Category Archives: útsala

Hin hérumbil árlega ÚTSALA

Útsalan er hafin.

Eins og venjulega er hægt að panta útsöluvínin hér á síðunni okkar og fá síðan send í Vínbúð að eigin vali.

Lágmark 12 flöskur, bland í poka.

utsala

Ein athugasemd

Filed under útsala

Hin hérumbil árlega haustútsalalini-lambrusco-scuroÚtsalan er farin aftur af stað.

Svolítill afsláttur af tíu góðum vínum (þar af eitt grappa) sem væri ekki svo galið að næla sér í fyrir jólin.

Mikið neðar var ekki komist í verðum því restin fer að mestu til Skattmanns.

Vínin hafa hætt sölu í Vínbúðunum og því aðeins hægt að kaupa þau á útsölunni. Þau eru öll virkilega góð, hvert með sínum hætti.

Fyrirkomulagið er mjög einfalt. Þú velur vínin og magnið og gefur upp tilheyrandi upplýsingar og 5 dögum síðar eða svo sækir þú pöntunina í þá Vínbúð sem þú óskar eftir.

Smelltu hérna til að skoða útsölulistann og panta

Ekki hugsa þig tvisvar um og alls ekki þrisvar, tvö vínanna eru nú þegar næstum uppseld.

Færðu inn athugasemd

Filed under útsala, tilboð, vínbúðirnar

Hugs!

guignier_biovitisBloggarinn er hér enn þrátt fyrir mánaðar bloggbindi.

Hann hefur meira verið að hugsa en skrifa.

Hann er til dæmis ekki ennþá búinn að tilkynna hérna á blogginu þrjú ný vín frá Hubert Sandhofer.

Rauðvínið St. Laurent Eisner, ilmsprengjuna Gelber Muskateller og hugsleiðsluvínið með langa nafnið Trockenbeerenauslese.

Þau fást öll í Vínbúðunum Heiðrúnu, Skútuvogi og Kringlunni.

Verið er að uppfæra upplýsingar um þessi vín á http://www.vinogmatur.is en þangað til má lesa um þau hjá Vínbúðunum.

Bloggarinn er líka að hugsa um framtíðina og eins og alltaf eitthvað að vesenast með óþekkt og illa seljanleg vín.

Það er einhver Frakklandshugur í honum þessa dagana og nú frá svæði sem er landsþekkt en hefur ekki verið sinnt nægjanlega vel í langan tíma. Þegar ÁTVR óskaði síðan eftir lífrænum vínum slógum við tvær flugur í einu höggi því bæði vantaði vini okkar í ÁTVR lífræn vín og BEAUJOLAIS svo við fundum tvö rauðvín frá Beaujolais og annað þeirra lífrænt. Höfundur þeirra beggja er þó hinn sami, Michel Guignier hjá Domaine Les Amethystes – einn þessari nýju frumkvöðla á svæðinu sem upphefja sem náttúrulegastar framleiðsluaðferðir.

Þetta eru svokölluð Villages þorpsvín, annað frá þorpinu Brouilly og hitt frá Morgon. Ekki það sem kallast Beaujolais Nuoveau.

Annað títt er að ÚTSALAN góða verður endurtekin í byrjun nóvember og þar mun kenna ýmissa grasa. Meira um það síðar.

Færðu inn athugasemd

Filed under austurríki, útsala, frakkland, lífrænt, Michel Guignier, sandhofer, vínbúðirnar

Útsalan vekur sterk viðbrögð

Það er varla hægt að tala um að útsalan sé ennþá í gangi því aðeins ein tegund er eftir af þeim 8 sem lagt var upp með. Það er samt ennþá hægt að panta hana á meðan birgðir endast.

Og nú ætla ég ekki að vera eins og Ríkisstjórn Íslands og gefa sem minnst upp heldur upplýsi hér með að seldar voru um 1.200 flöskur á útsölunni.

Við græddum ekkert á þessu nema ánægjuna með þessi góðu viðbrögð.

Eitt skrítið gerðist. Nýtt nnkaupakerfi ÁTVR var ekki tilbúið til þess að skrá eitt og sama vínið á mismunandi verðum og fengu því allir 5% aukaafslátt sem auglýstur var eingöngu til handa þeim sem keyptu vín í kassavís. Líklegast náum við samt að laga það fyrir næstu útsölu.

