Category Archives: vínsmökkun

Hubert Sandhofer kíkir í heimsókn

Austurríski vínframleiðandinn Hubert Sandhofer var á Íslandi í síðustu viku og kíkti í heimsókn til okkar í höfuðstöðvarnar til að smakka nýjustu vínin.

Flest vínanna voru ekki komin á flöskur ennþá og þurfti Hubert að tappa þeim beint úr tanki eða tunnu á litlar smakkflöskur sem hann tók með sér til landsins.

Við höfum smakkað flest vína Huberts síðustu ár. Hann er vaxandi vínframleiðandi. Hann viðurkennir að hann sé alltaf að læra og uppgötva eitthvað nýtt og það er gaman að rabba við hann og fá innsýn í þær ákvarðanir sem víngerðarmaðurinn þarf að taka. Hann er forvitinn og ástríðufullur, metnaðarfullur svo við höfum alltaf haft á tilfinningunni að hann ætti ennþá inni. Að áhuginn og rannsóknarstarfið ætti eftir að bæta vínin hans enn frekar þótt góð væru þegar.

Það koma á daginn. Smakkið í ár var töluvert jafnara og nokkuð betra en smakkið í fyrra viðstöddum til mikillar ánægju. Hvert vínið á fætur öðru var áhugavert, heilsteypt og „austurrískt“ – alveg eins og við viljum hafa það.

Nú er bara spurning hvað við gerum á næstunni til að auka framboð þessara vína á Íslandi en vín frá Austurríki hafa átt svolítið erfitt uppdráttar á meðal söluvænlegri markaðsafurða.

Hubert er lítill framleiðandi´og vínin hafa karakter. Þau eru líka góð matarvín, sérstaklega hvítvínið og rósavínin.

Athugið að verðin á þeim Sandhofer vínunum sem nú fást eru frá því síðasta sumar þegar við keyptum slatta inn. Þau eru því ekki bara samkeppnishæf heldur dúndurhagstæð.

Færðu inn athugasemd

Filed under sandhofer, vínsmökkun

Og fyrsti vinningshafinn í póstlistaáskoruninni er…

… Tryggvi Blöndal!

Innilega til hamingu með vinninginn Tryggvi.

Tryggvi var númer 654 á póstlistanum og hlýtur að launum vínsmökkun fyrir sig og sína ásamt fyrsta flokks ítölsku fingurfæði frá veitingastaðinum La Primavera.

Við Tryggvi erum þegar farnir að skipuleggja vínsmökkun fyrir hann og hans fólk á næstu vikum.

Nú er gott að vera vinur Tryggva.

Við minnum á að póstlistaáskorunin er í fullum gangi ennþá, næst verður dreginn út sambærilegur vinningur þegar fjöldi áskrifenda að Vínpóstinum verður 800 manns. Þá verður einn áskrifandi dreginn út úr þeim sem bættust við frá 701 til 800.

Vinningslíkur eru því 1 á móti 100 fyrir hvern nýjan áskrifanda.

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttir, happdrætti, la primavera, vínpósturinn, vínsmökkun

Land der Berge, Land am Strome — vínkynning á Vínbarnum í dag

.

Hubert Sandhofer er mættur til landsins og getur ekki beðið eftir því að leyfa þér og öllum hinum að smakka vínin sín á Vínbarnum í dag kl. 17.00.

Vonandi hefur það ekki farið framhjá neinum að um er að ræða þrjú vín með myndlist eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur sem við, Hubert, Kristín og nokkrir góðir aðilar völdum í sameiningu snemma á vor-dögum.

Þar sem smökkunin á eftir er kynning en ekki námsskeið er ekki nauðsynlegt að koma á slaginu 17.00 heldur er hægt að detta inn hvenær sem er á milli 17.00 og 19.00 til að kynnast vínunum nánar.

Sem fyrr eru vínin þrjú: hvítvínið Grüner Veltliner 2007, rósavínið Rosando 2006 og rauðvínið St. Laurent Reserve 2006.

„Land der Berge, Land am Strome“hér má hlusta á þjóðsöng Austurríkis til að koma sér í stemninguna.

Og ef þú ert ekki búinn að sjá og hlusta á Hubert sjálfan lýsa verkefninu og víngerðinni má gera það hér.

Vínbarinn er á Kirkjutorgi 4, við hliðina á Dómkirkjunni. Við hlökkum til að sjá þig og endilega kipptu einhverjum með.

Færðu inn athugasemd

Filed under austurríki, sandhofer, vínbarinn, vínsmökkun

Block 6 toppar í Syrah/Shiraz áskorun

Við höfum áður minnst á vínsmakkanir EWS í New York hér á blogginu.

