Gestablogg: Veröld Soffíu

Soffía skrifar frá Kaupmannahöfn.

Eftir að hafa búið hér í Kaupmannahöfn í 4 mánuði ákvað ég að taka saman alla veitingastaði og kaffihús sem ég hef heimsótt á þessum tíma. Listinn var orðinn ansi langur, svo ég ákvað að setja þessa þekkingu mína á netið, og deila með þeim sem eiga leið um Köben og eru í leit að góðum stöðum í mat og drykk. Hér ætla ég að nefna þá 5 staði sem mér finnst þess virði að kíkja á.

Bibendum er mjög sætur tapas bar. Maturinn er virkilega góður. Þetta er einnig vínbar og vínseðillinn er mjög flottur. Á heimasíðunni þeirra er hægt að skoða vínseðilinn.

Salon, kaffihús á Skt Peders Stræde. Þeir eru með bestu og fallegustu samlokurnar í bænum. Ég mæli með samloku sem nefnist King. Eldhúsið er á við fataskáp og maturinn frá þessu eflaust minnsta eldhúsi bæjarins er mjög góður. Stólar og borð eru fengin héðan og þaðan, og eru ansi sjúskuð, en þetta er mjög kósí. Staðurinn er mest sóttur af fólki á aldrinum 20-30 ára.
 
Era Ora. Þetta er ítalskur staður, með eina michelin stjörnu, og stendur alveg undir væntingum. Þetta er líka einn dýrasti staðurinn í kaupmannahöfn (við borguðum 4000 dkr fyrir 2 með vínum) en þess virði að kíkja ef maður vill gera sér verulega góðan dag. Matseðillinn samanstendur af 14-17 réttum, sem eru frekar litlir þannig að maður hefur pláss fyrir þá alla. 

Það eru held ég um 11 michelin stjörnu staðir í kaupmannahöfn, og því af nógu að taka, ég mæli með að fólk skoði matseðla og verð á netinu. Noma var að fá sína aðra stjörnu, og ég hef heyrt góða hluti um þann stað.

Wagamama er tælenskur staður staðsettur við Tívolíið, og inngangur bæði þaðan og frá götunni. Innréttingarnar eru hráar en virka vel.  Matarskammtar eru vel út látnir, og mjög góðir. Ég mæli með nr 41,44 og 49.  Hvítvínið Stravento bianco er mjög fínt og á góður verði, flaskan 149 kr. Ég hef alltaf fengið topp þjónustu á Wagamama. Matseðilinn má finna á netinu, bæði á dönsku og ensku.

Við Axeltorv er að finna ítalskan veitingarstað, Il peccato sem er með bestu pizzurnar í Köben. Þær eru eldbakaðar og mjög ítalskar. Ég mæli með Diavola, og fá svo extra disk af ferskum chili. Pizzurnar eru stórar, og ég og maðurinn minn deilum alltaf einni. Hvítvín og rauðvín hússins er mjög fínt.

Einnig gæti ég nefnt Lele na hang, Stick´s and sushi á Nanensgade, Il senso, Ricemarket og The de mente. En um þá staði má lesa betur á blogginu mínu

Við þökkum myndlistarmanninum Soffíu fyrir innslagið og bendum á að lesa má frekar um hernig gestabloggið virkar hér.

Færðu inn athugasemd

Filed under gestablogg, kaupmannahöfn, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd