Category Archives: wine spectator

Wine Spectator Top 100 2010 — Flaccianello trompast aftur

ws100Bandaríska víntímaritið Wine Spectator var að gefa út hinn árlega TOP 100 lista yfir vín ársins 2010.

Listinn er ekki skipaður 100 einkunnahæstu eða „bestu“ vínum ársins heldur eru þáttaðir inn hlutir eins og verð og aðgengi víns.

M.ö.o. listi yfir framúrskarandi vín að mati blaðsins, hvernig sem á það er litið.

Í fyrra var eitt af okkar vínum í svokölluðum Top 10 hluta listans, Flaccianello 2006 frá Fontodi. Þær 120 flöskur sem við fengum af þessu víni voru fljótar að fara en eingöngu var hægt að kaupa það með sérpöntun í gegnum ÁTVR (þeas. vínið fékkst ekki í hillum Vínbúðanna).

Nú hefur hið merkilega gerst að 2007 árgangur af Flaccianello nær líka inn á listann í ár en ekki hefur það gerst oft að sama vínið geri það tvö ár í röð. Reyndar er þetta í þriðja sinn sem Flaccianello kemst á Top 10 listan tímaritsins síðasta áratug sem er einstakt. 2007 árgangur kemur hingað til lands á næsta ári.

Til hamingju Giovanni Manetti og fjölskylda!

Við eigum reyndar fleiri vín á Top 100 listanum eða framleiðendur sem við flytjum inn eða höfum flutt inn. Fyrir utan Flaccianello 2007, sem er í 8. sæti listans, má finna Chateau Flaugergues Cuvee Sommeliere 2007 í 50. sæti, Christian Moreau Chablis Les Clos 2008 í 59. sæti, d’Arenberg The Stump Jump 2008 í 63. sæti, Chateau de Lascaux Languedoc 2008 í 85. sæti, Chateau Saint Cosme Cotes de Rhone 2008 í 88. sæti og Domaine Tempier Bandol Rose 2009 í 99. sæti.

3 athugasemdir

Filed under Chateau du Lascaux, christian moreau, d'arenberg, fontodi, saint cosme, tempier, verðlaun/viðurkenningar, wine spectator

Flaccianello 2006 er komið til landsins!

Eitt rómaðasta vín 2006 árgangs frá Toskana er án efa Flaccianello 2006 frá Fontodi víngerðinni.

Það hlýtur 99 stig í Wine Spectator og 8# sæti á TOP 100 listanum góða sem tímaritið gefur út.

Robert Parker gefur því 96 stig.

Aðrir dómar eru eftir því.

Það er því óhætt að segja að þetta hreinræktaða Sangiovese rauðvín sé svolítið merkilegt með sig þessa dagana. Fyrir okkur er það holdgervingur Toskana þar sem frábær víngerð og fegurð sveitarinnar sameinast í einhverju einstöku.

Giovanni Manetti, eigandi Fontodi víngerðarinnar, var svo elskulegur að leyfa okkur að fá rausnarlegan skammt af víninu þrátt fyrir hina miklu eftirspurn og þá staðreynd að það er uppselt víða um heim.

Vínið kom til landsins í síðustu viku og við eigum nóg til ennþá. Verð 8.900 kr.

Áhugasamir sendi okkur vinsamlegast póst á vinogmatur@vinogmatur.is til að kanna stöðuna áður en það er sérpantað hjá ÁTVR.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, fontodi, robert parker, wine spectator

The Stump Jump GSM eitt af TOP 100 vínum árið 2009 að mati Wine Spectator

Nýr TOP 100 listi er kominn út hjá bandarísku útgáfunni Wine Spectator, fyrir árið 2009.

Við eigum þrjú vín á listanum, Fontodi Flaccianello 2006 (99 stig í 8. sæti) sem er væntanlegt á nýju ári til landsins, San Michele Appiano Pinot Grigio 2008 (90 stig í 70. sæti) sem hefur fengist hér þó ekki þessi árgangur, og The Stump Jump GSM 2008 frá d’Arenberg (90 stig í 82. sæti, við erum með 2007 í gangi núna).

Það er mjög eftirsóknarvert að komast á listann því hann getur haft góð áhrif á sölu og orðspor viðkomandi víngerða um allan heim.