2 athugasemdir

Filed under útsala, fréttir, tilboð

Útsala, útsala!

HIn árlega rauðvínsútsala er komin í gang og í fyrsta skipti notum við nýtt innkaupakerfi sem gerir fólki kleyft að panta á netinu.

Þú pantar vínið með því að nýta þér kerfið okkar en sækir að sjálfsögðu sem fyrr í Vínbúðirnar.

Þessi fítus hefur verið í bígerð lengi og er þetta fyrsta skrefið í þá átt að bjóða til sérpöntunar ýmis vín, smakkpakka og þvíumlíkt sem fasta liði á vefnum okkar.

Þetta er í raun einfalt kerfi; þú hakar við þau vín sem þú hefur áhuga á, gefur upp nafn, netfang, kennitölu og síma og velur jafnframt í hvaða Vínbúð þú vilt sækja pöntunina þegar hún er tilbúin. Þegar því er lokið sendir þú pöntunina og þá fer hún beina leið, í þínu nafni og með þínu netfangi, til ÁTVR sem staðfestir móttöku pöntunar með því að svara þér tölvupóstinum og lætur síðan vita þegar hún er tilbúin til að vera sótt.

Einfalt er það ekki?

En að útsöluvínunum. Þau eru 8 talsins, allt rauðvín. Lágmarkspöntun er 12 flöskur sem má velja og blanda að vild en ef teknar eru 12 flöskur eða meira af sömu sort þá er veittur 5% aukaafsláttur af útsöluverði þeirrar sortar.

Smelltu hér til að fara inn á útsölusíðuna

Við þökkum þau góðu viðbrögð sem útsalan hefur þegar vakið og vonum að vínin veki lukku hjá þér og þínum.

Færðu inn athugasemd

Filed under útsala, tilboð

Útsala — rauðvín

Í haust kláruðu þó nokkur rauðvín sölutímabil sitt í Vínbúðunum og við eigum eftir lager sem að við ætlum að bjóða á útsölu. Það þarf gott átak því samanlagt myndar lagerinn um 100 kassa sem gera 1.200 flöskur á útsölu.

Kerfið er einfalt — álagning okkar fær að fjúka.

Lascaux (Frakkland) – 1.300 í stað 1.600 kr.
Terre d’Argence (Frakkland) – 1.550 í stað 1.900 kr.
Lou Maset (Frakkland) – 1.300 í stað 1.600 kr.
Montpeyroux (Frakkland) – 1.800 í stað 2.200 kr.
Oncle Charles (Frakkland) – 1.100 í stað 1.350 kr.
Orobio Rioja (Spánn) – 1.350 í stað 1.600 kr.
Laderas (Spánn) – 1.200 í stað 1.450 kr.
Rietine Chianti Classico (Ítalía) – 1.550 í stað 1.800 kr.
Montepulciano (Ítalía) – 1.100 í stað 1.300 kr.

ATH! 5% aukaafsláttur fæst af þeirri tegund sem keypt er af í kassavís (12 fl.)

Pantaðu með því að senda okkur línu á vinogmatur@vinogmatur.is. Lágmarkspöntun er 12 flöskur (1 kassi).

Hvíslaðu þessu að næsta manni.

Færðu inn athugasemd

Filed under útsala

Útsölufréttir

Um 100 flöskur eru farnar á útsölunni og þegar er ein tegund uppseld, Cignale 2001. Lítið er eftir af 1780 Remei og Artazu en önnur vín standa ágætlega.

Í fyrra seldust á þriðja hundrað flaska á janúarútsölunni og stefnir í að það verði svipað núna þegar uppi stendur en útsalan er út mánuðinn.

Samasem engin álagning er á þessum vínum  (þ.e.a.s. af okkar hálfu — þið getið reynt að biðja ÁTVR um að lækka sína!) og verður því vart neðar komist. Einhverjum gæti fundist afsláttur lítill miðað við annars konar útsölur hér í borg eins og fataútsölur sem auglýsa 50% afslátt — en það sýnir bara hvað það er lítil álagning á vínum yfir höfuð og hversu hlutur hins opinbera (áfengisgjald, umbúðagjald, pappagjald, vsk) er þar af leiðandi hár.

Hér er útsöluvínlistinn í heild sinni.

Færðu inn athugasemd

Filed under útsala, tilboð