Category Archives: vínlisti

Hátíðarvínlisti Íslands 2008 – pantaðu beint af vefnum

Hann er kominn út, Hátíðarvínlisti Íslands 2008.

Gospel íslenskra vínunnenda.

Í fyrsta sinn í sögunni er hægt að gera pantanir á hátíðarvínum beint af vefnum okkar.

Smelltu hér til að skoða Hátíðarvínlistann og panta hátíðarvínin

Það er hægt að senda pöntunina í hvaða Vínbúð sem er og það er ekkert lágmarksmagn.

Ef þú vilt ekki nýta þér nýjasta nýtt má líka skoða Hátíðarvínlistann á pdf og prenta hann jafnvel út. Dettur þá í hug að það megi áframsenda hann á vini og vandamenn, hengja upp á kaffistofum vinnustaða, lesa upp úr honum á bókafundum, ljóðakvöldum, mótmælendafundum osfrv. osfrv.

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttir, hátíðarvín, vínlisti

Einar Ben velur d’Arenberg á vínlistann sinn

Alltaf alveg sérstaklega ánægjulegt þegar nýr veitingastaður bætist í lítinn en góðan hóp þeirra sem versla við okkur (skoðaðu hvar vínin okkar fást).

Þannig var hinn þjóðlegi og góði staður Einar Ben að ganga til okkar liðs.

Það var að frumkvæði vínþjónsins og vínsmakkarans Stefáns Guðjónssonar en við höfum lengi haft hann grunaðan um að vera hrifinn af vínunum frá d’Arenberg, alveg síðan hann fjallaði lofsamlega um framleiðandann hér um árið og valdi m.a. The Laughing Magpie sem Vín mánaðarins.

Það er því engin tilviljun að það er einmitt The Laughing Magpie sem hefur nú ratað á síður vínlistans á Einari Ben ásamt „stóra bró“ The Dead Arm.

Byltingin er hafin.

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, einar ben, smakkarinn, vínlisti, veitingastaðir

Nýr matseðill á La Primavera

Það er vor á La Primavera.

Nýr matseðill byrjaði þar í vikunni með girnilegum réttum.

Unnendur Nautacarpaccio geta andað léttar því sá frægi forréttur situr sem fyrr sem fastast á matseðlinum fastagestum til mikillar ánægju.

Kílktu á nýja matseðilinn á La Primavera

Nýju réttunum má skola niður með vínunum okkar á La Primavera.

Færðu inn athugasemd

Filed under la primavera, matur, vínlisti, veitingastaðir

Fleiri vín á VOX

Vínin okkar hafa verið að sækja í sig veðrið á vínlista VOX undanfarið. Við áttum 8 vín þar inni í byrjun ársins en sá fjöldi tvöfaldaðist við nýjustu uppfærsluna sem átti sér stað í síðustu viku.

Súper-sommelierinn Alba velur vínin á vínlistann af sinni fagmennsku og ástríðu.

Það veitir okkur mikla ánægju að vinna með svo góðu fólki og ekki laust við að við séum svolítið montin af þessum árangri.

Smelltu hér til að skoða öll vínin okkar á VOX og á öðrum veitingastöðum

Færðu inn athugasemd

Filed under mont, vínlisti, veitingastaðir, vox

Alba er Vínþjónn ársins

.

Elísabet Alba er Vínþjónn Ársins 2006 eins og kemur fram í þessari frétt á freisting.is.

Alba er vínþjónn á VOX þar sem nokkur af okkar vínum prýða vínlistann.

Ég var með vínsmakk ekki fyrir löngu á Vox til að leyfa þeim að kynnast nokkrum af okkar vínum. Það var sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með einbeittri Ölbu og hlusta á hana buna út úr sér skrautlegum orðaforða og lýsingum sem hittu beint í mark.

Alba hefur greinilega mikla þekkingu og ástríðu. Hún er vel að heiðrinum komin.

Til hamingju Alba!

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttir, vínlisti, veitingastaðir, vox

Tappagjald á veitingastöðum og hvernig þú getur haft áhrif

Að taka með sér vínflösku til að drekka á veitingastað virðist ekki vera mikið stundað á Íslandi.

Fyrir það greiðist tappagjald sem er ákveðin upphæð per flösku. Ég hef aðeins gert þetta sjálfur og er gjaldið misjafnt eftir veitingastöðum en ég hugsa að það megi segja að það sé a.m.k. ekki undir 2.000 kr. að jafnaði og eflaust nær 3.000 kr. Tappagjaldið þekkja líka þeir sem hafa haldið stórar veislur, t.d. brúðkaup, í veislusölum og fengið að taka með sér vín gegn ákv. gjaldi per flösku sem má búast við að sé eitthvað lægra en á veitingastöðunum.

Maður tekur ekki vín með sér á veitingastað til að spara pening heldur til þess að njóta víns sem manni langar sérstaklega að njóta og er ekki á vínlista veitingastaðarins. Vínsafnarar gera þetta nokkuð og fá þannig tækifæri til að njóta góðu vínanna sinna í afslöppuðu umhverfi, félagsskap og með góðum mat og þjónustu.

