að fá í fyrsta sinn og er það The Descendant. Það rennur undan rifjum The Run Rig og dregur nafn sitt af því. Þ.e.a.s. það er framleitt úr sömu þrúgum og af sömu vínekrum en sem eru af ekki af alveg nógu miklum gæðum fyrir drottninguna sjálfa. Það fær því ekki nema (!) 97 stig í Parker útgáfunni.

The Factor höfum við flutt inn í nokkur ár og fær 2005 árgangurinn 97 stig eins og The Descendant.

En að þeim Torbreck-vínum sem fást í Vínbúðunum. Þau er tvö, bæði rauð. The Struie 2005 fær 94 stig í Parker útgáfunni og The Juveniles 2005 fær 91 stig.

Run Rig 200499 stig
The flagship 2004 Run Rig is 96.5% Shiraz and 3.5% Viognier with the Shiraz component aged for 30 months in a mixture of new and used French oak. Yields were a minuscule 14 hl/ha (about 1 ton per acre). Saturated opaque purple/black, it has a remarkably kinky, exotic perfume of fresh asphalt, pencil lead, smoke, pepper, game, blueberry and black raspberry. Full-bodied and voluptuous in the mouth, the wine is dense and packed, with amazing purity, sweet tannins, and a complex collection of sensory stimuli. The wine demands 10 years of cellaring and will provide hedonistic delights through 2035+.

The Descendant 2005 – 97 stig
The 2005 Descendant is composed of 92% Shiraz and 8% Viognier which are co-fermented. The fruit is sourced from a relatively young vineyard in Marananga planted with 11-year-old cuttings from the Run Rig vineyards and aged for 18 months in 2.5-year-old French barrels previously used for Run Rig. Opaque purple, with glass-coating glycerin, it offers up a complex array of lavender, violets, blueberry, blackberry, and fresh road tar. Full-bodied, on the palate the wine has great concentration with a noticeable uplift from the Viognier, gobs of spicy black fruits, opulence, and well-concealed tannins which will carry this wine for 10-15 years of further evolution. Drink it through 2030

The Factor 200597 stig
The 2005 The Factor is 100% Shiraz sourced from dry grown vines from six sub-regions of Barossa. It spent 24 months in 30% new French oak. Opaque purple-colored, it delivers an expressive bouquet of pepper, smoke, espresso roast, blackberry, blueberry, and licorice. Full-bodied and voluptuous on the palate, nuances of saddle leather and mineral emerge to complement the layers of spicy blue and black fruits. The wine is beautifully integrated with enough well-concealed tannin to keep this wine evolving for a decade. The pure finish lingers for 60+ seconds to complete the experience of a totally hedonistic turn-on.

The Struie 200594 stig
The 2005 The Struie was sourced from cooler Eden Valley and Barossa Valley hillside vineyards. It is David Powell’s attempt to showcase the cooler side of the region. Vine age ranges from 46-110 years old. The wine was aged for 18 months in older French oak before being bottled unfined and unfiltered. It delivers a splendid bouquet of lead pencil, game, blueberry muffin, and blackberry liqueur. This is followed by an elegant Shiraz which is nevertheless full-bodied, dense, and richly flavored. Plush on the palate, it has superior depth and length and the structure to evolve for 6-8 years. Drink it through 2027.

The Juveniles 200691 stig
The 2006 Cuvee Juveniles is a blend of 60% Grenache, 20% Mataro, and 20% Shiraz. The final assemblage was pieced together from over 100 individual components yielding a dark ruby-colored wine with an expressive bouquet of damp earth, leather, spicy cranberry, raspberry, and black cherry. This unoaked wine has excellent depth, light tannin, ripe, spicy red and black fruit flavors and a long finish. Drink this great value over the next 6 years.“ (- Robert Parker The Wine Advocate)

Vínin sem ekki fást í Vínbúðunum er hægt að sérpanta með því að senda línu á vinogmatur@vinogmatur.is.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, dómar, robert parker, torbreck

Wine Spectator Top 100 2007

.

Wine Spectator var að gefa út Top 100 listann sinn.

Við eigum þrjú vín á listanum, The Hermit Crab 2006, Flaccianello 2004 og Tempier Bandol Migua 2004 sem við höfum reyndar ekki flutt inn þótt við vinnum með framleiðandanum.

Við áttum eitt vín á listanum í fyrra, The Struie 2004 frá Torbreck (lestu bloggið).

