Category Archives: vínkeðjan

Vínkeðjan — Hallur Magnússon „að nánast bresta í ítölsku!“

Við létum Lambrusco frá Lini halda áfram í Vínkeðjunni og þá eru tveir bloggarar búnir að syngja um vínið.

Hallur Magnússon tók því vel, var ekki fyrr búinn að opna flöskuna fyrr en rann á hann ítalskur móður.

Lestu allt bloggið hans Halls um Lambrusco frá Lini

Hallur mælir með víninu í sumarsólinni en líka til að þess að færa „sól í sinni“ á köldum vetrarkvöldum.

Hann viðurkennir að Lambrusco frá Lini sé fyrsta vínið sem honum dettur í hug að geti gengið með heitum blóðmör — og það tökum við undir því rannsóknarsvið fyrirtækisins hefur reynt það einu sinni við mjög góðan árangur.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, lini, vínkeðjan

Vínkeðjan: Tómasi finnst Lambrusco frá Lini svalandi í vorsólinni

Nýr hlekkur er kominn í Vínkeðjuna.

Við ákváðum að breyta til og færa bloggaranum Tómasi Meyer Lambrusco frá Lini frekar en „hefðbundnara“ rauðvín eða hvítvín.

Fólk hefur ýmsar hugmyndir um Lambrusco, oft byggðar á sætum og djúskenndum minningum um eitthvað frekar einfalt og ómerkilegt og ekki beinlínis fjölhæft matarvín.

En „Meyerinn“ lætur það ekki rugla sig í ríminu.

Hann drakk Lambrusco frá Lini í vorsólinni með steik, bearnaise sósu og kartöflubátum og fannst vínið smellpassa við.

Lestu hvað Tómasi Meyer finnst um Lambrusco frá Lini

Hér er svo stutt ræða: Í gengisruglinu sem gengur yfir landið hefur vínið hækkað í 1.980 kr. með lægri álagningu samt sem áður af okkar hálfu en gildir um flest okkar önnur vín. Miðað við stöðuna í dag er það því á góðu verði. Einhverjum gæti þótt það hár verðmiði fyrir „bara Lambrusco“ en það er einmitt málið, þetta er ekki bara Lambrusco heldur fyrst og fremst vín sem á að taka á þess eigin forsendum og sem slíkt er það frísklegt og matarvænt gleðivín.

Tómas skorar á Hall Magnússon til að halda áfram með keðjuna.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, lini, vínkeðjan

Vínkeðjan: Eiríkur Stefán tekur Grüner Veltliner upp á sína arma

Upp á síðkastið höfum við spurt hvern nýjan bloggara sem tekur þátt í Vínkeðjunni hvort hann vill hvítt eða rautt en að öðru leyti er valið á víninu alfarið okkar.

Eiríkur Stefán óskaði þannig eftir hvítvíni og létum við hann fá hið austurríska Grüner Veltliner frá Sandhofer sem er í fyrsta skipti sem við látum það vín í keðjuna. Það kom því skemmtilega á óvart að Eiríku Stefán þekkti ekki bara vel til austurrískrar víngerðar heldur telur sjálfan höfund vínsins, Hubert, til góðfélaga sinna.

Þetta hljómar eins og úthugsað svindl en er bara ein af þessum skemmtilegu tilviljunum.

Eiríkur Stefán tekur Grüner Veltliner vel enda fyrirsögnin að blogginu eftirfarandi: 

„Austurrísk eðalblanda“.

Lestu hvað hann segir meira um Grüner Veltliner frá Sandhofer

Færðu inn athugasemd

Filed under austurríki, dómar, sandhofer, vínkeðjan

Vínkeðjan: „Stíft og snarpt“ — Sigurður Elvar bloggar um Chianti Classico frá Castello di Querceto

Vínkeðjan rataði á dögunum til mannsins með „lyktarskynið eins og íslenska bankakerfið.“, Sigurðs Elvars Þórólfssonar.

Sigurður bloggar um Chianti Classico 2007 frá Castello di Querceto og líkir því við sportbíl.

Kannski rauðan Ferrari?

Lestu bloggið hans Sigurðs um Chianti Classico 2007 frá Castello di Querceto

Okkur finnst sú líking hitta naglann á höfuðið. Hún fangar karakter vínsins betur en einhver analísa og upptalning á berjum og öðrum lífrænum eða ólífrænum eiginleikum sem finna mætti í víninu.

