Vínótek — nýr vínvefur fjallar um Lambrusco frá Lini

Steingrímur Sigurgeirsson — blaðamaður, Harvard maður, stjórnamálaspekúlant, matgormur og vínkall með meiru, hefur opnað nýjan vef sem fjallar um vín og meðlæti.

Þetta er fagnaðarefni því fáir eru jafn vel að sér í þessum fræðum enda hefur Steingrímur drukkið, borðað og skrifað fyrir Morgunblaðið í 20 ár.

Nýja vefsíðan ber nafnið Vínótek og er jafnframt hægt að gerast vinur á facebook eða skrifast á póstlista til að fá nýjustu fréttir, uppskriftir og víndóma.

Vefsíðan var ekki búin að vera lengi í sambandi þegar einn af okkar dátum datt inn á radarinn, Lambrusco frá Lini.

Steingrímur gefur því 4 stjörnur af 5 og kallar það m.a. „allt að því unaðslegt“.

Lestu umfjöllun um Lambrusco frá Lini á Vínótekinu

Það verður spennandi að fylgjast með þessari nýju og skemmtilegu síðu í framtíðinni.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, lini, vínótek

Færðu inn athugasemd