Önnur vín sem við eigum og hafa náð nýlega á listann eru t.d.  Chateau de Flaugergues, Bandol frá Tempier (ekki Migua) og Chianti Classico Riserva frá Castello di Querceto (tvisvar).

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, d'arenberg, dómar, flaugergues, tempier, torbreck, wine spectator

Þrír Ástralir fá 97 til 99 stig hjá Robert Parker

.

Við vorum að fá sendingu frá Ástralíu í síðustu viku. Í henni voru vín frá d’Arenberg, Torbreck og Kay Brothers.

d’Arenberg er lang stærstur hluti af viðskiptum okkar við Ástralíu en nokkrir gæðingar frá Torbreck og Kay Brothers fengu að fljóta með.

Þau eru bara svo góð. Þau eru engu lík.

Þetta hefur Robert Parker sjálfur að segja um vínin:

Torbreck The Factor 200497 stig
„Made from 100% Shiraz that spent 24 months in French oak (30% new), the exuberant, flamboyant 2004 The Factor offers up gorgeously pure blueberry and blackberry fruit intermixed with smoke, bacon fat, camphor, and graphite. Silky smooth, and, as David Powell says, “the most Barossa-like” of all his wines, it represents Powell’s rendition of a Cote Rotie. It can be drunk over the next 15-20 years.“

Torbreck Run Rig 200399 stig
„The estate’s flagship cuvee is the virtually perfect 2003 Run Rig. Made from 8 separate Barossa vineyards (ranging in age from 94 to 158 years), it is primarily Shiraz with 4-5% co-fermented Viognier included in the blend. The wine was aged in French oak of which 60% is new. The sensational, inky/purple-tinged 2003 exhibits a stunningly sweet nose of blackberries, blueberries, litchi nuts, smoked meats, and a hint of apricots. Elegant yet super-powerful, rich, concentrated, and long, it is a tour de force in winemaking as well as a modern classic example of Barossa Shiraz. It should drink well for 20-25 years.“

Kay Brothers Block 6 200498 stig
„There are 1,400 cases of the flagship cuvee, the Block 6 Shiraz, which is aged 28 months in 60% new American oak and 40% new Hungarian oak. Typically, it possesses between 15-16% alcohol and is always a candidate for twenty or more years of cellaring. The 2004 Shiraz Block 6 is the finest example of this cuvee since the 1998. It is an awesomely concentrated Shiraz with an inky/plum/garnet/purple color and a sweet nose of roasted meats, dried herbs, ground pepper, blackberries, and cassis. This intense, full-bodied effort boasts a profound depth and richness as well as layer upon layer of awesome concentration and length. While approachable, it should hit its peak in 5-6 years, and last for two decades or more.“

– Robert Parker (www.erobertparker.com)

Vínin er hægt að sérpanta með því að senda okkur tölvupóst á vinogmatur@internet.is. Á meðan birgðir endast.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, dómar, kay brothers, robert parker, torbreck

100 Parker stig gleypt í gærkvöld

One Hundred Parker Points!

Við höfum ekki ennþá flutt inn vín sem hefur fengið 100 stig hjá Robert Parker. 99 reyndar (Run Rig 2002 frá Torbreck) en aldrei 100.

Einhverjir gagnrýna Parker (það er í uppáhaldi hjá vínskríbentum um heim allan að setja út á Parker) fyrir að gefa 100 stig því svo fullkomið vín sé og verði aldrei til. Parker hlusta ekkert á svoleiðis röfl og slengir 100 stigunum að vísu ekki oft en þegar honum sýnist.

Við drukkum eitt slíkt vín í góðum hópi í gær, það var Hillside Select 2002 frá Shafer í Kaliforníu. Ógurlega gott vín, mikið um sig en svo stílhreint og svo ferskt. En hundrað stig? Þessar einkunnir eru reyndar alltaf svolítið afstæðar og persónubundnar – en því ekki 100 stig? Vart er hægt að hugsa sér betra vín frá Kaliforníu úr Cabernet Sauvignon þrúgunni og þarf þá eitthvað að vera að spara stigin eins og nískur grís. Þetta eru nú bara tölur, og þær eru ókeypis.

Drukkum fyrst annað rauðvín sem var af allt öðrum toga enda franskt og úr hinni gjörólíku þrúgu Pinot Noir, Charmes-Cambertin Grand Cru 2000 frá Dugat-Py. Mjög heillandi vín, sérstaklega fangaði mann ilmurinn af rauðu berjunum og náttúru Búrgúndí héraðsins en helst fannst mér það sýruríkt í munni. 95 stig held ég að Parker og vinir gefi þessu víni.