Þessi árgangur, 2007,  er nefnilega alveg nýr og vínið því ungt og ennþá svolítið „stíft og snarpt“ eins og Sigurður orðar það. Við mæltum því með umhellingu sem Sigurður fór samkviskusamlega eftir, til að leyfa því aðeins að opna sig. Þetta vín er svolítið eins og sportbílll eða flygill beint úr kassanum, á aðeins eftir að keyra og spila það til.

Eftir nokkra mánuði verður það tilbúnara. Eftir 1-2 ár fer það virkilega að blómstra.

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, chianti classico, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Kristján Jónsson lífskúnstner bloggar um Anima Umbra

Það sér ekki bilbug á Vínkeðjunni enda sterkari en stál.

Hlekk eftir hlekk, blogg eftir blogg.

Keðjan hlekkjaðist á dögunum til Kristjáns Jónssonar lífskúnstners og bloggara sem drakk rauðvínið Anima Umbra alveg eins og á að gera það, í góðra vina hópi. Tilefnið hjá Kristjáni og félögum var að þessu sinni jafnframt að prófa hið nýja útvegsspil Vestfirzka kvótasvindlið.

Stórskemmtilega bloggfærslu Kristjáns um spilamennsku og vínsmökkun má lesa hér

Kristján segir þá félaga hafa klárað vínið á nýju brautarmeti og verður því haldið fram þar til annað kemur í ljós.

Hann skorar á Sigurð Elvar Þórólfsson sem hefur tekið áskoruninni og bíður eftir að fá sama vín í hendur.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Guffi og fjölskylda smakka Anima Umbra

Það er ekki hægt að kvarta yfir því að íslenskir bloggarar hafi ekki tekið vínkeðjunni vel.

Hver hlekkurinn í keðjunni á eftir öðrum er persónulegur, fyndinn og vel skrifaður.

Oft eru meðhjálparar kvaddir til og í þetta sinn var það fjölskyldan með sjálfa ættmóðurina í fararbroddi sem aðstoðaði bloggarann Guffa við smakkið. Sjaldan hefur vínkeðjan verið heiðruð með jafn góðum aðila eins og sjálfri ömmu.

Setning ömmu um vínið á þessa leið; „Passar vel með öllu þó kannski ekki ýsu“, hlýtur að teljast eitthvert besta komment sem okkur hefur borist. Þyrfti helst eiginlega að gera það að einhvers konar slagorði.

Lestu bloggið hans Guffa um smakkið

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan — Óttar Völundarson drekkur Anima Umbra í partýi

Meðalmaðurinn Óttar Völundarson bloggaði nýlega um rauðvínið Anima Umbra frá Arnaldo Caprai.

Hann prófar það í kjöraðstæðum, í partýi.

Óttar kemst reyndar að því að verðsins vegna sé það eilítið of dýrt fyrir meiriháttar partýdrykkju og mælir frekar með því að vínsins sé notið með pastarétti á föstudags- eða laugardagskveldi.

Lestu hvað Óttari finnst um Anima Umbra

Þá er að koma flösku til næsta bloggara sem er kominn í startholurnar.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Valinkunnur andans maður og húskerlingin Una smakka Anima Umbra

Vínkeðjan ferðast hratt á milli svarthola og valinkunna andans manna.

Hún er keðja fólksins, ekki fræðinganna.

Sá valinkunni andans maður Önundur „stakk nefinu langt ofan í stútinn“ á Anima Umbra sem er hættuleg iðja og Önundur heppinn að hafa ekki endað á slysó með nefið í stútnum.

Hafði hann meðal annars upp úr krafsinu angan af kanil og lakkrís.

Og hann varð ekki leiður á bragðinu þótt á botninn væri komið. Önundur gefur Anima Umbra að lokum 3 stjörnur af 4 mögulegum.

Takk.

Lestu allt bloggið hans Önundar um Anima Umbra

Önundur skorar á Óttar.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Anima Umbra lendir í svartholi Trausta

Vínkeðjan er á spretti þessa dagana.

Nú síðast lenti hún í svartholi Trausta Þorgeirssonar þar sem hvorki fleiri né færri en sjö „rýnar“ skoðuðu vínið en keðjan slapp þaðan aftur óslitin.

Önundur hefur tekið áskorun Trausta um að taka við keðjunni.

Gaman að því að sjá breiða skoðun á Anima Umbra í einu og sama blogginu en dómar Trausta og hinna rýnanna voru frá tveimur stjörnum (Rýnir #4: „Hef smakkað verra vín“) í fjórar stjörnur (Rýnir 6#: „Virkilega gott vín, siðmenning“) og var heildarniðurstaðan aðeins vitlausu megin við þrjár stjörnur en úttektinni var klikkt út með tölfræðilegu yfirliti yfir einkunnagjöf.