Eins og bloggarinn hefur áður bent á er þessi árlegi listi mjög markaðsvæddur og takmarkaður en þó verður ekki framhjá því litið að þau vín sem komast á hann eru áhugaverð og góð, sum jafnvel frábær kaup og önnur hugsanlega framúrskarandi.

2 athugasemdir

Filed under appiano, d'arenberg, dómar, fontodi, wine spectator

Lucien Le Moine og aðrir Búrgúndarar fá lofsamlega umsögn í Wine Spectator

.

Það má segja að Lucien Le Moine ríði feitum hesti frá einkunna-afhendingu Wine Spectator fyrir vín frá Búrgúndarhéraði af 2005 árgangi. 16 rauðvína framleiðandans af 2005 árgangi eru til umfjöllunar í blaðinu og fær ekkert þeirra undir 93 stigum. Hann endurtekur því leikinn frá því þegar 2004 árgangurinn frá Búrgúnd var til umfjöllunar þegar vín Lucien Le Moine voru líka fremst á meðal jafningja að mati blaðsins (lestu meira).

Annars staðar í blaðinu er svo fjallað um næsta árgang 2006, sem við flytjum hingað til Íslands í september, þar sem nokkrir framleiðendur eru valdir til sérstakrar umfjöllunar og teknir við þá viðtal og er Mounir Saouma, eigandi Lucien Le Moine, í þeirra hópi.

Það sem gerir Lucien Le Moine svo ennþá heitari er eins og lesa má úr upplýsingum Wine Spectator að hann framleiðir yfirleitt ekki meira en 50 kassa af hverri sort (600 flöskur) á meðan að sumir framleiðendur í Búrgúnd eru að senda fleiri þúsund flöskur af sambærilegum vínum bara á Bandaríkjamarkað.

Ég spái því að vínin frá Lucien Le Moine eigi eftir að auka hressilega við verðgildi sitt í framtíðinni sökum frábærra dóma, ekki síst í amerísku pressunni, og vegna þess hversu lítið er til af þeim.

Í sama tímariti fá vínin fá Jean Grivot sömuleiðis hörkudóma en ekki er langt síðan að það var bloggað um það hér þegar að blaðamaður Decanter valdi framleiðandann í efsta elítuhóp framleiðenda í Búrgúndarhéraði (lestu meira). Í Wine Spectator er hluti rauðvína Jean Grivot af 2005 árgangi til umfjöllunar og hljóta einkunnir á bilinu 89 til 94 stig.

Ekki verra að glæsileg mynd af Clos Vougeot vínekru Jean Grivot prýðir forsíðu tímaritsins.

Nokkur vín frá Vincent Girardin eru sömuleiðis til umfjöllunar í Wine Spectator og fá á bilinu 86 til 94 stig en þess verður að geta að lína framleiðandans er mjög breið og spannar allt frá ódýrustu vínflokkum svæðsins til þeirra bestu og í þetta skiptið vantaði flest betri vín framleiðandans í umfjöllun blaðsins.

Þegar öllu er á botninn hvolf — Glæsileg útkoma vína frá okkar framleiðendum í Búrgúndarhéraði í þessu nýjasta hefti bandaríska víntímaritsins Wine Spectator.

Svo verð ég að koma að þessari hlýju umfjöllun um okkur og vínin okkar frá Búrgúnd í Gestgjafanum. 

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, dómar, Gestgjafinn, grivot, lucien le moine, vincent girardin, wine spectator

Winespectator vídeóbloggar um Barolo Campe 2003

Á vefsíðu Wine Spectator fann ég ágætt úrval af ræmum þar sem skríbentar blaðsins vídeóblogga um hin ýmsu vín.

Þar fann ég m.a. þetta víedóblogg um Barolo Campe 2003 frá La Spinetta.

2003 árgangur var erfiður í Piemonte, heitur og erfitt að halda ferskleika vínanna og karakter. Það var þó ekki að sjá að 2003 Barolo Campe frá La Spinetta skorti mikið þegar ég smakkaði það fyrst fyrir tæpu ári.

James Suckling hjá Wine Spectator er sammála mér, hann gefur því 95 stig.

Við eigum nokkra kassa af 2003, flaskan er á 8.000 kr.

2004 verður um 20% dýrara því víngerðin hækkaði vínið hressilega í nýju verðskránni þeirra.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, la spinetta, sjónvarp, wine spectator

Wine Spectator Top 100 2007

.

Wine Spectator var að gefa út Top 100 listann sinn.

