Category Archives: viðtal

Robert Parker hrósar Falesco í viðtali við Business Week

.

Falesco víngerðin sendi mér viðtal við Robert Parker sem birtist í Business Week í fyrradag.

Hann lofar víngerðina hástert og gefur Vitiano vínunum okkar, rauða og hvíta, 89 stig.

Lestu viðtalið

Þeir sem hafa lesið þetta blogg, eru áskrifendur af póstlistanum eða hafa einhvers staðar hlustað á boðorð undirritaðs ættu að hafa tekið eftir því að þessi víngerð hefur verið að hrúga inn viðurkenningum. Þá meina ég viðurkenningum sem skipta máli. T.d. að Vitiano Rosso var kosið Bestu rauðvínskaup Ítalíu í bæði Gambero Rosso og Wine Spectator, vín mánaðarins í Gestgjafanum og fékk 18 af 20 í Mbl. á meðan Vitiano Bianco fékk ein 19 af 20 í Mbl.

Jamm.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, business week, dómar, falesco, fréttir, robert parker, tímarit, viðtal

The Oxford Companion to Wine: Viðtal við Jancis Robinson í The New York Times

“If you can afford something above the basic $20 bottle, it’s probably the best of times… These represent wines made with more ambition and expertise than ever before.”, segir Jancis Robinson í viðtali við Eric Asimov í The New York Times.

Tilefnið er ný útgáfa af vínorðabókinni hennar, The Oxford Wine Companion, sem margir kalla mikilvægasta uppflettiritið um vín. Ég hef aldrei átt þessa bók en var að fá hana í póstkassann frá vinum okkar í Amazon á föstudaginn sl.

Í viðtalinu blæs Jancis Robinson á neikvæðni í garð víns í framtíðinni sem sumir, t.a.m. kollegi hennar Hugh Johnson, óttast að verði einsleitara en nokkru sinni áður undir sterkum áhrifum frá bandarískum smekk (neytendenda sem gagnrýnenda). Hún telur einmitt að gæðin fari vaxandi og hvarvetna séu spennandi hlutir að gerast svo framarlega sem fólk er tilbúið að eyða aðeins meira heldur en því sem einsleitu fjöldaframleiddu vínin kosta.

Jancis Robinson er með eigin vefsíðu jancisrobinson.com

Ég mæli líka með vínnámskeiðinu hennar sem fæst á DVD. Það er líka hægt að fá það lánað hjá okkur með því að senda póst á vinogmatur@internet.is.

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur, fræðsla, jancis robinson, námskeið, new york times, vangaveltur, viðtal

Fontodi viðtal í Winejournal

Á www.wine-journal.com, vínbloggsíðunni hans Neil Martin, birtist þetta skemmtilega viðtal við Giovanni Manetti, eiganda Fontodi víngerðarinnar í Chianti Classico. Það var tekið fyrir um ári síðan, í miðri 2005 uppskerunni (ath. viðtalið og víngagnrýnin er á þremur síðum).

Viðtalið var liður í stærri umfjöllun um framleiðendur í Chianti Classico með tilheyrandi vínsmakki og einkunnum. Þessi inngangur að umfjölluninni er líka fróðlegur.

Fontodi kemur best út, eini framleiðandinn af 9 sem nær því að fá 23 stig af 25 fyrir eitthvert vína sinna og það gerir hann meira að segja tvisvar (Vigna del Sorbo 2001 og Flaccianello 2000).

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, chianti classico, dómar, fontodi, Vínblogg, viðtal

Viðtal við Robert Parker

Ég tók ekki viðtal við hann.

Þeir hjá l’Express í Frakklandi gerðu það.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, viðtal