Lestu meira um ferðalag vínkeðjunnar í svartholið

Okkur þykir hins vegar mest vænt um sjálfa lokaniðurstöðuna sem byggðist ekki á tölum né stjörnum heldur einföldum hvatningarorðum: 

„Niðurstaða: Áfram Vínkeðja, áfram UMBRIA, áfram vín og matur, áfram rauðvín, áfram vínsmökkun.“

Áfram Ísland!

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan – Helga Þórey bloggar um Anima Umbra

Helga Þórey fékk nýja rauðvínið frá Arnaldo Caprai, Anima Umra, og hefur nýlokið að fjalla um það á blogginu sínu.

Smakkfélaginn var enginn annar en móðir hennar, Anna Rós, og saman hafa þær varpað fram skemmtilegri lýsingu á víninu.

Eiginlega mun betri en mér hefði getað dottið í hug. Þær mæðgur finna þarna m.a. myntu, lakkrís og leður og finnst vínið bragðmikið.

Lestu hvað Helga Þórey og Anna Rós segja um rauðvínið Anima Umbra

Helga Þórey skorar á vin sinn Trausta til að taka við keflinu.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Unnur María bloggar um Montefalco

Þá er næsti hlekkur kominn í vínkeðjuna.

Unnur María var ánægð með Montefalco og ekki spillti fyrir að framleiðandinn Arnaldo Caprai hafði hlotið viðurkenningu frá Slow Food samtökunum á Ítalíu fyrir gæði vínanna því Unnur hefur „snobbað alveg agalega fyrir öllu því sem fær samþykkisstimpil Slow Food samtakanna“ eins og hún segir sjálf frá.

Lestu bloggið hennar Unnar Maríu um Montefalco

Hér má reyndar bæta við að Caprai er ekki bara með viðurkenningu frá samtökunum fyrir vínin sín heldur er hann sjálfur mjög Slow Food sinnaður og notar hvert tækifæri til þess að koma á framfæri matargerð og menningu Úmbría héraðsins og dró með sér eitt stykki kokk hingað til Íslands ekki alls fyrir löngu (sjá myndir).

Hún skorar á Helgu Þóreyju til þess að taka við keflinu og hefur hún tekið áskoruninni.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Þórdís bloggar um Grecante

Góðan daginn.

Hún Þórdís íslenskufræðingur hélt áfram með vínkeðjuna okkar og fjallaði um hvítvínið Grecante frá Arnaldo Caprai.

Lestu hvað hún segir um Grecante

Þórdísi fannst vínið „ilma dásamlega í glasinu“ og „frískandi, þurrt og mjög bragðgott“ en elskhuginn fann að auki „exótíska ávexti og gott eftirbragð“.

Þar hitta þau naglann þráðbeint á höfuðið að okkar mati.

Bitra internetmamman Unnur hefur tekið áskoruninni um að halda vínkeðjunni áfram.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Hr. Vídalín bloggar um Montefalco

Sá nafngóði maður Arngrímur Vídalín bloggar um rauðvínið okkar Montefalco.

Hann prófaði það bæði kælt og við stofuhita, með mat og án.

Það vakti með honum fortíðarþrá og varð til þess að hann kveikti á kertum og sá furðulegar, nostalgískar sýnir.

Lestu allt um reynslu Arngríms af Montefalco

Hann skorar á Þórdísi sem hefur fúslega tekið áskoruninni um að halda keðjunni áfram.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Sigurlín Bjarney bloggar um Montefalco

Sigurlín Bjarney bloggar um Montefalco sem hún smakkaði á meðan hún horfði á Kiljuna.

Góð blanda það.

Lestu hvort henni finnst vínið sætt eða súrt

Hún skorar á Arngrím Vídalín sem hefur tekið áskoruninni.

Vínkeðjan heldur för sinni áfram um ljóðheima.

Færðu inn athugasemd

Filed under caprai, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan – Davíð Stefánsson yrkir um Vatnsfall Dauðans

Sum vín eru þannig að maður veit ekki hvað maður á að segja.

Þá yrkir maður ljóð.

Þótt Davíð Stefánsson, ljóðskáld, kalli reyndar ekki sjálft vínið Montefalco Rosso „Vatnsfall Dauðans“ þá notar hann þessi sterku orð í stuttu en hnitmiðuðu ljóði sínu sem birtist í nýjasta vínkeðjublogginu.

Smelltu hér til að lesa bloggið hans Davíðs um Montefalco Rosso

Ég legg hins vegar til að ÁTVR fái lánuð þessi orð í næstu auglýsingarherferð sinni um hættur áfengis – vatnsfalli dauðans.