Nýlega stefndu EWS smakkarar saman vínum úr „Síras“ þrúgunni sem ýmist er kölluð Syrah á franska vísu eða Shiraz á t.d. ástralska vísu en sú þrúga er líklegast að verða vinsælasta rauðvínsþrúgan á eftir Cabernet Sauvignon eftir að kvikmyndin Sideways rústaði orðspori Merlot þrúgunnar. Í smakkinu voru eingöngu rómuð vín úr þrúgunni frá Frakklandi, Ástralíu, Kafliforníu og Ítalíu.

Það var gaman að sjá að Block 6 2004 frá Kay Brothers skaut öllum hinum ref fyrir rass og hlaut vel flest atkvæði sem besta vín vínsmökkunarinnar með 97 stig og komment eins og þetta hér segir allt sem segja þarf „Make no mistake, this first place wine rocked our world and was easily the best Kay Brothers “Block 6” we’ve ever encountered“.

Vínið er víst uppselt hjá okkur þar til nýr árgangur lítur dagsins ljós.

En hérna eru öll vínin frá því efsta til þess neðsta:

2004 Kay Brothers Shiraz “Block 6”
2004 Pax Syrah “Castelli-Knight Ranch”
2004 Shirvington Shiraz
2002 Kongsgaard Syrah “Hudson Vineyard”
2003 Cote Rotie “Les Rochains” (Patrick & Christophe Bonnefond)
2004 Sine Qua Non Syrah “Poker Face”
2004 Colgin Syrah “IX Estate”
2003 Cote Rotie “La Landonne” (René Rostaing)
2004 Clarendon Hills Syrah “Astralis”
2001 Le Macchiole  “Scrio”
2003 Cote Rotie “Chateau d’Ampuis” (Guigal)
2002 E & E Shiraz “Black Pepper”
2003 Cote Rotie “La Landonne” (Delas Freres)

2 athugasemdir

Filed under dómar, kay brothers, vínsmökkun

Kökukonsert á Kjarvalsstöðum 21. maí kl. 20.00

Staður: Kjarvalsstaðir
Hvenær: 21. maí kl. 20.00
Miðaverð: 2.500 kr.

Þegar söngkonan Hallveig Rúnarsdóttir hringdi í mig til að athuga hvort við vildum taka þátt í Kökukonserti þá stóð ekki á svari enda skemmtilega uppákoma á ferðinni með einvalaliði listamanna og sjálfum Hafliða súkkulaðisnilling í Mosfellsbakaríi.

Við ætlum sem sagt að vera með þrátt fyrir að ég fái ekki að syngja kattardúettinn í þetta skiptið. Kannsi næst.

En við ætlum að sjá um vínið og verða það þrjár tegundir sem tónleikagestir fá að smakka sem borin verða fram með þremur réttum frá Hafliða. Þema tónleikanna er vetur, vor og sumar og munu réttirnir, vínin og söngprógrammið miðast við það — þrjár árstíðir, þrír réttir og þrjú vín.

Fyrir utan Hallveigu munu söngkonan Margrét Sigurðardóttir stíga á svið auk annarra listamanna sem munu leika á hljóðfæri og fremja gjörninga.

Miðinn kostar sem fyrr segir 2.500 kr. og er hægt að kaupa í 12 tónum eða með því að senda okkur tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is.

Færðu inn athugasemd

Filed under matur, tónlist, vínsmökkun

New York — vínsmakkanir og námskeið hjá EWS

Einhver á leiðinni til New York?

EWS er vínklúbbur í New York sem heldur glæsilegar vínsmakkanir með girnilegum þemum eins og Súpertoskani, 2005 Búrgúnd, 1998 Chateauneuf-du-Pape osfrv. Niðurstöður eru síðan birtar á vefnum hjá Robert Parker.

Kíktu á næstu smakkanir

Ég ætla einhvern tímann að fara. Þau kosta reyndar sitt en þess virði þar sem vínin eru undantekningalaust áhugaverð.

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, robert parker, vínsmökkun

Búrgúnd á Vínbarnum

Síðan síðasta sumar höfum við tekið inn tvo árganga af Búrgúndarvínum, 2004 og 2005. Framleiðendurnir eru nú orðnir fjórir, Lucien Le Moine, Jean Grivot, Christian Moreau og nú síðast Vincent Girardin.

2004 er að mestu upseldur en ennþá er til af 2005 enda upplagið af honum í heildina meira. Þau endast hins vegar ekki lengi. Aðallega hafa vínin farið til vínsafnara sem kunna að meta hin heillandi rauðvín Búrgúndar úr Pinot Noir þrúgunni og stórkostleg Chardonnay hvítvínin.

Það hafði alltaf staðið til að opna nokkur gler fyrir þessa viðskiptavini til að leyfa þeim að bera saman góða breidd úr röðum okkar framleiðenda, bera saman bækur, og fá góða aðila af veitingahúsum ásamt nokkrum sérfræðingum til að smakka með okkur.

Smakkið var hið skemmtilegasta og hér má sjá nokkrar myndir á flickr.com

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, christian moreau, grivot, myndir, vínbarinn, vínsmökkun, vincent girardin