Category Archives: viðtal

Salatdressing Rakelar

klettasalatFrú Lauga skrapp í viðtal til Sillu á Rúv Rás 1 þar sem salatdressing Rakelar kom m.a. til tals.

Hér má hlusta á þáttinn hennar Sillu og viðtalið

Salat er borðað á þessum heimili á næstum hverjum degi. Við notum salatblönduna góðu frá Hveratúni um vetur en þegar hlýnar notum við salat frá Engi eða útiræktað salat frá Vallanesi og fleiri góðum aðilum. Við ræktum líka oftast klettasalat í garðinum eða úti á svölum.

Það er því gott að gera smávegis dressingu sem lyftir salatinu á hærra plan frekar en stela senunni.

6-8 msk góð kaldpressuð jómfrúar ólífuolía
1 msk gott balsamik edik
Kreistur hvítlaukur – 2 góð rif (eða eftir smekk)
1 væn tsk. gott hunang
svartur pipar úr kvörn eftir smekk
sjávarsalt eftir smekk

Hrært saman með skeið og gaffli (gaffallinn situr ofan í skeiðinni meðan hrært er) þar til sósan verður þykk og jöfn.

Uppskriftin að ofan er sérlega góð en einnig er hægt er að skipta út balsamic ediki fyrir vínedik eða sítrónu, hvítlauknum fyrir sinnep, hunanginu fyrir hlynssýróp eða agavesýróp og svarta piparnum fyrir hvítan,rósapipar eða blandaðan pipar. Einnig má skipta út sjávarsaltinu fyrr Himalaya salt sem er einnig mjög gott og heilnæmt. Og nú er hægt að nota íslenskt reykjanessalt frá Kryddveislunni.

Það er varla til sá réttur þar sem er ekki viðeigandi að hrista fram ferskt og gott salat.

2 athugasemdir

Filed under frú lauga, uppskrift, viðtal

Ísland í dag — viðtal við Hubert Sandhofer

Ísland í dag tók viðtal við Hubert Sandhofer í gær.

Hér má skoða viðtalið

Viðtalið var tekið daginn áður enda vorum við Hubert uppteknir við að gefa fólki að smakka vín á Vínbarnum þegar það fór í loftið í gær.

Smakkið gekk annars ljómandi vel, Vínbarinn fylltist af gestum og gangandi og ekki annað að segja en að góð stemning sé fyrir vínunum þremur sem komu á markað í sumar með myndlist eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.

Vínin hafa gengið vel í Vínbúðunum en þau fást sem stendur eingöngu í Kringlunni og Heiðrúnu.

Færðu inn athugasemd

Filed under austurríki, sandhofer, vínbarinn, viðtal

Viðtal í 24 Stundum í dag vegna íslenskrar myndlistar á vínum frá Sandhofer

.

Bloggarinn og Kristín Gunnlaugsdóttir eru í viðtali í dagblaðinu 24 Stundum í dag vegna vínanna frá okkar manni í Austurríki Hubert Sandhofer.

Eins og hér hefur áður komið fram eru flöskurnar prýddar myndlist Kristínar og hefur hún áritað fyrstu flöskurnar sem fóru í Vínbúðirnar.

Þarna eru myndir af öllum miðunum, ein af bloggararnum og Kristínu og ein til af Kristínu einni en einhverra hluta vegna hafði ljósmyndari blaðsins ekki áhuga á að taka myndir af bloggaranum einum og sér í öllu hans veldi.

Við veltum því aðeins fyrir okkur af hverju blaðið notar vín alltaf í eintölu frekar en fleirtölu en sjálf höfum við vanið okkur á fleirtöluna þegar um er að ræða flöskur og tegundir, þ.e.a.s. „þessi vín“ frekar en að líta á vöruna eins og hvert annað „hveiti“. s.br. „þetta hveiti“. Þó fallbeygjum við nafn fyrirtækisins í eintölu, „til víns og matar“.

Annars er greinin ljómandi góð og þökkum við 24 Stundum kærlega fyrir okkur.

Færðu inn athugasemd

Filed under austurríki, sandhofer, viðtal

Hubert Sandhofer í vídeóbloggviðtali

Íslandsvinurinn Hubert Sandhofer var staddur hér á landi í vikunni og við ákváðum að taka upp stutt viðtal í tilefni nýrra vína frá framleiðandanum sem byrja í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni 1. júlí.

Meira um vínin síðar en hér er viðtalið.

 

 

Færðu inn athugasemd

Filed under sandhofer, sjónvarp, viðtal

Viðtal við Chester Osborn í Decanter

Chester d’Arenberg Osborn er fæddur 1962.

Hann er ekki bara vínframleiðandi heldur dútlar við myndlist, tónlist, skriftir og hannar auk þess eigin fatalínu, eins og kemur fram í viðtali sem er tekið við hann í nýjasta Decanter víntímaritinu.

Smelltu til að lesa viðtalið og sjá myndir

Skv. viðtalinu er Chester ekki hrifinn af mikilli eik heldur leitar að steinefnakenndum og blómlegum eiginleikum í víni. Öll vínin eru úr lífrænu hráefni, nokkuð sem ég vissi ekki, og 7 ára sagðist hann ætla að búa til vín sem væru „yummy“.

En hvar fær hann þessar skyrtur?

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, decanter, viðtal

Uppskrift: Epplasalat með parmaskinku – Morgunblaðið tekur viðtal við bloggarann

.

Ég tók boði Morgunblaðsins að verða matgæðingur vikunnar í síðustu viku og gefa þrjár uppskriftir.