Ég hef aldrei heyrt neinn veitingastað á Íslandi auglýsa þessa þjónustu enda ekki beint í þeirra verkahring en þó finnst mér ólíklegt að nokkur þeirra myndi neita ef borin væri fram kurteisleg fyrirspurn.

Lettie Teague (lestu pistilinn hennar) sem skrifar fyrir amerísku Food and Wine útgáfuna hefur tekið saman nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

1) Hringja á undan í veitingastaðinn til að athuga hvort það sé í lagi að taka með sér vín og láta vita hvaða vín það er.
2) Spyrja fyrirfram um hversu hátt tappagjaldið er og sætta sig við að borga skynsamlegt gjald.
3) Koma aðeins með vín sem eru nógu fágæt og dýrmæt – annars er þetta frekar tilgangslaust.
4) Bjóða vínþjóninum að smakka vínið.
5) Kaupa hugsanlega líka eitthvað af vínlista veitingastaðarins.

Mig langar útfæra lið 3 aðeins betur:

3-b) Þar sem margir íslenskir veitingastaðir hafa ekki svo yfirgripsmikla vínlista er kannski meiri ástæða til að færa sér þennan möguleika meira í nyt, að koma með sitt eigið vín, og ekki endilega einskorða það við sérstaklega fágæt vín heldur bara yfirleitt öll sérstaklega góð vín (ok. sleppa kannski kassavínum).

3-c) Margir íslenskir veitingastaðir (enginn þeirra sem við verslum við… annars væru vínin okkar ekki þar) hafa vínlista sem er stjórnað af þeim sem flytja inn vínin, einhverjum stóru heildsalanna. Veitingastaðirnir fá ekki að kaupa vín frá fyrirtækjum eins og Vín og mat þótt þeim fyndist þau góð og langaði að kaupa þau. Þetta er náttúrulega fáranleg staða sem kemur niður á gæðum og er vanvirðing á hæfni og menntum þjóna sem eiga að velja vín sín sjálfir og móðgun gestum staðarins. Ég mæli því sérstaklega með að þú takir með þér okkar vín á slíkan stað og mótmælir óbeint þessari fábreytni og þröngsýni.

Þetta eru þeir veitingastaðir sem bjóða upp á okkar vín á vínlistum sínum – þeir eru óháðir og metnaðarfullir allir sem einn.

2 athugasemdir

Filed under vínlisti, veitingastaðir

Vínin okkar eru nú fáanleg á Vínbarnum

.

Loksins, verð ég að segja. Loksins eru vín frá okkur fáanleg á Vínbarnum.

Það hefur vakið lengi fyrir að setjast niður með Gunna Palla, eiganda Vínbarnsins, og ræða möguleikann á samstarfi en einhverra hluta vegna hafði ég ekki tekið af skarið og komið á fundi þar til núna í síðustu viku. Ástæðan er líklegast einfaldlega sú að ég er ekki þessi sölumaður.

Gunni Palli tók mér fádæma vel. Það kom mér á óvart hversu mörg vínanna hann hafði þegar prófað hérlendis eða erlendis. Hann er sannur vínkall hann Gunni Palli.

Eitt það skemmtilegasta við Vínbarinn, eins og alla góða vínbari, er að þar eru engir tveir dagar eins. Það er alltaf eitthvað nýtt í boði, stundum bara ein flaska af hinu eða þessu, jafnvel einhverju sem Gunni Palli hefur sjálfur keypt á ferðalagi í útlöndum, eða einhverju öldruðu eðalvíni. Ekki minnkar úrvalið við tilkomu Enomatic vélarinnar. Vínbarir eru einhver besta og skemmtilegast leið sem til er til þess að kynnast vínum og prófa sig áfram. Ekki velja alltaf það sem þú þekkir!

Gunni Palli valdi 13 ólíkar tegundir frá okkur. Af þeim eru 5 vín sem eingöngu fást á Vínbarnum sem stendur.

Ég mæli sérstaklega með glasi af hinu fágæta, þýska sætvíni Auslese 2002 frá Weingut Keller sem er í miklu uppáhaldi hjá þýsku vínútgáfunni Gault Milleau — og mér. Nú eða lögg af ástralska ofurboltanum Hillside Shiraz 2002 frá Kay Brothers sem fær 95 stig hjá Robert Parker

Þetta eru vínin 13:

Hvítvín:
Falesco Vitiano Bianco 2005
Umani Ronchi Casal di Serra 2005
Appiano Pinot Bianco 2004
Rauðvín:
Falesco Vitiano Rosso 2005
Umani Ronchi Jorio 2001

Fontodi Chianti Classico 2003
Sandrone Dolcetto d’Alba 2004
Casa de la Ermita 2001
Laderas de El Seque 2005
Artadi Vinas de Gain 2003

d’Arenberg The Custodian 2002
Kay Brothers Hillside Shiraz 2002
Sætvín:
Weingut Keller Auslese 2002

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, artadi, chianti classico, d'arenberg, El Seque, falesco, fontodi, kay brothers, keller, luciano sandrone, umani ronchi, vínbar, vínlisti, veitingastaðir