Category Archives: vínótek

Vínótekið smakkar á Bisceglia, Little James og Stump Jump

Steingrímur Sigurgeirsson hefur verið iðinn við kolann síðan hann stofnaði vefsíðuna Vínótek. Ekki bara við birtingu víndóma heldur hefur hver girnileg uppskriftin birst þar líka á fætur annarri. Það helsta af síðunni er síðan tilkynnt nánar um á Facebook síðu Vínóteksins.

Steingrímur kíkti í Frú Laugu á dögunum og birti þá þessa umfjölllun í kjölfarið.

Við sendum honum síðan sýnishorn af nokkrum nýjum vínum, eina flösku af hverri sort, nokkuð sem við höfum oft gert í gegnum árin þegar Steingrímur skrifaði (og skrifar enn) um vín og mat fyrir Morgunblaðið.

Hann hefur nú þegar tekið þau flest til umfjöllunar og er yfir höfuð ánægður með gæðin, ekki síst Bisceglia vínin frá Suður-Ítalíu.

Bisceglia Aglianico del Vulture4 stjörnur + „hrífur mann með frá fyrsta dropa“ (lesa meira á Vínótekinu)
Bisceglia Falanghina4 stjörnur „hreinlega dúndurgott“ (lesa meira)
d’Arenberg Stump Jump GSM3 stjörnur „aðgengilegt og þægilegt“ (lesa meira)
Saint Cosme Little James (hvítt)4 stjörnur „einstaklega aðlaðandi hvítvín“ (lesa meira)
Saint Cosme Little James (rautt)3 stjörnur „alvöru Rhone-einkennum“ (lesa meira)

Takk fyrir það.

Færðu inn athugasemd

Filed under bisceglia, d'arenberg, dómar, saint cosme, vínótek

Vínótek — nýr vínvefur fjallar um Lambrusco frá Lini

Steingrímur Sigurgeirsson — blaðamaður, Harvard maður, stjórnamálaspekúlant, matgormur og vínkall með meiru, hefur opnað nýjan vef sem fjallar um vín og meðlæti.

Þetta er fagnaðarefni því fáir eru jafn vel að sér í þessum fræðum enda hefur Steingrímur drukkið, borðað og skrifað fyrir Morgunblaðið í 20 ár.

Nýja vefsíðan ber nafnið Vínótek og er jafnframt hægt að gerast vinur á facebook eða skrifast á póstlista til að fá nýjustu fréttir, uppskriftir og víndóma.

Vefsíðan var ekki búin að vera lengi í sambandi þegar einn af okkar dátum datt inn á radarinn, Lambrusco frá Lini.

Steingrímur gefur því 4 stjörnur af 5 og kallar það m.a. „allt að því unaðslegt“.

Lestu umfjöllun um Lambrusco frá Lini á Vínótekinu

Það verður spennandi að fylgjast með þessari nýju og skemmtilegu síðu í framtíðinni.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, lini, vínótek