Tvær þeirra hafði ég gefið áður hér á blogginu, grilluðu pizzuna og Amedei súkkulaðismákökurnar, en þá þriðju ætla ég að láta vaða núna. Ég tók hana á sínum tíma upp úr bókinni hans Mario Batali Simple Italian Food.

Eplasalat með parmaskinku:

Salat (stökkt og bragðmikið – veljið það sem lítur bestu út hverju sinni)
2 bréf af parmaskinku (eða San Daniele)
3 epli af sitt hvorri tegundinni
1 msk. birkifræ
3 msk. jómfrúarólífuolía [Rietine fæst í Kokku og Fontodi í Fylgifiskum]
1 msk. rauðvínsedik
Salt og pipar
6 ristaðar sneiðar af hvítu, ítölsku brauði.

Eplin skorin niður í þunna strimla og sett í skál. Birkifræjum [úps, sagði óvart „sesamfræ“ í Mbl – en það er örugglega alveg eins gott], ólífuolíu, ediki, salati, salti og pipar bætt út í og hrært varlega með sleif (eða hrist nokkrum sinnum) þar til það blandast saman. Ristað brauðið er sett á platta, parmaskinkunni raðað yfir og síðan hellt úr skálinni yfir allt saman. Borið fram.

Ég mælti með hinu ofurljúfa Grecante 2005 frá Arnaldo Caprai með þessum ferska og sumarlega rétti.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, matur, morgunblaðið, uppskrift, viðtal

Listin að vera öðruvísi — Viðtal við d’Arenberg

.

Francis d’Arenberg á d’Arenberg víngerðina ásamt systkynum sínum tveimur. Víngerðin hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá stofnun hennar fyrir um 100 árum síðan.

Francis rekur batteríið ásamt syninum Chester.

Lestu þetta skemmtilega viðtal í Wine Business Montly við þá feðga undir fyrirsögninni „The Art of Being Different“.

Fyrirsögnin sem er jafnframt mottó d’Arenberg víngerðarinnar lýsir vel þeim anda sem einkennir fjölskylduna og vínin þeirra.

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, d'arenberg, viðtal

Robert Parker hrósar Falesco í viðtali við Business Week

.

Falesco víngerðin sendi mér viðtal við Robert Parker sem birtist í Business Week í fyrradag.

Hann lofar víngerðina hástert og gefur Vitiano vínunum okkar, rauða og hvíta, 89 stig.

Lestu viðtalið

Þeir sem hafa lesið þetta blogg, eru áskrifendur af póstlistanum eða hafa einhvers staðar hlustað á boðorð undirritaðs ættu að hafa tekið eftir því að þessi víngerð hefur verið að hrúga inn viðurkenningum. Þá meina ég viðurkenningum sem skipta máli. T.d. að Vitiano Rosso var kosið Bestu rauðvínskaup Ítalíu í bæði Gambero Rosso og Wine Spectator, vín mánaðarins í Gestgjafanum og fékk 18 af 20 í Mbl. á meðan Vitiano Bianco fékk ein 19 af 20 í Mbl.

Jamm.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, business week, dómar, falesco, fréttir, robert parker, tímarit, viðtal

The Oxford Companion to Wine: Viðtal við Jancis Robinson í The New York Times

“If you can afford something above the basic $20 bottle, it’s probably the best of times… These represent wines made with more ambition and expertise than ever before.”, segir Jancis Robinson í viðtali við Eric Asimov í The New York Times.

Tilefnið er ný útgáfa af vínorðabókinni hennar, The Oxford Wine Companion, sem margir kalla mikilvægasta uppflettiritið um vín. Ég hef aldrei átt þessa bók en var að fá hana í póstkassann frá vinum okkar í Amazon á föstudaginn sl.

Í viðtalinu blæs Jancis Robinson á neikvæðni í garð víns í framtíðinni sem sumir, t.a.m. kollegi hennar Hugh Johnson, óttast að verði einsleitara en nokkru sinni áður undir sterkum áhrifum frá bandarískum smekk (neytendenda sem gagnrýnenda). Hún telur einmitt að gæðin fari vaxandi og hvarvetna séu spennandi hlutir að gerast svo framarlega sem fólk er tilbúið að eyða aðeins meira heldur en því sem einsleitu fjöldaframleiddu vínin kosta.

Jancis Robinson er með eigin vefsíðu jancisrobinson.com

Ég mæli líka með vínnámskeiðinu hennar sem fæst á DVD. Það er líka hægt að fá það lánað hjá okkur með því að senda póst á vinogmatur@internet.is.

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur, fræðsla, jancis robinson, námskeið, new york times, vangaveltur, viðtal

Fontodi viðtal í Winejournal

Á www.wine-journal.com, vínbloggsíðunni hans Neil Martin, birtist þetta skemmtilega viðtal við Giovanni Manetti, eiganda Fontodi víngerðarinnar í Chianti Classico. Það var tekið fyrir um ári síðan, í miðri 2005 uppskerunni (ath. viðtalið og víngagnrýnin er á þremur síðum).

Viðtalið var liður í stærri umfjöllun um framleiðendur í Chianti Classico með tilheyrandi vínsmakki og einkunnum. Þessi inngangur að umfjölluninni er líka fróðlegur.

Fontodi kemur best út, eini framleiðandinn af 9 sem nær því að fá 23 stig af 25 fyrir eitthvert vína sinna og það gerir hann meira að segja tvisvar (Vigna del Sorbo 2001 og Flaccianello 2000).

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, chianti classico, dómar, fontodi, Vínblogg, viðtal

Viðtal við Robert Parker

Ég tók ekki viðtal við hann.

Þeir hjá l’Express í Frakklandi gerðu það.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, viðtal