Hlý orð í Gestgjafanum

Gestgjafinn birtir góð orð í okkar garð í nýjasta blaðinu (3. tbl. 2008).

Fyrst ber þar að nefna umfjöllun um Búrgúndarvínsmökkun sem við héldum á Vínbarnum og kynntum nokkur vín frá framleiðendum okkar þaðan.

Smelltu hér til að sjá myndir úr smakkinu
Smelltu hér til að lesa um heimsókn til Búrgúndarhéraðs síðasta haust

Takk fyrir hlýju orðin og hvatninguna.

„Frábær Búrgundí-vín hjá Arnari í Vín og mat

Arnar Bjarnason hjá Víni og mat er einn af hugsjónamönnum í vínheiminum á Íslandi. Hann flytur inn vín sem honum þykja góð og reynir að lifa af því. Hann hefur kynnt fyrir okkur mörg frábær vín frá Ítalíu, fór svo til Languedoc og fann þar afburða skemmtilega víngerðarmenn og nú er hann kominn til Búrgundí. Hann var með afraksturinn af leit sinni á Vínbarnum þar sem hann kynnti þessi vín. Vínin voru frá fjórum litlum en afar virtum framleiðendum, Lucien Le Moine, Jean Grivot og Vincent Girardin svo og frá Christian Moreau í Chablis (hann gerir eingöngu Premier Cru og Grand Cru-vín). Það er ekki á hverjum degi sem mönnum gefst færi á að smakka Premier og Grand Cru hér á landi, meðal annars Corton Charlemagne, Corton Bressandes, Charmes Chambertin, Chambolle Musigny og Clos des Vougeot. Arnar hefur fengið svolítinn kvóta af þeim vínum og ber að hrósa honum fyrir metnaðinum því þar sem menn stoppa og jafnvel snúa við og telja að markaðurinn sé ekki fyrir hendi heldur hann ótrauður áfram og færir okkur bestu vínin sem völ er á – og heldur okkur við efnið.“

Góð lýsing á Montefalco Rosso frá Arnaldo Caprai birtist siðan undir liðnum „Nýtt í reynslu“. Þau Dominique og Eymar gefa því 4 glös af 5.

Ég tek sérstaklega undir orð þeirra „mjög ítalskt“. Sum vín eru bara einhvern veginn þannig.

Montefalco Rosso 20054 glös
Þetta vín kemur úr smiðju Arnaldo Caprai sem er tvímælalaust sá framleiðandi í Umbria sem er að vekja hvað mesta athygli á heimsvísu. Vínið er blanda af sangiovese og sagrantino (þrúgan sem hann ræktaði úr gleymsku) þar sem sú fyrri er í miklum meirihluta. Það er opið í nefi með góðan ferskleika og er að finna kirsuber sangiovese-þrúgunnar ásamt kryddjurtum og kryddi. Áferðin er mjúk og þurr, tannín er vel þroskað og finna má margslungna tóna af kryddi, kirsuberjum, tóbaki og mold. Langt eftirbragð sem helst í kirsuberjunum og léttum eikartónum. Stórfínt vín með góða byggingu og í flottu jafnvægi. Drekkið með bragðmiklum og flóknum pastaréttum eða ekta ítölskum kjötréttum.
Verð 2.190 kr.
Okkar álit: Vín í háum gæðaflokki. Vel gert og mjög ítalskt en þarfnast umhellingar þar sem tannínið er ennþá svolítið þétt.“

Fleira gott um okkar vín kemur fram í blaðinu. T.d. eru fjögur ítölsk hvítvín pöruð með skemmtilegum rétti, „Smálúðurúllur með parmaskinku, basilíku og tómatsultu“ frá Jóa í Ostabúðinni og þeim gefnar einkunnir eftir því hversu vel þau eiga með réttinum. Við eigum þrjú af þessum hvítvínum, Grecante (4 1/2 glas), Casal di Serra (4 glös) og Vernaccia di San Gimignano (4 glös).

Svo mæla þau Dominique og Eymar með okkar vínum annars staðar í blaðinu. Með Frizzando frá Sandhofer mæla þau með „Túttí frúttí“ smárétti á bls. 40, Chateau du Flaugergues með „Lambalæri á la Provencal með ratatouille-grænmeti“ á bls. 45 og með Casal di Serra og Grecante með „Fenníkulegin lúða“ á bls. 65.

Ein athugasemd

Filed under búrgúnd, caprai, castello di querceto, christian moreau, dómar, Gestgjafinn, grivot, lucien le moine, sandhofer, ummæli, vín, vincent girardin

1 responses to “Hlý orð í Gestgjafanum

  1. Additional storage can be added for $9. 0 offers a
    full system backup, Microsoft has given the facility, wherein, you can perform a
    online backup reviews by launching the app and tapping“ online backup reviews. You could always consider using the automatic config online backup reviews package. Another feature I would suggest that you use to upload files and offers you an easy way to synchronize the information on our computers these days. Most important of all, make sure that all the business owners that I worry about most.

Skildu eftir svar við online backup reviews Hætta við svar