Smelltu hér til að skoða fyrri hlekki í vínkeðjunni

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, caprai, dómar, ljóð, vínkeðjan

Vínkeðjan – Þorri bloggar um The Footbolt

.

Þá er fyrsti hlekkur vínkeðjunnar á þessu nýja ári staðfestur.

Lestu bloggið hans Þorra um The Footbolt

Þorri finnur m.a. eucalyptus, lakkrís og berjailm af víninu.

The Footbolt hefur nú farið í gegnum fyrstu 11 hlekki í vínkeðjunni og tími til að setja það á bekkinn og skipta nýju víni inn.

Er að hugsa um að hafa kannski fleiri en eitt í gangi í einu.

T.d. eitt hvítt og eitt rautt og leyfa síðan viðkomandi bloggara að velja hvort hann vill fá til að smakka.

Meira um það síðar.

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan — Sigurður bloggar um The Footbolt

Vínkeðjan er heldur betur á góðri siglingu.

Nýr hlekkur var að bætast við.

Sigurður bloggaði um The Footbolt í gær og verður að segjast að vínkeðjufærslurnar eru orðnar hver annarri glæsilegri.

Lestu hér hvað honum finnst um The Footbolt

Smelltu hér til að lesa hvað aðrir bloggarar hafa að segja um The Footbolt

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort tími sé kominn til þess að skipta um vín nú þegar að The Footbolt klárar fyrstu 10 hlekkina — væri gaman að fá hugmyndir um framhaldið…

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan — Footbolt með hálfum Huga

.

Hugi var að enda við að blogga um The Footbolt.

Þar með kom nýr hlekkur í vínkeðjuna sem er búin að lengjast smám saman síðan hún byrjaði í febrúar á þessu ári.

Lestu hvað Huga finnst um The Footbolt 

Þetta er ansi skemmtileg færsla hjá honum og alls ekki með hálfum huga nema þá kannski þarna á 5. glasi.

Vínkeðjan hefur fæst í hendur Sigurðar Ármannssonar og verður spennandi að lesa hvað honum finnst um vínið.

Lestu hvað hinir bloggararnir höfðu að segja um The Footbolt

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan – Don Pedro bloggar um The Footbolt (aftur)

Vínkeðjan rann aftur af stað eftir sumarfrí og það heldur mjúklega.

Don Pedro hafði reyndar fjallað um The Footbolt fyrr í sumar þegar flaskan reyndist skemmd og fannst mér ómögulegt annað en að hann fengi heilbrigt eintak. Því tók hann vel og útkoman var á allt öðrum nótum. Mjög góðum.

Smelltu hér til að lesa hvað honum finnst núna um The Footbolt

Nýr árgangur af The Footbolt er nú í hillunum, 2004 í stað 2003, og í þetta skiptið eru allar flöskur með skrúftappa. Þannig eru meiri líkur að flaskan sem þú færð af The Footbolt sé fersk og heilbrigð.

Smelltu hér til að lesa hvað öðrum bloggurum finnst um The Footbolt

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan heldur til Svíþjóðar – Don Pedro bloggar um The Footbolt

.

Don Pedro fór alla leið til Svíþjóðar til að leita uppi kjöraðstæður til þess að smakka The Footbolt.

Hér er hægt að lesa hvað honum finnst

Don Pedro á bestu þakkir skilið fyrir að sinna þessu verkefni af svona mikilli alvöru og kappi.

Verst að flaskan hafi (vonandi) verið skemmd.

Það geta verið ýmsar skýringar á því og ég ætla fyrir kurteisissakir ekki að koma með þá tilgátu að hún hafi eyðilagst í höndum Donsins heldur er líklegra að flaskan hafi verið skemmd áður en hún hélt frá Ástralíu eða þá á leiðinni til Íslands. The Footbolt er nefnilega ekki filterað eða síað. Nei – d’Arenberg fólkið er ekki svona miklir sóðar. Þessum gerhreinsunum er sleppt til þess að varðveita karakterinn frekar en þvo hann í burtu en í staðinn verður vínið aðeins óstöðugra og líklegra til þess að skemmast undir álagi.

Don Pedro hefur skorað á Huga til að halda áfram Vínkeðjunni.

Ég mun líka að sjálfsögðu láta Don Pedro hafa aðra flösku af The Footbolt, þó ekki nema í sárabætur fyrir alla fyrirhöfnina. Þá mun koma í ljós hvort vínið geti unnið sig upp úr flokkinum „vont“ í „gott“, eða jafnvel í „frábært“. 

Kannski óþarfi samt að fara sérstaklega til útlanda til þess að smakka vínið í þetta skiptið.