Að lokum smakkaði ég lögg af Messorio 2002 frá Tenuta Ornellaia. Það var botnfylli í flöskunni sem húsráðendur höfðu opnað fyrir 2-3 dögum og frekar en að hella því í vaskinn var því hellt ofan í mig. Greinilega magnað vín á ferðinni þótt árgangur þessi hafi ekki verið einn sá sterkasti.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, torbreck

Vínsmökkun í höfuðstöðvunum

Síðbúin jólavínsmökkun var haldin í höfuðstöðvunum rétt áðan. Þar mætti nokkrir góðir samstarfsmenn Sigurjóns vinar okkar.

Á döfinni voru 6 ólík rauðvín og þótt ég sé nú farinn að þekkja þessi grey ansi vel er svona vínsmökkun alltaf lærdómsrík enda ekki á hverju degi sem ég smakka svona mörg góð vín úr okkar röðum.

Við byrjuðum á The Woodcutter´s Shiraz sem að mínu mati hefur yndislegan og ákafan ilm og hefur allt vínið reyndar raffínerast heldur í flösku síðan það barst hingað á land fyrst fyrir rúmu ári síðan. Þ.e.a.s. meiri fágun og betra jafnvægi. Fæst ekki lengur í Vínbúðunum en má sérpanta, nokkrar flöskur eftir af þessum góða 2004 árgangi frá einum heitasta framleiðanda Ástralíu, Torbreck.

Næst var á dagsskrá Montpeyroux 2004 frá Domaine d’Aupilhac í S-Frakklandi. Það vín inniheldur líka Shiraz en að vísu bara lítið því hinar þrúgurnar eru einar fjórar, Grenache, Mourvedre, Carignan og Cinsault. Það hefur afar skemmtilegan ilm eins og vínið sem kom á undan og ef til vill aðeins flóknari. Þurrasta vín kvöldsins en með góðri gæs eða hreindýri nýtur það sín til botns.

Santa Cruz 2003 frá Artazu í Navarra fær 95 stig hjá Robert Parker. Það er 100% úr Grenache þrúgunni. Það var almenn hrifning með þetta vín. Lokað vín sem þarfnast umhellingar en eftir smá stund (núna eru 4 tímar síðan það var opnað) koma fínlegri einkenni í ljós, sérstaklega er ilmurinn lúmskur og flottur og alls ekki ýktur á neinn hátt. Einfaldlega vel gert og flott vín sem hitti í mark hjá undirrituðum.

Barbera d’Asti Superiore Bionzo 2003 frá La Spinetta er nútímaleg útgáfa af Barbera þrúgunni. Eikað talsvert lengi í franskri eik, splúnkunýrri. Ef vín geta verið sexí þá er þetta eitt af þeim. Glycerín í nefi í bland við dökk ber og plómur og eikin í raun fullkomnlega integreruð. Bara, bara gott. Ekki furða þótt þetta sé eitt hæst skrifað Barberað í henni vínveröld.

Annar Ítali fylgdi á eftir. Il Sole di Alessandro 2000 frá Castello di Querceto var það vín sem ég kannski fyrirfram var spenntastur fyrir enda lýst því oft yfir (ég held reyndar að enginn hafi verið á hlusta) að það sé jafnoki frægari vína af súpertoskanakyni úr Cabernet Sauvignon þrúgunni. Ostar var það fyrsta sem menn funda í lyktinni og satt best að segja var þessi flaska aðeins ostaðri en aðrar sem ég hef smakkað. Í munni ómótstæðilegt. Sérlega vel gert vín og mjög Toskana-legt þrátt fyrir að vera úr Cabernet Sauvignon.

Að lokum var opnað megavínið með skrúftappanum, Block 6 Shiraz 2002 frá Kay Brothers. 95 stig hjá Parker (sem er eitt það lægsta reyndar sem vínið hefur fengið hjá honum, t.d. fær 2004 árg. 98 stig) og öll stigin vel til komin. 15% alkóhól, þykkt og safaríkt með áberandi sætu enda af hundgömlum vínviði. Jörð, sýra, krydd, sveit halda því hins vegar á jörðinni. Útkoman hlýtur að vera eitt af bestu vínum Ástralíu… og hananú!

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, artazuri, aupilhac, castello di querceto, kay brothers, la spinetta, torbreck, vínsmökkun