Við eigum þrjú vín á listanum, The Hermit Crab 2006, Flaccianello 2004 og Tempier Bandol Migua 2004 sem við höfum reyndar ekki flutt inn þótt við vinnum með framleiðandanum.

Við áttum eitt vín á listanum í fyrra, The Struie 2004 frá Torbreck (lestu bloggið).

Önnur vín sem við eigum og hafa náð nýlega á listann eru t.d.  Chateau de Flaugergues, Bandol frá Tempier (ekki Migua) og Chianti Classico Riserva frá Castello di Querceto (tvisvar).

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, d'arenberg, dómar, flaugergues, tempier, torbreck, wine spectator

Rósavín og Búrgúndarvín fá lofsamlega umfjöllun í Wine Spectator

.

Við Rakel röltum niður í Eymundsson í gær í veðurblíðunni og fengum okkur kaffisopa. Einn af þessum góðu dögum þar sem er virkilega hægt að labba meðfram sjávarsíðunni á skyrtunni.

Eins og svo oft þegar ég fer í bókabúðirnar gluggaði ég í Wine Spectator víntímaritið bandaríska. Stundum kaupi ég eintakið, sérstaklega þegar verið er að fjalla vel um okkar vín.

Það sem vakti athygli mína var forsíða blaðsins. Annars vegar forsíðumyndin sjálf og aðalgreinin um rósavín og hins vegar umfjöllun blaðsins um Búrgúndarvín — en við eigum fulltrúa í báðum þessum flokkum.

Kom á daginn að í báðum flokkum voru okkar fulltrúar í sviðljósinu og Rakel þurfti að hlusta á undirritaðan monta sig og þusa alla leiðina aftur heim — upptendraðan af tvöföldum macchiato sem virkaði eins og olía á eldinn.

Það virðist ekki vera hægt að fjalla um rósavín á faglegan hátt án þess að minnast á Domaine Tempier rósavínið og það verður líklegast ekki ofsagt að þetta sé hugsanlega virtasta rósavín sem framleitt er miðað við þá almennu og góðu umfjöllun sem það fær meðal vínskríbentanna. Í tímaritinu er fjallað um vínið undir fyrirsögninni „Rosé Comes to the Table – These Versatile Wines Prove a Serious Match for Food“ þar sem því er stillt fram með ákveðnum réttum ásamt tveimur öðrur rósavínum.  Tempier rósavínið er parað með ofngrilluðu kálfakjöti með gulrótarmús og baunum.

Í blaðinu er líka listi yfir „Recommended Sparkling and Still Rosés“ þar sem 2005 árgangur af Tempier rósavíninu er í 2-4 sæti yfir bestu rósavínin (þ.e. „Still Rosés“) með einkunnina 89 stig og eftirfarandi umfjöllun: „Offers a luscious aroma, concentrated dried cherry and raspberry flavors and hints of fig. Spice and smoke on the finish.“. Uppgefið verð er 32$ sem verður að teljast vel samkeppnishæft við okkar verð á 2.290 kr. (2004 árg.).

Í umfjöllun tímaritsins um 2004 árganginn frá Búrgúnd er Lucien Le Moine einfaldlega fremstur meðal jafningja. Á „Top-Scoring“ lista blaðsins yfir 21 bestu vínin að þeirra mati eru fjögur vín frá Lucien Le Moine. Tvö í 2.-4. sæti, tvö í 5.-7. sæti og eitt í 11. sæti. Enginn annar framleiðandi á fleiri en tvö vín á þessum lista en önnur fræg nöfn eru t.d. Roumier, Champy, Laurent, Jadot, Méo-Camuzet og fleiri.

Ekki slæmt það. Af vínunum frá Lucien le Moine er það að segja að þau koma til landsins í vikunni eftir smávegis seinkunn. Flutningurinn er hitastýrður. Á sama bretti eru vínin frá Ég hef ekki haft tíma til þess að setja þessa tvo góðu framleiðendur frá Búrgúnd á vefsíðuna — það er líka sól úti — en geri það fljótlega. Þangað til má lesa kannski lesa þennan tölvupóst. Listinn yfir vínin í tölvupóstinum er ekki alveg tæmandi því nokkur vínanna voru þegar upppöntuð þegar hann var gerður og nokkur hafa selst upp síðan.

Færðu inn athugasemd

Filed under búrgúnd, dómar, grivot, lucien le moine, wine spectator