Lestu hér hvað aðrir bloggara hafa að segja um The Footbolt

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan – Guðmundur bloggar um The Footbolt

.

Guðmundur fjallar um The Footbolt á blogginu sínu í dag.

Hann drakk það yfir Júróvisjón og miðað við hvernig okkur gekk hefði ég átt að láta hann hafa tvær flöskur en ekki eina.

Hann fjallar skemmtilega um það, bæði í tilgerðarlegu og tilgerðarlausu útgáfunni.

Við mælum samt ekki til þess að það sé tekið „beint í æð“.

Þótt það sé gott.

Hann skorar á Don Pedro til að halda áfram vínkeðjunni.

 Lestu hvað aðrir bloggara hafa að segja um The Footbolt

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan — Lovísa bloggar um The Footbolt

.

Eftir smá hlé heldur vínkeðjan áfram.

Lovísa fjallar um The Footbolt á blogginu sínu í dag.

Hún mælir með því og langar að kaupa það aftur.

Eiginlega er ekki hægt að biðja um betri dóm en það.

Henni finnst það líka „better then sex“ með súkkulaðiköku í góðum félagsskap.

Það er eiginlega alls ekki hægt að biðja um betri dóm en það.

Lestu hvað aðrir bloggarar hafa að segja um The Footbolt

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan — G. Pétur fjallar um The Footbolt

.

Vínkeðjan er komin á flug. Það tók G. Pétur ekki langan tíma að vippa einni góðri umfjöllun um The Footbolt á vefsíðu sinni. Takk fyrir þetta G. Pétur.

Lestu hvað G. Pétur segir um The Footbolt

Vínið kom honum á óvart — sem honum finnst kostur. Honum finnst ilmurinn gefa til kynna að vínið sé þungt og þótt vínið sé „bragðmikið og bragðgott“ þá sé ákveðinn léttleiki í munninum.

Ég skal segja ykkur það.

Þetta eru svona kraftabolti sem er léttur á fæti. Magnús Scheving?

Það er ekki síst sýran sem heldur The Footbolt svona léttum, án hennar myndi hann ekki vera eins áhugaverður. Góð sýra gerir hann líka matarvænlegri. Að mínu mati.

G. Pétur skorar á manninn „sem á góðar strákaminningar um flugfreyjur“ (við erum fleiri!) Helga Seljan sem hefur tekið áskoruninni.

G. Pétur er fjórði bloggarinn í röðinni til að fjalla um The Footbolt. Hildigunnur byrjaði, Linda var næst og Elísabet sú þriðja.

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan — Elísabet fjallar um The Footbolt

Elísabet tók vínkeðjuáskoruninni og fjallaði um The Footbolt á bloggsíðunni sinni.

Lestu umfjöllun hennar undir fyrirsögninni „Vínrauði boltinn hittir í mark“.

Hún skorar á G. Pétur til að halda keðjunni áfram og fjalla um vínið og hefur hann tekið áskoruninni. 

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan: Linda bloggar um The Footbolt

Vínkeðjan heldur áfram.

Hildigunnur byrjaði á að fjalla um The Footbolt 2003 á blogginu sínu og skoraði á Lindu til að fjalla um sama vín.

Linda er búin að smakka – lestu hvað henni fannst.

Linda smakkar það kannski aftur í gulu bikiníi á Spáni.

Hún skoraði á Elísabetu sem hefur tekur áskoruninni og mun fjalla um vínið á sínu bloggi innan skamms.

Færðu inn athugasemd

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan

Vínkeðjan fer af stað – Hildigunnur byrjar

.

Þá er það farið af stað, vínkeðjubloggið

Það virkar þannig að bloggari skrifar um eitthvert vín sem við gefum honum og skorar svo á næsta bloggara til að taka við. Við gefum þá þeim bloggari flösku, hann skorar á næsta og svo koll af kolli.

Eina sem við gerum er að tilnefna vínið og færa það viðkomandi bloggara. Við vitum ekkert hvað bloggaranum kemur til að finnast um það.

Hildigunnur hóf keðjuna í gær. Hún og Jón Lárus smökkuðu vínið The Footbolt. Þeim fannst m.a. „Ilmurinn […] mjög mildur og fínn, minnir á dökk skógarber, sérstaklega brómber.“ Lestu alla fréttina á blogginu hennar Hildigunnar

Hildigunnur hefur skorað á Lindu til að taka við keðjunni.

Við ætlum að láta fyrstu bloggarana fá The Footbolt, þannig fást margar skoðanir á sama víninu.

2 athugasemdir

Filed under blogg, d'arenberg, dómar, vínkeðjan